Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 26
LISTIR
26 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
DANSLEIKHÚS með ekka var
stofnað árið 1996 af nokkrum ung-
um leikurum og dönsurum. Þótt
leikhúsið sé ungt að árum á það að
baki a.m.k. sex metnaðarfullar
uppfærslur. Eva er unnið út frá
leikritinu Garðveislan eftir Guð-
mund Steinsson og í því er þáttur
Evu kannaður út frá sjónarhorni
hennar og hlutverki sem kyntákn,
eiginkona og móðir. Verkinu er
skipt í þrjá þætti með stuttum
hléum á milli. Í þeim fyrsta er Evu
ætlað að kanna hið ókunna. Hún
stendur frammi fyrir freistingum
sem ung og óspillt kona. Dans-
ararnir Erna Ómarsdóttir og Mar-
grét Sara Guðjónsdóttir liggja á
gólfinu í áhorfendasal þegar áhorf-
endur ganga í salinn. Þær eru
klæddar blóðrauðum kjólum og
virðast dauðar af eplaofáti. Ljós
dofna og sýningin hefst á fugls-
legum hreyfingum dansaranna á
sviðinu. Þær sperra höfuðið aftur-
ábak og líkja eftir ófleygum ungum
með óþroskuðum og titrandi hreyf-
ingum undir tístandi fuglasöng.
Dansinn breytist og við tekur
techno tónlist og kröftugur dans
sem minnir helst á limlestingu eig-
in líkama. Nýjasta útlitsdella Evu
birtist áhorfendum og nú er það
vaxtarræktin. Eva stælt og skorin
puðar við að þenja vöðvana í ólík-
um vaxtaræktarstellingum. Þáttur-
inn endar á hreyfingum sem helst
mætti líkja við hreyfingar elli-
hrumra, skjögrandi, hoknar og
fumkenndar. Þessi þáttur skilaði
sér síst í verkinu. Í honum voru
góðir kaflar annars vegar, eins og
upphaf hans þar sem sakleysinu og
kunnáttuleysinu voru gerð góð skil.
Freistingarnar sem Eva átti að
standa frammi fyrir og ævin-
týraþráin skilaði sér hinsvegar
ekki.
Í öðrum þætti reyna Evurnar að
uppfylla væntingar samfélagsins til
eiginkvenna. Eva birtist á háum
hælum og bisast við steikina í ofn-
inum, bíðandi eftir matargestum. Í
þessum þætti reynir hún að upp-
fylla útlitskröfurnar sem til hennar
eru gerðar og reynir að halda and-
litinu á hverju sem gengur. Ímynd
eiginkonunnar túlkar Edda Arn-
ljótsdóttir ásamt Karenu Maríu
Jónsdóttur og Margréti Söru Guð-
jónsdóttur. Hún er settleg húsmóð-
ir, yfirveguð að því er virðist og lít-
ur út fyrir að hafa heiminn í hendi
sér. Barn hennar er í kringum
hana og leitar til hennar eftir stoð
og styrk. Vel útfærður kafli þar
sem móðirin bannar dótturinni að
vera með varalit þar sem það sé
ekki við hæfi. Hún á að vera sam-
boðin gestunum. Þetta sýndi brot
af mótandi áhrifum móður á dótt-
ur. Margrét Sara túlkaði barn eða
ímynd barns og jafnframt konu
sem er áttavillt af misvísandi skila-
boðum umhverfisins. Athyglisverð
efnistök og skýr meðhöndlun. Eins
var kaflinn um litlu gulu hænuna,
sem tekur að sér öll verkefnin og
situr ein að því sem hún uppsker,
athyglisverður. Að breyta sér eftir
síbreytilegum kröfum umhverfis-
ins, kröfum sem ógerningur er að
uppfylla er leikur sem auðvelt er
að fatast í. Þessi innri barátta Evu
var vel útfærð og tvíbent skilaboð
samfélagsins komust vel til skila.
Vertu sæt og góð og óaðfinnanleg
um leið og þú innir af hendi upp-
eldishlutverkið, heimilisverkin og
sinnir atvinnunni. Láttu ekki á þér
sjá að eitthvað sé að því þá hefur
þú tapað leiknum. Minna er um
dans í þessum kafla en hinum
tveim. Innri barátta Evu er túlkuð
í orðum og á myndrænan máta.
Togstreita hennar skilaði sér vel til
áhorfenda. Vel unnar hugmyndirn-
ar voru skýrar og hnitmiðaðar í
túlkun dansara og leikenda.
