Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ VW Passat 1800 Turbo Trendline, f. skrd. 09.03.2001, ek. 15 þús. km., 4ra dyra, bsk. Aukahlutir: 17" álfelgur, krómlistapakki, ljóskastarar, samlitur, sóllúga, vindkljúfasett, vindskeið, hiti í sætum o.fl. Verð 2.540.000. Opnunartímar: Mánud.-föstud. frá kl. 10-18. Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is SEXTÁN kærur vegna líkams- árásar á menningarnótt voru komnar fram í gær og talið er að fleiri eigi eftir berast lögreglu á næstu dögum. Um nóttina voru 25 manns færðir á lögreglustöð og tæplega þriðjungur var settur í fangageymslu. 60 manns komu á slysadeild Landspítalans og var ástandið þar mjög slæmt. Nýafstaðin menningarnótt er lík- lega fjölmennasta útisamkoma sem haldin hefur verið hérlendis og hef- ur lögreglan í Reykjavík aldrei séð annan eins mannfjölda og ofbauð henni það sem blasti við augum um nóttina. Um 100 verkefni voru færð til bókar um að lokinni dagskrá menningarnætur. Allt fór vel fram að miðnætti, en þá gjörbreyttist staða mála með því að ölvun varð gríðarmikil og margir slösuðust í slagsmálum. Geir Jón Þórisson segir ekki vit- að um alvarlega líkamsárás í mið- bænum en þeim mun fleiri urðu fyr- ir minniháttar árásum. Í einu tilviki var þó maður stunginn hnífi í bakið og ekki vitað um árásarmanninn. Fórnarlambið var lagt inn á spítala og er málið nú í rannsókn. Geir Jón telur að 80 þúsund manns hafi verið í bænum þegar mest var um klukkan 23. „Síðan fóru um 90% fólksins heim og voru komin úr miðborginni á 45–60 mín- útum sem var glæsilegt,“ segir Geir Jón. Síðar um nóttina segir hann mikinn leiðindabrag hafa verið á miðborgarlífið áður en ró komst á aftur um klukkan 5 á sunnudags- morgun. Mikil ölvun og slagsmál og slæm umgengni settu svip sinn á næturlífið auk þess sem ungmenni voru áberandi í bænum, sem Geir Jón segir afar sjaldgæfa sjón nú- orðið. Segir hann að um 7 þúsund manns hafi orðið eftir í bænum og allt of stór hluti þess hóps hafi hag- að sér eins og villimenn. „Mönnum hreinlega blöskraði umgengnin,“ segir hann. Ekki var þó um að ræða að fólk hefði framið eignaspjöll í miðbænum með rúðubrotum í versl- unum og því um líkt, heldur var of- beldið allsráðandi. Að sögn vegfar- enda voru slagsmál á hverju götuhorni. Rétt fyrir 23.30 kviknaði í bifreið við Túngötu og var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað á vettvang. Eldsupptök eru ókunn. Geir Jón segir lögregluna ekki hafa átt von á því ástandi sem skap- aðist um nóttina en segir lögregl- una þó hafa ráðið vel við þau mál sem upp komu. „Við áttum ekki von á jafnstórum hópi fólks sem varð mjög ölvað, en lögreglan gat sinnt öllum sínum verkefnum með sóma,“ segir hann. Geir Jón segir að mikið hafi borið á drukknum unglingum í bænum en hinir eldri hafi ekki síð- ur verið illa drukknir. „Þetta er eitthvað sem við sjáum afar sjaldan í miðborginni. Ástandið um helgar hefur gjörbreyst frá sem áður var.“ Hann segir að hugsanlega hafi þess misskilnings gætt meðal foreldra að dagskrá yrði haldið áfram um nóttina og því hafi svo mörg börn verið eftirlitslaus í bænum. Sparkað í sjúkraflutningamenn Aðspurður segir hann að fólk hafi ekki ráðist á lögreglumenn við skyldustörf, en hins vegar var ráð- ist tvisvar sinnum á sjúkraflutn- ingamenn sem voru að sinna slös- uðum eftir slagsmál. Segir hann að þau mál verði rannsökuð og búast megi við kærum frá sjúkraflutn- ingamönnum. Í báðum tilvikum var sparkað í sjúkraflutningamenn