Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 1
193. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 20. ÁGÚST 2002 ÍSRAELSHER yfirgaf í gærkvöld borgina Betlehem og ýmis önnur svæði á Vesturbakkanum en brott- flutningarnir eru hluti af samkomu- lagi sem náðist milli Binyamins Ben Eliezers, varnarmálaráðherra Ísra- els, og Abdels Razaq al-Yahya, innanríkisráðherra í palestínsku heimastjórninni, á sunnudag. Felur samkomulagið í sér að heima- stjórnin komi í veg fyrir frekari sjálfsmorðsárásir palestínskra öfga- hópa í Ísrael. Samkomulagið vakti nokkrar von- ir um að binda mætti enda á næst- um tveggja ára langa skálmöld í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Yfirlýsingar Hamas, Íslamska Jíhads og nokkurra annarra hreyf- inga harðlínumanna í gær slógu hins vegar þegar á þær væntingar. Sögðu Hamas-menn fyrir sitt leyti að þeir höfnuðu öllum samningum sem ættu sér það markmið að binda enda á andspyrnu Palestínumanna og uppreisn þeirra gegn hernámi Ísraels. Og í yfirlýsingu Íslamska Jíhads sagði að hreyfingin myndi fjölga árásum sínum gegn hernaðarlegum skotmörkum. Þá þóttu hörð átök sem urðu á Vesturbakkanum í gær milli ísra- elskra hermanna og íbúa í Nablus og Jenín ekki benda til þess að ástæða væri til að binda miklar vonir við samkomulagið. Svipað samkomulag náðist í byrjun mán- aðarins en fór út um þúfur. Ben Eliezer sagði á sunnudag að með samkomulaginu væri vonast til að byggja mætti upp trúnaðartraust milli stríðandi fylkinga. Án þess yrði ekki hægt að stilla til friðar. Samkvæmt samkomulaginu taka Palestínumenn við öryggismálum á þeim svæðum, sem Ísraelsher yfir- gefur nú, og er þeim ætlað að hafa hemil á palestínskum öfgamönnum. Haldi samningurinn draga Ísraelar herlið sitt síðan frá fleiri svæðum. Tiltölulega friðsamlegt hefur verið um að litast í Mið-Austurlöndum undanfarið en meira en 2.400 hafa beðið bana í átökum síðan í september 2000. Ísraelsher frá Betlehem Reuters Palestínumenn leita í rústum húss sem ísraelskir hermenn sprengdu í loft upp í borginni Nablus á Vesturbakkanum í gær. Nablus. AFP, AP. Harðlínumenn hafna samkomulagi heimastjórnar Palestínu við Ísrael AÐ MINNSTA kosti 85 rússneskir hermenn biðu bana þegar þyrla þeirra fórst skammt frá aðalbæki- stöðvum rússneska hersins í útjaðri Grozní, höfuðborgar Tsjetsjeníu, um miðjan dag í gær. Tsjetsjenskir skæruliðar sögðust hafa skotið þyrl- una niður en talsmaður varnarmála- ráðuneytisins rússneska sagði að vélarbilun hefði átt sér stað. Um var að ræða herflutninga- þyrlu af gerðinni Mi-26 en hún er sú stærsta sem hönnuð hefur verið til liðsflutninga í heiminum. Sagði Borís Podoprigora, einn af æðstu yfirmönnum rússneska hersins í Tsjetsjeníu, að 132 hermenn hefðu verið um borð í þyrlunni er hún fórst skammt frá Khankala, helstu bækistöðvum rússneska hersins í Tsjetsjeníu. Þyrlan var að koma frá Mozdok í Norður-Ossetíu. Vladímír Pútín, forseti Rúss- lands, hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á því hvers vegna þyrlan hrapaði til jarðar en haft var eftir ónafngreindum talsmanni rússn- eska hersins skömmu eftir atburð- inn að allt benti til að flugskeyti hefði grandað þyrlunni eða þá að hún hefði orðið fyrir mikilli skot- hríð. Nikolaj Derjabin, talsmaður varnarmálaráðuneytisins, sagði hins vegar alrangt að tsjetsjenskir skæruliðar hefðu grandað þyrlunni og sagði hann að bilun í vélarbúnaði hefði átt sér stað. Þá þykir koma til greina að þyrl- an hafi verið