Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 45
ÞEIM fjölgar nú laxveiðiánum sem
fara yfir fjögurra stafa mörkin.
Langá á Mýrum fór yfir þúsund
laxa í gærmorgun og þegar veiði-
menn komu til húss á föstudags-
kvöldið var heildartalan komin í
1015 laxa. Selá og Laxá í Aðaldal
eru næstar og líklegt að Selá sé að
skríða yfir töluna um þessar mund-
ir. Mikil og góð veiði hefur verið í
Vopnafjarðaránum að undanförnu.
Dæmi er Hofsá þar sem dagveiðin í
síðustu viku var um 50 laxar á sjö
stangir, eða alveg um 7 laxar á
stöng. Það gerist varla betra.
Langá lífleg
Ingvi Hrafn sagði Langána líf-
lega þessa daganna og miðað við að
maðkahollið er eftir og ævinlega
drjúg haustveiði, gæti það gerst að
heildarveiðin næði 1700 til 1800 löx-
um og ætti áin alveg inni fyrir því.
Miklu af laxi hefur verið sleppt aft-
ur í sumar.
Fréttir héðan og þaðan
Miðfjarðará er á góðu róli, komin
með um 600 laxa miðað við aðeins
450 allt síðasta sumar. Þar veiðast
10 til 20 laxar á dag og enn er nýr
lax að ganga inn á svæðið.
Ragnar bóndi á Bakka í Víðidal
sagði 606 laxa vera komna úr Víði-
dalsá um helgina, fluguveiðum lauk
þar á dögunum og kom þá flokkur
Finna sem veiddi mest á spón.
Drógu þeir 120 laxa á 4 dögum,
mest smálaxa. Hópur Bandaríkja-
manna á undan þeim fékk þó nokk-
Fleiri ár yfir
þúsund laxa
Morgunblaðið/Einar Falur
Stórbleikja berst fyrir lífi sínu í Vatnsdalsá.
uð af vænum laxi, 10 til 16 punda
og slepptu öllu aftur.
Samkvæmt fréttum frá veiðiþjón-
ustufyrirtækinu Lax-á, voru komnir
300 laxar úr Laugardalsá um
helgina, en alls gaf áin 254 alla síð-
ustu vertíð. Straumarnir voru
komnir í 160 laxa sem er langbesta
tala þar í mörg ár. Góð skot hafa
einnig komið á Tannastaðatanga,
m.a. veiddust þar einn daginn 7 lax-
ar, þar af einn 17 pund og annar 15
pund.
Gljúfurá var komin í 90 laxa um
helgina, veiðimaður nokkur var þar
einn í ánni, talsvert óselt, og vissi
ekki hvort hann átti að hlægja eða
gráta yfir frelsinu. Dró 8 flugulaxa
og sá fisk víða um ána.
21 punds birtingur
Ragnar Johansen, leigutaki
Vatnamótanna í Skaftá, sagði í
samtali í vikunni að hann hefði frétt
af 21 punds sjóbirtingi sem veiddist
á næsta svæði fyrir neðan, Hólma-
svæðinu, fyrir nokkru. Sigmar
Helgason, fyrrverandi veiðivörður á
þessum slóðum og stangaveiðimað-
ur á Klaustri, staðfesti að fiskurinn
hefði líklega veiðst nálægt síðustu
mánaðamótum.
„Þessi stóri fiskur veiddist sann-
arlega og annar 15 punda var dreg-
inn sama dag,“ sagði Sigmar.
Ragnar Johansen sem er á sinni
fyrstu vertíð sem leigutaki Vatna-
móta sagði veiðina að byrja að
glæðast. „Það var alger metveiði í
vor, 280 birtingar á aðeins 15
stangardögum. Síðsumarsveiðiskap-
urinn er farinn að koma til,“ sagði
Ragnar.
Sjóbirtingurinn er sumsé farinn
að láta á sér kræla á þessum slóð-
um. Fyrir nokkru veiddist t.d. sá
fyrsti í Geirlandsá, 4 pundari í Flat-
arhyl.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 45
N á m s e m b e ð i ð h e f u r v e r i ð e f t i r
CISCO námsbraut
Um er að ræða nám til undirbúnings CCNA (Certified Cisco Network Associate) prófgráðunni frá CISCO.
Kennd er hönnun, uppsetning og viðhald á dreifðum netkerfum. Námið byggir á CISCO Networking Academy
Program (CNAP) en það er vefrænt nám undir leiðsögn kennara með verklegum æfingum. Námið er bæði
fræðilegt og verklegt. Ekki er nauðsynlegt að hafa þekkingu eða reynslu af vinnu með netkerfi en þátttakendur
verða að hafa þjálfun sem almennir tölvunotendur og geta lesið ensku.
