Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 35
✝ Laufey Þórðar-dóttir fæddist í
Borgarholti í Mikla-
holtshreppi á Snæ-
fellsnesi 12. júlí
1907. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 13. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Þórður
Pálsson bóndi í
Borgarholti, f. 21.
sept. 1852, d. 21.
maí 1934, og Sess-
elja Jónsdóttir hús-
móðir í Borgarholti,
f. 8. júní 1861, d. 15. ágúst 1939.
Laufey átti 18 systkini og eina
uppeldissystur. Þau voru: 1) Ingi-
björg, 2) Einar, 3) Einar, 4) Gest-
ur, 5) Einbjörn, 6) Jón, 7) Páll, 8)
Sigríður, 9) Sveinn, 10) Þórður,
11) Borghildur Júlíana, 12) Þor-
steinn, 13) Ingibjörg, 14) Jón, 15)
Anna Guðfinna, 16) Þórunn, 17)
Helgi, 18) Bjarni og 19) Guðríður
Kristjánsdóttir Breiðdal.
Laufey giftist 12. desember
1936 Skarphéðni Guðbrandssyni
fiskmatsmanni, frá Bifröst í
Ólafsvík, f. 30. sepember 1906, d.
12. júlí 1987. Börn þeirra eru: 1)
Vilberg, f. 10. febrúar 1938,
kvæntur Aud Thorild. Þau eru
búsett í Noregi. Dætur Vilbergs
frá fyrra hjónabandi eru: a)
Laufey, f. 1961, b) Sóley, f. 1964
gift Nicolai, börn hennar Daniel,
f. 1993, og Louise, f. 1999, þau
eru öll búsett í Danmörku og c)
Gudmund, f. 1966, uppeldisson-
ur. 2) Guðrún, f. 13. júlí 1941, d.
7. maí 1996, gift
Gylfa Snædahl Guð-
mundssyni, sem er
búsettur í Portúgal.
Börn þeirra eru: a)
Ruth, f. 1965, maki
Kolbeinn Kristins-
son. Sonur hennar
af fyrra hjónabandi
er Marteinn, f.
1996. b) Rakel, f.
1976, gift Magnúsi
Traustasyni. 3)
Hreiðar, f. 30. nóv-
ember 1942, kvænt-
ur Svölu Sigríði
Thomsen. Börn þeirra eru: a)
Elva Jóhanna Thomsen, f. 1964,
gift Halldóri Eyjólfssyni. Börn
þeirra eru: Sunneva Thomsen, f.
1994, og Sandra Thomsen, f.
2000. b) Ingibjörg Thomsen, f.
1970, unnusti Guðbjörn Guð-
mundsson. 4) Guðbrandur, f. 22.
apríl 1949, d. 17. júlí 1949.
Laufey starfaði sem vinnukona
víðsvegar frá fermingaraldri,
mest í Borgarfirði og í Ólafsvík.
Einnig vann hún í nokkur ár í
fiski hjá Hróa í Ólafsvík og við
ræstingar í barnaskóla Ólafsvík-
ur og hjá Pósti og síma. Laufey
vann lengst af við hannyrðir, þá
iðju stundaði hún til níræðs.
Laufey og Skarphéðinn bjuggu í
Bifröst í Ólafsvík þar til þau
fluttu á Hrafnistu í Reykjavík 2.
febrúar 1987. Þar eyddi Laufey
ævikvöldi sínu.
Útför Laufeyjar verður gerð
frá Áskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Einu sinni var sagt við mig að
mesta heimsfólkið væri annars vegar
þau sem hefðu víða farið og tamið sér
hið besta úr ólíkum menningarheimi
og hins vegar þau sem þrátt fyrir
langa búsetu á sama blettinum væru
svo fordómalaus og umburðarlynd að
þau gætu mætt hverjum einstaklingi
þar sem viðkomandi væri staddur.
Það er aftur komið að kveðjustund
í fjölskyldu okkar hjónanna.
Tengdamóðir mín lést í svefni að
kvöldi dags hinn 13. ágúst síðastlið-
inn.
Ég sit hér í kvöldkyrrðinni og leyfi
minningunum að flæða um huga
minn.
Það eru tæp 40 ár síðan Hreiðar,
maðurinn minn, kynnti mig fyrir for-
eldrum sínum sem unnustu sína. Ald-
ur okkar tveggja var ekki hár, ég var
nýorðin 17 ára og Hreiðar tvítugur.
