Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 48
DAGBÓK
48 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Clipp-
er Adventurer kemur
og fer í dag. Oceanus
kemur í dag. Condock I
fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Sel-
foss og Viking komu í
gær. Sonar kemur í dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamraborg
20a. Lokað vegna sum-
arleyfa frá 1. júlí til 23.
ágúst.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9 og
kl. 13 vinnustofa og bað.
Árskógar 4. Kl. 9 bað-
þjónusta, kl. 9.30 dans,
kl. 9.30 Íslandsbanki á
staðnum, kl. 13.30 frjáls
spilamennska. Púttvöll-
urinn opin kl. 10–16 alla
daga. Myndlist byrjar
mánudaginn 16. sept. kl.
16. Allar upplýsingar í s.
535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8.30–
14.30 böðun, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 14–15
dans.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9–14 baðþjón-
usta, hárgreiðslustofan
opin kl. 9-17 alla daga
nema mánudaga.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10
hársnyrting, kl. 13 fönd-
ur og handavinna.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Brids og
frjáls spilamennska kl.
13.30 . Pútt á Hrafn-
istuvelli kl. 14–16. Á
morgun pílukast kl.
13.30. Orlofsferð að
Höfðabrekku 10.–13.
sept. Skráning og upp-
lýsingar eru í Hraunseli
kl. 13–17.
Hallgrímskirkja, eldri
borgarar. Vestfjarða-
ferð dagana 28.–31.
ágúst, farið frá Hall-
grímskirkju kl. 10, gist í
Flókalundi, á Hótel Ísa-
firði og Reykjanesi,
heimferð um Stein-
grímsfjarðarheiði, í
Hrútafjörð og þaðan yfir
Holtavörðuheiði og
heim. Uppl. og skráning
hjá Dagbjörtu í s.
693 6694, 510 1034 og
561 0408, allir velkomn-
ir.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi – blöðin og
matur í hádegi. Félagið
hefur opnað heimasíðu
www.feb.is. Miðviku-
dagur: Göngu-hrólfar
ganga frá Hlemmi kl.
9.45. Línudanskennsla
Sigvalda kl. 19.15
Fimmtudagur: Brids kl.
13. Þjórsárdalur, Veiði-
vötn, Fjallabaksleið
nyðri, 27.–30. ágúst.
Nokkur sæti laus.
Fyrirhugaðar eru ferðir
til Portúgals 10. sept-
ember í 3 vikur og til
Tyrklands 30. sept-
ember í 12 daga fyrir fé-
lagsmenn FEB, tak-
markaður fjöldi.
Skráning hafin á skrif-
stofunni í síma 588-2111.
Silfurlínan er opin á
mánu- og miðvikudögum
kl. 10–12. Skrifstofa fé-
lagsins er flutt að Faxa-
feni 12 s. 588 2111. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði Glæsibæ. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–17 hár-
greiðsla, kl. 12.40 Bón-
usferð.
Gerðuberg, félagsstarf.
Frá 9–16.30 vinnustofur
opnar, m.a. perlusaum-
ur, frá hádegi spilasalur
opinn, kl. 13 boccia Veit-
ingar í Kaffi Berg. Mið-
vikudaginn 21. ágúst
ferðalag í Rangárþing
m.a. komið við að Keld-
um skráning hafin. Allar
uppl. um starfsemina á
staðnum og í síma
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
kl. 9.30–12, kl. 14 þriðju-
dagsganga.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið alla virka daga
kl. 9–17 hádegismatur,
kaffi og heimabakað
meðlæti. Prjón-
anámskeið verður 20.
ágúst til 17. sept. kl. 13,
leiðbeinandi Dóra Sig-
fúsdóttir. Uppl. og
skráning í Gullsmára
sími 564 5260.
Hvassaleiti 56–58. kl.
9.45 bankaþjónusta. kl.
13 handavinna. Fótaað-
gerð, hársnyrting. Allir
velkomnir.
Hraunbær 105. Kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 10–11
boccia, kl. 12.15 versl-
unarferð, kl. 13–17 hár-
greiðsla.
Hæðargarður. Hár-
greiðsla kl. 9–17.
Háteigskirkja eldri
borgar á morgun mið-
vikudag, samvera, fyr-
irbænastund í kirkjunni
kl. 11, súpa í Setrinu kl.
12, spil kl. 13.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.30 útskurður, vinnu-
stofur opnar aftur eftir
sumarfrí, kl. 9–17 hár-
greiðsla.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15–16 handavinna,
handavinnustofan opin,
kl. 13 spilamennska.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan,
kl. 9.30 morgunstund og
handmennt, kl. 10.30
boccia, kl. 14 félagsvist.
Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10
fótaaðgerð.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið-
vikudögum kl. 20, svarað
í s. 552 6644 á fund-
artíma.
Minningarkort
Barnaspítali Hringsins.
Upplýsingar um minn-
ingarkort Barnaspít-
alasjóðs Hringsins fást
hjá Kvenfélagi Hrings-
ins í síma 551-4080.
Kortin fást í flestum
apótekum á höfuðborg-
arsvæðinu.
Bergmál, líknar- og
vinafélag. Minning-
arkort til stuðnings or-
lofsvikum fyrir krabba-
meinssjúka og langveika
fást í síma 587-5566, alla
daga fyrir hádegi.
Minningarkort barna-
deildar Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í síma 525-1000
gegn heimsendingu
gíróseðils.
Minningarkort Thor-
valdsensfélagsins eru til
sölu á Thorvaldsens-
bazar, Austurstræti 4, s.
551-3509.
Samúðar- og heilla-
óskakort Gídeonfélags-
ins er að finna í anddyr-
um eða safnaðar-
heimilum flestra kirkna
á landinu, í Kirkjuhús-
inu, á skrifstofu
KFUM&K og víðar. Þau
eru einnig afgreidd á
skrifstofu Gídeonfélags-
ins, Vesturgötu 40, alla
virka daga frá kl. 14–16
eða í síma 562 1870. All-
ur ágóði fer til kaupa á
Nýja testamentinu sem
gefið verður 10 ára
skólabörnum eða komið
fyrir á sjúkrahúsum,
hjúkrunarheimilum, hót-
elum, fangelsum og víð-
ar.
Minningarspjöld
Kristniboðssambands-
ins fást á skrifstofunni,
Holtavegi 28 (hús
KFUM og K gegnt
Langholtsskóla) sími
588-8899.
Minningarkort Graf-
arvogskirkju.
Minningarkort Graf-
arvogskirkju eru til sölu
í kirkjunni í síma
587 9070
eða 587 9080. Einnig er
hægt að nálgast kortin í
Kirkjuhúsinu,
Laugavegi 31, Reykja-
vík.
Líknarsjóður Dómkirkj-
unnar, minningarspjöld
seld hjá kirkjuverði.
Minningarkort Stóra-
Laugardalssóknar,
Tálknafirði til styrktar
kirkjubyggingarsjóði
nýrrar kirkju í Tálkna-
firði eru afgreidd í síma
456-2700.
Minningarspjöld Frí-
kirkjunnar í Hafn-
arfirði fást í Bókabúð
Böðvars, Pennanum í
Hafnarfirði og Blóma-
búðinni Burkna.
Minningakort Áskirkju
eru seld á eftirtöldum
stöðum: Kirkjushúsinu
Laugavegi 31, þjón-
ustuíbúðum aldraðra við
Dalbraut, Norðurbrún 1,
Apótekinu Glæsibæ og
Áskirkju Vesturbrún 30
sími 588-8870.
KFUM og KFUK og
Samband íslenskra
kristniboða. Minning-
arkort félaganna eru af-
greidd á skrifstofunni,
Holtavegi 28 í s. 588
8899 milli kl. 10 og 17
alla virka daga. Gíró- og
kredidkortaþjónusta.
Í dag er þriðjudagur 19. ágúst, 231.
dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Að lokum, verið allir samhuga,
hluttekningarsamir, bróðurelskir,
miskunnsamir, auðmjúkir.
(1. Péturs bréf 3, 8.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 aðstoð, 4 málmur, 7 við-
arbörkur, 8 rótarleg, 9
naum, 11 vesælt, 13 ger-
um óðan, 14 ásýnd, 15
bryggjusvæði, 17 skaði,
20 óska ákaft, 22 blíðu-
hót, 23 bogið, 24 stikar,
25 fleina.
LÓÐRÉTT:
1 kasta, 2 bjargbúum, 3
hluta, 4 þref, 5 fálmar, 6
leturtáknum, 10 heldur,
12 nytjaland, 13 kyn, 15
draga úr hraða, 16
óhreinskilin, 18 sam-
sinnti, 19 lasta, 20 þrjósk-
ur, 21 skoðun.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 pakkhúsið, 8 tuddi, 9 reiða, 10 krá, 11 kafla, 13
skapa, 15 stekk, 18 sprek, 21 enn, 22 puðar, 23 ölkrá, 24
niðurgang.