í kjölfar slagsmála. Ró var komin á um klukkan 5 á sunnudagsmorgun og gekk fólki ágætlega að koma sér heim að lok- um og var ekki tilkynnt um árásir á strætisvagnabílstjóra eða leigubíl- stjóra. Um klukkan fjögur um nóttina varð uppi fótur og fit á Hverf- isbarnum þegar einhver sprautaði táragasi inn í troðfullan staðinn. Gasið olli hósta og uppsölum hjá fólki og var staðurinn tæmdur, loft- ræstur en opnaður skömmu síðar þegar öllu var óhætt. Kallað var á lögregluna vegna málsins en ekki er vitað hver notaði táragasið. Að- standendur Hverfisbarsins segjast hafa orðið fyrir ítrekuðum skemmdarverkum og gasárásin sé kornið sem fyllti mælinn. Vilja að- standendur staðarins biðja alla þá sem vita eitthvað um málið að hafa samband við Hverfisbarinn eða lög- regluna og hefur staðurinn lagt fé til höfuðs hinum seka, sem fellur í hlut þess sem getur komið upp um hann. Á laugardagskvöldið var líklega fjölmennasta útisamkoma sem haldin hefur verið hérlendis, en til samburðar má nefna að 60 til 75 þúsund manns voru á Þingvöllum 17. júní 1994 á 50 ára afmæli lýð- veldisins og 20 árum fyrr, eða hinn 28. júlí 1974 voru 55 til 60 þúsund manns á Þingvöllum til að halda upp á 1.100 ára afmæli Íslands byggðar. Komu blindfull og barin á slysadeild Jón Baldursson, yfirlæknir slysa- deildar Landspítalans í Fossvogi, segir 63 slasaða hafa komið á deild- ina á frá miðnætti til klukkan 8 á sunnudagsmorgun. Þegar mest var að gera var 4 tíma bið eftir lækn- isaðstoð. Jón segir að ekki hafi ver- ið kallaður út aukamannskapur út af „svona vitleysu“ eins og hann lýs- ir þessari hlið næturlífsins sem blasti við starfsfólki slysadeild- arinnar. Hann segir lögreglumann- inn sem var á vakt á slysadeildinni hafa verið undir mesta álaginu, en hann var á biðstofunni nánast allan tímann að reyna stemma stigu við ólátum í fólki, sem hafi verið óþol- inmótt, ofbeldisfullt, kófdrukkið og leiðinlegt. Jón er afar óhress með hvernig mál þróuðust um nóttina og segir vítaverðu kæruleysi al- mennings og yfirvalda um að kenna. „Þessa nótt komu börn nið- ur í 15 ára, blindfull og barin. Sennilega hafa foreldrar þeirra ekki sagt þeim hvernig staður mið- bærinn er um helgar. Það sem ein- kennir þetta ástand er algert ábyrgðarleysi af allra hálfu. Fólk má kvarta yfir því að þurfa að bíða á biðstofunni en það er ekkert við því að gera. Við stóðum ekki fyrir þessari menningarhátíð eða djöf- ulgangi í miðbænum en við horfum upp á afleiðingarnar sem eru ekki fallegar.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Umferðin úr miðbænum gekk vel eftir að dagskrá menningarnætur lauk um miðnætti. Á um klukkustund fóru tugir þúsunda manna heim til sín. Ágúst Svansson aðalvarðstjóri sést hér við umferðarstjórnun. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjöldi fólks hlýddi á keppendur í karókíkeppni á svölum Húss málarans og er þessi mynd lýsandi fyrir góða stemmningu á laugardagskvöldið. Eftir að hefðbundinni dagskrá lauk fór hins vegar allt í bál og brand. Vel heppnuð menningarnótt snerist upp í andhverfu sína að lokinni dagskrá Mikil ölvun og tugir manna slasaðir eftir slagsmál Sækja um hæli á Íslandi RÚSSNESK hjón og sautján ára gamall sonur þeirra gáfu sig fram við lögregluna á Akureyri fyrir helgi og óskuðu eftir hæli á Íslandi. Ástæðan fyrir hælisbeiðninni er sú að sonurinn verður 18 ára í haust og kemst þá á herskyldualdur. Segja hjónin hann svo lasburða að herþjón- usta myndi stefna heilsu hans