Vafalaust hefur tengdaforeldrum
mínum væntanlegum þótt við heldur
ung til að hefja sambúð en þau buðu
mig velkomna í fjölskylduna með
þeirri hlýju og nærgætni sem þeim
var lagið. Alla tíð reyndust þau mér
sem góðir foreldrar, stundum held ég
að þau hafi ekki munað eftir því að ég
var ekki dóttir þeirra.
Dætur okkar Hreiðars áttu hjá
þeim öruggt skjól. Fyrir þátt tengda-
foreldra minna í uppeldi þeirra fáum
við seint fullþakkað.
Allar götur frá upphafi kynna okk-
ar fylgdumst við að, fyrst í Ólafsvík og
síðar í Reykjavík, en tengdaforeldrar
mínir fluttu suður á dvalarheimilið
Hrafnistu í Reykjavík rúmu ári eftir
að við fjölskyldan fórum alfarin frá
Snæfellsnesi.
Því miður auðnaðist þeim hjónum,
Skarphéðni og Laufeyju, eða Héða og
Lúllu, eins og þau voru alltaf kölluð,
ekki að njóta vistarinnar saman á
Hrafnistu nema skamma hríð. Héði
greindist með krabbamein aðeins
tæpum þremur mánuðum eftir að þau
komu til Reykjavíkur og lést skömmu
síðar.
Þau höfðu búið fyrstu mánuðina á
Jökulgrunni, sem er íbúðakjarni sem
tilheyrir Hrafnistu, með litlum en fal-
legum íbúðum. Þau höfðu komið sér
vel fyrir og búið heimili sitt smekk-
lega með völdum innanstokksmun-
um. Fáum vikum eftir andlát Héða
þurfti Lúlla að flytja í átta fermetra
herbergi á „vistinni“ í aðalbyggingu
Hrafnistu.
Aðstæður Lúllu höfðu því breyst
mikið á fáum mánuðum en hún tók
því með æðruleysi eins og öðru sem
mætti henni í lífinu. Ekki ósjaldan tal-
aði hún um hve lánsöm hún væri í líf-
inu að fá að búa á Hrafnistu og njóta
umönnunar og alúðar starfsfólksins
þar.
Hún var heimskona, hún Lúlla,
þrátt fyrir að hafa búið í sömu sýsl-
unni mestallan aldur sinn. Hún var
heimskona í bestu merkingu þess
hugtaks. Ég vil ljúka orðum mínum
með versum úr erfiljóði sem ort var
um móður hennar, Sesselju Jónsdótt-
ur frá Borgarholti í Miklaholtshreppi.
Þau gætu allt eins átt við tengdamóð-
ur mína.
Stillt og prúð í starfi þungu
stjórnaðir þú geði og tungu
svo sjaldan heyrðist æðruorð.
Ég þekkt hef fáa þína líka
það eiga ei margir skapgerð slíka
hvað sem mætir hér á storð.
Þín var lund til líknar lagin
langan fagran ævidaginn
vanmáttugum veita lið.
Lítið á þér láta bera
með leyndum góðverk þín að gera
sífellt var þitt mark og mið.
Með hlýjum orðum hryggan gladdir
hungraðan þú margan saddir
þó eigi hefðir gnægtir gulls.
Alla þína ást og tryggðir
umhyggju og fögru dyggðir
ei þakkað fáum við til fulls.
Samveruna þér við þökkum
þýðlega af huga klökkum
af augum svífa saknaðs tár.
Farðu sæl til sólarheima,
samhuga vér munum geyma
minning þín um æviár.
(Ragnheiður Guðrún Kristjánsdóttir.)
Drottinn gefi látnum ró, hinum líkn
sem lifa.
Svala Sigríður Thomsen.
Að kvöldi 13. ágúst kvaddi amma
mín þetta líf. Systir mín sat hjá henni
þar sem hún kvaddi hljóðlega og frið-
sællega. Það voru forréttindi mín að
eiga ömmur og afa og að alast upp
með þau mér við hlið. Heimili ömmu
og afa í Bifröst í Ólafsvík var annað
heimili okkar systranna. Við komum
þar við á leið í og úr skóla alla daga
okkar uppvaxtarár. Oftar en ekki beið
amma okkar með heitt kakó eða heit-
an graut. Ef óvænt frí var í skólanum
rölti ég til ömmu og hún tók eitthvert
góðgæti til fyrir mig og ég hallaði mér
í hægindastólinn hennar á eftir.
Foreldrar mínir fluttu frá Ólafsvík
að Rifi þegar ég var 12 ára gömul. Ég
fékk að ljúka skólaskyldu í Ólafsvík
og dvaldi því að miklu leyti hjá ömmu
og afa í Bifröst. Á áramótum þegar ég
var í 9. bekk fluttu foreldrar mínir til
Reykjavíkur og bjó ég þá alveg hjá
ömmu og afa fram til vors. Ég fékk
mikinn styrk frá ömmu. Hún bjó yfir
einstakri ró og æðruleysi, ég sá hana
aldrei skipta skapi. Hennar leið var að
tala rólega við okkur börnin og leið-
beina ef við gerðum eitthvað sem var
rangt eða ekki var ætlast til af okkur.