ofhlaðin en Podo- prigora sagði að þyrlan væri ekki hönnuð fyrir fleiri en 82 farþega. Mikið áfall fyrir Rússa Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað staðhæft að hernaðaraðgerðum þeirra í Tsjetsjeníu sé svo til lokið og að sigur hafi unnist á þarlendum skæruliðum. Hafi skæruliðarnir verið hér að verki myndi þessi atburður því teljast mikið áfall fyrir Rússa. Skæruliðarnir fullyrtu sjálfir að sveitir á þeirra vegum hefðu grand- að þyrlunni. „Rússneskir hermenn geta ekki verið öruggir um líf sitt í loftinu yfir Tsjetsjeníu, né heldur á landi Tsjetsjeníu,“ sagði Majarbek Vachagajev, talsmaður þeirra. Rússar ákváðu í október 1999 að efna til hernaðar í Tsjetsjeníu öðru sinni en Vladímír Pútín var þá for- sætisráðherra landsins. Sögðu þeir að stefnt væri að því að ráða fljótt og vel niðurlögum tsjetsjenskra hryðjuverkamanna. Átökin drógust hins vegar á langinn og segja Rússar sjálfir að 4.500 hermenn hafi fallið á þeim þremur árum sem liðin eru. Ýmsir telja þó að mannfall í röðum Rússa sé a.m.k. þrefalt meira. 85 rússneskir hermenn fórust er þyrla brotlenti í Grozní Grandað af skæru- liðum Tsjetsjena? Moskvu. AFP, AP. MAÐUR notar almenningssíma í þorpi nokkru um tuttugu kílómetra norður af Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, en borgin slapp furðuvel í flóðunum um helgina. Þúsundir manna voru hins vegar í gær fluttar frá heimilum sínum meðfram Saxelfi í Þýskalandi eftir að skörð komu í varnargarða með- fram ánni. Flóðbylgjan í ánni held- ur jafnt og þétt áfram í átt til Norð- ursjávar og hafa flóðgarðar ekki náð að halda henni í skefjum. Tjón af völdum flóðanna í Evrópu undanfarna daga er talið nema hundruðum, ef ekki þúsundum milljarða íslenskra króna. Hafa þýsk stjórnvöld ákveðið að slá á frest skattalækkun, sem taka átti gildi á næsta ári. Sögðu þau að nauðsynlegt myndi reynast að nýta þá 580 milljarða, sem í lækkuninni fælust, til endurreisnar- og upp- byggingarstarfs. Tékknesk stjórnvöld meta tjónið í landinu á allt að 250 milljarða íslenskra króna og er í athugun að fresta kaupum á 24 nýjum orrustu- þotum til að standa straum af enduruppbyggingu í landinu. Reuters Tjónið hleypur á hundruðum milljarða Abu Nidal sagður allur Ramallah. AFP. PALESTÍNSKI hryðjuverkaforing- inn Abu Nidal fannst skotinn til bana á heimili sínu í Bagdad, höfuðborg Íraks, um liðna helgi, að sögn palest- ínsks heimildarmanns. Fregnin hafði í gær ekki fengist staðfest en að sögn mannsins, sem ekki vildi láta nafns síns getið, benti margt til þess að Abu Nidal hefði framið sjálfs- morð, þótt ekki væri útilokað að hann hefði verið myrtur. Abu Nidal, sem réttu nafni hét Sabri al-Banna, var til ársins 1974 meðlimur í Fatah-hreyfingu Yassers Arafats, núverandi forseta heima- stjórnar Palestínu, en klauf sig frá henni vegna deilna um áherslur í baráttunni við Ísrael. Hann var á sínum tíma talinn einn hættulegasti maður heims, en áhrif hans höfðu farið þverrandi á síðustu árum. Hryðjuverkahópur Abu Nidal, Byltingarráð Fatah, er talinn hafa staðið fyrir fjölda árása í Mið-Austurlöndum og Evrópu og bera ábyrgð á dauða um níu hundruð manns. Jafnt hófsamir arabar sem gyðingar fengu að kenna á reiði Abu Nidals, sem naut í gegnum tíðina stuðnings stjórnvalda í Írak, Sýr- landi og Líbýu. Abu Nidal er sagður hafa þjáðst af margvíslegum kvillum síðustu ár og hafa fréttir af dauða hans borist nokkrum sinnum áður.  Ég er/24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.