Morgunblaðið - 08.08.2002, Síða 19

Morgunblaðið - 08.08.2002, Síða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 19 JÓHANN Einvarðsson lét af störf- um framkvæmdastjóra Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja í síðustu viku og hefur verið gerður starfsloka- samningur við hann. Guðlaug Björnsdóttir hefur verið ráðin tíma- bundið í stöðu framkvæmdastjóra. Hallgrímur Bogason, formaður stjórnar Heilbrigðisstofnunar Suð- urnesja, sagði í samtali við Morg- unblaðið að ákvörðun um starfslok Jóhanns væri sameiginleg ákvörðun hans og heilbrigðisráðuneytisins. „Ástæðan fyrir því að Jóhann lætur af störfum er sú að hugmyndafræði hans og ráðuneytisins fer ekki sam- an,“ sagði Hallgrímur en ítrekaði að ákvörðunin hefði verið tekin í góðu og væri sameiginleg ákvörðun beggja aðila. „Jóhann ákvað að það væri rétt að rýma fyrir nýjum framkvæmdastjóra. Unnið hefur verið að þessu undanfarnar vikur og hefur allt farið fram í góðu.“ Jóhann hefur gegnt stöðu fram- kvæmastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í tíu ár. Guðlaug Björnsdóttir, sem er að sögn Hall- gríms starfsmaður ráðuneytisins, mun gegna stöðu framkvæmda- stjóra tímabundið þar til ráðið verður í hana að nýju. Hallgrímur sagðist eiga von á að staðan yrði auglýst laus til umsóknar um næstu helgi. Jóhann sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vilja ræða að- draganda þess að gerður hefði ver- ið við hann starfslokasamningur. „Það náðist samkomulag milli mín og heilbrigðisráðuneytisins um starfslokasamning og ég held að báðir aðilar séu sáttir við það. Ég er búinn að vera í þessu starfi í 10 ár og í opinberri stjórnsýslu í yfir 40 ár. Það má segja að það sé kom- inn tími til þess fyrir mig að hægja á mér. Ég hverf frá þessu starfi sáttur þó að ég hefði kannski viljað tímasetja þetta dálítið öðruvísi. En þegar upp er staðið er ég sáttur,“ sagði Jóhann. Hugmyndafræði- legur ágreiningur ástæða starfsloka Reykjanesbær Jóhann Einvarðsson lætur af störfum framkvæmdastjóra HSS LÖGREGLAN í Reykjanesbæ hefur að undanförnu stöðvað ökumenn og minnt þá á að nota bílbelti við akstur. Á annan tug ökumanna hefur verið stöðvað- ur. Lögreglan vill með þessu stuðla að því að ökumenn nýti þau öryggistæki sem eru í bíl- unum en margoft hefur verið sýnt fram á gagnsemi þeirra þegar slys ber að höndum. Minna á bílbeltin Reykjanesbær Í SÍÐUSTU VIKU var haldinn fimm daga fundur um áhrif loftslagsbreyt- inga á lífríki í hafinu á norðurslóðum. Fundurinn var haldinn í Fræðasetr- inu í Sandgerði og sóttu hann 22 sjávarlíffræðingar og vísindamenn frá öllum Norðurlöndunum. Vísndamennirnir kynntu rann- sóknir sínar sem hver og einn hefur unnið að í sínu heimalandi. Rann- sóknir þeirra hafa fyrst og fremst beinst að því að kanna áhrif lofts- lagsbreytinga á lífríki uppsjávar í norðurhöfum. Flutt voru mörg er- indi á fundinum og vísindamennirnir báru saman bækur sínar um þær breytingar sem virðast vera að eiga sér stað á lífríkinu. Fundurinn var styrktur af Norrænu ráðherranefnd- inni og verða til viðbótar haldnir fundir á öllum Norðurlöndunum. Stig Falk Petersen sér um skipu- lag fundanna en hann starfar hjá norsku Heimskautastofnuninni, Norsk Polar Institut. Að sögn Ást- þórs Gíslasonar, sérfræðings í dýra- fræði sjávar, voru norrænu vísinda- mennirnir mjög ánægðir með fundinn og aðstöðuna í Fræðasetr- inu í Sandgerði, en Ástþór ásamt starfsmönnum Hafrannsóknastofn- unar höfðu veg og vanda af undir- búningi fundarins hér á landi. Rætt um áhrif loftslags- breytinga Sandgerði Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Vísindamenn frá Norðurlöndunum funduðu í Fræðasetrinu í Sandgerði. Meðgöngubuxur margar gerðir og litir Póstsendum, Þumalína

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.