í voða en rússnesk yfirvöld hafi engan skilning sýnt á því. Rauði krossinn á Akureyri sér fólkinu fyrir gistingu á meðan lögregla og Útlendingaeftir- litið kanna mál þeirra. Hafsteinn Jakobsson, framkvæmdastjóri Ak- ureyrardeildar Rauða kross Íslands, segir að fólkið hafi sagst hafa komið til landsins með ferjunni Norrænu. Það mun hafa dvalið á Akureyri í 2–3 daga áður en það gaf sig fram við lögreglu og sótti um hæli. Tvö gefa skýrslu í Reykjavík Lögreglan í Reykjavík tók í gær skýrslu af ungum manni og ungri konu sem höfðu gefið sig fram við lögreglu og óskað eftir hæli. Þau eru bæði skilríkjalaus en talið er að þau séu frá einhverju af fyrrum lýðveld- um Sovétríkjanna. Líklegt er að þau hafi komið til landsins með áætlun- arflugi. Hælisleitendum hefur fjölg- að mjög undanfarin ár. Frá 1. janúar til 1. ágúst sl. höfðu 60 sótt um hæli, sem eru fleiri en sóttu um hæli allt árið í fyrra. Á tímabilinu frá 1998– 2000 sóttu ríflega 70 manns um hæli. ENN eru afdrif Ítal- ans Davides Paita mönnum hulin ráð- gáta, en hans hefur verið saknað í nærri hálfan mánuð og leitað svo dögum skiptir í Eyjafirði. Leit er í bið- stöðu og verður ekki fram haldið fyrr en nýjar vísbendingar koma fram um afdrif hans. Málið sætir samt áfram rannsókn lög- reglunnar á Akureyri. Paita kom hingað til lands í maíbyrjun og hefur ferðast víða um landið milli þess sem hann hefur framfleytt sér með sveitastörfum á bóndabæ á Vesturlandi. Heimafólk þar segir hann ljúfan mann og lögreglan segir hann vanan ferðamann sem hafi ferðast víða um lönd á eigin vegum. Paita er 33 ára gamall og verður í fáum drátt- um lýst sem einræn- um ævintýramanni. Hann á foreldra og systur á Ítalíu og hef- ur móðir hans verið í sambandi við ítalska ræðismanninn á Ís- landi auk lögreglu í báðum ríkjum. Ekki er vitað til þess að Paita hafi komið hingað til lands áður og þaðan af síður hversu lengi hann ætlaði að dvelja hér. Leiðir hans hafa verið raktar mjög vel hér á landi en slóðin hverfur á Látra- strönd. Á ferðalögum sínum um landið hefur hann ekki átt vanda til að hverfa svo dögum skiptir eins og nú er. Þrátt fyrir að Paita sé vanur ferðamaður var hann ekki búinn neinum fjarskiptatækjum þegar hann fór frá Grenivík út á Látraströnd auk þess sem hann hafði lítinn viðlegubúnað. Lögreglan hefur ekki útilokað þann möguleika að Paita sé á lífi þótt hún telji óeðlilegt að hann sé ekki búinn að vitja farangurs sem hann skildi eftir á Grenivík þegar hann lagði af stað í gönguferð um Látraströnd hinn 8. ágúst. Ætlaði hann að koma til baka 11. ágúst eða í síðasta lagi hinn 13. ágúst. Afdrif Davides Paita mönnum hulin ráðgáta Einrænn ævintýramaður Davide Paita ÁSATRÚARFÉLAGIÐ undirbýr nú að skila inn greinargerð til dóms- málaráðuneytisins vegna aukaalls- herjarþings safnaðarins í Reykjavík sem haldið var á laugardag þar sem Jörmundi Inga var vikið úr embætti allsherjargoða. Að sögn Jónasar Þ. Sigurðssonar lögsögumanns greiddu 84 atkvæði með brottvikningunni og 48 gegn og skilaði einn auðu. Jónas segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hver taki við af Jör- mundi en Jónína Kristín Berg Vest- urlandsgoði hefur verið sett í emb- ætti allsherjargoða á meðan. Í undirbúningi er, að sögn Jónasar, að auglýsa eftir umsóknum um embætti allsherjargoða en kosið verður á milli þeirra sem sækjast eftir emb- ættinu. Verður auglýst eftir umsóknum Embætti allsherjargoða laust ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.