Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ TENGIGRIND Hentugt í sumarbústaðinn! Fyrir 80m2 rými miðað við 75-35°c hitaveitu 70-30°c hringrásarkerfi og 30% frostlög. Breiddin er 65cm og hæðin 75cm Heildsala - Smásala VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is STEFNT verður að því að ljúka þeim áfanga Klébergsskóla, sem átti að vera lokið um miðjan mánuðinn, um eða upp úr næstu mánaðamótum samkvæmt nýrri verkáætlun sem starfshópur verktaka, skólastjóra og forstöðumanns Fasteignastofu Reykjavíkurborgar gerði í gær- morgun. Forstöðumaðurinn segir ekki við eftirlitið að sakast að fram- kvæmdir við skólann hafi dregist, heldur verktakann. Morgunblaðið greindi á laugardag frá ástandinu í húsnæðismálum Klé- bergsskóla en skólahúsnæðið er sem stendur ónothæft þar sem fyrri verktaki við nýbyggingu og endur- bætur á eldra húsi skólans stóð ekki við verkáætlun. Skólastjóri skólans gagnrýndi þá meðal annars eftirlit Fasteignastofu með framkvæmdun- um og sagði að ef það hefði verið í lagi hefði verkið verið tekið af verk- takanum fyrr en raun bar vitni. Guð- mundur Pálmi Kristinsson, forstöðu- maður Fasteignastofu, segir ekki við eftirlitið að sakast. „Verktakinn efndi ekki sinn samning og eftirlitið gat lítið gripið inn í það. Við höfum passað okkur á að borga ekki nema samkvæmt framvindu og verktakan- um hefur ekkert verið ofgreitt.“ Gert í samkomulagi við verktakann Hann segir að vissulega hafi kom- ið upp spurningar um hvort taka hefði átt verkið af verktakanum fyrr. „Ef við hefðum gert það strax í sum- arbyrjun þá hefði þetta ekki verið eins vel á veg komið eins og það er í dag. Þá hefðum við þurft að bjóða þetta aftur út og fá annan verktaka í þetta og þá hefði það tekið einn til tvo mánuði.“ Í síðustu viku var verkið afhent nýjum verktaka án útboðs og að- spurður hvort ekki hefði mátt gera það fyrr segir Guðmundur Pálmi að það hefði ekki verið hægt. „Þetta kom ekki í ljós fyrr en í júlíbyrjun og þá var þetta gert í fullu samkomulag við verktakann sem við tókum verkið af. Síðan tók það um mánuð áður en farið var með þetta inn til samþykkt- ar í borgarráði. Ef þetta hefði ekki verið gert með samkomulagi hefði þurft að rifta einhliða samningnum. Þá hefði þurft að fara fram verk- stöðumat og verktakinn hefði haft alls kyns úrræði ef hann hefði ekki verið sáttur við slíkt. Hann hefði jafnvel getað látið setja á lögbann og stöðvað verkið.“ Starfshópur skólastjóra, nýja verktakans og Guðmundar Pálma fundaði í gærmorgun um málið þar sem gerð var ný aðgerðaáætlun varðandi framhald framkvæmdanna. „Við erum að tala um að fullljúka því, sem átti að vera tilbúið um miðjan ágúst, um næstu mánaðamót þannig að menn verði sáttir. Þannig að þetta er svona hálfs mánaðar til þriggja vikna seinkun,“ segir hann. Skólasetning á fimmtudag Sigþór Magnússon, skólastjóri Klébergsskóla, segir, aðspurður hvernig skólabyrjun verði háttað, út- lit fyrir að hægt verði að hefja skóla- starf um mánaðamótin ef allt gangi að óskum en það geti dregist um viku komi eitthvað upp á. En verður þá ekki tekið á móti börnunum í skóla á tilskildum tíma? „Börnin koma til skólasetningar núna á fimmtudaginn og þá er ég að vonast til að við verðum búin að setja upp áætlun fyrir skólann,“ segir Sig- þór. „Þá kemur í ljós hvort við getum tekið á móti þeim eitthvað fyrr eða ekki. Við höfum stundum farið með þau í vettvangsferðir en það fer eftir því hvenær við kennararnir kom- umst inn til að undirbúa okkur. Þetta ætti að vera orðið ljóst á skólasetn- ingunni.“ Ný aðgerðaáætlun varðandi Klébergsskóla gerð á fundi málsaðila í gær Verkinu verði lokið um næstu mánaðamót Kjalarnes SKIPULAGSSTOFNUN hefur haf- ið athugun á mati á umhverfisáhrif- um vegna byggingar Skarfagarðs og Skarfabakka í Sundahöfn í Reykjavík. Fyrirhuguð hafnar- mannvirki eru skjólgarður og hafn- arbakki á svokölluðu Klettasvæði í höfninni. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá verður Skarfagarður um 320 metra langur grjótgarður þvert á Viðeyjarsundið. Innan hans kemur Skarfabakki sem er um 400 metra langur viðlegubakki með 12 metra aðdýpi. Segir í fréttatilkynningu Skipulagsstofnunar að enn eigi eftir að fylla allt að 10 hekturum til að landaðstaðan verði samkvæmt útlín- um í skipulagi. Reykjavíkurhöfn er framkvæmdaraðili og í matsskýrslu sem Verkfræðistofa Sigurðar Thor- oddsen vann fyrir hana er fjallað um framkvæmdina sjálfa og umhverfis- áhrif hennar. Er það niðurstaða skýrslunnar að bygging Skarfa- garðs og Skarfabakka ásamt land- fyllingu á Klettasvæði Sundahafnar hafi ekki umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Matsskýrslan mun liggja frammi hjá Skipulags- og byggingasviði Reykjavíkurborgar til kynningar frá 16. ágúst til 27. sept- ember og hjá Þjóðarbókhlöðu og Skipulagsstofnun. Þá er skýrslan aðgengileg á heimasíðu Reykjavík- urhafnar sem hefur slóðina www.reykjavikurhofn.is. Athuga- semdum vegna matsskýrslunnar ber að skila skriflega inn til Skipu- lagsstofnunar og rennur frestur til þess út 27. september. Umhverf- ismat Skarfagarðs í kynningu Sundahöfn ÞAÐ vantaði ekki fjörið á lokahá- tíð sumardvalarheimilisins í Reykjadal sem haldin var síðast- liðinn laugardag í boði Styrkt- arfélags lamaðra og fatlaðra. Á milli þrjú og fjögur hundruð manns skemmtu sér þar kon- unglega við fjölbreytta dagskrá. Um er að ræða árlega upp- skeruhátíð dvalargesta sum- arheimilisins og fjölskyldna þeirra. Stigu ýmsir skemmtikraft- ar á stokk við góðan róm við- staddra og má þar meðal annars nefna sönghópinn Blikandi stjörnur og starfsmenn Reykja- dals. Þá má ekki gleyma glæsi- legum veitingum sem gestir kunnu vel að meta. Í lok hátíð- arinnar lék hljómsveitin Flauel á meðan dansinn var stiginn af hjartans lyst. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sigríður Soffía Níelsdóttir, Unnur Ólafsdóttir, Gunnar Guðmundsson og Margrét Lilja Vilmundardóttir skemmtu sér vel á ballinu þar sem hljómsveitin Flauel lék fyrir dansi við fögnuð viðstaddra. Embla Ágústsdóttir og Sonja Sigurðardóttir voru ánægðar með daginn og glöddust yfir litskrúðugum blöðrum sem honum fylgdu. Konungleg skemmt- un á lokahátíð Mosfellsbær EIGANDI gamla ullarþvottahúss- ins í Mosfellsbæ segist ekki vilja standa í vegi fyrir áformum bæj- aryfirvalda um að framfylgja deili- skipulagi Álafosskvosarinnar. Hins vegar hafi honum verið boðið verð sem sé undir lóðarmati eignarinnar og það hafi honum þótt óviðunandi. Morgunblaðið greindi á föstudag frá áformum bæjaryfirvalda um að taka húsið eignarnámi en það til- heyrði áður Álafossverksmiðjunni. Til stendur að rífa húsið til að opna gönguleiðir að Álafossinum og Varmánni samkvæmt samþykktu deiliskipulagi svæðisins. Að sögn Axels Blomsterberg, eig- anda gamla ullarþvottahússins, er hann ekki ósáttur við að farið verði í eignarnám á húsinu. „Okkur hefur ekki samist því þeir voru að bjóða mér verð sem var undir lóðarmat- inu. Þá óskaði ég eftir því að þeir útveguðu mér annað hús. Þegar þeir tjáðu mér að það gengi ekki sagði ég að þá þyrfti að láta meta það af einhverjum sem þekkja til. Þannig lagað séð er samkomulag um eignarnámið og ég er í sjálfu sér ekkert að standa í vegi fyrir þeim.“ Aðspurður segist hann leigja hús- ið út og er það notað sem geymsla undir leikmuni og aðra hluti. Ullarþvottahúsið í Álafosskvosinni Eigandinn sáttur við eignarnám Mosfellsbær Morgunblaðið/Þorkell Gamla ullarþvottahúsið er leigt út og notað sem geymsla fyrir leikmuni og aðra hluti en eigandinn segist ósáttur við það verð sem bæjaryfirvöld hafa boðið honum fyrir það. Um er að ræða rauða húsið við árbakkann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.