Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ LAG Ásmundar Valgeirs- sonar, Velkomin á ljósanótt, sigraði í keppninni um Ljósa- næturlagið 2002, en hún fór fram í Stapa í Reykjanesbæ á föstudagskvöldið. Flytjandi lagsins var Einar Ágúst, en tíu lög voru valin til þátttöku í úrslitakeppninni. Skjár einn sýndi frá kvöldinu í beinni út- sendingu. Það voru landsþekktir tón- listarmenn sem sem fluttu lögin ásamt söngvurunum Páli Rósinkrans, Andreu Gylfadóttur, Einari Ágústi og Margréti Eir. Dómnefnd og salur, sem höfðu helmings vægi hvor, voru sammála um val á sigurlaginu. Í verðlaun hlaut höfundurinn, Ásmund- ur Valgeirsson, Keflvíkingur, 200.000 krónur, Evrópuferð fyrir tvo með Flugleiðum auk gistingar á Hótel Keflavík. Þá fékk hann til varðveislu far- andverðlaunagrip sem Íris Jónsdóttir listakona hannaði. Í öðru sæti hafnaði lagið Á Suð- urnesjum eftir Jóhann G. Jóhanns- son. Í þriðja sæti varð lag þeirra Halldórs Guðjónssonar og Þorsteins Eggertssonar, Ljósanótt. Ljósanæturlagið verður einkenn- islag menningarhátíðar Reykjanes- bæjar, Ljósanætur, í ár. Hátíðin verður haldin dagana 5.–8. sept- ember næstkomandi, en sjálf Ljósa- nótt er laugardaginn 7. september. Keppt verður um Ljósanæturlag ár- lega héðan í frá. Íslendingur kemur á Ljósanótt Í ávarpi Steinþórs Jónssonar, bæjarfulltrúa og formanns Ljósa- næturnefndar, á dægurlagakeppni á föstudagskvöld tilkynnti hann að víkingaskipið Íslendingur myndi sigla inn í heimahöfn í Reykjanesbæ kl. 21:45 á Ljósanótt. Í framhaldi af komu Íslendings verður kveikt á lýsingu Bergsins og haldin flug- eldasýning. Má vænta þess að fjöl- menni safnist saman við smábáta- höfnina enda um að ræða hápunkt Ljósanætur. Mun Íslendingur sigla inn í rökkrinu og þar af leiðandi tengjast Ljósanæturhátíðinni á mjög sterkan hátt. Steinþór sagðist m.a. í ávarpi sínu vera stoltur yfir því að málið væri í höfn. „Það er því með miklu stolti og ánægju að fá tækifæri til að tilkynna formlega komu Íslendings á Ljósanótt. Segja má að koma skipsins sé þriðja fram- kvæmdin sem tengdist Ljósanótt en eins og allir vita var lýsing Bergsins vígð á fyrstu Ljósanóttinni og mark- aði þar með upphaf hennar. Í fyrra var minnismerki um látna sjómenn vígt og nú tökum við á móti Íslend- ingi í Reykjanesbæ,“ sagði Steinþór. Bætti hann við að samkvæmt upp- haflegri stefnu ljósanæturnefndar væri í framhaldinu stefnt að því að vígja eina nýja framkvæmd árlega. Drög að dagskrá Ljósanætur má finna á heimasíðu hátíðarinnar, www.ljosanott.is. Þar kemur fram að margt verður gert á hátíðinni til að gleðja börnin og þá eru íþróttir mikilvægur hluti dagskrárinnar. Að lokinni fjölbreyttri skemmtidagskrá um kvöldið, þar sem koma Íslend- ings er hápunkturinn, verður slegið upp ljósaböllum á öllum veitinga- húsum Reykjanesbæjar. Góð stemmning var á keppninni um Ljósanæturlagið 2002 í Stapa Velkomin á Ljósanótt sigraði Einar Ágúst flutti sigurlagið, Velkomin á Ljósanótt. Reykjanesbær Ljósmynd/Víkurfréttir Ásmundur Valgeirsson, höfundur sig- urlagsins, Velkomin á Ljósanótt, tekur brosandi við verðlaunum sínum. MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Sandgerðis féllst ekki á hugmyndir minnihlutans um að greiða nemend- um í mastersnámi styrki. Málið var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Kom fram í máli meiri- hlutans að engin fordæmi væru fyrir slíku og varasamt að opna fyrir slíkt fordæmi sem er ekki fyrir hendi í dag en bæjarfélagið er að gera vel við nemendur í framhaldsnámi og háskólanámi. Á fundinum var til um- ræðu styrkumsókn mastersnema í íþróttafræðum í Noregi. Meirihluti bæjarstjórn taldi sér ekki fært að verða við umræddum óskum þar sem ekkert fordæmi er fyrir slíkum styrkjum eftir að há- skólanámi lýkur. Samþykkt var því á fundinum að hafna