Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 9
Bankastræti 14, sími 552 1555
Útsölulok
70-90% afsláttur
Póstsendum
Nýjar
vörur
haust
2002
Laugavegi 4, sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Frábær öðruvísi haustfatnaður
frá YOEK og fleiri hönnuðum
Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347
Fataprýði, sérverslun. Sérhönnun st. 42-56
neðst við Dunhaga, sími 562 2230
Opið mán.- fös. kl. 10-18,
laugardag kl. 10-14
Nýjar haustsendingar
Tökum upp haustvörurnar
Lokað í dag og á morgun
Opnum fimmtudag 22.8.
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Nýtt — Nýtt
Buxur, pils, skokkar, jakkar
Stærðir 36-56
Opið virka daga frá kl. 10-18.
Lokað á laugard. í sumar
Sími 567 3718
SÍÐUSTU
ÚTSÖLUDAGAR
20% viðbótarafsláttur við kassa
Matseðill
www.graennkostur.is
22/7-29/7 frá GRÆNUM KOSTI, Skólavörðustíg 8.
Opið mánudaga-laugardaga kl. 11.30-21.00,
sunnudaga kl. 13.00-21.00. Pantanir í síma 552 2028,
skrifstofa 552 2607, fax 552 2607
Þri 20/8: Afrískar kræsingar m/fersku
salati, hrísgrjónum og meðlæti.
Mið 21/8: Suður-evrópskur grænmetis- &
linsuréttur m/fersku salati, hrís-
grjónum og meðlæti.
Fim 22/8: Pönnukökukaka & síðsumarsalat
m/fersku salati, hrísgrjónum og
meðlæti.
Fös 23/8: Núðlur & steikt grænmeti
m/fersku salati, hrísgrjónum og
meðlæti.
Helgin 24. & 25/8: Pakistanskur pott-
réttur m/fersku salati, hrísgrjón-
um og meðlæti.
Mán 26/8: Dahl & klikkaðir kartöflubátar.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
MINNIHLUTINN í hreppsnefnd
Skeiða- og Gnúpverjahrepps, skip-
aður þremur fulltrúum A-lista
framfarasinna, sættir sig við úr-
skurð Skipulagsstofnunar um
Norðlingaölduveitu og telur að
áform Landsvirkjunar verði ekki
stöðvuð.
Oddviti minnihlutans, Þrándur
Ingvarsson í Þrándarholti, segir að
andstaða gegn Norðlingaölduveitu
sé ekki jafn mikil í sveitarfélaginu
og oddviti hreppsnefndar, Már
Haraldsson, hafi gefið í skyn op-
inberlega eftir að úrskurðurinn féll
í síðustu viku. Hreppsnefndin kem-
ur að öllum líkindum saman í dag
til að fjalla um úrskurð Skipulags-
stofnunar.
Þrándur segir í samtali við
Morgunblaðið að engin skoðana-
könnun hafi verið gerð um Norð-
lingaölduveitu eftir að sameinað
sveitarfélag Skeiða- og Gnúpverja-
hrepps varð til. Aðeins hafi gengið
undirskriftalisti milli manna í
gamla Gnúpverjahreppnum á sín-
um tíma en síðan þá hafi margir
skipt um skoðun.
„Við á A-listanum lýstum því yfir
fyrir síðustu kosningar að við
myndum sætta okkur við úrskurð
Skipulagsstofnunar, hver sem hann
yrði. Okkur kemur úrskurðurinn
ekki á óvart og við teljum að vinna
eigi eftir honum í samstarfi við
Landsvirkjun. Við teljum einnig að
ef stjórnvöld ætli að ráðast í þessa
virkjun þá verði það ekki stöðvað,“
segir Þrándur og bendir á að að-
eins hafi munað þremur atkvæðum
á A-lista framfarasinna og L-lista
áhugafólks um farsæla sameiningu,
sem náði meirihluta í hreppsnefnd
með fjóra fulltrúa. Þrándur segir
þessi úrslit gefa vísbendingu um
skiptar skoðanir í hreppnum í garð
virkjanaframkvæmda við Þjórsá.
„Við vitum að það er verið að
færa fórnir en einnig er til mikils
að vinna. Þegar allt kemur til alls
teljum við að um góðan virkjana-
kost sé að ræða. Það er mikið talað
um að verið sé að eyðileggja Þjórs-
árverin en það er alls ekki rétt.
Meginhluti Þjórsárvera verður
óskertur, aðeins lítið horn fer þar
undir lónið,“ segir Þrándur.
Vinna á eftir
úrskurðinum
í samstarfi við
Landsvirkjun
Minnihluti hreppsnefndar Skeiða- og
Gnúpverjahrepps um Norðlingaveitu
LÖGREGLUMAÐUR slasaðist
þegar bíl var ekið í veg fyrir lög-
reglumótorhjól hans á Hofsvallagötu
á laugardagsmorgun. Úlnliður hans
brotnaði og tveir hryggjaliðir féllu
saman og er hann enn á sjúkrahúsi.
Ökumaður bílsins, sem er á tíræð-
isaldri, slasaðist ekki en farþegi
kenndi sér eymsla.
Skv. upplýsingum frá lögreglunni
í Reykjavík var lögreglumaðurinn á
leið á slysstað í vesturbænum með
forgangsljósin kveikt. Til móts við
Vesturbæjarlaug var bifreiðinni ekið
í veg fyrir hjólið og kastaðist lög-
reglumaðurinn af því við árekstur-
inn.
Morgunblaðið/Júlíus
Mótorhjólið var mikið skemmt eftir áreksturinn og talsvert sá á bifreiðinni.
Ekið í veg
fyrir lög-
reglumann
á mótorhjóli