Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 41
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 41 Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI MÓT ÞESSI hafa tryggt sig vel í sessi og óhætt að segja að þau séu fastur punktur í tilveru hestamanna á Suðurlandi. Þátttakan nú var í góðu meðallagi eða um 250 skrán- ingar en hæst hafa þær farið í 300 en að öllu jöfnu verið rétt ríflega 200. Allt lagðist á eitt til að vel tækist til að þessu sinni. Dreyramenn höfðu gert nokkrar endurbætur á völlunum, meðal annars blandað nýju efni í vellina sem gerði þá mun þéttari en þeir hafa verið. Sagði Sig- urður Guðni Sigurðsson sem hefur unnið við flest þessara móta að þetta hafi greinilega skilað sér í góðum tímum í skeiði. Skjóni frá Hofi sem Sigurður V. Matthíasson sat að venju fór til dæmis 250 metrana á 21,9 sek. sem er með bestu tímum ársins. Einnig jöfnuðu þeir tima Sigurbjörns Bárð- arsonar og Óðins frá Búðardal í 100 metra flugskeiði, 7,5 sek., og er lík- legt talið að sá árangur verði skráð- ur Íslandsmet. Þá sagði Sigurður að keppnin hafi verið mjög spennandi í flestum flokkum, keppendur mjög jafnir að styrkleika og engar truntur á ferð- inni á mótinu. Hann taldi framtíð þessara móta í góðum farvegi, eng- inn bilbugur væri á þeim Dreyra- félögum á þessum tímamótum held- ur þvert á móti mikill hugur að halda þessi mót um ókomna framtíð. Daníel Ingi Smárason er í feikna- stuði þessa dagana og fór mikinn á mótinu og sýndi að góð frammistaða hans á nýafstöðnu Íslandsmóti var engin tilviljun. Sigraði hann í fimm- gangi á Vestfjörð og í fjórgangi og íslenskri tvíkeppni á Tyson frá Bú- landi. Sömuleiðis var kærasta hans, Berglind Rósa Guðmundsdóttir, drjúg í ungmennaflokki þar sem hún háði harða keppni við Karen Líndal Marteinsdóttur þar sem þær skiptu sigursætunum á milli sín en Berg- lind hirti hinsvegar öll stigakeppn- isverðlaunin. Í opna flokknum var Sigurður V. Matthíasson í miklum ham í skeið- inu, sigraði þær allar að gæðinga- skeiðinu undanskildu þar sem Sig- urður Sigurðarson var hinn öruggi sigurvegari. Hann sigraði einnig í tölti á hryssu sinni Hyllingu frá Kimbastöðum og var stigahæstur keppenda í opnum flokki. Í unglingaflokki var Camilla Petra Sigurðardóttir atkvæðamest, sigraði í tölti og íslenskri tvíkeppni auk þess að vera stigahæst kepp- enda. Í barnaflokki voru það Jó- hanna Jónsdóttir og Viktoría Sig- urðardóttir sem háðu harða hildi bæði í tölti og fjórgangi. Jóhann sigraði í tölti en Viktoría í fjórgangi en sú fyrrnefnda var stigahæst og vann að auki íslenska tvíkeppni. Hörkukeppni á vel heppnuðu afmælismóti Íslandsbankamót Dreyra á Akranesi hafa lifað í tíu ár og verður ekki annað sagt en þau séu í miklum blóma. Hið tíunda í röðinni var