Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 22
NEYTENDUR 22 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALDREI er of snemmt að hugsa um hollustuna og því þarf að kynna fyrir ungum börnum grænmeti, ávexti og alls kyns grófmeti, að mati Önnu Sigríðar Ólafsdóttur, matvæla- og næringarfræðings hjá Manneldis- ráði Íslands. „Foreldrar eru flestir vel vakandi á fyrsta aldursári barns- ins en það er ekki síður mikilvægt að huga vel að hollustunni þegar ung- barnafæðunni sleppir.“ Ungabörn hafa meiri orkuþörf fyrir hvert kg líkamsþyngdar en fullorðnir og jafn- framt meiri þörf fyrir fitu, að sögn Önnu Sigríðar. „Orkan sem barnið fær úr móðurmjólkinni er að mestu úr fitu, en sífellt fleiri kolvetnarík matvæli bætast svo við þegar börnin byrja að fá fasta fæðu þegar þau nálgast 6 mánaða aldur. Magn fitu í fæðunni stigminnkar svo allt fram á þriðja aldursár en þá ætti mataræði barnins að vera orðið sem líkast þeirra fullorðnu.“ Fitusnautt fæði óæskilegt Anna Sigríður segir fitusnautt fæði ekki vera æskilegt fyrir ung börn og það sé aldrei gefið nema í samráði við lækni. „Ekki veit ég til þess að foreldrar hafi verið að gefa börnum sínum fitusnautt fæði í mikl- um mæli. Börnin fá ekki aðeins of litla orku ef fitan er skorin niður heldur veldur það einnig meltingar- truflunum og jafnvel vanþrifum. Orkuþörf 1–3 ára barna er um 1300 kílókaloríur á dag, sem er tölu- vert, en til samanburðar þarf móð- irin um 2000 kílokalóríur. Mikinn mat þarf því í lítinn skrokk.“ Anna Sigríður segir börn ekki vilja og oft ekki geta borðað mikið magn í einu og þess vegna er mik- ilvægt að máltíðir séu 4–6 á dag til að þau geti fengið nægju sína. Almennt ættu ekki að líða meira en 3 tímar á milli máltíða, en það er ekki heldur gott ef börnin fá að borða oftar þar sem sífellt nart skemmir tennur. Mikilvægt að læra snemma að tyggja Fyrsti maturinn sem börnin kynn- ast er maukfæði en fljótlega eykst fjölbreytnin. 6–8 mánaða börn byrja smám saman að borða grauta, sumar mjólkurvörur, soðið grænmeti, ávexti, kjöt og fisk, allt maukað. Móðurmjólkin nægir ekki ein og sér þegar þessum aldri er náð, barnið fær ekki næga orku og hætta er á járnskorti. Ungbarnagrautar eru að- aljárngjafinn á þessum aldri. Þegar börnin eru orðin 8–12 mán- aða er mest um venjulegan heimilis- mat að ræða. „Fingramatur og gróf- ari fæða taka þá við af maukfæðinu og það er afar mikilvægt til að börnin læri að tyggja. Því hefur jafnvel ver- ið haldið fram að ef ekki er gætt að því að börnin læri að tyggja mat á þessum aldri fáist þau varla til að gera það síðar,“ segir Anna Sigríður. Helsta viðbótin við fæði barna á aldrinum 8–12 mánaða segir hún vera brauð með áleggi, heimatilbúna grauta, skyr, slátur og súra ávexti. „Ávaxasafar eru hins vegar vara- samir, sérstaklega ef þeir eru gefnir í pela, þar sem þeir skemma auðveld- lega viðkvæmar tennur á þessum aldri. Því er betra að bíða með safana þangað til börnin eru farin að drekka úr glasi, og þá er eitt til tvö glös á dag hæfilegt. Best er að gefa börn- unum vatn bæði með mat og við þorsta.