Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FRÁRENNSLI á Suður-landi er víða í ólestri, sam-kvæmt skýrslu starfshópslandbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssonar, um salmonellu og kamfýlóbakter í dýrum og um- hverfi á Suðurlandi. Það þýðir m.ö.o. að skólp og annað afrennsli frá mannabyggð, t.d. frá þéttbýlis- stöðunum Selfossi, Hellu og Hvols- velli, mengar víða yfirborðsvatn, s.s. vatn í tjörnum, lækjum, ám og skurðum, á Suðurlandi. Þetta sama yfirborðsvatn er oft í nánd við eða rennur í gegnum beitarlönd dýra og getur því valdið sýkingum í skepn- um og þar með mönnum. Talið er að þetta ástand, sem þarna er lýst, gæti verið svipað á öðrum stöðum á landinu en það er þó ekki síst alvar- legt á Suðurlandi þar sem það svæði er stærsta matvælaframleiðslu- svæði landsins. Í skýrslunni segir m.a. um ástand þessara mála á Suðurlandi. „ …Kom í ljós að til eru bæir þar sem engin rotþró finnst og skólp frá íbúðarhúsum fer beint í næsta skurð sem einnig er ætlað að sjá húsdýrum fyrir drykkjarvatni í haga. Auðvelt er að sjá fyrir sér ákveðna hringrás í hættulegum ör- verum í slíkum tilfellum.“ Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir í samtali við Morgunblaðið, að þótt mörg sveitarfélög hafi fært frá- veitumálin til betri vegar frá því skýrslan var unnin, líti hann svo á að menn verði í öllum sveitarfélögum að hafa það fyrir forgangsverkefni að koma fráveitumálunum í lag. Rétt er að taka fram áður en lengra er haldið að umrædd skýrsla er afrakstur vinnu starfshóps sem landbúnaðarráðherra skipaði í febr- úar árið 2000 en verkefni hópsins var að gera viðamikla úttekt á lífríki og umhverfismálum á Suðurlandi. Formaður starfshópsins var Hall- dór Runólfsson yfirdýralæknir. Ástæða þess að ráðherra skipaði hópinn er sú að frá haustinu 1999 og fram til haustmánaða 2000 komu endurtekið upp salmonellusýkingar í búfé; hestum, nautgripum, sauðfé og svínum á Suður- og Suðvestur- landi. Til dæmis veiktust og drápust kýr á stórbúi í Djúpárhreppi í des- ember 1999 og við ítarlega rannsókn fannst salmonella í um 40% sýna úr nautgripum á bænum. Þá drápust hross og kind á bæ í Ásahreppi af völdum salmonellu á svipuðum tíma og í lok ársins 1999 greindist salmonella í hestum, nautgripum og hundum á bæ í Rangárvallahreppi. Þar sem Suðurland er stærsta matvælaframleiðslusvæði landsins, eins og áður sagði, með mjólkurbú, sláturhús og fiskvinnslustöðvar með útflutningsleyfi, þótti ástæða til þess að reyna að finna þær smit- og mengunarleiðir sem kynnu að vera til staðar á svæðinu. Í skýrslunni segir: „Framleiðsla þessara afurða- stöðva [á Suðurlandi] bæði fyrir inn- lenda og erlenda markaði gæti verið í húfi ef ekki tekst að halda sýking- um af völdum þessara baktería [salmónellu og kamfýlóbakter] í skefjum.“ Á vegum starfshópsins voru tekin sýni til ræktunar fyrir salmonellu og kamfýlóbakter á ákveðnum svæðum á Suðurlandi frá ágústbyrj- un til nóvemberloka árið 2000 eða í u.þ.b. fimmtán vikur. „Valdir voru nokkrir tugir sýnatökustaða á Suð- urlandi, einkum á því svæði sem salmonellu hafði orðið vart á síðustu árum,“ segir í skýrslunni. „Megin- áherslan var á vestanverða Rang- árvallasýslu, einkum það svæði þar sem salmonelluvandamálið hafði verið áberandi síðustu misseri. Þó var einnig ákveðið að taka sýni í Ár- nessýslu. Sýni voru tekin úr ýmsum áveituskurðum og öðrum skurðum og lækjum í grennd við býli og beit- arlönd, svo og úr skurðum og öðrum vatnakerfum sem taka við skólpi frá þéttbýliskjörnum.