Kennari er Guðfinnur Traustason, tæknistjóri og kennari hjá Rafiðnaðarskólanum,
en hann hefur m.a. tekið þátt í þjálfun hjá CISCO í Skotlandi til undirbúnings gráðunni
Cisco Certified Academy Instructor (CCAI).
Námið hentar þeim sem hafa áhuga á að starfa við samtengingar neta í framtíðinni, bæði
staðarneta en þó einkum víðneta. Þetta starfssvið er mjög vaxandi atvinnugrein í dag og
eru einstaklingar með góða CISCO þekkingu mjög eftirsóttir á vinnumarkaði.
Lengd 198 kennslustundir, hefst 3. september og lýkur í maí 2003. Kennt á þriðjudögum kl. 13:00 – 16:30.
Verð kr. 370.000. Innifalin eru öll kennslugögn og þær próftökur sem CNAP kerfið býður upp á.
CCNA próftaka er ekki innifalin.
Skeifan 11b · 108 Reykjavík · Sími 568 5010 · Fax 581 2420 · skoli@raf.is · www.raf.is
Nánari upplýsingar í síma 568 5010
eða á www.raf.is
Starfsmenntalán
Landsbankans
Fyrir þá sem vilja ná árangri
Rafiðnaðarskólinn hefur einn skóla á Íslandi
hlotið vottun Microsoft sem tæknikennslusetur
(CTEC) og hefur fengið viðurkenningu Cisco
sem Networking Academy.
Hingað til hefur ekki verið neitt formlegt nám í
Cisco tækni hér á landi, en eins og svo oft áður
hefur Rafiðnaðarskólinn nú riðið á vaðið með ný
námstækifæri.
Hjá Rafiðnaðarskólanum eru einnig í boði styttri
námskeið í routertækni. Kynnið ykkur málið á
www.raf.is
MJÖG annasamt var
hjá lögreglu um
helgina og óhætt að
segja að Menningarnótt hafi sett
sterkan svip á borgina á laugardag
og skapað lögreglumönnum verk-
efni langt fram eftir nóttu. Á milli 70
og 80 þúsund manns lögðu leið sína í
miðborg Reykjavíkur til að taka
þátt í menningarnótt og reyndist
erfitt að senda lögreglu í verkefni í
miðborginni sökum þess. Mikið var
um ölvun, smápústra og slagsmál og
þurftu margir að fá aðstoð á slysa-
deild.
Umferðin í tengslum við Menn-
ingarnótt gekk nokkuð vel fyrir sig
en var mjög þétt sérstaklega eftir
að flugeldasýningunni á Hafnar-
bakkanum lauk og fjölskyldufólkið
fór að tygja sig heim á leið. Það voru
margir sem völdu að aka á eigin bif-
reiðum og var bifreiðum lagt um all-
an miðbæinn. Lögregla sýndi þessu
mikla tillitssemi en engu að síður
fengu fimm ökumenn um helgina
sektarmiða fyrir að hafa lagt þannig
að það hindraði ökumenn annarra
bifreiða í að komast í burtu. Lög-
reglan lokaði götum víða sem liggja
að miðborginni svo fólk þurfti að
ganga smá spöl.
Lögreglan handtók 13 ökumenn
sem voru grunaðir um ölvun við
akstur um þessa helgi. Tilkynnt var
um 40 umferðaróhöpp um helgina,
þar af var einn ökumaður handtek-
inn um þrjúleytið á föstudag grun-
aður um að hafa ekið utan í þrjár
bifreiðar undir áhrifum vímuefna.
Þeir voru 45 ökumennirnir sem
lögregla stöðvaði fyrir of hraðan
akstur en aðeins einn fyrir að hafa
ekið gegn rauðu ljósi. Tveir voru
stöðvaðir fyrir að hafa ekki virt
stöðvunarskyldu og fjórir fyrir að
hafa ekki notað öryggisbelti við
akstur.
17 minniháttar
líkamsárásir
Tilkynnt var til lögreglu um 17
minniháttar líkamsárásir um
helgina og þar af 15 aðfaranótt
sunnudags. Í flestum tilfellum var
um slagsmál milli manna að ræða og
hópslagsmál voru nokkur.
