Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 23
TALSMAÐUR George W. Bush
Bandaríkjaforseta sagði í gær að ný-
birt myndbönd, sem sýna þjálfun og
tilraunir á vegum al-Qaeda samtak-
anna, gæfu til kynna hve hættuleg
hryðjuverkasamtök Osama bin Lad-
ens væru. Fréttamaður CNN-sjón-
varpsstöðvarinnar í Afganistan, Nic
Robertson, komst yfir myndböndin,
sem eru 64 og voru tekin upp á rúm-
lega áratug. „Þetta er illt fólk og
ásetningur þess er illur og þetta sýn-
ir enn betur hve brýnt það er að upp-
ræta alþjóðleg hryðjuverkasamtök,“
sagði Mike Anton, talsmaður Bush,
en CNN birti upptökurnar í gær.
Anton tók fram að embættismenn
stjórnvalda hefðu ekki fengið eintök
af myndböndunum til rannsókna en
aðeins séð útsendingar CNN. Á
böndunum, sem nær öll eru frá því
fyrir atburðina 11. september, eru
liðsmenn al-Qaeda, sem talið er að
hafi staðið á bak við árásirnar á
Bandaríkin, sýndir við ýmsar æfing-
ar en einnig er sýnt er þrír hundar
eru látnir anda að sér eiturgasi og
dauðastríð þeirra í kjölfarið. Talið er
að um sé að ræða taugagas.
Sýnt er frá þjálfun í að berjast í
borgum, morðum og mannránum en
einnig eru myndir af bin Laden.
Rohan Gunaratna, sem ritaði bókina
„Innanbúðar hjá al-Qaeda“ og hefur
borið vitni frammi fyrir bandarískri
þingnefnd, hjá Sameinuðu þjóðunum
og víðar um samtökin, álítur að
myndböndin hafi eingöngu verið ætl-
uð til nota hjá samtökunum sjálfum.
Gefur vísbendingar
um búnað al-Qaeda
„Þetta er saga þeirra, þetta er
heimildasafn Osama bin Ladens,“
sagði Gunaratna. Aðrir sérfræðingar
sem CNN ræddi við segja að draga
megi þá ályktun af myndböndunum
að al-Qaeda ráði ef til vill yfir full-
komnari búnaði og vopnum en áður
hafi verið talið. Liðsmenn samtak-
anna séu vel þjálfaðir í að meðhöndla
efnavopn og ef til vill kunni þeir að
búa þau til. Meðal þess sem er sýnt
er hvernig hægt sé að búa til TNT-
sprengiefni úr hráefnum sem auð-
velt er að komast yfir.
Að sögn Robertsons lét Afgani
nokkur hann hafa myndböndin eftir
17 klukkustunda ökuferð frá höfuð-
borginni Kabúl til afskekkts staðar.
Sagði Afganinn að þau hefðu fundist
í húsi þar sem bin Laden hefði dval-
ist. Auk þess að sýna þjálfun eru áð-
ur óbirtar myndir af bin Laden og
helstu samstarfsmönnum hans á
böndunum. Sýnt er hvernig örygg-
isgæsla bin Ladens er skipulögð og á
einu myndbandinu er sýnt þegar
leiðtoginn og félagar hans skjóta upp
í loftið áður en þeir lýsa yfir nýju,
heilögu stríði, jihad, gegn Banda-
ríkjamönnum árið 1998.
Menn bin Ladens
drápu hunda með gasi
CNN-sjónvarps-
stöðin komst yfir
myndbönd úr „heim-
ildasafni“ al-Qaeda
Reuters
Hér sést Osama bin Laden (fyrir miðju) á myndbandi sem sjónvarps-
stöðin CNN birti í gær. Talið er að það hafi verið tekið upp árið 1998.
ÍSLAMSKUR dómstóll í Níger-
íu hafnaði í gær áfrýjun ungrar
konu, sem dæmd hafði verið til
dauða fyrir að eiga barn utan
hjónabands. Skipaði hann svo
fyrir, að hún skyldi grýtt í hel
strax og hún hefði vanið barnið
af brjósti.
Úrskurðurinn er mikið áfall
fyrir baráttumenn fyrir mann-
réttindum og sjálft nígeríska al-
ríkið, sem reynt hefur að berjast
gegn upptöku íslamskra laga
eða „sharia“ í norðurhluta
landsins.
Lögfræðingar konunnar, sem
heitir Amina Lawal og er þrítug
að aldri, ætla enn að áfrýja en
þeir segja, að hún hafi upphaf-
lega ekki skilið málsóknina gegn
sér og ekki haft neinn verjanda í
fyrstu réttarhöldunum. Dómar-
arnir fjórir vitnuðu hins vegar í
íslömsk fræðirit og voru á einu
máli um, að hana ætti að grýta
til dauða. Brast hún í grát er
hún heyrði úrskurðinn en marg-
ir aðrir í yfirfullum réttarsaln-
um lofuðu Allah fyrir dauðadóm-
inn.
Réttlætið annað
fyrir konur en karla
Lawal, sem er fráskilin, átti
barnið í janúar og var þá um-
svifalaust kærð hjá lögreglunni í
bænum Bakori. Við yfirheyrslur
sagði hún, að faðir barnsins væri
Yahaya Mahmud, unnusti henn-
ar í tæpt ár, og hefði hann verið
búinn að lofa sér eiginorði. Mah-
mud viðurkenndi að hafa verið
unnusti Lawal en sór við Kór-
aninn, að hann væri ekki faðir
barnsins. Þá var hann laus allra
mála.
Áður hefur kona, Safiya Huss-
eini, verið dæmd til að vera
grýtt í hel en dauðadómurinn yf-
ir henni var ógiltur í mars sl.
Samkvæmt íslömskum lögum
þurfa að vera vitni að hórdómi
karlmanna en ógift kona sakfell-
ir sjálfa sig með því að verða
ólétt. Verjendur Lawal bentu á,
að hún hefði orðið ófrísk áður en
sharia-lögin gengu í gildi heima-
ríki hennar, Katsina, en á þau
rök hlustuðu dómararnir ekki.
Sharia-lög fyrir hæstarétt
Óttast er, að dómurinn yfir
Lawal geti opnað fyrir flóðgáttir
sams konar dóma í Norður-Níg-
eríu. Höfðu verjendur hennar og
fulltrúar alríkisins vonast til að
fá dómnum breytt en fyrir dyr-
um stendur að reyna að fá
sharia-lögunum hnekkt fyrir
hæstarétti landsins.
Íslamskur dómstóll í Nígeríu stað-
festir dauðadóm yfir ungri konu
Grýtt í hel fyrir
að verða ófrísk
Funtua. AFP.