haldið um helgina og þótti takast vel til eins og öll hin. Morgunblaðið/Vakri Þau gerðu það gott á Æðaroddanum, Jóhanna Jónsdóttir og Darri frá Akureyri, og fóru hlaðin verðlaunum heim. Morgunblaðið/Vakri Camilla P. Sigurðardóttir heldur góðum dampi með Oliver frá Aust- urkoti og sigraði í tölti unglinga á mótinu. B-lið Skagfirð- inga sigraði ÞAU UNDUR og stórmerki gerðust á hinu árlega bikarmóti Norðurlands að B-lið Skagfirðinga stóð uppi sem sigurvegari öllum á óvart og líklega liðsmönnum mest. Hlaut liðið 1.339,28 stig en A-lið Skagfirðinga kom næst með1.271,71 stig. Akureyringar sem kepptu undir merkjum ÍBA höfnuðu í þriðja sæti með 1.213,69 stig. Tvö lið Eyfirðinga vermdu botnsætin tvö og þar var B-lið með vinninginn, hlaut 1.193,52 en A-liðið var með 1.128,54 stig. Mótið var haldið á Dalvík við frá- bærar aðstæður að sögn Eyþórs Ein- arssonar sem var í A-liði Skagfirð- inga. Sagði hann að þeir Hringsmenn á Dalvík og í Svarfaðardal hefðu hald- ið þetta mót nú eins og undanfarin ár og hefðu staðið afar vel að öllu eins og þeirra væri von og vísa og er ákveðið að þeir muni halda næsta mót. Bikarmót Norður- lands á Dalvík Brennureið og upp- skeruhátíð EINS OG undanfarin ár fara Skag- firðingar brennureið í ágústmánuði að Vindheimamelum þar sem þeir munu halda mikla uppskeruhátíð með skemmtidagskrá fram yfir miðnætti. Munu menn koma ríðandi á laugar- dag víða að úr héraðinu og sameinast undir fánaborg hestamannafélaganna í Skagafirði og fara fylktu liði inn á „Melana“. Hátíðin byrjar raunar kvöldið áður með reiðhallarsýningu á Svaðastöðum þar sem útnefnt verður ræktunarbú ársins í héraðinu og kyn- bótahross fá viðurkenningu. Þá verða knapaverðlaun veitt í öllum aldurs- flokkum þeim knöpum sem skarað hafa fram úr. Að því loknu verður boðið upp á fjölbreyttar reiðsýningar. Opinn flokkur/tölt 1. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Hyllingu frá Kimbastöðum, 7,53 2 Þorvaldur Á. Þorvaldsson, Ljúfi, á Spaða frá Hafrafellstungu, 7,15 3. Sigurður Kolbeinsson, Mána, á Núma frá Miðsitju, 7,14 4. Hallgrímur Birkissson, Geysi, á Guðna frá Heiðarbrún, 7,13 5. Páll B. Hólmarsson, Sleipni, á Röst frá Voðmúlastöðum, 6,98 6. Sigurður V. Matthíasson, Fáki, á Gnótt frá Skollagróf, 6,87 Fjórgangur 1. Daníel I. Smárason, Sörla, á Tyson frá Búlandi, 7,39 2. Dagur Benonýsson, Herði, á Silfurtoppi frá Lækjamóti, 7,27 3. Hugrún Jóhannsdóttir, Sleipni, á Spretti frá Glóru, 6,93 4. Þorvaldur Á. Þorvaldsson, Ljúfi, á Spaða frá Hafrafellstungu, 6,93 5. Birgitta Magnúsdóttir, Herði, á Óðni frá Köldukinn, 6,84 6. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Hyllingu frá Kimbastöðum, 6,75 Fimmgangur 1. Daníel I. Smárason, Sörla, á Vestfjörð frá Fremri-Hvestu, 6,92 2. Sigurður V. Matthíasson, Fáki, á Sölva frá Gíslabæ, 6,77 3. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Gylli frá Keflavík, 6,68 4. Einar Þ. Jóhannsson, Gusti, á Nátt- hrafni frá Hafnarfirði 6,60 5. Davíð Matthíasson, Fáki, á Hatti frá Norðurhvammi, 6,56 6. Barbara Meyer, Herði, á Þotu frá Skriðu, 5,02 Slaktaumatölt 1. Dagur Benonýsson, Herði, á Galsa frá Bæ, 7,36 2. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Úlfi frá Hjaltastöðum, 7,03 3. Daníel I. Smárason, Sörla, á Vestfjörð frá Fremri-Hvestu, 6,90 4. Sóley Margeirsdóttir, Mána, á Prúð frá Kotströnd, 6,55 5. Hugrún Jóhannsdóttir á Brimi frá Aust- urkoti, 5,41 100 metra skeið 1. Sigurður V. Matthíasson, Fáki, á Skjóna frá Hofi, 7,5 sek. 2. Sigurjón Ö. Björnsson, Snæfellingi, á Hetti frá Ingólfshvoli, 7,6 sek. 3. Friðdóra Friðriksdóttir, Herði, á Línu frá Gillastöðum, 7,8 sek 150 metra skeið 1. Sigurður V. Matthíasson, Fáki, á Ölveri frá Stokkseyri, 14,5 sek. 2. Þráinn Ragnarsson, Sindra, á Hrafnari frá Efri-Þverá, 14,7 sek. 3. Jón Styrmisson, Andvara, á Gasellu frá Hafnarfirði, 16,0 sek. 250 metra skeið 1. Sigurður V. Matthíasson, Fáki, á Skjóna frá Hofi, 21,9 sek. 2. Jóhann Valdimarsson, Gusti, á Óðni frá Efstadal, 22,7 sek. 3. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Fölva frá Hafsteinsstöðum, 23,0 sek. Gæðingaskeið 1. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Fölva frá Hafsteinsstöðum, 8,37 2. Sigurður V. Matthíasson, Fáki, á Sölva frá Gíslabæ, 8,20 3. Daníel I. Smárason, Sörla, á Brandi frá Hafsteinsstöðum, 97,30 4. Gísli G. Gylfason, Fáki, á Sædísi frá Ing- ólfshvoli, 7,90 5. Trausti Þ. Guðmundsson, Ljúfi, á Tjaldi frá Hólum, 7,76 Íslensk tvíkeppni: Daníel I. Smárason, Sörla, á Tyson frá Bú- landi 136,20 stig Skeiðtvíkeppni: Sigurður V. Matthíasson, Fáki, á Sölva frá Gís- labæ, 157,9 stig Samanlagður sigurvegari: Sig- urður Sigurðarson, Herði, 393,74 stig Ungmenni/tölt 1. Berglind R. Guðmundsdóttir, Gusti, á Seiði frá Sigmundarstöðum, 7,03 2. Karen L. Marteinsdóttir, Dreyra, á Tindi frá Vallanesi, 6,91 3. Ari B. Jónsson, Herði, á Adam frá Götu, 6,46 4. Sigríður H. Sigurðardóttir, Dreyra, á Roða frá Skáney, 5,45 5. Elva B. Margeirsdóttir, Mána, á Amal frá Húsavík 4,86 Fjórgangur 1. Karen L. Marteinsdóttir, Dreyra, á Tindi frá Vallanesi, 7,04 2. Berglind R. Guðmundsdóttir, Gusti, á Seiði frá Sigmundarstöðum, 6,92 3. Ari B. Jónsson, Herði, á Adam frá Götu, 6,39 4. Sigríður H. Sigurðardóttir, Dreyra, á Þætti frá Vallanesi, 6,06 5. Elísabet Fjeldsted, Faxa, á Blika frá Skáney, 0.0 Fimmgangur 1. Karen L. Marteinsdóttir, Dreyra, á Glaðni frá Laxárdal, 6,50 2. Sóley Margeirsdóttir, Mána, á Prúð frá Kotströnd, 6,03 3. Berglind R. Guðmundsdóttir, Gusti, á Óttu frá Svignaskarði, 6,01 4. Elva