Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Íslenska sjávarútvegssýningin Í tilefni af Íslensku sjávarútvegssýningunni verður gefinn út blaðaukinn Úr Verinu sem fylgir Morgunblaðinu 4. september. Aukaupplagi verður dreift á sýningunni. Pantanafrestur auglýsinga er til kl.12 fimmtudaginn 29. ágúst. Allar nánari upplýsingar veita sölu-og upplýsingafulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111, bréfsíma 569 1110 eða netfanginu augl@mbl.is. AUGLÝSENDUR! í Smáranum Kópavogi 4. - 7. september í Smáranum Kópavogi 4. - 7. september DJASSHÁTÍÐIN Django Jazz 2002 Festival Akureyri, tókst með miklum ágætum, að sögn Jóns Hlöðvers Áskelssonar, sem sæti á í framkvæmdanefnd hátíðarinnar. Hátíðinni lauk með stórtónleikum í verslunarmiðstöðinni Gler- ártorgi á laugardagskvöld, þar sem saman komu innlendir og er- lendir djassleikarar og heilluðu fjölmarga tónleikagesti með hljóð- færaleik og söng. Þetta er í annað sinn sem djass- áhugamenn á Akureyri standa fyrir þessari alþjóðlegu django- djasshátíð í bænum. Hátíðin er til- einkuð sígaunanum Django Rein- hardt og tónlist hans en kveikjan að henni er árlegar heimsóknir Robin Nolan Trio til Akureyrar undanfarin ár. Jón Hlöðver sagði það hreint stórkostlegt að ná að halda þessa hátíð öðru sinni og með þessum glæsibrag. „Við erum mjög ánægðir með að hafa fengið þessa frábæru tónlistarmenn bæði frá Bandaríkjunum og Evrópu og einnig þá íslensku sem stóðu sig mjög vel. Aðsóknin var mjög vel viðunandi en þó voru heldur færri gestir á Glerártorgi nú en í fyrra.“ Jón Hlöðver sagði að tónleikar Robin Nolan Trio í Ketilhúsinu sl. fimmtudagskvöld hefðu verð vel sóttir og að einnig hefði verið ágætis aðsókn að tónleikum hljómsveitarinnar Hot Club of San Francisco í Ketilhúsinu á föstu- dagskvöld. Á stórtónleikunum á Gler- ártorgi komu fram Robin Nolan Trio, Hot Club of San Francisco, gítarleikarinn Paul Weeden, söngvarinn Randy Greer, Ak- ureyrartríóið Hrafnaspark og gít- arleikinn Björn Thoroddsen. Robinn Nolan Trio stóð að venju fyrir námskeiði í Tónlistarskól- anum og lauk því með tónleikum þátttakenda á Glerártorgi á laug- ardeginum. Þá heimsótti Robin Nolan Trio Útgerðarfélag Ak- ureyringa og lék fyrir starfsfólk í einu hádegishléinu í síðustu viku. Spurður um framhaldið sagðist Jón Hlöðver vona að áfram yrði haldið á sömu braut. Hins vegar væri nauðsynlegt að koma hlut- unum í fastara rekstrarform, þannig að hægt væri að standa betur og lengur að kynningu á há- tíðinni og svara fyrirspurnum og þá ekki síst erlendis frá. Morgunblaðið/Kristján Fjölmargir gestir mættu á tónleikana á Glerártorgi og skemmtu sér vel. Morgunblaðið/Kristján Robin Nolan Trio og söngvarinn Randy Greer fóru á kostum. Vel heppn- uð djass- hátíð á Akureyri NÝTT leikár hófst hjá Leikfélagi Akureyrar í gær. Þar á bæ er lofað metnaðarfullu, fjölbreyttu og spenn-andi leikári þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þann 1. september nk. tekur Þorsteinn Bachmann formlega við starfi leikhússtjóra og mun hann við það tilefni kynna dagskrá vetr- arins og þau verkefni sem verða á fjölunum á nýju leikári. Sem dæmi um þessi verk má þó nefna sérlega metnaðarfulla og glæsilega upp- setningu, í leikstjórn Sveins Ein- arssonar, á