Í lokaþættinum reynir Eva að
endurskapa Paradís. Hún leitast
við að finna aftur uppruna sinn,
sjálfa sig, náttúruna og æðri mátt.
Þátturinn hefst á einmanalegu væli
sem berst um salinn. Þrír svart-
klæddir dansarar engjast um á
sviðinu. Hreyfingar þeirra líkjast
blóðsugum sem soga sig fasta á
vegginn sífellt þurfandi en ekkert
fær sefjað þær, því græðgi þeirra
eru engin takmörk sett. Í þætt-
inum er sífelld vöntun og þörf
þeirra er sýnd með því að láta Ev-
urnar rífa í sig epli. Sálarkreppan
og tómleikinn komust vel til skila
og dansararnir voru sannfærandi í
þéttum og hnitmiðuðum dansi sín-
um. Nokkurn tíma tók að loka
verkinu.
Í heildina var þetta vel unnið og
ágætlega útfært dansverk. Dans-
ararnir sem mest mæddi á, þær
Erna Ómarsdóttir og Margrét
Sara Guðjónsdóttir, eru snjallir.
Þær eru einbeittar og með gott
vald yfir hreyfingunum. Þær eru
ólíkir dansarar og útfæra hreyf-
ingar sínar með persónulegum stíl
sínum. Sjálfstæði þeirra í túlkun og
hreyfingum er eftirtektarvert og
kærkomið inn í íslenskan dansheim
sem lengi hefur miðað að því að
steypa dönsurum í sama klassíska
ballettmótið. Karen María Jóns-
dóttir hefur útgeislun á sviði og
Edda Arnljótsdóttir féll vel að
hópnum. Skilin milli dansara og
leikara mást út í meðförum fjór-
menninganna og eftir stendur heil-
steyptur leikur og dans. Dansleik-
hús með ekka á alla athygli skilið.
Hér er á ferð leikhús sem hefur
sérstöðu hvað varðar listrænan
metnað. Eftirtektarvert er hvað
samvinna listamannanna sem eru
af ólíkum toga er átakalaus, hnit-
miðuð og yfirveguð.
Næsta sýning er laugardaginn
24. ágúst kl. 20.
DANS
Dansleikhús með ekka
Leikarar/dansarar: Edda Arnljótsdóttir,
Erna Ómarsdóttir, Karen María Jóns-
dóttir, Margrét Sara Guðjónsdóttir. List-
rænn stjórnandi: Aino Freyja Järvelä.
Framkvæmdastjóri: Kolbrún Anna Björns-
dóttir. Tónlist: Trabant. Búningar: Re-
bekka A. Ingimundardóttir. Klæðskeri:
Elma Bjarney Guðmundsdóttir. Leik-
mynd: Þátttakendur uppfærslunnar. Lýs-
ing: Alfreð Sturla Böðvarsson. Förðun:
Þórunn Guðmundsdóttir. Hárgreiðsla:
Steinunn Guðrún Markúsdóttir. Aðstoð:
Hrefna Hallgrímsdóttir. Leikgerð: Karen
María Jónsdóttir. Höfundur leikverks:
Guðmundur Steinsson. Laugardagur 17.
ágúst.
„Hér er á ferð leikhús sem hefur sérstöðu hvað varðar listrænan metn-
að,“ segir m.a. í umfjölluninni.
Lilja Ívarsdóttir
Eva með ekka
Morgunblaðið/Jim Smart
GARÐVEISLA eftir Guðmund
Steinsson var frumsýnd í Þjóðleik-
húsinu fyrir tæpum tuttugu árum (í
september 1982) í leikstjórn Maríu
Kristjánsdóttur og vakti leikritið
strax miklar deilur, bæði innan og
utan leikhússins, eins og lesa má
um í viðtalsbók Jórunnar Sigurð-
ardóttur við Kristbjörgu Kjeld
(Kristbjörg Þorkelína, sem kom út
1995). Verkið er í marga staði
óvenjulegt þótt þar sé fjallað um
klassískt minni; Paradísarmissi og
hvernig manneskjan er búin að
„eyðileggja“ [Paradís], stunda rán-
yrkju með græðgi og heimtufrekju
án þess að uppskera nokkuð annað
en einmanaleika og tóm, svo notuð
séu orð Kristbjargar. Þegar leik-
ritið er lesið kemur fljótt í ljós
hversu margrætt og úthugsað það
er. Textinn, sem virðist einfaldur á
yfirborðinu, hefur djúpar táknræn-
ar skírskotanir og í verkinu er tek-
ist á við mikilvægar spurningar um
líf mannsins á jörðunni, samskipti
kynjanna og samband manns og
náttúru – svo fátt eitt sé nefnt.
