Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ vinnuþreki sínu.Hét hann á heilaga Guðsmóður að hann fengi „haldið þreki, líkamlegu sem andlegu, til að halda áfram að uppfylla köllunina sem Hinn upprisni Drottinn fól mér“. Í þessum orðum páfa kemur það fram með skýrari hætti en í nokkr- um öðrum ummælum hans hingað til að hann hyggist ekki segja af sér páfadómi. Fordæmis fyrir því að páfi hverfi af páfastóli í lifanda lífi þarf að leita allt aftur til 13. aldar, en þrálátur orðrómur hafði verið uppi um að Jóhannes Páll II kynni JÓHANNES Páll II páfi lauk í gær tilfinningahlaðinni heimsókn til föð- urlands síns, Póllands. Gaf hann við þetta tækifæri skýrt til kynna að hann hygðist gegna páfadómi allt fram í andlátið. Vangaveltur hafa verið uppi um að hann kunni að segja af sér af heilsufarsástæðum. Páfi, sem er 82 ár að aldri og tal- inn þjást bæði af parkinsonsveiki og gigt á háu stigi, lét þess sér- staklega getið í messu sem hann hélt við kapellu þar sem hann baðst oft fyrir á sínum yngri árum að hann bæði þess að fá að halda engu að síður að bregða á það ráð. Á síðasta degi hinnar fjögurra daga heimsóknar hans á fornar slóðir, þar sem hann átti allan sinn feril sem kirkjunnar þjónn unz hann var kjörinn páfi árið 1978, hélt hann messu sem um 2,2 milljónir manna hlýddu á. Áhuginn á heim- sókninni meðal landsmanna páfa, sem langflestir eru rómversk-kaþ- ólskir og einlægir aðdáendur hans, hefur verið þeim mun meiri fyrir þær sakir, að við því er búizt að hún sé sú síðasta sem honum auðnast að fara til föðurlandsins. Reuters Jóhannes Páll II páfi blessar leiði foreldra sinna í kirkjugarði í Kraká í S-Póllandi í gær. Þótt honum hafi verið gert kleift að krjúpa við leiðið kaus hann að yfirgefa ekki sérsmíðaða bifreið sína. Þótti þetta þreytumerki. Hyggst sinna köllun sinni fram í andlátið Kalwaria Zebrzydowska. AFP. EKKERT lát er miklum flóðum í Kína en talið er, að þau hafi kostað um 250 manns lífið síðasta hálfa mánuð- inn og að minnsta kosti 1.000 manns á árinu. Í gær var spáð, að nýr fellibyl- ur myndi ganga inn yfir kínverska meginlandið og auka enn á hamfar- irnar. Veðurfræðingar spáðu því, að felli- bylurinn Vongfong myndi koma inn yfir landið er liði á daginn og voru þá gefnar út nýjar viðvaranir um flóð. Um nónbil í gær var stormmiðjan austur af eyjunni Hainan og þá var búist við, að vindstyrkurinn ætti eftir að aukast mikið. Er Vongfong, sam- nefndur skordýri, sem bítur illa, 14. fellibylurinn í Kína á þessu ári. Miklar rigningar hafa valdið flóð- um víða um landið í sumar og einna mestum í Hunan-héraði í landinu miðju. Skriðuföll hafa einnig verið tíð og er ástandið mjög alvarlegt víða, ekki síst til fjalla þar sem heilu þorpin hafa orðið illa úti og uppskeran skolast burt. Óttast flóðahamfarir í Yangtze Í Norður-Hunan flæðir vatnið yfir bakka Dongting-vatns, næststærsta stöðuvatnsins í Kína, en það er rétt við Yangtze-fljótið og gæti því valdið auknum flóðum í því. Um 4.000 manns týndu lífi í vatnavöxtum í fljótinu 1998 og óttast margir, að svip- aðar hamfarir séu nú í uppsiglingu. Í Víetnam hafa að minnsta kosti 26 manns farist í flóðum í þremur hér- uðum landsins. Eru stór svæði á kafi í vatni og hafa tugþúsundir manna orð- ið að flýja heimili sín. Hundruð farast Flóð í Kína Peking. AFP. JAWEED al-Ghussein, fyrrverandi féhirðir PLO, Frelsisfylkingar Pal- estínumanna, neitaði í gær þeim fréttum í ísraelskum fjölmiðlum, að hann hefði sakað Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna, um