“ Halldór Run- ólfsson yfirdýralæknir segir að ein- blínt hafi verið á salmonellu og kam- fýlóbakter vegna þess að ef þeir gerlar berast í dýr getur það valdið sýkingu sem síðan berst í fólk. „Þessir gerlar eru hættulegir vegna þess að afurðir geta mengast og borist í fólk,“ útskýrir hann. „Við leggjum náttúrulega höfuðáherslu á að þessir gerlar berist ekki í fólk með afurðunum.“ Mikil salmonellumengun Í Rangárvallasýslu voru valdir sex sýnatökustaðir í löngum af- rennslisskurði frá rotþró Hvolsvall- ar en skurðurinn liggur austan við Suðurlandsveg sunnan bæjarins. Tekið var 81 sýni á 15 vikna tímabili og voru u.þ.b. 80% þeirra jákvæð fyrir salmonellu. Í Árnessýslu voru valdir fimm sýnatökustaðir í Varmá í Hveragerði, þar af fjórir staðir á kafla neðan útflæðis frá skólpþró Hveragerðis sem er á bökkum Varmár austast í bænum. Einn sýnatökustaðurinn var við Suður- landsveg. Samtals voru tekin 44 sýni á þessum stöðum á níu vikna tímabili og voru u.þ.b. 75 til 80% þeirra jákvæð fyrir salmonellu. Á báðum þessum stöðum, þ.e. við Hvolsvöll og Hveragerði, fannst salmonella í sýnum yfir allt rannsóknartímabil- ið, og segir í skýrslunni að það bendi til mikillar og samfelldrar salmonellumengunar. Sýni voru tekin á fleiri stöðum en við Hvolsvöll og Hvera- gerði og m.a. voru tekin sýni fjarri þéttbýli. Í stuttu máli sagt komst nefndin að þeirri niðurstöðu að salmonellumengun virðist nær al- farið bundin við þéttbýlissvæði á Suðurlandi. „Á svæðum sem voru við Hvolsvöll og neðan skólpútflæð- is í Varmá í Hveragerði var til stað- ar mjög sýnileg skólpmengun,“ seg- ir í skýrslunni. Því er bætt við að ljóst megi vera að mikil sý un fari út í umhverfið þar s flæði út í grennd við þéttb ástand getur líka skapast byggðakjarna og einstök b eru salmonellusmitaðir ein ar og frágangi frárennslis ábótavant.“ Þess má geta mál í Hveragerði hafa ver gegn frá því starfshópur aðarráðherra tók til star Ingjaldsdóttir, framkvæm Heilbrigðiseftirlits Su skýrir frá því að búið sé notkun nýja og fullkomn hreinsistöð í Hveragerði, við skólpi frá bænum. Í skýrslunni er lítillega f það hvers vegna salmone verið svo algeng í þeim sý tekin voru við Hvolsvöll o gerði. Um þetta segir m.a unni: „Skólpviðtakinn við (skurðurinn) er í raun mjö viðkvæmur og rennsli þa lega lítið. Hann verður að t of lítill miðað við það sk sem þarna fer út í umhve Hvolsvöllur sé ekki stór kjarni (700 til 800 íbúar) skólpið út á einum stað o þar mikið álag. Eins og ann ar á landinu má búast vi hverjir heilbrigðir smitbe salmonellu geti verið í h Líklegra er þó að salmonelluálagið sé af þeirra fjölmörgu ferðama um svæðið fara, sérstak sumartímann. Þetta eru margar þúsundir einstak væntanlega notar veruleg þeirra salernisaðstöðu á Hv Síðan segir: „Skólplosun fr velli og skólphreinsun þar e anlega erfitt vandamál sem leysa með fullnægjandi hæ ig að umhverfið á nær svæði mengist ekki.“ Það ástand sem lýst er v völl gæti átt við fleiri þéttb á Suðurlandi og víðar á Hvolsvöllur er þó sagður s að því leyti að hann er lan landi, þ.e. u.þ.b. 15 km fr inni, þar er halli landsins j lítill og skólpviðtakinn viðk Hross ekki urðuð f en salmonellu varð Í skýrslunni eru þó ek gerðar athugasemdir frárennslismál á Suðurland einnig lögð áhersla á að fylgst með hagagöngu ekki síst í ljósi þess að frá svæðinu sé víða ábótavan ófullnægjandi frárennslis e mengun í drykkjarvatni dý urlandi, eins og áður var vi skepnurnar drekka t.d. læ lindarvatn, skurðarvatn, p tjarnarvatn. „[Á því svæði landi, sem salmonellusýni in] er að jafnaði mikill fjöld allt árið um kring en eink sumrin,“ segir í skýrslun hefðbundinn búskapur h Yfirborðsvat