Lóðrétt: 2 andóf, 3 keika, 4 útrás, 5 ilina, 6 stök, 7 tapa,
12 lík, 14 kóp, 15 súpa, 16 eyðni, 17 kerlu, 18 snögg, 19
ríkan, 20 klár.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI brá sér í bæinn ámenningarnótt eins og ríflega
fjórðungur þjóðarinnar gerði einnig.
Ekki varð mannþröngin Víkverja of-
viða á götum miðbæjarins enda búið
að loka helstu götum fyrir bílaumferð.
Veðrið gerði gæfumuninn og var
sannarlega notalegt að rölta um bæ-
inn og upplifa stemninguna. Tilraunir
Víkverja til að komast inn á stærri
viðburði fóru þó fyrir lítið þar sem alls
staðar var komið að fullu húsi þar sem
reynt var. Í Landssímahúsinu við
Sölvhólsgötu, sem fengið hefur hið
tímabundna heiti Gallerí Rif, var fullt
út úr dyrum og greinilegt að meiri
fyrirhyggju hefði þurft til að komast
að en mæta bara á auglýstri byrjun-
arstund.
Varla er heldur hægt að gera ráð
fyrir öðru en allir salir og afkimar
miðborgarinnar fyllist af fólki þegar
80 þúsund manns eru á ferðinni sama
kvöldið.
Sonur Víkverja spurði hvort mann-
fjöldinn væri ekki svipaður og mætti
sjá á götum stórborga heimsins eins
og í London og New York. Eftir
nokkrar vangaveltur komst hann að
þeirri niðurstöðu að á þessu væri þó
reginmunur. Þar væru allir að flýta
sér og mættu ekkert vera að því að
gefa gaum að umhverfinu eða öðru
fólki. Hér væri það tilgangurinn og
því lægi engum neitt á.
Sú hugsun hvarflaði að Víkverja
þar sem hann rölti í mannhafinu með
börnin sín og virti fyrir sér andlit fjöl-
skyldnanna allt umhverfis að líklega
væru margir í sömu sporum og hann
að fara ekki í miðbæinn að kvöldi til
með börnin sín nema þetta eina kvöld
á árinu. Fréttir af ofbeldi og drykkju-
látum eru slíkar eftir helgarnar að
Víkverji telur óþarft að kynna börnin
sín fyrir slíku í návígi löngu fyrir
fermingu.
Það er þó fremur strútslegt að
ímynda sér að hægt sé að forðast allt
ljótt í veröldinni með því að stinga
höfðinu í sandinn en Víkverji hugsaði
með sér á laugardagskvöldið að lík-
lega væru þessar fréttir af ofbeldi í
miðbænum allar nokkuð orðum aukn-
ar því brosin á andlitum fólksins og
rólegheitin sem ríktu yfir röltinu voru
slík að tilhugsunin um slagsmál og
drykkjuskap var nánast fáránleg.
ANNAÐ kom þó á daginn og hinnnotalegi menningarnætur-
draumur snerist upp í hreina martröð
eftir miðnættið, hverju sem er svo um
að kenna. Einhver kom með þá
ábendingu að dagskráin hefði átt að
ná lengra fram á nóttina svo hafa
mætti ofan af fyrir fólkinu lengur.
Vafalaust er eitthvað til í því en það er
samt engin afsökun á skrílslátunum
sem brutust út að fólkið hafi hreinlega
ekki haft neitt annað betra að gera.
Víkverja er fullljóst að foreldrarnir
og börnin voru öll komin heim til sín
þegar ólætin brutust út og áttu þar
engan hlut að máli en það er skamm-
sýni og strútsháttur að ímynda sér að
allt sé þetta einhverjum öðrum að
kenna og hin dæmigerða íslenska fjöl-
skylda eigi þar engan hlut að máli.
Víkverji hefur komist að þeirri nið-
urstöðu fyrir sjálfan sig að alltof
snemmt er að sleppa hendinni af
börnunum við fermingu. Það er löngu
úrelt hugsun og miðast við forna og
miklu einfaldari samfélagsgerð. Nú
dugir ekkert minna en aðhalda
dauðahaldi í báðar hendur barnanna
fram undir tvítugt.
Neyðarkall
frá Billund
ÉG FÉKK tölvubréf í gær
frá Jótlandi þar sem syst-
urdóttir manns míns skrif-
ar. Hún er búsett nálægt
Billund og á tvo drengi.
