Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. VÍKINGASKIPIÐ Íslendingur kom til hafnar í Reykjavík í gær með Lagarfossi, skipi Eim- skipafélagsins, frá Shelburn í Nova Scotia. Skipið var híft af þilfari skipsins og sjósett en ráðgert er að sigla því til Keflavíkur þar sem skipið og áhöfn þess taka þátt í hátíðahöldum í tengslum við Ljósanótt sem haldin verður í Reykjanesbæ 7. september nk. Að sögn Gunn- ars Marels Eggertssonar, skipstjóra Íslend- ings, er skipið í góðu ásigkomulagi að öðru leyti en því að mengunarskítur og sót hefur sest á bátinn. Gunnar segir að hann muni á næstu dögum vinna að því að þrífa Íslending áður en hon- um verður siglt til Keflavíkur en þar verður hann fljótlega tekinn upp aftur og tekinn í gegn. Að sögn Gunnars gekk siglingin frá Westbrook í Connecticut til Shelburn mjög vel en þaðan var skipið híft upp á lestarlúgu á Lagarfossi og siglt með það til Íslands. Morgunblaðið/Arnaldur Íslendingur kominn heim og tekur þátt í Ljósanótt Mynda þarf þver- pólitískt samstarf GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra fjallaði m.a. um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu í ávarpi sínu á Hólahátíð sl. sunnudag. Sagði hann fyrir bestu að stjórnmálaflokkar og aðilar vinnumarkaðarins slíðruðu sverðin og mynduðu þverpólitískt samstarf um mótun áætlunar um stöðu og framtíðarmarkmið Íslands í alþjóðasamfélaginu. Guðni vék í ávarpinu að Evrópu- sambandsumræðunni og sagði ekki hjá því komist að vigta kostina og gallana í upplýstri umræðu. ,,Við eigum viðskiptasamning og verðum að standa vaktina um hann, um þetta eru allir sammála. Hins vegar, þegar stefnir í átök, má pólitíkin ekki skorast undan ábyrgð. Ísland þarf að eiga eina sál í málum sem snúa að ákvarðanatöku um framtíð- arhagsmuni landsins í samskiptum við erlent vald. Ég tel fyrir bestu að slíðra þessi sverð og að stjórnmála- flokkarnir, stjórnmálamennirnir og aðilar vinnumarkaðarins yrðu ásátt- ir um að mynda þverpólitískt sam- starf um að móta áætlun um stöðu Íslands og framtíðarmarkmið í al- þjóðasamfélaginu. Þannig gæfum við okkur góðan tíma til að meta þetta mál og móta stefnu þar sem samstaða væri leiðarljósið og enginn þyrfti að efast um upplýsta umræðu þar sem hagsmunir þjóðarinnar sætu í fyrirrúmi,“ sagði Guðni Ágústsson.  Sjálftökulið/10 Guðni Ágústsson á Hólahátíð EIGNIR íslenskra lífeyrissjóða í verðbréfum erlendis í lok júní sl. voru tæpum 22 milljörðum króna minni en um síðastliðin áramót; rúm- ir 115 milljarðar eftir fyrri hluta árs- ins en tæpir 137 milljarðar í árslok 2001. Þetta má sjá í nýju efnahags- yfirliti lífeyrissjóðanna sem Seðla- bankinn birtir mánaðarlega. Í júní- mánuði einum saman minnkaði erlend eign sjóðanna um 15 millj- arða, en á þeim tíma átti sér stað töluverð lækkun á verði hlutabréfa á heimsmarkaði. Frá áramótum hefur verðbréfa- eign lífeyrissjóðanna innanlands aukist og eru heildareignir þeirra 1,4% meiri en um áramót. Í lok júní sl. námu heildareignirnar 657,2 milljörðum króna en voru 648,3 milljarðar síðastliðin áramót. Hlut- fall erlendra eigna af heildareignum sjóðanna hefur því minnkað úr rúmu 21% um áramótin í 17,5% miðað við júnílok. Í árslok 2001 áttu íslenskir lífeyr- issjóðir erlend hlutabréf að andvirði 52,4 milljarða króna. Í lok maí sl. nam sú eign 46,3 milljörðum og mán- uði síðar 38,9 milljörðum króna. Eign í erlendum hlutabréfasjóðum hafði frá áramótum lækkað úr