Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ SVANFRÍÐUR Jónasdóttir greindi frá þessari ákvörðun sinni á fundi stjórnar kjördæmisráðs Samfylk- ingarinnar og trúnaðarmanna í hinu nýja Norðausturkjördæmi, sem haldinn var á Hallormsstað á laugardaginn. Á fundinum var rætt um fram- boðsmál vegna komandi alþing- iskosninga og tilmæli fram- kvæmdastjórnar flokksins til kjördæmisráða að ganga frá skip- an framboðslista fyrir 1. desember næstkomandi. Engin ein ástæða „Þetta var auðvitað rétti vett- vangurinn fyrir mig að upplýsa að ég myndi ekki verða með að vori,“ segir Svanfríður í samtali við Morgunblaðið. Hún segist hafa velt þessu fyrir sér nokkuð lengi. „Ég komst fyrir nokkru að þeirri niðurstöðu að það væri rétt fyrir mig á þessum tíma- mótum að söðla um og gera ann- að,“ segir Svanfríður. Hún segir enga eina ástæðu fyr- ir þessari ákvörðun. „Ég hef starf- að mjög mikið í pólitík í um 20 ár, ýmist sem sveitarstjórnarmaður, aðstoðarmaður ráðherra eða al- þingismaður og mitt heimili og líf hefur verið undirlagt í þessi 20 ár. Mig langar ekki til þess að ljúka starfsævinni á pólitískum vett- vangi. Mig langar að gera ýmislegt fleira og mér finnst lífið bjóða upp á ýmsa spennandi möguleika og því tel ég rétt að taka þessa ákvörðun núna og snúa mér að öðru,“ segir Svanfríður. Kjördæmabreytingin auðveldar þessa ákvörðun Aðspurð hvort kjördæmabreyt- ingin hafi ráðið einhverju um þessa ákvörðun að gefa ekki kost á sér við næstu kosningar segir hún svo ekki vera með beinum hætti, „en samt sem áður gerir hún þetta auðveldara. Það fylgja henni mikl- ar breytingar á starfsumhverfinu og ef ég hefði verið að velta fyrir mér að gefa kost á mér í fjögur ár til viðbótar er kjördæmabreytingin kannski til þess fallin að draga úr því“, segir hún. „En ástæðan er persónuleg og byggist á mati mínu á því hvernig ég vil verja því sem ég á eftir af starfsævinni. Þegar maður er orð- inn fimmtugur eins og ég, þá eru fjögur ár orðin dálítið dýrmæt,“ segir Svanfríður. Hefur setið á Alþingi frá 1995 Hún hefur setið á Alþingi frá 1995, fyrst sem þingmaður Þjóð- vaka og síðan sem þingmaður Samfylkingarinnar í Norðurlands- kjördæmi eystra frá 1998. Svan- fríður var einnig varaþingmaður Alþýðubandalagsins í tvö kjör- tímabil, á árunum 1983–1991. Hún starfaði lengi að sveitarstjórn- armálum og var bæjarfulltrúi á Dalvík 1982–1990 og 1994–1998 og var forseti bæjarstjórnar 1988 og 1994–1995. Svanfríður var varafor- maður Alþýðubandalagsins á ár- unum 1987–1989 og hún var að- stoðarmaður Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra á ár- unum 1988 til 1991. Framhaldsnám í háskóla Svanfríður hefur ekki afráðið hvað hún mun taka sér fyrir hend- ur þegar hún hverfur af vettvangi stjórnmálanna næsta vor. „Það eru ýmsir áhugaverðir möguleikar. Eitt af því sem ég vil gera er að fara í framhaldsnám í háskóla. Ég er reyndar byrjuð á því og hef ver- ið að taka námskeið í stjórnun en það eru margir möguleikar uppi hvað varðar menntun og störf af ýmsu tagi. Þegar ég hætti á þingi í vor þá mun ég bara veita mér þann munað að horfa yfir sviðið og velja eins og ég sé orðin ung kona aft- ur,“ segir hún. Telur Samfylkinguna vera að treysta sig vel í sessi – Hvernig líst þér á stöðu Sam- fylkingarinnar um þessar mundir? „Ég er mjög sátt við að geta kvatt Samfylkinguna við þær að- stæður að hún er búin að treysta sig mjög vel í sessi. Við höfum gengið í gegnum öldudali á þessu kjörtímabili en nú sýna skoð- anakannanir að undanförnu að við erum að treysta stöðu okkar. Við erum komin aftur í kjörfylgið og mér sýnist að Samfylkingin fari mjög öflug inn í þennan kosn- ingavetur,“ segir hún. Svanfríður hefur það hlutverk með höndum að halda utan um svonefnda Evrópukynningu Sam- fylkingarinnar á kostum og göllum Evrópusambandsaðildar. Í fram- haldi af því fer fram viðhorfs- könnun innan flokksins í október á hvort flokkurinn eigi að stefna að aðildarumsókn að ESB á grund- velli ákveðinna samningsmark- miða. „Þetta mál mun bera nokkuð hátt þótt ég sé ekki að segja að það verði kosningamál en mér finnst Samfylkingin vera að fara mjög öflug inn í þennan vetur með mál- efni sem ég veit að kjósendur hafa áhuga á að taka afstöðu til og ræða,“ segir Svanfríður. Hún segist taka undir þá skoðun að framundan sé fjörugur kosn- ingavetur í íslenskri pólitík í að- draganda alþingiskosninganna. Breytingin á kjördæmaskipuninni muni áreiðanlega einnig hafa áhrif á málflutning og framkomu stjórn- málamanna. Hún segir sóknarhug í Samfylk- ingarfólki fyrir komandi kosn- ingar. „Menn eru raunsæir en sókndjarfir, sem ég vona að skili sér í góðum kosningum,“ segir hún. Í pólitík segir maður engum neitt fyrr en það má fréttast Yfirlýsing Svanfríðar á laug- ardaginn kom flestum mjög á óvart. „Ég hef óvænt fengið meiri viðbrögð við þessari ákvörðun minni en ég reiknaði með,“ segir hún en síðustu daga hefur hún fengið fjölda símhringinga og skeyta frá fólki sem vill þakka henni störfin en hefur jafnframt skorað á hana að halda áfram í stjórnmálum. Sjálf segir Svan- fríður tómt mál að tala um að hún endurskoði þá ákvörðun sína að hætta. „Menn vita að það þýðir ekki, þetta er afgreitt mál,“ segir hún. „En það er afskaplega nota- legt að skynja hvað störf mín hafa verið mikils metin ef marka má þessi bréf og símtöl. Þetta kom öll- um á óvart vegna þess að ég veit eins og þú að í pólitík segir maður engum neitt fyrr en það má fréttast,“ segir Svanfríður að lok- um. Lífið býður ýmsa spennandi möguleika Svanfríður Jónasdóttir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum Svanfríður Jónas- dóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að gefa kost á sér við næstu alþingiskosningar. Hún greindi frá þessu á fundi stjórnar kjör- dæmisráðs flokksins á Hallormsstað um helgina og segir í samtali við Ómar Friðriksson að nú sé rétti tíminn til að söðla um eftir 20 ára stjórnmálastörf. ,,Þegar ég hætti á þingi í vor mun ég bara veita mér þann munað að horfa yfir sviðið og velja eins og ég sé orðin ung kona aftur,“ segir Svan- fríður Jónasdóttir alþingismaður á Norðurlandi eystra. ’ Langar ekki aðljúka starfsævinni á pólitískum vettvangi. ‘ KYNNINGARFUNDUR um mál- efni geðsjúkra verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurlands annað kvöld þar sem meðal annars munu mæta fulltrúar úr Geysisklúbbnum í Reykjavík og kynna starfsemi klúbbsins. Kristín Björg Viggósdóttir er nemi í iðjuþjáfun en hún hef- ur í sumar starfað í Geysi. Hún átti frum- kvæðið að því að kynn- ingarfundurinn er haldinn en að hennar sögn var kveikjan að fundinum sú að félagar í klúbbnum, sem bú- settir hafa verið á Suð- urlandi, höfðu orð á því hve lítil þjónusta væri í boði fyrir geðsjúka. „Við byrjuðum á því að heimsækja einn félaga sem er í klúbbnum og á heima á Selfossi.“ Sú hugmynd var færð í tal að klúbbur á borð við Geysi yrði starf- ræktur á Suðurlandi og segir Kristín að upp frá því hafi spunnist umræður um hvað hafi verið hægt að gera til að hugmyndin yrði að veruleika. „Mér datt í hug að vera með smá kynningu á Geysi. Ég ræddi við Ragnheiði Hergeirsdóttur, yfir- mann á svæðisskrifstofu Suður- lands um málefni fatlaðra. Hún tók svo vel í þetta að hún vildi gera þetta að stórri kynningu,“ segir Kristín. Ákveðið var að ræða við alla þá sem hefðu með málefni geðsjúkra að gera á Suðurlandi. Kristín segir að fundarboð hafi verið send til fjölmargra aðila þar sem dagskrá- in var kynnt og fólk hvatt til að mæta. „Hugmyndin er að kynna hug- myndafræðina á bak við þennan klúbb og starfseminni. Þá mun einn félagi segja sína sögu og hvaða þýð- ingu það hefur fyrir hann að hafa svona klúbb,“ segir Kristín. Hún segir að það hafi sýnt sig að hægt sé að draga úr innlögn- um með því að bjóða upp á meðferðarúr- ræði líkt og boðið sé upp á í klúbbnum Geysi þar sem fólk fær félagslegan stuðning. Lára Björnsdóttir, félagsmála- stjóri Reykjavíkurborgar, sem jafnframt situr í stjórn Geysis, mun halda stutt erindi á fundinum á morgun en Félagsþjónustan í Reykjavík hefur á undanförnum árum ráðið félaga í klúbbnum í vinnu með góðum árangri. Að sögn Kristínar mun Geysir verða með tvo fundi í mánuði á Sel- fossi þar sem félagar úr klúbbnum kynna starfsemina. Að sögn Krist- ínar gæti svo farið að þar yrði grunnur lagður að stofnun Geysis- klúbbs á Selfossi. Kristín vill að lokum sérstaklega hvetja fólk sem átt hefur við geð- ræna sjúdóma að stríða og að- standendur þeirra til að mæta á fundinn. Starfsemi Geysisklúbbsins í Reykjavík kynnt á Selfossi á morgun Sagt frá hug- myndafræðinni að baki klúbbnum Kristín Björg Viggósdóttir AÐ MATI Ragnheiðar Hergeirs- dóttur, framkvæmdastjóra Svæð- isskrifstofu Suðurlands um málefni fatlaðra, myndi stofnun Geysi- sklúbbs á Suðurlandi fela í sér ómetanlega mögu- leika fyrir geðfatlaða og fjölskyldur þeirra. Svæðisskrifstofan hefur liðsinnt klúbbn- um Geysi sem hefur óskað eftir því að kynna starfsemi sína fyrir íbúum Suður- lands. „Það eru í rauninni örfá úrræði fyrir þetta fólk hvað varðar þjón- ustu vegna geðrænna vandamála,“ segir hún. Hún bendir á að á Suðurlandi sé engin geðlæknisþjónusta aðgengileg íbúum svæðisins og takmarkað framboð sé af annari sérfræðiþjónustu. „Hér eru nokkrir starfandi sál- fræðingar sem veita ráðgjöf og meðferð en í mjög takmörkuðum mæli þar sem þeir eru jafnframt í föstum störfum við stofnanir.“ Að sögn Ragnheiðar sækja geðsjúkir og aðstandendur þeirra því yfir- leitt þjónustu til Reykjavíkur. Hún segir erfitt að henda reiður á um hversu stóran hóp sé að ræða. Einhverjir leiti sér aðstoðar á heilsugæslustöðvum og á sjúkra- húsinu á Selfossi. Þá leiti sumir þangað sem skipulögð félagsþjón- usta sé fyrir hendi. Einnig veiti Svæðisskrifstofan ákveðnum hópi geðfatlaðra þjónustu. Að sögn Ragnheiðar er skipu- lögð félagsþjónusta í Árborg, Ölf- usi, Hveragerði og í uppsveitum Árnes- sýslu en annars stað- ar á Suðurlandi er þjónustan ekki til staðar. Mikil nauðsyn á auknum stuðningi í heimabyggð Hún segir að með kynningarfundinum sé bæði verið að höfða til fólks með geðræn vandamál og aðstand- enda þeirra auk starfsfólks í opinberri þjónustu. Mikil nauð- syn sé á að fólk með geðræn vanda- mál og aðstandendur fái aukinn stuðning í heimabyggð auk þess sem starfsemi af þessu tagi sé einn liður í að draga úr fordómum gagn- vart geðsjúkdómum. Ragnheiður segist sjá fyrir sér að með tilkomu klúbbs á borð við Geysi skapist meiri skilningur á þörfina fyrir þjónustu vegna geð- sjúkdóma sem draga ætti úr hætt- unni á félagslegri einangrun. „Það er auðvitað ekki nóg að hafa aðgang að heilsugæslulækni og góðviljuðu fólki á félagsmála- stofnunum. Það þarf meira að koma til,“ segir Ragnheiður. Framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu Suðurlands um málefni fatlaðra Geðlæknisþjónusta ekki aðgengileg Ragnheiður Hergeirsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.