Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra fjallaði m.a. um stöðu Íslands í alþjóðasam- félaginu í ávarpi sínu á Hólahátíð sl. sunnudag. Sagði hann fyrir bestu að stjórnmálaflokkar og aðilar vinnumarkað- arins slíðruðu sverðin og mynduðu þverpóli- tískt samstarf um mót- un áætlunar um stöðu og framtíðarmarkmið Íslands í alþjóðasam- félaginu. Guðni gagn- rýndi einnig launa- og eignamun í þjóðfélag- inu og sagði að sér sýndist að ákveð- ið sjálftökulið skammtaði sjálfu sér og nýrri aðalsstétt laun sem væru langt fyrir ofan það sem forseti lýð- veldisins fengi. Mynda þverpólitískt samstarf Guðni vék í ávarpi sínu m.a. að umræðum um Evrópusambandsað- ild og sagði þörf á upplýstri umræðu um kosti og galla þess. ,,Hins vegar er kröfugerð um taf- arlausa aðild af hálfu hagsmunasam- taka út frá sínum hagsmunum móðgun við mörg önnur sjónarmið. Því verður ákveðin umræða um stöðu Íslands ekki umflúin, en það verður að vigta kostina og gallana inn á vogarskálarnar. Við búum ekki á skeri og erum ekki hræður, við erum þjóð sem best hefur vegnað eftir að fullu frelsi var náð og höfum háð stríð til að verja okkar auðlindir. Við eigum viðskipta- samning og verðum að standa vaktina um hann, um þetta eru all- ir sammála. Hins veg- ar, þegar stefnir í átök, má pólitíkin ekki skor- ast undan ábyrgð. Ís- land þarf að eiga eina sál í málum sem snúa að ákvarðanatöku um framtíðar- hagsmuni landsins í samskiptum við erlent vald. Ég tel fyrir bestu að slíðra þessi sverð og að stjórnmála- flokkarnir, stjórnmálamennirnir og aðilar vinnumarkaðarins yrðu ásátt- ir um að mynda þverpólitískt sam- starf um að móta áætlun um stöðu Íslands og framtíðarmarkmið í al- þjóðasamfélaginu. Þannig gæfum við okkur góðan tíma til að meta þetta mál og móta stefnu þar sem samstaða væri leiðarljósið og enginn þyrfti að efast um upplýsta umræðu þar sem hagsmunir þjóðarinnar sætu í fyrirrúmi,“ sagði hann. Guðni fjallaði einnig um eigna- skiptingu og auðsöfnun í þjóðfélag- inu og sagði: ,,Er okkar litla þjóð á ferð inn í viðhorf og framgöngu sem kunna að sundra kristnum viðhorf- um og vinskap í litlu samfélagi? Þarf á ný að velta um borðum víxlar- anna?“ sagði hann. Guðni rifjaði upp að áður fyrr hafði formaður eða skipstjóri á bát tvo hluti meðan háseti hafði einn. ,,Nú sýnist mér að ákveðið sjálftöku- lið sem skammtar sjálfu sér og nýrri aðalsstétt laun, sé að brjóta alda- gamla hefð. Hver segir að forstjórar í þjónustufyrirtækjum samtímans eigi að meta sig svo mikils að þeir hafi forsætisráðherra landsins í hlutverki hásetans og telji sjálfsagt að skammta sér tvö- og þreföld laun hans og hiki ekki heldur við að stað- setja sig í launum langt fyrir ofan það sem forseti lýðveldisins fær, sem hefur tvo hluti meðan forsætis- ráðherra fær einn,“ sagði hann. Eru nýjar aðalsstéttir að ná tökum? Guðni minnti á að aflvaki framfara á síðustu öld hefði ekki síst legið í styrk fjöldans en huga þyrfti að eignaskiptingu í landinu í dag og hverjir héldu utan um auðsupp- sprettuna í dag. ,,Hverjir ráða yfir arði auðsupp- sprettunnar og deila þeir henni til landsmanna eða safna fáir menn í nýrri valdastétt auði með augun rauð? Hver er þróun í sjávarútvegi, landbúnaði svo ekki sé talað um í þjónustugreinum, verslun, bönkum og samgöngum til og frá landinu? Allt eru þetta stórar spurningar á himni stjórnmálanna, spurningar sem kalla á umræðu og stefnumót- un. Eru nýjar aðalsstéttir að ná tök- um, hafa vaxtaverkir fylgt góðærinu eða hafa erlendir samningar sem við höfum gert haft áhrif á þessa þróun, eru hlutafélögin öll með fallegu nöfnunum tæki til að safna auði og ná í fjármagn í nýrri valdabaráttu? Stundum fær maður á tilfinninguna að allt sé þetta leikur stórra stráka í sandkassa. Við horfum á milljarða viðskipti í yfirtöku og sameiningu fyrirtækja, við skynjum að einyrk- inn er hornreka og burtrækur úr aldingarði fjársýslumannanna. Við heyrum og sjáum stór gjaldþrot þar sem þeir minni eru féflettir. Við heyrum af auði manna sem svo vel hafa hagnast að þeir geta keypt banka, sparisjóði, fjölmiðla og allt milli himins og jarðar. Hér áður ótt- uðust menn kolkrabba og smokk- fiska, en er ógnarskepnunum í und- irdjúpunum ef til vill að fjölga? Hér þarf nýjar og skýrar línur, okkar samfélag þrífst best sé auði og völd- um dreift og að eignaraðildin að auðsuppsprettunni sé margra en ekki fárra,“ sagði Guðni í ávarpi sínu. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra flutti ávarp á Hólahátíð Sjálftökulið skammtar sér og nýrri aðalsstétt laun Guðni Ágústsson GÍSLI Már Gíslason, formaður Þjórsárveranefndar, og Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi iðnaðar- ráðherra og nefndarmaður í Nátt- úruverndarráði, segjast ekki hafa skipt um skoðun og aldrei hafa stutt gerð miðlunarlóns við Norðlinga- öldu, eins og haft sé eftir Vilhjálmi Lúðvíkssyni, sem sat í Náttúru- verndarráði 1972 til 1983, og Jó- hanni Má Maríussyni, aðstoðarfor- stjóra Landsvirkjunar, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Í blaðinu á sunnudag er haft eftir Vilhjálmi Lúðvíkssyni að hann, Hjörleifur Guttormsson og Jóhann Már Maríusson hafi komið fram með þá tillögu að lausn sem friðun Þjórsárvera byggist á. „Þar eru ver- in friðuð en veitt undanþága til Landsvirkjunar um gerð miðlunar- lóns í allt að 581 metra hæð yfir sjávarmáli. Þetta var talið skerða verin óverulega. Við komumst að þessari niðurstöðu í sameiningu. Fyrirvari var þó um að rannsóknir leiddu ekki í ljós eitthvað alvarlegt vanmat á áhrifum þess mannvirkis.“ Í sömu úttekt er haft eftir Jóhanni Má Maríussyni að til að ná sáttum hafi Landsvirkjun stungið upp á lóni í ýmsum hæðum, m.a. 578 m yfir sjávarmáli. „Þá var hlaupin mikil harka í málið sem endaði með því að við sættum okkur við 575 enda var það tillaga frá Gísla Má Gíslasyni, formanni Þjórsárveranefndar, sem átti þá að leysa málin. Hann féll síð- an frá því og vildi ekki einu sinni una þeirri hæð.“ Gísli Már segist vera ánægður með útttektina en hann sé ekki sam- mála Vilhjálmi í söguskoðun sinni. Hjörleifur hafi ekki verið í Nátt- úruverndarráði á þessum tíma og hafi því ekki komið að tillögugerð- inni. Jóhann Már fari einnig með rangt mál varðandi sáttatillöguna. Það rétta sé að vorið 2001 hafi verið lögð fram tillaga á fundi í Árnesi, þess efnis að hafna áformum um 6. áfanga Kvíslaveitu og öllum hug- myndum um lón hærra en 575 m yf- ir sjávarmáli. Nefndin hafi sam- þykkt að fresta ákvörðun um lón í 575 m y.s. þar sem hluti nefndar- manna hafi talið nauðsynlegt að fá fyllri úttekt á áhrifum þeirrar lón- hæðar á náttúruverndargildi Þjórs- árvera. Allir fulltrúar Þjórsárvera- nefndar hefðu samþykkt þessa tillögu, en Sveinn Ingvarsson hafi átt hugmyndina að tillögunni. Þetta hafi þýtt að Landsvirkjun hafi ætlað að leggja fram frekari gögn í mál- inu. „575 metra hæð var ekki hafnað en hún var ekki heldur samþykkt,“ segir Gísli Már og áréttar að hann hafi ekki skipt um skoðun. Hjörleifur Guttormsson tekur í sama streng og leggur áherslu á að hann hafi bara verið í Náttúru- verndarráði til 1978. Því hafi hann ekki verið aðili að tillögunni en hafi stutt samkomulagið sem iðnaðar- ráðherra enda hafi komið fram í friðlýsingartexta að rannsóknir færu fram varðandi neðsta hluta veranna. „Ég hef ekki skipt um skoðun,“ segir hann. Gísli Már Gíslason og Hjörleifur Guttormsson um friðlýsingu Þjórsárvera Segjast ekki hafa skipt um skoðun VEGNA misræmis í aðalskipulagi hreppanna við Norðlingaöldu ligg- ur fyrir að skipa þurfi nefnd til að leysa úr ágreiningnum, að sögn Stefáns Thors skipulagsstjóra. Í úrskurði Skipulagsstofnunar um Norðlingaölduveitu kemur m.a. fram að Ásahreppur hefur í að- alskipulagi sínu gert ráð fyrir Norðlingaöldulóni í 575 metra hæð yfir sjávarmáli, en í tillögudrögum að aðalskipulagi Skeiða- og Gnúp- verjahrepps er ekki gert ráð fyrir Norðlingaöldulóni. Stefán Thors bendir á að 22. grein skipulags- og byggingarlaga fjalli um ágreining um aðalskipu- lag á mörkum sveitarfélaga. Þar segir: „Takist sveitarstjórnum samliggjandi sveitarfélaga ekki að