“ Eldri börn þurfa líka hollustu Líklega hugsa flestir foreldrar talsvert út í mataræði barnanna á fyrsta aldursári að mati Önnu Sigríð- ar en það er ekki síður mikilvægt þegar ungbarnafæðinu sleppir. „Fæða úr öllum fæðuhringnum ætti að vera á boðstólum alla daga. Undirstaðan er gróft brauð og aðrar kornvörur, kartöflur, grænmeti og ávextir. Kjöt, fiskur eða egg eru einnig nauðsynleg börnum en mat- reiðslan skiptir þar máli. Best er að velja lítið unnar vörur og matreiða þær á einfaldan hátt, þar sem saltur og mikið kryddaður matur hæfir ekki börnum. Soðin ýsa með stöpp- uðum kartöflum í dálitlu smjöri er til dæmis mikill uppáhaldsmatur hjá mörgum börnum.“ Mikið mjólkurþamb dregur úr matarlyst Mjólkurdrykkir veita fyllingu og eru góðir með litlum millibita en til að svala þorsta ætti að bjóða vatn, segir Anna Sigríður. „Of mikið mjólkurþamb dregur úr matarlyst þannig að hætta er á að fæðan verði of einhæf auk þess að valda hægða- tregðu og jafnvel járnskorti. Hæfi- legt er að mjólkurmatur samsvari um ½ lítra á dag, en þá er allur mjólkurmatur meðtalinn, þar á með- al skyr, jógúrt og ostur auk drykkjarmjólkur. Fram að tveggja ára aldri er nýmjólkin fín þar sem fituþörfin er ennþá há, en eftir það er ágætt að hafa léttmjólk til drykkjar en nýmjólk út á morgunkorn og grauta. Börn finna oft ekki fyrir þorsta fyrr en vökvatap þeirra er orðið talsvert. Þess vegna er gott að halda að þeim vatni og bjóða þeim reglulega að drekka, sérstaklega þegar þau eru heit eftir útiveru og leiki.“ Anna Sigríður tekur fram að dagamunur getur verið á matarlyst ungra barna og það er fullkomlega eðlilegt. Ef barnið borðar nóg og fær fjölbreytta fæðu til lengri tíma litið, vex eðlilega og dafnar, er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því þótt barnið borði ýmist of mikið eða lítið. Að vera fyrirmynd í fæðuvali Börn læra betur af því sem þau sjá og upplifa heldur en af því sem þeim er sagt. Þess vegna telur Anna Sig- ríður mikilvægt að uppalendur séu barninu fyrirmynd í fæðuvali, borði með þeim og kenni þeim um leið borðsiði og kurteisi. „Það er tvennt sem einkennir framar öðru matar- smekk barna. Þau taka sætt bragð fram yfir annað ef það er á boðstól- um og þau eru smeyk við nýjar fæðu- tegundir. Hvað sæta bragðið varðar þá er um að gera að nýta tækifærið til að kenna þeim að njóta ávaxta í stað sælgætis og sætabrauðs. Við- bættum sykri og salti er í raun alveg hægt að sleppa svo framarlega sem þau eru ekki komin á bragðið. Það er hins vegar hægara sagt en gert að halda sætindum frá börnunum eftir að þau hafa einu sinni fengið að smakka. Því má heldur ekki gleyma að smekkurinn þróast að miklu leyti strax í æsku þannig að auðveldara er að venja á holla fæðu, sérstaklega ávexti, grænmeti og grófmeti, á með- an börnin eru ung.“ Það þarf að gefa börnunum tíma til að venjast nýjum fæðutegundum. Best er að bera þær fram nokkur skipti í röð, þá er líklegt að barnið fari smám saman að vilja borða þær, að mati Önnu Sigríðar. „Einfaldir réttir og fáar tegundir falla best að smekk barnsins. Þannig eru hinir dæmigerðu barnadiskar með þrem- ur hólfum í raun alveg eftir þeirra höfði. Kartöflurnar eða kornmetið á einum stað, kjötið eða fiskurinn á þeim næsta og loks grænmetið eða ávextirnir á þeim þriðja. Það er líka í samræmi við góða og fjölbreytta máltíð og auðvitað má gera það sama á venjulegum diski. Pottréttir og kássur höfða hins vegar síður til barna, þau vilja skipulag á disknum þar sem ólíkar fæðutegundir mega jafnvel ekki snertast. Litirnir og lög- unin skipta líka máli þannig að í stað blandaðs grænmetis er betra að gulu baunirnar séu aðskildar frá þeim grænu, gulræturnar skornar í hand- hægar langar ræmur en ekki rifnar og þannig mætti lengi telja. Hug- myndaflugið er kannski best í þeim efnum. Eins er um að gera að leyfa börnunum að velja nýja ávexti í inn- kaupakörfuna og vera með við und- irbúninginn í eldhúsinu. Þau yngstu geta til dæmis hjálpað til að þvo grænmeti og ávexti, móta brauðdeig eða pakkað kartöflum í álpappír til bökunar.