Hamlet. Í sýningunni verður öllu tjaldað til og fjöldi gestaleikara verður á sviðinu auk fastráðins leikhóps Leikhússins. Í desember verður svo frumflutt á Íslandi barna- og fjölskylduleik- rit en verkið er þýtt fyrir Leikfélag Akur-eyrar. Litlar breytingar verða á hópi fastráðinna leikara við leikhúsið. Þorsteinn Bachmann tekur þó, eins og áður sagði, við stöðu leikhússtjóra en við hópinn bætist Hildigunnur Þráinsdóttir. Aðrir fastráðnir leikarar í vetur eru: Aðalsteinn Bergdal, Laufey Brá Jónsdóttir, Saga Jónsdóttir, Skúli Gautason og Þráinn Karls- son. Morgunblaðið/Kristján Starfsfólk Leikfélags Akureyrar kom saman í gær í Samkomuhúsinu, ásamt gestaleikurunum í Hamlet og leikstjóra. Leikárið hafið hjá LA Andreukvöld í Deiglunni NÚ fer senn að síga á seinni hluta Listasumars á Akureyri 2002 og síð- asti Heiti fimmtudagur sumarsins verður nk. fimmtudag 22. ágúst kl. 21.30 í Deiglunni. Síðust til að troða upp á Tuborgdjasstónleikum að þessu sinni er Andrea Gylfadóttir söngkona, sem mun ásamt þeim Kjartani Valdimarssyni píanóleik- ara, Eðvarð Lárussyni á gítar, Jó- hanni Hjörleifssyni slagverk og Jóni Rafnssyni á kontrabassa, hita vel upp í Norðlendingum. Efnisvalið verður fjölbreytt með uppáhaldslögum Andreu. Aðgangs- eyrir er kr. 700. Miðasala við inn- ganginn. Stjórnendanám í HA STJÓRNENDUR framtíðarinn- ar er heiti á stjórnendanámi IMG og Símenntunar Háskólans á Akureyri, sem mun fara af stað í fyrsta sinn í september nk. Námið stendur nú í fyrsta skipti til boða á Akureyri en þrír hópar hafa lokið þessu námi í Reykja- vík og hefur fjórði hópurinn hafið nám. Námið er ætlað nýjum stjórnendum og stjórnendum með allt að fimm ára stjórnenda- reynslu sem vilja auka skilning sinn á hlutverki og aðferðum ár- angursríkra stjórnenda. Í stöð- ugt harðnandi samkeppni aukast kröfur á stjórnendur og fjárfest- ing í menntun þeirra er ein mik- ilvægasta fjárfesting hvers fyr- irtækis. Námið er alls 116 klst. sem dreifast yfir eins árs tímabil. Í náminu er lögð áhersla á virkni þátttakenda og unnið er eftir fjölbreyttum vinnuaðferðum. Leiðbeinendur eru sérfræðingar IMG sem hafa víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og margir eru kennarar við háskóla landsins. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 463 0566 eða í netfanginu emh@unak.is Kennsla nýnema hafin í HA KENNSLA nýnema í Háskólanum á Akureyri hófst í gær með dagskrá sem kallast nýnema- dagar. Nýnemadagar eru sér- stakir kynningardagar sem hafa það að markmiði að undirbúa ný- nema fyrir nám og starf í háskóla. Tölvuumhverfi og stoðþjónusta háskólans var kynnt nýnemum jafnframt því sem nemendur not- uðu tímann til að vinna saman og kynnast eldri nemum og starfs- fólki. Boðið er upp á hnitmiðuð og hagnýt undirbúningsnámskeið auk hópeflis og ætlast er til að all- ir nýnemar nýti sér þessa þjón- ustu. Með þessu móti er reynt að gera nýnemum aðlögun að háskólanámi auðveldari og leggja grunn að enn betri námsárangri. Þetta er í ann- að sinn sem nýnemadagar eru haldnir, en hugmyndin er fengin frá erlendum háskólum þar sem boðið er upp á sambærilega dag- skrá árlega með góðum árangri. M O N S O O N M A K E U P lifandi litir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.