umbeðinni ósk með fjórum at- kvæðum meirihlutans en þrír í minnihluta vildu veita umbeðinn styrk. Umsókn um styrk til mastersnáms hafnað Sandgerði BÚMENN ehf. kynntu áætlun sína um parhúsabyggð í Vogum á Vatns- leysuströnd á fundi í Glaðheimum sl. föstudagskvöld. Fjölmennt var á fundinum, að sögn Jóhönnu Reyn- isdóttur sveitarstjóra, en tíu íbúðir eru fyrirhugaðar í byggðinni. Búmenn kynntu starfsemi félaga- samtakanna, en samtökin boða nýjar leiðir í húsnæðismálum eldra fólks þar sem allir fimmtugir og eldri geta gerst félagsmenn. Þá kynntu þeir fyrirkomulag parhúsabyggðarinnar í Vogum. „Það var ekki annað að sjá en að undirtektir fundarmanna væru góðar,“ sagði Jóhanna í sam- tali við Morgunblaðið eftir fundinn. „Nú hafa áhugasamir viku til að skila inn umsókn um parhús og að þeim tíma liðnum kemur í ljós hvort raunverulegur áhugi sé fyrir hendi og hvort af byggingu parhúsa Bú- manna verði.“ Parhúsabyggð Búmanna í Vogum mun samanstanda af tíu íbúðum, 2ja og 3ja herbergja. Við allar íbúðirnar er sólstofa. Í Morgunblaðinu sl. föstudag sagði Jóhanna að með parhúsabyggð Búmanna væri verið að laða að eldra fólk til Voga en mjög mikið af barna- fólki hefur flust þangað undanfarin ár. Vogar eru því langt yfir lands- meðaltali hvað varðar barnafjölda. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Mikið hefur verið byggt í Vogum undanfarin ár. Hér eru glaðbeittir smiðir við vinnu sína við Hvammsgötu, en þar mun fyrirhuguð par- húsabyggð Búmanna rísa ef nægur áhugi er fyrir hendi. Áhugi á parhúsa- byggð kannaður Vogar ÓSK FULLTRÚA Þ-lista, Ólafs Þórs Ólafssonar, um seturétt í bæj- arráði Sandgerðis var hafnað á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Á 183. fundi bæjarstjórnar þann 12. júní sl. óskaði Ólafur Þór eftir seturétti í bæjarráði í samræmi við 44. gr.um samþykktir um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar Sand- gerðisbæjar. Á umræddum fundi var ákveðið að fresta umræðu um tillög- una þar til á fundi í ágúst. Fram kom að fulltrúar B-lista styðja tillögu um að Þ-listinn fái áheyrnarfulltrúa í bæjarráði. Forseti bæjarstjórnar bar upp til- lögu Ólafs Þórs á fundi stjórnarinnar í síðustu viku og var henni hafnað af hálfu meirihlutans með fjórum at- kvæðum en þrír voru með. Fulltrúi Þ-lista fær ekki setu- rétt í bæjarráði Sandgerði RÁÐIST var á dyravörð á veitinga- staðnum Ránni við Hafnargötu í Keflavík um klukkan eitt aðfaranótt sunnudags. Maður á fertugsaldri kýldi í gegnum gler í miðasölu stað- arins og hæfði hnefi hans dyravörð- inn, sem datt aftur fyrir sig og rot- aðist. Dyravörðurinn skarst töluvert á andliti og var lagður inn á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja til að- hlynningar, að sögn lögreglunnar í Keflavík. Árásarmaðurinn skarst á hendi og var gert að sárum hans en hann gisti fangageymslur lögreglunnar um nóttina. Árásarmanninum var að sögn lögreglu vísað út af veitingastaðn- um fyrir ölvunarlæti fyrr um kvöld- ið. Hann kom stuttu seinna aftur inn á veitingastaðinn og veittist að dyraverðinum. Líkamsárás á Ránni Keflavík BIFREIÐ valt á Sandgerðisvegi í gærmorgun. Ökumaður bifreiðar- innar var einn í bílnum. Er hann grunaður um ölvunarakstur. Maður- inn var í bílbelti og slapp að mestu ómeiddur að sögn lögreglu en kenndi þó til í baki eftir veltuna. Bílvelta á Sandgerðisvegi Sandgerði Atvinnulausum körlum fækkaði um átta að meðaltali milli mánaða en atvinnulausum konum fjölgaði um tíu. Atvinnuleysi karla mælist nú 1,2% en var 1,3% í júní sl. og at- vinnuleysi kvenna 2,3% en 2% í júní sl. MEÐALFJÖLDI atvinnulausra á Suðurnesjum í júlí var 147 eða 1,6%. Sama hlutfall atvinnulausra var í júní. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi 1,6% í júlí Suðurnes ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.