Amma var mikil húsmóðir og mjög
vinnusöm, henni féll aldrei verk úr
hendi. Hún var alltaf fyrst á fætur á
morgnana og síðust í háttinn á kvöld-
in. Þegar maður vaknaði á morgnana
var alltaf heitt á könnunni og nýbakað
brauð og kökur.
Ég flutti til Reykjavíkur til
mömmu og pabba í maí 1986. Mikið
saknaði ég ömmu og afa. Ég var því
mjög fegin þegar þau fluttu til
Reykjavíkur í byrjun febrúar 1987.
Afi greindist skömmu seinna með
krabbamein og lést 12. júlí 1987 á 80
ára afmælisdeginum hennar ömmu.
Amma bjó frá þeim tíma á Hrafnistu í
Reykjavík. Henni leið alltaf afskap-
lega vel þar. Þar gat hún setið við
vinnu sína, heklið, allan daginn og
framleitt stóra dúka og rúmteppi eftir
pöntun. Henni þótti það mikill lúxus
að fá alla þjónustu og var nærri því
feimin að þiggja að láta elda fyrir sig
og þvo þvottinn sinn. Henni þótti
meira en nóg um alla þá umönnun
sem hún fékk því ekki var hún vön að
láta hafa fyrir sér. Ég fékk sumar-
vinnu árið 1988 á Skjóli sem er
umönnunarheimili fyrir aldraða og
var ég þá um tvær mínútur að ganga
til ömmu. Þar vann ég um sumur og
með skóla næstu árin. Amma var allt-
af mjög ánægð að vita af mér á Skjóli,
þá gat hún fylgst með mér og ég gat
litið inn til hennar annað slagið án
mikillar fyrirhafnar. Hún vildi vita af
sínu fólki en ekki að það hefði fyrir
sér. Hún lét mig alltaf finna hvað hún
væri stolt af mér og þeirri leið sem ég
valdi mér í lífinu og var það mér mikil
hvatning.
Amma vildi mér og fjölskyldunni
allt það besta sem völ var á. Ekkert
var of gott fyrir okkur. Hún lét manni
finnast maður vera svo mikils virði.
Hún styrkti mig á einstakan hátt,
með sinni einstöku nærveru.
Þú varst alltaf þar í blíðu og stríðu
og hjá þér átti ég skjólið mitt.
Alltaf gat ég treyst á þína þýðu.
Og ég þakka þér
alla mína ævidaga.
Hve oft þú huggaðir og þerraðir tárin mín.
Hve oft þau hughreystu mig orðin þín.
Studdir við bakið,
– stóðst með mér alla leið.
Opnaðir gáttir,
allt sem þú áttir
léstu mér í té og meira til.
Hóf þitt og dugur.
Heill var þinn hugur.
Veittir mér svo oft af þínum vizkubrunni.
Kenndir mér og hvattir æ til dáða
Og mín kaun græddir þá þurfti við.
Alltaf mátti leita hjá þér ráða.
Og ég eigna þér
svo ótal margt í mínu lífi.
(Stefán Hilmarsson.)
Minningin um ömmu Lúllu er
geymd í hjarta mínu. Hún var mér
mikið skjól og öryggi og veitti mér
ómælda ást og umhyggju. Ég kveð
hana með sárum söknuði.
Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir.
LAUFEY
ÞÓRÐARDÓTTIR
Fleiri minningargreinar
um Laufey Þórðardóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
! "
"#$
% & '() *"+ ",-%
*.
!!
"
#
$
%&'
"
&
&
&
#
!
&'
)*
**+
/ +
" ## +%"
0 1#
234 # "
#
/ %34*# + +#
# 2224$
,-
(
/5(
)
6() %"4",,
" + #
78
.
/
0
1
2 " 4%3#
)
"# + +
. " #2##( #
/ "9 " : + $6 #
224# 222$
,-
&
&
& 0
;)'
"2<
.2**
!
"
2
&'
3
" + "
!
:
!0*!# 234
0 :
! $
5
5 () % =
.*3> *
?##>
2**?##>$
,-
&
&
&
(
& ; 5'05( 2.
@
"
!!
"
4
&
&
(
5
" !# % A%
6. * !# /
! !# 4
! > >#
6 " ! 0 !B
224# 2224$