mikla spillingu og fjárdrátt. Ísraelsku dagblöðin Haaretz og Yediot Ahronot höfðu það eftir Ghussein um helgina, að hann hefði fært hálfan milljarð dollara, um 43 milljarða ísl. kr., inn á nokkra leyni- reikninga Arafats. Hefði hann fært allt að 680 millj. kr. mánaðarlega og hefði þar verið um að ræða opinbert fé, aðallega gjafafé, sem ýmis erlend ríki hefðu sent Palestínumönnum. Höfðu blöðin það eftir Ghussein, að hann hefði undir höndum gögn, sem sönnuðu þetta. „Ég komst að því, að Arafat flutti hjálparfé og peninga, sem ætlaðir voru palestínsku þjóðinni, inn á sína eigin reikninga. Ríkin, sem aðstoð- ina veittu, spurðust fyrir um þetta fé en ég gat ekki gefið nein svör.“ Ghussein vann ekki fyrir palest- ínsku heimastjórnina, heldur var hann framkvæmdastjóri Palestínska þjóðarsjóðsins og var því vel kunn- ugur fjárreiðum PLO. Hann hætti 1996 og segist hafa gert það vegna spillingarinnar. Flótti með hjálp Ísraela? Í viðtalinu er haft eftir Ghussein, að honum hafi verið rænt tvisvar síð- asta árið en palestínskir embættis- menn segja, að hann hafi aðeins ver- ið færður til yfirheyrslu vegna ásakana um, að hann hafi stolið hundruðum milljóna króna. Yediot Ahronot segir, að Ghussein, sem hef- ur glímt við krabbamein í lifur, hafi verið hafður í haldi á Gaza en vegna áskorana frá Sameinuðu þjóðunum, Bretlandi og mannréttindasamtök- um hafi honum verið leyft að leita sér lækninga í Austur-Jerúsalem í síð- asta mánuði. Þá flýði hann með hjálp Ísraela, fyrst til Jórdaníu og þaðan til Bretlands. Ghussein neitar því að hafa stolið nokkru og segir, að umrætt fé, rúm- lega 550 millj. kr., hafi verið hluti af „mislukkaðri fjárfestingu“ og það mál hafi verið útkljáð 1992. Óánægja á Vesturlöndum Ríkisstjórnir á Vesturlöndum hafa lengi kvartað um spillingu í palest- ínsku heimastjórninni enda vita þær sjaldnast hvað verður um fé, sem merkt er ákveðnum framkvæmdum. Brást Arafat nýlega við þessari gagnrýni með því að skipa Salam Fa- yad, mann, sem nýtur virðingar og starfaði áður hjá Alþjóðabankanum, fjármálaráðherra heimastjórnarinn- ar. Þá halda Ísraelar því fram, að Arafat hafi sankað að sér miklu fé eða um 110 milljörðum króna. Neitar öllu Í viðtali, sem al-Jazeera-sjón- varpsstöðin í Qatar átti við Ghussein í gær, neitaði hann að hafa sakað Arafat um spillingu og einnig, að Ísr- aelar hefðu hjálpað honum að flýja. Sagði hann, að það, sem eftir honum væri haft, væri tilhæfulaust og hreinn tilbúningur. Fyrrverandi féhirðir PLO sakar ísraelska fjölmiðla um rangfærslur Sagður hafa sakað Arafat um mikla spillingu Doha, Jerúsalem. AP, AFP. PALESTÍNSKI öfgamaðurinn Abu Nidal, sem að sögn fannst látinn á heimili sínu í Bagdad, höfuðborg Íraks, um helgina, var á tímabili einn illræmdasti hryðjuverkamaður heims, hataður jafnt af Ísraelum og Palest- ínumönnum. Hann er talinn hafa borið ábyrgð á meira en níu hundruð morðum á fjögurra áratuga tímabili. Maðurinn, sem hét réttu nafni Sabri al- Banna, fæddist árið 1937 í Jaffa, sonur ríkra foreldra. Fjölskyldan missti heimili sitt og þurfti að flytja til Nablus á Vesturbakkanum, sem þá var hluti Jórdaníu, þegar Ísraelsríki var stofnað árið 1948. Á sjöunda áratugnum vann Abu Nidal í olíufyrirtæki í Sádí-Arabíu. Þar hóf hann þátttöku í palestínskum stjórn- málum og gekk í Fatah-hreyfingu Yassers Arafats. Árið 1973 var Abu Nidal hins vegar kominn á þá skoðun að Arafat hefði villst af braut vopnaðrar sjálfstæðisbaráttu og stofn- aði, með stuðningi Íraksstjórnar, eigin klofn- ingshóp, Byltingarráð