“ Hreyfing bætir matarlyst Hreyfing er að mati Önnu Sigríð- ar hluti af hollu mataræði. Virkja þarf börnin á meðan þau eru ung og gera hreyfingu að skemmtun en ekki kvöð. „Úti- og innileikir, göngutúrar eða sundferðir ættu að vera hluti af góðum degi í stað þess að planta börnunum fyrir framan sjónvarpið um leið og heim er komið. Hreyf- ingin bætir líka matarlystina og eyk- ur þannig líkurnar á að barnið borði meira og fjölbreyttara fæði.“ Huga þarf vel að næringu barna Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Best er fyrir börnin að borða lítið unnar vörur sem eru matreiddar á einfaldan hátt en salt og mikið kryddaður matur hæfir ekki börnum. Fitusnautt fæði er ekki æskilegt fyrir ung börn og sum börn læra seint að tyggja, nenna því jafnvel aldrei því þau voru ekki hvött nægi- lega á unga aldri. Anna Sigríður Ólafsdóttir, matvæla- og næring- arfræðingur hjá Mann- eldisráði Íslands, fræðir Hrönn Marinósdóttur um ýmislegt varðandi mataræði barna. hrma@mbl.is ARGOS- vetrarlist- inn er kominn út en í hon- um eru um 5.000 nýir vöru- flokkar. Skart- gripir, jólavörur, gjafavörur, búsáhöld, verkfæri, íþróttavörur, húsgögn, ljós og margt fleira að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Einnig er tekið fram að verð hafi lækkað á vörum, m.a. vegna lækk- unar á pundinu. NÝTT Argos-vetr- arlistinn KOMNAR eru í verslanir nýjar teg- undir af fituskertum sósum frá Vogabæ. Um er að ræða kokkteil- sósu, hamborgarasósu og pítu- sósu.Við framleiðsluna er notað eggjalaust og fituskert majónes ásamt 10% feitum sýrðum rjóma. Í tilkynningu frá Vogabæ segir að enginn bragðmunur sé á þessum sós- um og þeim hefðbundnu. Sósurnar eru seldar í 420 ml plastbrúsum en bráðlega einnig í 250 ml brúsum. Fituskertar sósur frá Vogabæ FÁANLEGAR eru tvær nýjar teg- undir af Myoplex Lite vörum frá framleiðandanum EAS. Næringar- stangirnar fást nú einnig með stökkri karamellu og kanel og Myo- plex Lite næringardrykkurinn er einnig fáanlegur með Cappuccino Ice bragði og bætt hefur verið 125 mg af koffíni í vöruna. Í tilkynningu frá B. Magnússyni kemur fram að Myoplex vörur komi í stað máltíða og þær eru fáanlegar í apótekum, heilsuræktarstöðvum, heilsubúðum og fríhöfninni. Myoplex lite NÝLEGA tók til starfa í Hveragerði nýtt fyrirtæki í matvælaframleiðslu. Fyrirtækið heitir Jarðgull ehf. og framleiðir margskonar soðkraft und- ir merkinu „Fond“. Í fréttatilkynn- ingu segir að um sé að ræða sósu eða súpugrunn, sem er ósaltaður og án allra aukaefna. Þetta grunnefni er mikið notað við matargerð, einkum á hótelum, veitingastöðum og í mötu- neytum og einnig má nota það við matseld í heimahúsum. Þegar er haf- in framleiðsla á soði úr nautakjöti, lambakjöti og kjúklingum. Einnig verður framleitt grænmetissoð, súp- ur og sósur. Soðkraftur án aukaefna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.