Annar þeirra á góðan vin, 7
ára gamlan, en móðir hans
þjáist af krabbameini og lít-
ið fyrir hana hægt að gera.
Nú hefur hún heyrt um lúp-
ínuseyðið hans Ævars Jó-
hannessonar og er að vona
að hún hafi tækifæri til að
prófa það, eins og stóð í
bréfinu til mín: „Til að vera
lengur með börnunum sín-
um þremur.“
Seyðið er það viðkvæmt
að það mundi ekki þola að
fara í pósti vegna hita-
sveiflna og hnjasks. Því
spyr ég þá sem eru á leið til
Billund hvort þeir séu fáan-
legir til að taka með flösku
sem sótt yrði á flugvöllinn?
Mér skilst að aðeins sé
flogið á mánudögum, og að-
eins til 3. september. Því er
tíminn naumur. Ég veit af
eigin reynslu að seyðið er
gott og mig langar að hjálpa
þessari móður sem bindur
vonina núna við þetta eitt.
Með von um svör.
Nína Guðleifsdóttir,
Ósabakka 19.
Sími 567 2321.
Dýrahald
Hefurðu séð Simba?
SIMBI er rauður og vel loð-
inn högni með stór brún
augu. Hann týndist frá
Löngumýri í Garðabæ en
gæti verið kominn langt.
Þeir sem vita til ferða hans
eru beðnir að hringja í síma
565 6519 eða 847 6671 eða í
Kattholt. Simba er sárt
saknað og eru allar upplýs-
ingar vel þegnar. Vegleg
fundarlaun í boði.
Kettlingur fannst
LÍTILL gulleitur kettling-
ur, á að giska 3 til 4 mánaða,
fannst á Skúlagötu fyrir
viku. Ef einhver kannast við
kisu þá vinsamlega hafið
samband í síma 691 2743.
Dímon týndur
KISINN hann Dímon hvarf
frá Skúlagötu 9. júlí síðast-
liðinn. Hann er grár að lit
með svarta ól og blátt
merkispjald. Hann stökk af
svölunum heima hjá sér og
líklegt að hann hafi leitað
inn í hús. Þeir sem séð hafa
til hans vinsamlega hafi
samband í síma 861 3371
eða 854 6171
Heimili óskast
BRÖNDÓTTUR 4 mánaða
gamall högni er að leita sér
að nýju heimili. Með honum
koma matarskálar og lokað-
ur sandkassi. Áhugasamir
hafi samband við Dagnýju í
síma 565 9017.
Ljúfir og loðnir
TVEIR 4 mánaða gamlir
kettlingar fást gefins á góð
heimili. Þeir eru afskaplega
venjulegir í útliti og ljúfir og
góðir. Nálgast má kett-
lingana í síma 557 5535.
Ofdekrari óskast
SVARTUR og hvítur fress,
á að giska 7 til 8 vikna,
fannst á dögunum. Hann
vantar hjartagóðan eiganda
til að kela og kúra hjá og
láta ofdekra sig. Nánari
upplýsingar eru í síma
691 9166.
Kanína
óskast gefins
ÓSKAÐ er eftir kanínu gef-
ins. Æskilegt væri að fá búr
með. Þeir sem luma á kan-
ínu og búri hringi í síma
694 8225.
Kanína fannst
í Hlíðunum
KANÍNA fannst á dögun-
um í Hlíðahverfi. Hún er
brúngrá að lit og var í
gönguól. Þeir sem vita hver
á kanínuna mega gjarna
hringja í 898 9592.
Týnd kanína
KANÍNA tapaðist helgina
10. til 11. ágúst frá Norður-
felli í Breiðholti. Hún er
svört með hvítum lit og eru
þeir sem hafa séð til ferða
hennar beðnir að hringja í
síma 557 9435.
Páfagukur
týndist
GULUR og grænn páfa-
gaukur týndist af Skóla-
vörðustíg. Hann er gæfur
og heitir Lebbi, en er reynd-
ar stelpu-gaukur. Hann fór
að heiman á miðvikudag og
eru þeir sem hafa séð til
hans beðnir að hringja í
síma 551 7006.
Tapað/fundið
Óskilamunir á ung-
mennafélagsmóti
Í STYKKISHÓLMI var
haldið ungmennafélagsmót
helgina 2. til 4. ágúst. Mikið
magn er af óskilamunum
eftir mótið, s.s. handklæði,
föt, skór og treflar. Þeir sem
sakna einhvers af mótinu
geta hringt í íþróttahús
staðarins og upplýsinga-
miðstöð í síma 438 1150.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16