landi víða meng Í skýrslu sem landbún- aðarráðherra kynnti á dögunum um salmon- ellu og kamfýlóbakter á Suðurlandi kemur m.a. fram að víða er pottur brotinn í umhverf- ismálum og að margt má betur fara í búfjár- haldi á svæðinu. Arna Schram fjallar hér um skýrsluna og viðbrögð við henni. Í skýrslunni segir m.a. að það sé óviðunandi að lítt eða óhreinskjörnum beint út í umhverfið og blandist þar yfirborðsva Hræ ekki urðuð fyrr en bera fór á salmonellu á næstu bæjum AÐ DREIFA AUÐI OG VÖLDUM Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-herra hélt um margt athyglis-verða ræðu á Hólahátíð sl. sunnu- dag. Ráðherrann fjallaði þar m.a. um vaxandi misskiptingu launa og eigna á Ís- landi. „Aðalsmerki okkar samfélags hef- ur verið að prófessorinn, atvinnurekand- inn og verkamaðurinn eru vinir í sömu götu og erfitt fyrir ókunnuga að þekkja þjóðfélagsstöðu þeirra, börnin þeirra leikfélagar og ganga í sama skóla. Barn verkamannsins fetar hér menntaslóð, auður og völd hafa ekki ráðið, deilt og drottnað. Hvað er þá að gerast hér þegar launakjör eru skoðuð?“ spurði Guðni Ágústsson í ræðu sinni. „Hér áður fyrr hafði formaður eða skipstjóri á bát tvo hluti meðan háseti hafði einn. Nú sýnist mér að ákveðið sjálftökulið sem skammt- ar sjálfu sér og nýrri aðalsstétt laun sé að brjóta aldagamla hefð … Sá sem stýrir fyrirtæki er formaður á bát og ber góð laun, en þessi nýja þróun þolir ekki gler- augu réttlætis í litlu samfélagi þar sem allir gegna stóru hlutverki.“ Þessi orð landbúnaðarráðherra endur- spegla án vafa viðhorf margra, sem mót- ast af þeirri staðreynd að ójöfnuður hef- ur farið vaxandi hér á landi á undanförnum árum. Enn er það svo að jöfnuður á Íslandi er með því mesta sem gerist, en það er sjálfsagt og eðlilegt að menn bendi á það þegar þeim virðist þró- unin vera til annarrar áttar og vari við því. Hið fámenna þjóðfélag okkar hvorki þolir það né unir því að misskipting tekna keyri úr hófi fram. Guðni Ágústsson sagði í ræðunni á Hólum að með sama hætti yrði að huga að eignaskiptingunni og hverjir héldu ut- an um auðsuppsprettuna. „Færist eignir á færri og færri hendur þarf löggjafinn að takmarka vald og huga að eignaskipt- ingunni … Hverjir ráða yfir arði auðs- uppsprettunnar og deila þeir henni til landsmanna eða safna fáir menn í nýrri valdastétt auði með augun rauð? Hver er þróunin í sjávarútvegi, landbúnaði svo ekki sé talað um í þjónustugreinum, verzlun, bönkum og samgöngum til og frá landinu? Allt eru þetta stórar spurn- ingar á himni stjórnmálanna, spurningar sem kalla á umræðu og stefnumótun,“ sagði landbúnaðarráðherra. „Við heyr- um af auði manna sem svo vel hafa hagn- azt að þeir geta keypt banka, sparisjóði, fjölmiðla og allt milli himins og jarðar. Hér áður óttuðust menn kolkrabba og smokkfiska, en er ógnarskepnunum í undirdjúpunum ef til vill að fjölga? Hér þarf nýjar og skýrar línur, okkar sam- félag þrífst bezt sé auði og völdum dreift og að eignaraðildin að auðsuppsprett- unni sé margra en ekki fárra.“ Þetta eru orð í tíma töluð hjá landbún- aðarráðherra og Morgunblaðið getur tekið heils hugar undir með honum. Blað- ið hefur á undanförnum árum lýst áhyggjum af því að hér væru á ný að verða til fámennar viðskiptablokkir, sem hefðu tilhneigingu til að gína yfir öllu og sjást ekki fyrir í útþenslustefnu sinni. Það vandamál er ekki séríslenzkt, það þekkist í flestum vestrænum ríkjum. Þar hafa stjórnvöld, umboðsmenn almenn- ings, líka víða gripið til aðgerða til að stemma stigu við hringamyndun, dreifa valdinu og tryggja samkeppni. Til slíkra aðgerða getur líka