B. Margeirsdóttir, Mána, á Erpi frá Prestbakka, 5,44 Gæðingaskeið 1. Berglind R. Guðmundsdóttir, Gusti, á Óttu frá Svignaskarði, 7,91 2. Karen L. Marteinsdóttir, Dreyra, á Glaðni frá Laxárdal, 6,81 3. Rut Skúladóttir, Fáki, á Hörpu Sjöfn frá Sauðárkróki, 3,35 4. Elva B. Margeirsdóttir, Mána, á Erpi frá Prestbakka, 3,29 5. Sóley Margeirsdóttir, Mána, á Prúð frá Kotströnd, 2,58 Íslensk tvíkeppni: Berglind R. Guðmundsdóttir, Gusti, á Seiði frá Sigmundarstöðum 129,52 stig Skeiðtvíkeppni: Berglind R.Guð- mundsdóttir, Gusti, á Óttu frá Svignaskarði, 148,10 stig Samanlagður sigurvegari: Berglind R. Guðmundsdóttir, Gusti, 277,62 stig Unglingar/tölt 1. Camilla P. Sigurðardóttir, Mána, á Oli- ver frá Austurkoti, 7,41 2. Linda R. Pétursdóttir, Herði, á Háfeta frá Þingnesi, 7,11 3. Sandra L. Þórðardóttir, Sörla, á Hróki frá Enni, 6,30 4. Þórhallur D. Pétursson, Herði, á Þorra frá Reykjavík, 6,22 5. Halldóra S. Guðlaugsdóttir, Herði, á Snót frá Akureyri, 5,97 6. Íris F. Eggertsdóttir, Herði, á Blesa frá Skriðulandi, 2,87 Fjórgangur 1. Linda R. Pétursdóttir, Herði, á Val frá Ólafsvík, 6,71 2. Camilla Sigurðardóttir, Mána, á Oliver frá Austurkoti, 6,62 3. Sandra L. Þórðardóttir, Sörla, á Hróki frá Enni, 6,53 4. Elka Halldórsdóttir, Gusti, á Rauð frá Láguhlíð, 6,32 5. Björn S. Ástmarsson, Fáki, á Fjölni frá Brekkum, 6,25 Fimmgangur 1. Halldóra S. Guðlaugsdóttir, Herði, á Hlátri frá Þórseyri, 6,38 2. Björn S. Ástmarsson, Fáki, á Von frá Neðri-Bæ, 6,15 3. Sandra L. Þórðardóttir, Sörla, á Adrean frá Stafholtsveggjum, 5,85 4. Jana K. Knútsdóttir, Herði, á Irju frá Skálholti, 5,49 5. Viggó Sigurðsson, Sörla, á Natan frá Kópavogi, 5,22 6. Jóhanna Jónsdóttir, Herði, á Fífu frá Miðengi, 3,40 Íslensk tvíkeppni: Camilla P. Sigurðardóttir, Mána, á Oliver frá Austurkoti, 130,3 stig Samanlagður sigurvegari: Cam- illa P. Sigurðardóttir, Mána, 169,98 stig Börn/tölt 1. Jóhanna Jónsdóttir, Herði, á Darra frá Akureyri, 6,62 2. Viktoría Sigurðardóttir, Mána, á Skafli frá Norðurhvammi, 6,40 3. Ásmundur E. Snorrason, Mána, Hrefnu frá Hlíðarbergi, 5,89 4. Sandra Jóhannsdóttir, Skugga, á Geysi frá Njarðvík, 5,70 5. Sara D. Traustadóttir, Ljúfi, á Flautu frá Kirkjuferjuhjáleigu, 5,64 Fjórgangur 1. Viktoría Sigurðardóttir, Mána, á Svarti frá Síðu, 6,44 2. Jóhanna Jónsdóttir, Herði, á Darra frá Akureyri, 6,21 3. Margrét L. Margeirsdóttir, Mána, á Erpi, 6,20 4. Ásmundur E. Snorrason, Mána, á Hrefnu frá Hlíðarbergi, 6,13 5. Sandra Jóhannsdóttir, Skugga, á Geysi frá Njarðvík, 5,87 Íslensk tvíkeppni: Jóhanna Jónsdóttir, Herði, á Darra frá Ak- ureyri, 123,91 stig Samanlagður sigurvegari: Jó- hanna Jónsdóttir, Herði, 123,91 stig Íslandsbankamót Dreyra haldið á Æðarodda – Úrslit ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.