leysa ágreining um atriði sem samræma þarf í aðalskipulagi þeirra skal, að frumkvæði Skipu- lagsstofnunar, sérstakri nefnd fal- ið að gera tillögu að skipulagi sem er sameiginlegt fyrir þessi sveit- arfélög að því er ágreiningsatriðin varðar. Sveitarstjórnir þær sem hlut eiga að máli skulu hver um sig skipa tvo menn í nefndina, en Skipulagsstofnun einn mann og skal hann vera formaður hennar. Skipulagsstofnun skal aðstoða nefndina eftir þörfum. Komist nefndin að sameiginlegri niður- stöðu skulu sveitarstjórnir sem hlut eiga að máli hver um sig aug- lýsa tillögu nefndarinnar sem að- alskipulagstillögu í samræmi við ákvæði 17. og 18. gr.“ Að sögn Stefáns gerir Skipu- lagsstofnun ekki tillögu um stað- festingu aðalskipulags hvors sveit- arfélags stangist þau á enda séu þau háð hvort öðru. Niðurstaða í málinu verði að fást áður en Skipulagsstofnun geri tillögu til umhverfisráðherra um staðfest- ingu eða ekki, enda geti stofnunin illa gert tillögu til ráðherra um að staðfesta eitt aðalskipulag á einn hátt og annað á annan. Í gær áttu fulltrúar Skipulags- stofnunar fund með fulltrúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps um stöðuna. Stefán segir að ef fram haldi sem horfi þurfi fljótlega að skipa umrædda nefnd, en hann geri ráð fyrir að fulltrúar Ása- hrepps leggi fljótlega fram tillögu sína að aðalskipulagi til afgreiðslu og staðfestingar og þá verði að taka málið fyrir í heild sinni. Misræmi í aðalskipu- lagi hreppanna við Norðlingaöldu Nefnd sker úr ágrein- ingi Hægt miðar við gerð verndar- áætlunar fyrir Þjórsárver Fjárveitingar skortir til verksins FJÁRVEITINGAR hafa ekki fengist til að gera verndaráætlanir fyrir Ramsar-svæði og því hafa fram- kvæmdirnar dregist, að sögn Trausta Baldurssonar, sviðsstjóra hjá Nátt- úruvernd ríkisins. Þjórsárver voru gerð að Ramsar- svæði árið 1990 en samkvæmt Rams- ar-samningnum er gert ráð fyrir að gerð sé verndaráætlun fyrir hvert Ramsar-svæði. Trausti Baldursson segir að gera megi ráð fyrir að það taki tvö til þrjú mannár að ljúka við gerð verndaráætlunar fyrir Þjórsár- ver. Lagaheimild til að gera vernd- aráætlanir hafi fyrst verið sett í lög um náttúruvernd nr. 93/1996 og síðan hafi verið óskað eftir fjárveitingum til þess að gera verndaráætlanir en ekki fengist. Með nýju lagaumhverfi, bæði lögum um náttúruvernd frá 1999 og vegna annarra laga, s.s. laga um mat á umhverfisáhrifum, hafi auknar skyldur verið lagðar á Náttúruvernd ríkisins án þess að fjárveitingar hafi að fullu bætt það. Mannafl innan stofnunarinnar hefur því ekki leyft að ráðist væri í þetta verkefni. Norðlingaölduveita hefur verið á dagskrá frá stofnun friðlandsins í Þjórsárverum og rannsóknir í verun- um vegna veitunnar hafa m.a. verið gerðar að tilstuðlan Þjórsárvera- nefndar. Trausti segir að talið hafi verið eðlilegt að bíða eftir niðurstöð- um úr rannsóknum til þess að nýta í verndaráætlun. Óvissan um Norð- lingaölduveitu og ýmis vinna vegna hennar hafi á margan hátt tafið gerð verndaráætlunar. Þó hefði vel mátt ljúka við verndaráætlun þar sem ekki væri gert ráð fyrir Norðlingaöldu- veitu ef fengist hefði til þess fjár- magn. ÍSLANDSMÓTIÐ í krikket var hald- ið á Víðistaðatúni í Hafnarfirði á laugardag. Tvö lið tóku þátt í mótinu og var því um hreinan úr- sitaleik að ræða. Kylfan – krikket- klúbbur Reykjavíkur og lið Trygg- ingamiðstöðvarinnar áttust þar við og fór Kylfan með sigur af hólmi annað árið í röð. Mótið var auglýst í blöðum og fylgdust allmargir með keppninni. Að sögn Finnboga Óskarssonar, sem leikur með Kylfunni, voru það ekki síst Bretar sem áhuga höfðu á að sjá krikket á Íslandi, en þeir þekkja vel til íþróttarinnar. Keppendur voru hvítklæddir frá hvirfli til ilja, eins og venja er, og að sögn Finnboga gerðu leikmenn hlé á leiknum til að drekka te að erlendum sið. Kepp- endum gafst því tækifæri til að hvíla sig og fara yfir gang leiksins. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Kylfan Íslandsmeistari í krikket
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.