Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isGuðmundur Torfason hættur störfum hjá ÍR / B8 Þórsarinn Orri Freyr Óskarsson á förum til Tromsö / B1 16 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM ALLS eiga hundrað og fjörutíu manns bókað flug til Prag með ferða- skrifstofunni Heimsferðum í dag. Að sögn Andra Más Ingólfssonar, for- stjóra Heimsferða, hættu átta far- þegar við förina og var þeim boðið að bóka sig í aðrar ferðir á vegum ferðaskrifstofunnar. Andri segir ástandið í borginni mun betra en menn höfðu þorað að vona. Á föstudag var tekin ákvörðun um að ferðin yrði farin og segir hann að samstarfsaðilar ferðaskrifstof- unnar í Prag, ræðismaður Íslands og fararstjórar hafi skannað svæðið á hverjum degi að undanförnu. Hann bendir á að búið sé að opna aftur megnið af bænum og allt í kringum Wenceslas-torg, gamla bæjartorgið og kastalahverfið. Ekki sé þó búið að opna hina fornu Karlsbrú að nýju en gert er ráð fyrir að hún verði opnuð þegar búið er að ganga úr skugga um að öll burðar- virki séu í lagi. Þær götur sem verst urðu úti eru enn lokaðar og segir Andri að gyðingahverfið sé að mestu lokað. Fyrsta ferð til Búdapest í byrjun október Fyrsta ferð Heimsferða til Búda- pest verður farin 3. október nk. og segir Andri að það sem aflaga hafi farið þar vegna flóða á svæðinu verði að öllum líkindum komið í lag fyrir þann tíma. Þá er fyrirhuguð sigling á Dóná í lok mánaðarins og segir Andri að forsvarsmenn skipafélags- ins sem sjái um siglinguna hafi sagt að sú ferð muni ganga samkvæmt áætlun. Búist er við að um 5.000 manns fari í ferðir til Prag á vegum Heims- ferða á þessu ári og eru flestar ferðir farnar á vorin og haustin. Ferðir til Prag með Heimsferðum 140 manns eiga bókað flug í dag UNG kona leitaði til lögreglunnar í Reykjavík um helgina og kærði mann fyrir nauðgun sem hún sagðist hafa orðið fyrir á Landakotstúni að- faranótt sunnudags. Meintur árásar- maður hefur verið yfirheyrður en hann neitar sök. Ekki fengust frek- ari upplýsingar um málið hjá lög- reglu í gær. Kærði nauðgun TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflug- velli lagði á föstudagskvöld hald á um hálft kíló af hassi sem danskur karlmaður reyndi að smygla til landsins í skóm sem hann var í. Að sögn Kára Gunnlaugssonar, aðaldeildarstjóra Tollgæslunnar, fannst efnið við reglubundið eftirlit. Maðurinn var í framhaldinu úr- skurðaður í vikugæsluvarðhald. Að sögn Kára var maðurinn, sem er 18 ára gamall, einn á ferð en lög- reglan í Reykjavík, sem fer með rannsókn málsins, kannar nú hvort hann hafi haft tengsl við einhverja hér á landi. Frá áramótum hefur Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagt hald á lið- lega 15 kíló af hassi. Dani handtekinn með ½ kíló af hassi Faldi efnið í íþróttaskóm HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald til 4. september næstkomandi yfir tveimur karl- mönnum sem grunaðir eru um að hafa framið alvarlega líkamsárás við Eiðistorg 2. ágúst sl. Um er að ræða feðga en annar sonur til viðbótar er grunaður um verknaðinn og kærði hann einnig varðhaldsúrskurð til Hæstaréttar. Niðurstöðu þess máls er að vænta í dag eða á morgun. Líka grunaðir um að hafa barið mann við Eiðistorg Í úrskurði Héraðsdóms Reykja- víkur frá 14. ágúst má sjá um hve al- varlega líkamsárás var að ræða. Barst lögreglunni í Reykjavík til- kynning að morgni föstudagsins 2. ágúst sl. um blóðugan og ölvaðan mann sem sagður var studdur af tveimur bræðrum. Nokkrum mínút- um síðar barst lögreglunni tilkynn- ing um að tveir menn hefðu ýtt manni yfir grindverk við leikskólann Gullborg. Taldi sá er hringdi hugs- anlegt að um lík hefði verið að ræða. Er lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir mikið slasaðan mann sem lá á leikskólalóðinni. Var hann flutt- ur í skyndi á slysadeild Landspítal- ans í Fossvogi. Voru bræðurnir handteknir skömmu síðar við bens- ínafgreiðslu við Austurströnd í kjöl- far árásar á annan mann við versl- unarmiðstöðina við Eiðistorg. Um líkt leyti var faðirinn handtekinn, með áverka í andliti og alblóðugur, að því er fram kemur í úrskurði hér- aðsdóms. Skilríki fórnarlambsins fundust í íbúðinni Í máli vitna, sem lögregla ræddi við, kom fram að mikill hávaði hefði borist frá íbúð bræðranna skammt frá Eiðistorgi aðfaranótt föstudags- ins. Töldu vitni að hávaðinn hefði líkst slagsmálum og húsgögn verið færð til. Eitt vitnið sem fór úr húsinu snemma morguns kvaðst hafa séð blóð á svalagólfi fyrir framan íbúð- ina. Fram kemur hjá Héraðsdómi Reykjavíkur að við vettvangsrann- sókn lögreglu hafi komið í ljós mikið blóð, m.a. á veggjum og gólfum. Í íbúðinni fann lögreglan skilríki þess manns sem fannst á leikskólalóðinni. Samkvæmt áverkavottorði hlaut maðurinn alvarlega höfuðáverka og var skorinn og stunginn víða um lík- amann. Faðirinn hefur neitað sök en ann- ar sonurinn, sá er Hæstiréttur stað- festi úrskurð yfir í gær, játar að hafa slegið manninn nokkrum sinnum. Er sú játning aðeins talin skýra að hluta þá áverka sem maðurinn hlaut. Gæsluvarðhald yfir feðgum sem grunaðir eru um líkamsárás staðfest í Hæstarétti Mikið blóð fannst í íbúð hinna grunuðu Í TENGSLUM við aðalfund Skóg- ræktarfélags Íslands, sem haldinn var í Logalandi um helgina, var samstarfsverkefnið „Opinn skóg- ur“ kynnt í Daníelslundi í Borg- arfirði. Um er að ræða verkefni á vegum skógræktarfélaganna í landinu, Olís og Alcan á Íslandi, áð- ur ÍSAL. Fjölmargir lögðu leið sína í Daníelslund á laugardaginn í blíð- viðri og meðal þeirra voru Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti. Markmið verkefnisins er að opna skóga fyrir almenning og auðvelda aðkomu að þeim, auk víðtæks fræðslustarfs um skógrækt og merkingu skógræktarsvæða. Daníelslundur er kenndur við Daníel Kristjánsson frá Hreðavatni, sem var frumkvöðull í skógrækt- armálum á Vesturlandi. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Heimsókn í Daníelslund GRUNUR leikur á að skip- stjóri hvalaskoðunarbátsins Hauks hafi verið ölvaður þeg- ar hann sigldi bátnum á smá- bátabryggju á Húsavík á laugardagsmorgun. Talsvert högg kom á bátinn við árekst- urinn en farþegarnir, sem voru á fjórða tug, meiddust ekki. Akkerið liggur utan á skutnum og gekk það nokkuð inn við áreksturinn, talsvert fyrir ofan sjólínu. Bráða- birgðaviðgerð var gerð á bátnum sem hefur verið í notkun síðan. Skv. upplýsingum frá lög- reglunni á Húsavík vaknaði þegar grunur um að skipstjórinn væri ölv- aður og er málið rannsakað með til- liti til þess. Eftir að bátnum hafði verið siglt á bryggjusporð smábáta- bryggjunnar bakkaði skipstjórinn aftur upp að bryggjunni þaðan sem lagt hafði verið upp. Ekki vildi þó betur til en svo að lítill trébátur varð á milli og sökk hann nær samstundis. Bilun kom fram í stjórntækjum hvalaskoðunarbátsins en að sögn lögreglu þykir ljóst að áreksturinn hafi ekki orðið vegna bilunarinnar. Skv. siglingalögum varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum ef skipstjóri neytir áfengis eða fíkniefna með þeim hætti að hann reynist ófær um að gegna starfi sínu á fullnægjandi hátt. Með dómi er hægt að svipta viðkomandi skip- stjórnarréttindum. Skipstjóri hvala- skoðunarbáts grun- aður um ölvun Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Borð í stefninu skemmdust þegar Hauk- ur sigldi á smábátabryggjuna á Húsavík. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.