þurft að grípa hér á landi og því er fagnaðarefni að landbún- aðarráðherrann telur þörf á umræðum og stefnumótun og jafnvel að atbeini lög- gjafans geti þurft að koma til. Sú spurning verður t.a.m. áleitin við lestur ræðu landbúnaðarráðherra, hvort einhugur ríki í ríkisstjórninni um að selja stóra hluti í ríkisbönkunum til „kjölfestu- fjárfesta“. Fari fram sem horfir munu örfáir stórir aðilar í viðskiptalífinu ráða bankakerfi landsmanna. Er það ekki ein- mitt mál, sem löggjafinn ætti að láta til sín taka? ENDAÐ MEÐ ÓSKÖPUM Menningarnótt, sem nú hefur fengiðfastan sess í lífi Reykvíkinga, er líklega orðin viðamesti árvissi viðburður í landinu en áætlað er mannsöfnuðurinn hafi talið allt að 80.000 í miðborginni þeg- ar flest var. Hátíðarhöld af þessu tagi eru vissulega af hinu góða og segja má að þau séu vegleg kynning á þeirri margháttuðu starfsemi sem fram fer í miðborginni allt árið um kring. Sá mikli mannfjöldi sem dagskráin laðaði til sín er ótvírætt merki um það að menningartengd starfsemi er í örum vexti á landinu og áhugi hins al- menna borgara á því sviði hefur verið leystur úr læðingi. Gott fordæmi hefur skapast fyrir sam- starfi atvinnulífs og lista í tengslum við Menningarnótt, því fyrirtæki og stofnan- ir leita við þetta tækifæri liðsinnis úr menningar- og listheimi landsmanna til að auglýsa og kynna starfsemi sína fyrir almenningi. Það fordæmi getur haft mjög jákvæð áhrif á samþættingu menn- ingar og atvinnulífs, þar sem fyrirtæki leitast í meira mæli við að efla ímynd sína út á við með því að styðja við þá frum- sköpun sem felst í listum. Samþætting þessara tveggja þátta í þjóðlífinu á Menningarnótt sýnir vel hve styrkur og hagsmunir beggja geta átt góða samleið ef samstarfinu er fundinn ákjósanlegur farvegur. Eftirtektarvert var hversu mikið var af fjölskyldufólki í bænum langt fram eft- ir kvöldi, enda einkar ánægjulegt þegar margar kynslóðir geta gert sér glaðan dag saman. Því var það ölvunarástand sem skapaðist í miðborginni eftir að flestir höfðu snúið til síns heima í hróp- andi ósamræmi við markmið hátíðar- haldanna. Það hefur löngum brunnið við hér á landi þegar áfengi er haft um hönd að ekki takist að hætta leik þá hæst hann stendur. Ástæða er til að ætla að lög- gæsla á Menningarnótt hafi ekki verið fullnægjandi miðað við þann mikla mann- fjölda sem var í miðborginni, en öflug og sýnileg viðvera lögreglu dregur án efa úr hættunni á því að ölvaður mannfjöldi hagi sér þannig að hætta stafi af. Í dag- bók lögreglu yfir helgina kemur fram að fjöldi ölvaðra unglinga í miðborginni var „sorglegur“, og óhætt er að taka undir þau tilmæli lögreglu að foreldrar virði útivistartíma á Menningarnótt sem endranær og sendi ekki börn sín eftirlits- laus á svona hátíð – aðhald. Á heildina litið er þó tæpast hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að ein- staklingar eiga að vera ábyrgir fyrir gjörðum sínum og ölvun getur aldrei þjónað sem afsökun fyrir óspektum og ósæmilegri hegðun. Hvort fyrirbyggj- andi aðgerðir eða umræða samhliða kynningarstarfi fyrir hátíð á borð við þessa gæti borið árangur er erfitt að segja til um, en víst er að það hömluleysi er setti svip sinn á miðborgina undir lok Menningarnætur dregur mikið úr þeirri jákvæðu ímynd sem framkvæmd hennar hefur annars getað státað af. Full ástæða er til að krefjast þess að gestir miðborg- arinnar á hátíðarstundum sýni þá tillits- semi, háttvísi og virðingu sem gestir al- mennt eiga að temja sér – jafnvel þótt skemmtunin eigi sér stað á strætum úti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.