Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 37 ✝ Guðlaugur Krist-inn Kristófersson fæddist á Oddsstöð- um í Vestmannaeyj- um 25. desember 1922. Hann lést á Sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum 24. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Krist- ófer Þórarinn Guð- jónsson verslun- armaður og sjómað- ur, f. 27. maí 1900 á Oddsstöðum í Vest- mannaeyjum, d. 11. apríl 1981, og eigin- kona hans Þórkatla Bjarnadóttir, f. 25 febrúar 1895 á Þórkötlustöðum í Grindavík, d. 13. júlí 1975. Systkini hans eru Freyja Kristín, f. 21. sept- ember 1924, Guðrún, f. 10. desem- ber 1925, og Guðjón, f. 26. desem- ber 1929, d. 9. apríl 1995. Eiginkona Guðlaugs er Unnur Kristín Björnsdóttir, f. á Hörðuvöll- um í Hafnarfirði 7. ágúst 1926. For- eldrar hennar voru Björn Maríus Hansson skipstjóri, f. 18. janúar 1898, d. 14. ágúst 1966, og eigin- kona hans Sigurborg Magnúsdótt- 5. febrúar 1970. Eiginmaður henn- ar er Viktor Þór Reynisson, f. 10. febrúar 1964. Dætur þeirra eru Auðbjörg Ósk, f. 3. mars 1993, Þór- unn Jóhanna, f. 21. júlí 1994, Gabr- iella Dögg, f. 3. júní 2000. 3b) Guð- laugur Kristinn, f. 12. júlí 1971. Fyrrverandi eiginkona hans er Hafrún Sigríður Ingadóttir, f. 29. október 1976. Börn þeirra eru Kristófer Ingi, f. 1. apríl 1995, og Sunna Dís, f. 23. nóvember 1996. Núverandi eiginkona er Valgerður Kristjánsdóttir, f. 13. maí 1975. Börn hennar eru Linda, f. 12. mars 1995, og Þorsteinn Vestmann, f. 25. september 1997. Sonur þeirra er Mattías Freyr, f. 9. apríl 2002. 3c) Lilja Rós, f. 8. september 1981. Son- ur hennar er Kristinn Örn, f. 9. júlí 1999. 3d) Hafþór Örn, f. 25. október 1983. Guðlaugur ólst upp í Vestmanna- eyjum. Ungur að árum hóf hann verslunarstörf og hefur átt og rekið sínar eigin verslanir í Vestmanna- eyjum, Keflavík og Hveragerði. Hann var einnig rakarameistari og vann og kenndi þá iðn í mörg ár í Vestmannaeyjum, Reykjavík og Keflavík. Gerðist hann einn af fyrstu meðlimum Lúðrasveitar Vestmannaeyja og spilaði á tromp- et með henni í mörg ár. Einnig var hann meðlimur í Lúðrasveit Kefla- víkur í mörg ár. Síðustu árin átti hann heima í Vestmannaeyjum. Útför Guðlaugs fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 16. ir, f. 24. febrúar 1896, d. 10. maí 1961. Börn Guðlaugs og Unnar eru: 1) Ragnar Þorkell, flugvirki, f. 22. ágúst 1943. Fyrrverandi eig- inkona hans er Nancy Ellen, f. 22. febrúar 1937. Sonur þeirra er Magnús, f. 24. maí 1964. Eiginkona hans er Jane, f. 1966. Börn þeirra eru Matthew, f. 14. júlí 1991, og Kelly, f. 2. júní 1995. Ragnar er kvæntur Shirley, f. 26. ágúst 1937. Sonur Shirley og uppeldissonur Ragnars er Jason William, f. 20 janúar 1976. 2) Sigrún, viðskiptafræðingur, f. 11. október 1946. Fyrrverandi eig- inmaður hennar er Oliver Patrick Buggle, f. 2. maí 1942. Börn þeirra eru Kevin Kristófer, f. 2. ágúst 1968, og Teresa Kristine, f. 28. október 1971. Eiginmaður hennar er Ellis Quintin, f. 30. mars 1971. 3) Kristófer Þór, skipstjóri, f. 24. mars 1950. Eiginkona hans er Þórunn Þorbjörnsdóttir, f. 16. júlí 1951. Börn þeirra eru 3a) Anna Kristín, f. Elsku pabbi minn. Við eigum bágt með að trúa því að þú sért far- inn frá okkur og það er með mikl- um söknuði að ég sest niður og skrifa nokkur orð. Þú hefur verið mér svo kær í gegnum árin. Þú varst félagslyndur, ættrækinn og áttir stóran vinahóp. Það gerði lífið í návist þinni fjölbreytt og spenn- andi. Þó að fjarlægðin setti sinn svip á samveru okkar þá var sam- bandið alltaf náið. Þú ólst upp í Vestmannaeyjum umvafinn stórri fjölskyldu. Þið mamma hefðuð átt 60 ára hjúskap- arafmæli næstu áramót og það var alltaf gestkvæmt á heimili ykkar. Mér fannst ósköp notalegt að alast upp í Eyjum hjá ykkur. Staðfesta þín og heiðarleiki setti svip sinn á allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Verslunarmaður varstu góður og leituðu margir til þín í sambandi við viðskiptin. Einnig varst þú rakara- meistari og bæði vannst og kenndir þá iðn. Hljómlistin var sérstaklega mikill þáttur í tilverunni og nutum við systkinin góðs af. Börn okkar og barnabörn höfðu alltaf gaman af að sjá hann afa sinn og það verður erfitt að átta sig á að afi er ekki heima. Við erum svo þakklát fyrir allar góðu minning- arnar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku pabbi minn, ég kveð þig með söknuði. Megi guð geyma þig og blessa. Sigrún Guðlaugsdóttir. Takk fyrir tímann sem með þér við áttum, tíma sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir, góða tíð eftir kveðjuna hér. Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga. Indælar minningar hjarta okkar ber. (P.O.T.) Elsku tengdapabbi. Nú ert þú farinn frá okkur og finnst mér það allt of fljótt. Ég var ekki einu sinni farin að átta mig á því hvað þú vær- ir mikið veikur. Ég ætlaði að koma og vera með þér síðustu stundirnar, en svo varst þú bara farinn. Það var svo sárt að fá ekki að vera með þér síðasta spölinn. Ég hef verið svo lánsöm að fá að hafa þig nálægt eig- inlega alveg frá því að ég giftist syni þínum, og börnin okkar hafa fengið það sem ekki mörg börn fá og það er að hafa afa og ömmu í sama húsi, eða þá í næsta húsi hvar sem við höfum búið. Hvort heldur það var í Vestmannaeyjum, Hvera- gerði eða í Ameríku. Þú varst vak- andi og sofandi yfir velferð okkar og barnanna. Þú varst alltaf klett- urinn í okkar lífi. Takk fyrir allt og ég veit að þú vakir yfir okkur núna eins og þú hefur alltaf gert. Sofðu vært hinn síðsta blund, uns hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. Verði, Drottinn, vilji þinn, vér oss fyrir honum hneigjum; hvort vér lifum eða deyjum, veri hann oss velkominn. (V. Briem.) Þórunn (Tóta). Elsku afi. Ég trúi því varla að þú sért farinn. Alla tíð hef ég alist upp við það að hafa þig í næsta ná- grenni við mig. Það er kannski þess vegna sem það er svo erfitt að missa þig. Söknuðurinn er svo sár. Þrátt fyrir að við hittumst allt of sjaldan undanfarin ár, þá varstu samt aldrei nema símtal í burtu. Nú get ég aðeins talað við þig í draum- um mínum. Þegar ég fékk fréttir af því að þú værir dáinn, þá þutu minningarnar hver af annarri í gegnum huga minn. Hvað þú varst þolinmóður við mig þegar ég gekk í gegnum mitt „af hverju“, þegar ég fékk að hjálpa þér að mála pallbíl- inn þegar ég var smá peyi. Þannig spruttu minningarnar fram hver af annarri. Alltaf hafðir þú tíma til að setjast niður og spjalla um heima og geima. Nú eru þessar stundir liðnar. Það sem mér finnst kannski allra verst er hvað það er mikill missir fyrir börnin mín að fá ekki að njóta þess að hafa þig svolítið lengur. Að fá að kynnast þér nánar og njóta þolinmæði þinnar á sínum „af hverju“ skeiðum. En það var kannski til of mikils ætlast. En alla tíð munu minningar mínar um þig vera greyptar í huga mér og hjarta, þær munu fylgja mér um alla eilífð. Elsku afi, ég kveð þig með sorg í hjarta. Guðlaugur (Laugi). Elsku Afi. Nú þegar þú ert far- inn streyma fram margar ljúfar minningar. Allar þessar minningar á ég eftir að geyma í hjarta mínu. Það er erfitt að koma hugsunum í orð. Þó svo að við vitum að tími okkar hér á jörðu endi svona finnur maður samt fyrir söknuði. Alveg frá því ég man eftir mér gat ég alltaf komið til þín og ömmu. Þið voruð alltaf nálægt. Það er skrítið að geta ekki séð ljósblá blíðu augun þín og heyra þig hlæja þessum skemmti- lega dillandi hlátri. Afi, þó svo að söknuðurinn sé mjög sterkur núna þá veit ég að þú ert í góðum höndum og við munum hittast seinna. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð geymi þig, elsku afi. Anna Kristín, Viktor og dætur. GUÐLAUGUR KRISTINN KRISTÓFERSSON Sími 562 0200 Erfisdrykkjur www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. 0  6     ,  ,               '' 2" 2  ! # B #3  0    6      7    )& / . )& #& &  .3$ 0 % &    6 1 "6 1 ' ',  '  54 '! #3             0!   '  /  '  (!  %& # C%  %$% &  .3$! % &    ' '6  :   $ # #3    !    ( )!  !8 )     3! 5         !7 67     9  6    ,     "3$!  !(!$ & 5 #3   ! &0 :  &  2>*2 2 '2>*2    .        1  5     , !   <@(! (!$&  # ! (!$$%  !  !  . <@( $%   ! / .   &0 % &               D, ' '  # 5   @ .!(          8    '  "# "//#  %& ' 7# ! ,/& $%  "3 % %$%    $& "  %& ## E#7# .! (!$$%   /&  %$%  5(!$! 0: &   %& 6  $%   #  %$%  : (   & @  %$%  : )% ! (!$& )%   %& ! -  ! $%    %& % :  $%  /  /. & /  /  /. 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 183. tölublað (08.08.2002)
https://timarit.is/issue/250787

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

183. tölublað (08.08.2002)

Aðgerðir: