Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 37
henni alla þá ást og umhyggju sem
í hans valdi stóð og ekki var hægt
að gera betur. Hann vék ekki frá
henni í þessa tvo mánuði frá því að
hún veiktist og fékk hún þá ósk
sína uppfyllta að fá að vera heima
uns yfir lyki.
Matthildur og Þórarinn giftu sig
í desember árið 1971 og hafa því
átt hvort annað í rúm 30 ár og voru
mjög samrýnd hjón. Þau bjuggu
sér afar hlýlegt og fallegt heimili
og undu hag sínum vel heima. Á
árunum áður fóru þau margar ferð-
ir til útlanda og var þá oft farið til
Rúnu, systur Þórarins, og Werners
manns hennar sem bjuggu í Þýska-
landi og veittu þær heimsóknir
þeim öllum ómælda ánægju.
Lundarfar Matthildar var ljúft
og blítt og hún var með eindæmum
barngóð þótt henni auðnaðist ekki
að eignast börn sjálf. Matthildur
kom fram við systurdætur sínar
þær Katrínu og Matthildi sem
væru þær hennar eigin dætur og
nutu þær óspart blíðu hennar og
kærleika. Þær hafa reynst henni
eins vel og hugsast getur í veik-
indum hennar og færi ég þeim inni-
legar þakkir fyrir.
Matthildur var ekki einungis
barngóð heldur mikill dýravinur og
hændi að sér öll dýr. Meira að
segja endurnar á Tjörninni voru
komnar heim í lóðina við Háaleit-
isbraut á veturna því þar gaf hún
þeim brauð í gogginn.
Á Núpi ólst upp stór og glaðvær
systkinahópur, tíu systkin og ein
uppeldissystir, og var oft glatt á
hjalla. Matthildur er fyrsta systk-
inið sem fellur frá úr þessum sam-
rýnda hópi. Þau voru mörg fót-
sporin eftir litla fætur í brekkunum
heima og um hlöð og varpa. Þá var
leikið að leggjum, kjálkum og horn-
um og búið til fallegt bú uppi á
Bjalla, skreytt með fallega rósótt-
um glerbrotum og alls konar fíneríi
að barnanna mati. Það var glaður
og hraustur systkinahópur sem ólst
upp á Núpi í þá daga.
Þegar við eldumst gerum við
okkur betur grein fyrir því, hvað
við systkinin áttum glaða og góða
æsku. Það er í það minnsta hugsun
mín þegar ég lít 50–60 ár aftur í
tímann. Góðir og grandvarir for-
eldrar og góð systkin eru gulls
ígildi.
Elsku Þórarinn. Missir þinn er
mikill en minningin um ástríka og
góða eiginkonu yljar í sorginni.
Guð styrki þig og varðveiti.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stef.)
Kristín Guðmundsdóttir.
Vertu, Guð faðir, faðir minn
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Pét.)
Elsku Mattí mín. Mig langar að
kveðja þig með nokkrum orðum.
Það er svo margs að minnast, ekki
hvað síst frá uppvaxtarárunum á
Núpi, þegar við systkinin vorum
ennþá heima – við litlu krakkarnir
og síðan þið sem eldri voruð. Á
Núpi var alltaf glatt á hjalla og ég
man eftir því þegar þú fórst að
heiman hvað við yngri krakkarnir
hlökkuðum mikið til þegar þú
komst heim í frí. Þá var margt til
gamans gert og standa reiðtúrarnir
upp úr minningaflórunni – þú varst
glæsileg á Litla-Rauð, þar fóru
bæði góður hestur og góður knapi.
Gleði þín og kæti á þessum árum
voru mikið gefandi og ég man eftir
því að ég sem yngsta systirin leit
mikið upp til þín. Við tengdumst
sérstaklega sterkum böndum þegar
við fengum báðar berkla og þurft-
um að vera rúmliggjandi til langs
tíma – báðar skældum við þegar
við gátum ekki gert það sem okkur
langaði – sú stutta að fara út að
leika og þú þegar þú komst ekki
með hinum eldri krökkunum á
dansleikina.
Árin liðu og báðar fluttum við til
Reykjavíkur og þú varst dætrum
mínum góð móðursystir og sálu-
félagi minn. Stóru ástinni í lífi þínu
kynntist þú um fertugt, þegar Þór-
arinn kom inn í líf þitt – þið áttuð
gott samband og höfðuð mikið
gaman af því að ferðast erlendis
sem þið gerðuð mikið af. Þrátt fyr-
ir aldursmun á milli okkar þá varst
þú sú systir sem var mér mjög ná-
in. Það leið ekki sá dagur að við
spjölluðum ekki saman og gat ég
alltaf leitað góðra ráða hjá þér.
Elsku Mattí, ég veit að nú hefur
þú fengið líkn þeirra þjáninga sem
hafa hrjáð þig síðustu mánuði og
bið ég góðan Guð að gefa Þórarni
styrk á þessum erfiðu tímum.
Þín litla systir
Auður.
Elskuleg systir mín hefur kvatt
þennan heim. Höggvið er skarð í
stóra systkinahópinn frá Núpi.
Ljúfar og fagar minningar rifjast
upp frá björtum og áhyggjulausum
bernskuárum í fjölskyldu þar sem
gleðin og glaðværðin réðu ríkjum.
Undir handleiðslu einstakra for-
eldra stóðu allir saman eins og einn
maður og létu sig varða framtíð
hver annars, glaðst var yfir vel-
gengni hvers og eins og ekki síður
stutt við bakið ef einhver þurfti á
því að halda.
Að alast upp við slíkar aðstæður
er ekki sjálfgefið, en ómetanlegt
veganesti út í lífið.
Hver einstaklingur er einstakur
og Matthildur eða Mattý eins og
hún var ávallt kölluð var það svo
sannarlega, hún fékk létta lund í
vöggugjöf, var tilfinningarík, mild
og hlý, hún bar einlæga og ríka
umhyggju fyrir þeim sem næst
henni stóðu, lagði ávallt gott til
mála og auðgaði lífið í kringum sig.
Mattý vann í gegnum tíðina á
nokkrum vinnustöðum, þar eign-
aðist hún góða vini og var vel látin
af samstarfsmönnum, alltaf
reiðubúin að sjá björtu hliðarnar á
lífinu og leysa hvers manns vanda.
Um 17 ára aldur varð Mattý fyr-
ir þeirri þungu lífsreynslu að veikj-
ast af berklum, var það mikið álag
á ungling í blóma lífsins en hún
komst í gegnum þetta æviskeið
með aðdáunarverðum hætti, og
sýndi þá best hvaða mann hún
hafði að geyma.
Hennar stóra gæfa í lífinu var
þegar hún giftist Þórarni en hjóna-
band þeirra var einstaklega far-
sælt, þau voru samrýnd og áttu
góða ævi saman, bjuggu sér fallegt
heimili og nutu þess að ferðast.
Ekki er hægt að rifja upp lífs-
hlaup Mattýjar án þess að minnast
áranna sem hún bjó hjá Guðmundu
systur sinni og hennar fjölskyldu.
Yfir þessum árum ríkti ákveðinn
ljómi og var einstakt og gott sam-
band milli þeirra systra, sem færð-
ist síðan yfir á systurdætur hennar
Matthildi og Katrínu sem ólust upp
með móðursystur sinni og hafa þær
reynst frænku sinni sérlega vel í
gegnum árin og ekki síst núna þeg-
ar heilsu hennar fór hrakandi.
Nú er komið að leiðarlokum og
ógleymanleg voru orð systur minn-
ar þegar ljóst var að hverju
stefndi. „Ég tek að mér að kveðja
fyrst, svo tek ég á móti ykkur þeg-
ar þar að kemur.“ Þessi orð sýndu
best hvað sterk hún var og tók ör-
lögum sínum með einstöku jafn-
aðargeði.
Við kveðjum elskulega systur og
þökkum henni fyrir allt það sem
hún gaf okkur og biðjum henni
guðs blessunar.
Elsku Þórarinn, við vitum að
minningar um ástkæra eiginkonu
og allt það sem þið áttuð saman
mun létta þér sorgina.
Við sendum þér og fjölskyldu
þinni okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Megi góður guð styðja þig
og styrkja.
Sigríður Guðmundsdóttir.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 37
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
✝ Margrét Árna-dóttir fæddist í
Látalæti í Landsveit,
Rangárvallasýslu,
29. september 1908.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Skjóli í
Reykjavík 31. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Árni
Árnason, bóndi í
Látalæti, f. 9. ágúst
1864, d. 29. apríl
1912, og Guðrún
Magnúsdóttir, f. 27.
október 1862, d. 3.
júní 1947. Hálfsystk-
ini Margrétar, börn Þórunnar
Magnúsdóttur fyrri konu Árna
voru: Magnea, f. 15.10. 1890, d.
25.12. 1890, Málfríður, f. 23.9.
1892, d. 19.6. 1980, Ingiríður, f.
5.5. 1894, d. 19.6. 1984, Júlía, f.
16.7. 1896, d. 11.4. 1980, Árni, f.
30.12. 1897, d. 11.9. 1979, Þórunn,
f. 30.7. 1899, d. 21.10. 1984, og
Kristín, f. 6.6. 1901, d. 21.7. 1974.
Alsystkini Margrétar: Benedikta,
f. 27.7. 1903, d. 11.12. 1979, Magn-
ús, f. 14.2. 1905, og Þórunn
Ágústa, f. 29.7. 1906,d. 7.11. 1997.
Margrét giftist 20.11. 1937 Hall-
grími Jónasi Jónssyni Jakobssyni
söngkennara, f. 23.7. 1908, d. 16.3.
1976. Þau eignuðust 5 börn: 1)
Hrafn arkitekt, f. 13.9. 1938, maki
1: Tuula Lyyjynen, skildu, dóttir
þeirra er Gyða Kristín, f. 27.10.
1962. Maki 2: Sigurlaug Jóhann-
esdóttir. Börn þeirra eru Mar-
grét, f. 25.4. 75, og Hallgrímur, f.
29.4. 77. 2) Guðrún matvælaverk-
fræðingur, f. 5.11. 1941, maki
Björn Kristinsson, dóttir þeirra
Guðrún G, f. 13.12. 1983. 3) Jakob
tónlistarmaður, f.
10.1. 1943, d. 8.6.
1999, maki: Helga
Sveinbjarnardóttir,
börn þeirra Einar
Hallgrímur, f. 19.5.
1981, og Laufey, f.
5.10. 1987. 4) Jón Ár-
mann, f. 5.10. 1947,
d. 11.6. 1962, 5) Val-
gerður kennari, f.
28.6. 1949, maki
Jens Albert Guð-
mundsson, Börn:
Guðmundur Jökull,
f. 6.2. 1969, d. 15.1.
1987, Margrét, f. 6.8.
1973, Hallgrímur Jónas, f. 14.6.
1982, og Laufey, f. 25.11. 1985.
Við fráfall Árna föður Mar-
grétar árið 1912 var heimilið leyst
upp og ólst Margrét upp á ýmsum
bæjum í Landsveit og Holtum uns
hún fluttist til Reykjavíkur 18 ára
gömul. Þar vann hún fyrst fyrir
sér í vist, var kaupakona í Dölum,
í fiski, í kexverksmiðju, við garna-
hreinsun, á elliheimili, við síldar-
söltun. Í lok árs 1935 fór hún til
eins árs dvalar í Kaupmannahöfn
og vann fyrir sér með saumaskap.
Margrét tók virkan þátt í verka-
lýðsbaráttu á 4. áratugnum, var
m.a. ein af stofnendum Iðju, fé-
lags verksmiðjufólks. Hún lét sig
þjóðmál miklu skipta, tók þátt í
stjórnmálahreyfingum vinstri-
manna, var félagi FUK og síðar í
Sósíalistaflokknum. Fram á ní-
ræðisaldur stundaði Margrét
framreiðslustörf jafnframt hús-
móðurstörfum.
Útför Margrétar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Senn eru dagar sóleyjanna taldir.
Síþyrstur vindurinn grípur í tómt
þegar hann staldrar við næst til að bergja
á bikar
brekkunnar hér fyrir neðan, ilmandi
skálum
þessara blóma, þessara prúðbúnu orða
moldarinnar.
Senn eru dagar sóleyjanna taldir.
Ég sé þig í anda fella kvíðatár
þegar þú finnur á morgun kulið koma,
koma inn um dyrnar tómhent með
fölar brár.
Senn eru dagar sóleyjanna taldir.
Sumarið reyndist furðu stutt í ár.
(Hannes Pétursson.)
Margrét móðursystir okkar
kvaddi síðasta dag júlímánaðar, 93
ára að aldri. Hún var yngst tíu
systkina sem kenndu sig við Láta-
læti í Landsveit, bæ sem stóð undir
Skarðsfjalli og fékk seinna nafnið
Múli. Það þótti þeim systkinum
heldur sviplítið heiti á fallegum bæ í
góðri sveit og þrátt fyrir að bænum
væri gefið virðulegra nafn, að mati
ábúenda þeirra sem við tóku, lagðist
hann í eyði.
Systkinin frá Látalæti misstu föð-
ur sinn árið 1912 og þá var heimilið
leyst upp og börnunum komið fyrir
á ýmsum bæjum, sumum hjá skyld-
mennum en öðrum ekki. En það
breytti því ekki að þau kenndu sig
alla tíð við bernskuheimili sitt og
voru stolt af.
Við börn þeirra erum alin upp við
þá skoðun að Landsveitin sé falleg-
asta sveit á Suðurlandi. Ekki var
svo keyrt upp Landveg að ekki væri
haft orð á því að við værum komin
uppá Land þegar Holtunum sleppti.
Og þegar hilla tók undir Skarðsfjall
var líka minnst á það, enda þótti það
með fallegri fjöllum, og bætt við
með hlýju í rómnum að bráðum sæ-
ist heim að Látalæti.
Það var afar sterkt samband á
milli systkinanna sem styrktist æ
meir eftir að þau urðu fullorðin og
eignuðust fjölskyldur. Það var með
skemmtilegri veislum þegar Láta-
lætissystkinin komu saman, mikið
talað og hlegið og sungið. Systurnar
átta voru flestar nokkuð fasmiklar
en bræðurnir tveir hæglátari. Sum-
ar þeirra höfðu gaman af því að
ganga fram af hinum sem prúðari
voru og segja sögur af uppátækjum
sínum þegar þær voru ungar stúlk-
ur nýkomnar á mölina. Þau hlökk-
uðu alltaf til að hittast og börn
þeirra hlökkuðu jafnmikið til því að
auðvitað voru þau alltaf með í för.
Gilti þá einu hvort um var að ræða
afmæli barna eða fullorðinna. Að
vísu reyndi fólk að streitast eilítið á
móti því að þurfa að syngja ættjarð-
arlögin þegar kominn var í þau ung-
lingur, en á það var ekki hlustað,
syngja eitt eða tvö lög og fara svo
var sagt. Það var eins og söngurinn
tengdi systkinin við sveitina þeirra
og æskuslóðirnar.
Það var siður í fjölskyldunni að
fara í kaffi til Möggu á jóladag á
Hjarðarhagann, og þótti ómissandi,
og hélst sú venja á meðan Magga
hélt heimili. Þangað komu þau
systkini sem bjuggu í bænum og
börn þeirra og síðar barnabörn. Þar
var drukkið heitt súkkulaði með alls
kyns kökum og aldrei vantaði rúl-
lutertuna hennar Möggu sem jafn-
aðist á við fáar kökur. Síðustu árin á
Hjarðarhaganum voru þar þrjár
kynslóðir samankomnar sem sungu
saman jólalög að vanda og aldrei
lauk svo boði að ekki væri sungin
Gilsbakkaþula. Það þótti sumum
nýkomnum í fjölskylduna eiginlega
fullmikið.
Magga móðursystir okkar var af-
ar barngóð og þangað var gott að
koma með börn hvort sem það voru
prúðar stelpur eða handóðir strákar
því þar voru hlutirnir bara færðir til
svo barnið gæti hreyft sig án þess
að eiga á hættu að brjóta eitthvað.
Það var líka gott að eiga hana og
Hallgrím mann hennar að þegar
vantaði barnapössun, hann spjallaði
við þau og söng og taldi bæði tær og
fingur svo öruggt væri að ekkert
vantaði á litlu manneskjuna.
Lífið fór ekki alltaf mildum hönd-
um um hana Margréti Árnadóttur
enda varð hún snemma róttæk og
taldi sig alla tíð sósíalista. Það var
lærdómsríkt fyrir okkur hin yngri
að heyra hana segja frá viðskiptum
sínum við atvinnurekendur á árun-
um uppúr 1930 og það leyndi sér
ekki að hún hafði verið hörð í horn
að taka og ekki látið sig fyrr en í
fulla hnefana þegar berjast þurfti
fyrir rétti verkafólks. Þá vorum við
stolt af henni og stundum hvarflaði
það að okkur að sumum körlum
hefði jafnvel staðið stuggur af
henni.
Magga varð fyrir miklum áföllum
í lífinu, hún missti tvo syni sína,
annan á unglingsaldri en hinn full-
orðinn mann fyrir örfáum árum en
skömmu áður hafði hún misst
barnabarn sitt. Hallgrím mann sinn
missti hún fyrir tæpum þrjátíu ár-
um. Öll þessi áföll mörkuðu sín spor
og okkur fannst eins og hún bognaði
æ meir og næði aldrei fyrri þrótti
þótt hún bæri sig vel og fyndist aðr-
ir eiga meira bágt en hún.
Samgangur var alla tíð mikill á
milli heimila okkar og það var mjög
náið samband á milli mömmu okkar
og Möggu enda aðeins tvö ár á milli
þeirra. Þrátt fyrir að þær væru
hvorki líkar í útliti né skapi voru
þær alltaf mjög nánar. Okkur er
nær að halda að aldrei hafi liðið
nema nokkrir dagar á milli þess að
þær hittust eða töluðust við á meðan
þær héldu báðar heimili enda sagði
mamma stundum eftir að um hægð-
ist og þær eltust: Ósköp er langt síð-
an ég hef heyrt í henni Möggu syst-
ur. Fyrir allt þetta er okkur ljúft að
þakka að leiðarlokum um leið og við
óskum Möggu móðursystur okkar
góðrar heimkomu og sendum fjöl-
skyldu hennar samúðarkveðjur.
Erna og Kolbrún.
MARGRÉT
ÁRNADÓTTIR
! "
!"
# !! $%!" &
'#& !" !& #!!
(&"!"
) !" * +, !!
"&- !! *!%&.!"
//0&&///01