Fatah, ári síðar. Hann var þá staddur í Bagdad sem fulltrúi Fatah þar í landi, og sama ár, 1974, dæmdi Fatah- hreyfingin Abu Nidal til dauða fyrir fjárdrátt. Á „blómaskeiði“ byltingarráðsins, á áttunda og níunda áratugnum, stóð hópurinn fyrir fjölda morðtilræða og flugrána sem gerðu nafn Abu Nidals nánast samnefni fyrir al- þjóðleg hryðjuverk. „Ég er Abu Nidal, svarið við öllum þjáningum og ógæfu araba,“ sagði hann í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel ár- ið 1985. „Ég er hinn illi andi leyniþjónust- unnar. Ég er hinn illi andi sem ferðast um að næt- urlagi og veldur martröð- um.“ Abu Nidal réðst jafnt gegn Ísraelum og Palest- ínumönnum sem honum þótti of undirgefnir Ísr- aelsríki og árið 1989 sagði bandaríska leyniþjónustan byltingarráð hans hættu- legustu hryðjuverkasam- tök í heimi. Auk þess sem bylting- arráðið stóð fyrir eigin að- gerðum og hryðjuverka- árásum er Abu Nidal sagður hafa selt ríkis- stjórnum Íraks, Sýrlands og Líbýu þjónustu sína. Sprengjuárásir og flugrán Nafnið Abu Nidal þýðir á arabísku „Faðir barátt- unnar“ og fullyrða má að hann hafi gert sitt besta til að standa undir því nafni. Hann var eftirlýst- ur í fjölmörgum ríkjum og var talinn hafa bor- ið ábyrgð á morðum á 900 manns í tuttugu löndum frá árinu 1974. Flest fórnarlamba hans voru Ísraelar og hófsamir Palestínu- menn, en hann lét einnig til skarar skríða gegn gyðingum í öðrum ríkjum og gegn hóf- samari arabaríkjum. Árið 2001 dæmdi dóm- stóll í Jórdaníu hann til hengingar fyrir morð á jórdönskum erindreka, sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt í Beirút í Líbanon árið 1994. Meðal illræmdusta aðgerða byltingarráðs Abu Nidals voru árásir á afgreiðsluborð El Al-flugfélagsins ísraelska á flugvöllum í Róm og Vínarborg árið 1985, en í þeim féllu átján manns og 120 særðust. Hann er talinn hafa borið ábyrgð á sprengjuárás í gyðingahverfi í París árið 1982 þar sem sex létust og 22 særðust og árás á bæna- hús gyðinga í Istanbúl þar sem 22 létu lífið árið 1986. Sama ár er hann talinn hafa staðið fyrir ráni á banda- rískri farþegaflugvél í Kar- achi í Pakistan. Árið 1982 sagði Ísraelsstjórn innrás sína í Líbanon svar við morði Abu Nidals á sendi- herra Ísraels í Bretlandi það ár, en byltingarráðið hélt þá til í fjallahéruðum Líbanons. Þá er Abu Nidal sagður hafa staðið fyrir árásum á sendiráð Sýrlands á Ítalíu og í Pakistan. Abu Nidal átti í storma- sömu sambandi við ríkis- stjórnir nokkurra araba- ríkja. Íraksstjórn hætti stuðningi við hann árið 1983 og flutti hann þá höfuð- stöðvar sínar til Damaskus, en þaðan flutti hann tveimur árum síðar til Líbanons. Seinna naut hann velvildar Moammars Gadhafi, leið- toga Líbýu, en er sagður hafa verið handtek- inn af egypsku lögreglunni árið 1998, eftir að klofningshópur innan byltingarráðsins sveik hann. Egypsk stjórnvöld neituðu ætíð fréttum af handtöku hans, en eru sögð hafa leyft hon- um að snúa aftur til Bagdad, þar sem hann á að hafa lifað í vellystingum. Abu Nidal er sagður hafa í gegnum tíðina átt við margs konar heilbrigðisvanda að stríða, allt frá hvítblæði til hjartveiki. Í ævi- sögu hans, skrifaðri af blaðamanninum Pat- rick Seale, er honum lýst sem tilkomulitlum manni, þjáðum af slæmum magasárum, of- sóknaróðum og með smekk fyrir viskí. „Ég er hinn illi andi …“ Reuters Abu Nidal árið 1982. Hryðjuverkamaðurinn Abu Nidal er sagður allur en samtök hans voru talin hættulegasti öfgahópur heims Níkosíu. AFP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.