Um hálffimmleytið sömu nótt
kom til hópslagsmála fyrir utan
veitingastað í miðborginni. Maður
sem fékk ekki inngöngu varð æfur
og efndi til slagsmála við dyraverði
og enduðu slagsmálin með því að
þrír voru fluttir á slysadeild með
áverka á enni. Um fimmleytið var
annar maður kýldur í andlitið og
nefbrotnaði.
Stal úr peningakassa
á skyndibitastað
Um helgina var talsvert mikið um
þjófnaði og nokkur innbrot. Í einu
tilviki var um að ræða ungan mann
sem kom inn á skyndibitastað í
austurborginni um áttaleytið á
föstudagskvöld. Tók hann peninga
úr peningakassa við afgreiðsluborð-
ið og hljóp síðan út. Lýsing á pilt-
inum var kölluð út til útivinnandi
lögreglumanna og náðist í ungan
mann sem lýsingin passaði við 15
mínútum síðar. Var hann handtek-
inn og færður á lögreglustöð.
Seint á föstudagskvöld var farið
inn í starfsmannaaðstöðu á veit-
ingastað einum í austurborginni og
þaðan stolið bæði veskjum og fatn-
aði frá starfsfólki. Á vettvangi
fannst seðlaveski sem lögregla
haldlagði með kortum frá sjö mis-
munandi aðilum.
Aðfaranótt laugardags var farið
inn í fyrirtæki í austurborginni og
þaðan stolið 4 skjávörpum og 4
tölvuskjám. Verðmæti þess sem
stolið var er á aðra milljón króna.
Úr dagbók lögreglunnar – 16. til 19. ágúst
Mikið um ölvun og pústra
LEIÐRÉTT
Rangt nafn
Í frétt um dreng sem lá við
drukknun í sundlauginni á Tálkna-
firði var rangt farið með nafn Stein-
ars Harðarsonar, umdæmisstjóra
Vinnueftirlitsins. Steinar var nefnd-
ur Stefán í fréttinni. Beðist er vel-
virðingar á þessum mistökum.
„BOÐIÐ verður upp á siglingu með
Herjólfi milli Þorlákshafnar/Vest-
mannaeyja og Frederikshavn hinn
15.–29. september í tilefni þess að
ferjan er að fara í slippí Freder-
ikshavn í Danmörku. Hliðstæðar
ferðir hafa verið skipulagðar áður
þegar skipið hefur farið í slipp og
hefur ásókn í þær verið gríðarleg og
færri fengið farrými en vildu. Bók-
anir í ferðina hefjast 26. ágúst
2002,“ segir í fréttatilkynningu frá
Herjólfi.
„Boðið er upp á svefnpokapláss,
fjögurra manna klefa, eða tveggja
manna klefa í ferðinni og er verðið á
bilinu 25–35 þúsund. Þá er hægt að
taka með fólksbíl, húsbíl eða tjald-
vagn gegn ákveðnu gjaldi. Fargjöld
eru þau sömu fyrir alla aldurshópa.
Veitingasala er um borð þar sem
hægt er að fá morgunverð, hádeg-
isverð og kvöldverð af matseðli auk
grillrétta og skyndibita. Vínveiting-
ar verða um borð í ferðinni.
Ferðatilhögun er sú að Herjólfur
fer frá Þorlákshöfn samkvæmt.
áætlun 15. september 2002 til Vest-
mannaeyja og þaðan um kl. 23:30
sama dag áfram til Frederikshavn.
Áætlað er að skipið komi til Freder-
ikshavn að kvöldi miðvikudagsins
18. september.
Brottför frá Frederikshavn er
áætluð að kvöldi fimmtudagsins 26.
september og er áætlað að skipið
komi til Vestmannaeyja sunnudags-
kvöldið 29. september. Skipið siglir
síðan samkvæmt áætlun frá Vest-
mannaeyjum næsta dag. Brottför
skipsins frá Frederikshavn og koma
þess til Vestmannaeyja kann að
dragast vegna veðurs eða annarra
óviðráðanlegra orsaka tengdum
slipptöku skipsins.
M/s Herjólfur er 3.500 brúttó-
lesta ekjuferja smíðuð í Noregi
1992. Skipið er búið svefnrýmum
fyrir 84 farþega í tveggja og fjög-
urra manna klefum auk svefnpoka-
pláss. Veitingasalir í skipinu eru
tveir auk tveggja sjónvarpssala.
Herjólfur er búinn tveimur aðalvél-
um og er ganghraði hans um 15,5
mílur,“ segir þar ennfremur.
Farþegaferð með
Herjólfi til Danmerkur
♦ ♦ ♦