Þetta verk virðist þar að auki gal-
opið fyrir túlkunarleiðum, einmitt
vegna þess að þar er unnið með
frummyndir (erkitýpur) og stór
goðsöguleg minni.
Dansleikhús með Ekka hefur nú
tekið þetta tvítuga leikrit Guðmund-
ar og samið upp úr því dansverk
sem kallast Eva³ og var frumsýnt í
Tjarnarbíói síðastliðið föstudags-
kvöld. Ég efast stórlega um að sýn-
ing dansleikhússins muni vekja upp
deilur líkt og áttu sér stað þegar
leikritið var frumsýnt, enda er úr-
vinnsla Ekka-kvennanna með þeim
hætti að aðdáun hlýtur að vekja og
íslenskir áhorfendur (vonandi) til-
búnari til að meðtaka tilraunir með
leiklistarformið en fyrir tuttugu ár-
um. Sýning Ekka er frábærlega
unnin í alla staði og það læðist jafn-
vel að manni sá grunur að dans-
formið sé kannski hið fullkomna
form fyrir þetta verk. Ef til vill er
þar einfaldlega um að ræða sönnun
á því hversu opið verkið er til túlk-
unar, eins og áður sagði, en engu að
síður má leiða getum að því hvort
hinn táknræni þáttur leikritsins
(Garðveisla er í raun ein stór tákn-
saga – eða allegóría) komist kannski
betur til skila í listformi eins og
dansi þar sem áhorfandinn er vanur
að sjá frásögn túlkaða á táknrænan
hátt með hreyfingum og tónlist.
Það er Karen María Jónsdóttir,
dansari sem nú stundar nám í leik-
húsfræðum, sem er skrifuð fyrir
„leikgerðinni“ en höfundar dans-
verksins auk hennar eru þær Erna
Ómarsdóttir og Margrét Sara Guð-
jónsdóttir dansarar. Þær þrjár
dansa allar og leika í verkinu auk
Eddu Arnljótsdóttur leikkonu.
Hljómsveitin Trabant (Ragnar
Kjartansson, Úlfur Eldjárn, Viðar
Gíslason og Þorvaldur Gröndal) hef-
ur samið tónlistina við verkið og er
hlutur þeirra síst minni en annarra
sem að sýningunni koma. Tónlistin
var áhrifamikil og átti stóran þátt í
því hversu vel lukkuð sýningin var.
Eins og nafnið bendir á (Eva í
þriðja veldi) leggja Ekka-konur
áherslu á hlutverk og sjónarhorn
Evu í túlkun sinni. Verkið skiptist í
þrjá þætti: Í þeim fyrsta birtist
okkur hin saklausa Eva sem stend-
ur frammi fyrir freistingum og
löngun til að kanna hið ókunna (eins
og stendur í leikskrá), í öðrum þætti
birtist Eva okkur í hlutverki eig-
inkonu og húsmóður sem streðar
við að uppfylla hinar þjóðfélagslegu
skyldur sínar og um leið að bæla
sína innri „Evu“. Í þriðja þættinum
leitar Eva hinnar töpuðu Paradísar
og reynir að endurheimta tengslin
við Móður jörð/Skaparann, en það
virðist örðugt að snúa aftur af braut
glötunar. Þessi þráður er vissulega
til staðar í leikriti Guðmundar, en
Dansleikhúsi með Ekka hefur tekist
á frábæran hátt að skerpa þátt Evu
og búa til sína eigin heildstæðu
sögu úr verki hans.
Ég læt dansgagnrýnanda um að
leggja faglegt mat á dans og túlkun
þeirra Ernu, Margrétar Söru og
Karenar Maríu, en eins og hver
annar áhorfandi gat ég ekki annað
en heillast af þeim stórkostlega
krafti og þungu ástríðu sem dans
þeirra bar svo ótvírætt vitni um.
Frá mínum bæjardyrum séð virtist
þeim ekkert ómögulegt í líkams-
tjáningu og túlkun og var samleik-
ur/dans þeirra allra frábær. Leik-
konan í hópnum, Edda
Arnljótsdóttir, fór mjög vel með
hlutverk sín, hvort sem um var að
ræða hina bældu húsmóður eða
Móður Jörð og má sérstaklega geta
samleiks þeirra Eddu og Margrétar
Söru (í hlutverki hinnar innri Evu)
sem var frábærlega útfærður.
Aino Freyja Järvelä er listrænn
stjórnandi sýningarinnar og getur
hún, líkt og aðrir sem að sýningunni
komu, verið stolt af verkinu sem er
í alla staði listræn upplifun af sjald-
gæfum gæðaflokki. Dansleikhús
með Ekka má skilgreina sem til-
raunadansleikhús og það hefur ótví-
rætt sannað gildi sitt um leið og það
er frábær viðbót við annað leiklist-
arstarf í landinu. Ég mun framvegis
ekki láta sýningar þess fram hjá
mér fara.
Garðveisla í
nýjum búningi
Soffía Auður Birgisdóttir
LEIKHÚS
Dansleikhús með Ekka
Tjarnarbíó, 16. ágúst
VALGERÐUR Árnadóttir Haf-
stað er fædd í Skagafirðinum árið
1930. Nam hún myndlist í Reykjavík,
Kaupmannahöfn og París, en þar
lærði hún einnig mósaíkgerð sam-
hliða málaralistinni. Í París bjó hún til
ársins 1974 og fluttist þá til New
York. Hefur hún búið þar ætíð síðan.
Fyrsta myndlistarsýning Valgerð-
ar var samsýning hennar og Gerðar
Helgadóttur árið 1957 í Galerie La
Rouge í París. Ári síðar hélt hún sína
fyrstu einkasýningu í Listsalnum
Ingólfsstræti. Annars hefur Valgerð-
ur verið hófsöm í sýningarhaldi þau
45 ár sem hún hefur unnið að mynd-
list. Alls hefur hún haldið 12 einka-
sýningar, utan þeirrar sem nú stend-
ur yfir á neðri hæðinni í Gerðarsafni,
og tekið þátt í jafn mörgum samsýn-
ingum.
Sýningin í Gerðarsafni nefnist „Yf-
irgrip“ og inniheldur 67 myndir frá
árunum 1953–2002. Eru það gvass,
akrýl og olíumálverk ásamt tveimur
mósaikmyndum. Stærð verkanna er á
bilinu19–56 sentimetrar. Þau elstu
eru geometrískar abstraktmyndir í
góðum takti við þá strauma sem voru
hjá íslenskum myndlistarmönnum á
sjötta áratug síðustu aldar, en líkt og
Valgerður sóttu margir þeirra til Par-
ísar í leit að innblæstri og þekkingu.
Þrátt fyrir ágæti myndanna hefur
geometrían ekki fallið í farveg lista-
konunnar til langs tíma. Í byrjun sjö-
unda áratugarins hafa formin leyst
upp og má jafnvel greina áhrif frá
franska impressjónismanum, þá helst
málarans Claude Monet, í myndum
eins og „Sumarhús“ frá árinu 1960 og
„Án titils“ (nr. 15) frá1961.
Flestar eru myndirnar á sýning-
unni málaðar á síðastliðnum 5 árum.
Fellur Valgerður í hóp margra
ágætra málara sem virðast byrja
hvert málverk eins og það sé fram-
lenging af því síðasta. Virkar því
heildarinnsetning málverkanna eins
og eitt gegnumgangandi verk. Vil ég
til viðmiðunar nefna belgíska málar-
ann Raoul de Keyser, sem líkt og Val-
gerður málar á smáa fleti.
Málverk Valgerðar eru á mörkum
hlutbundinna og óhlutbundinna
mynda. Oft á tíðum ýjar listakonan að
landslagi og í öðrum verkum eru það
innanhúsmyndir. Greinir maður mót-
íf en kemur því ekki almennilega fyrir
sig. Virðist það skorið til, þjappað
saman eða umbreytt á einn eða annan
hátt. Hvort myndirnar séu hlut-
bundnar eða óhlutbundnar skiptir í
raun ekki máli. Byggja þær hvort sem
er á lita- og formfræði en ekki á fyr-
irmyndinni eða frásögn. Hafa mynd-
irnar mjúkt og ljóst yfirbragð og sker
litur sig sjaldan frá öðrum. Býr feg-
urð í lítillætinu og virknin leiðir til
hugarró.
MYNDLIST
Gerðarsafn
Safnið er opið frá 11–17. Lokað á mánu-
dögum. Sýningu lýkur 8. september.
MÁLVERK
VALGERÐUR ÁRNADÓTTIR HAFSTAÐ
Hófsemi
og hugarró
„Skot“, akrýlmálverk eftir Valgerði Árnadóttur Hafstað, frá árinu 1999.
Jón B.K. Ransu