tæp- um 65 milljörðum í 55,7 milljarða króna. Á sama tíma stóð erlend skuldabréfaeign lífeyrissjóða í stað. Vonandi tímabundið ástand Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, sagði við Morgunblaðið að vissulega hefðu menn áhyggjur af þróun mála á hlutabréfamörkuðum erlendis en ekki væri talin ástæða til að örvænta. Vonandi væri um tímabundið ástand að ræða sem sjóðirnir myndu standa af sér, enda væri verið að huga að langtímafjárfestingum frekar en til skamms tíma. Hrafn sagði þessa minnkun erlendra eigna sjóðanna einkum stafa af þrennu. „Í fyrsta lagi hefur ástandið á er- lendum mörkuðum verið afskaplega dapurt, þó að það hafi batnað eilítið síðustu vikurnar, í öðru lagi hefur styrking íslensku krónunnar frá ára- mótum haft veruleg áhrif á eigna- stöðuna og í þriðja lagi hafa sumir lífeyrissjóðir komið með fjármagn inn í landið og einfaldlega selt sínar eignir erlendis,“ sagði Hrafn og tók Lífeyrissjóð Norðurlands þar sem dæmi. Hann sagði lífeyrissjóðina hafa einbeitt sér að innlendum skulda- bréfum á liðnum misserum til þess að mæta niðursveiflu á erlendum mörkuðum. Að því leyti mætti segja að sjóðirnir hefðu skipt um stefnu í fjárfestingum sínum. Einnig hefðu sjóðirnir verið að færa til eignirnar erlendis og farið meira úr hlutabréf- um einstakra fyrirtækja yfir í skuldabréf eða hlutabréfasjóði. Erlend verðbréfaeign lífeyrissjóðanna á fyrri hluta ársins Eignir minnkuðu um tæpa 22 milljarða ÞAU ellefu sjávarútvegsfyrirtæki sem skráð eru í Kauphöll Íslands og birt hafa milliuppgjör vegna fyrri árshluta 2002 högnuðust öll á tímabilinu, samanlagt um rúma 8,9 milljarða króna. Til samanburðar varð tap af rekstri þeirra allra á fyrri hluta síðasta árs sem nam samanlagt 2,8 milljörðum króna. Afkomubati fyrirtækjanna frá sama tímabili í fyrra nemur því röskum 11,7 milljörðum króna. Mestur er afkomubati Samherja (2,1 milljarður króna) og Síldar- vinnslunnar (1,5 milljarðar). Fjármagnsliðir 12 milljörðum betri Áberandi er bati á fjármagns- liðum sjávarútvegsfyrirtækjanna og má að langmestu leyti rekja hann til gengishagnaðar af erlend- um skuldum fyrirtækjanna vegna styrkingar íslensku krónunnar á tímabilinu. Fjármagnsliðir fyrir- tækjanna ellefu voru jákvæðir í öll- um tilfellum í ár og námu sam- anlagt rúmum 4,7 milljörðum króna. Það er tæplega 12 milljarða króna bati frá í fyrra en þá voru samanlagðir fjármagnsliðir allra þessara fyrirtækja neikvæðir, alls um rúma 7,2 milljarða. Mestur bati fjármagnsliða var hjá Samherja (2 milljarðar) og Síldarvinnslunni (1,8 milljarðar) en hafa ber í huga að 170 milljónir króna af hagnaði Síld- arvinnslunnar í ár eru vegna hagn- aðar af sölu hlutabréfa. Bati fjármagnsliða nemur allt frá 70% og fer í sumum tilvikum vel yfir 100% afkomubata þessara fyrirtækja. Vert er að benda á að styrking krónunnar hefur jafn- framt áhrif til lækkunar á erlend- um skuldum fyrirtækjanna, lækkar tekjur í erlendri mynt auk lækk- unar á framlegð. Fyrirtækin ellefu sem um ræðir eru: Grandi, Haraldur Böðvarsson, Hraðfrystihús Eskifjarðar, Hrað- frystihúsið Gunnvör, Hraðfrysti- stöð Þórshafnar, Samherji, Síldar- vinnslan, SR-mjöl, Tangi, Vinnslustöðin og Þormóður rammi- Sæberg. Þrjú félög hafa ekki birt afkomu sína, það eru Fiskiðjusamlag Húsa- víkur, Guðmundur Runólfsson og Þorbjörn Fiskanes. Þá hafa Skagstrendingur og Út- gerðarfélag Akureyringa ekki birt afkomutölur enda keypt af Eim- skipafélaginu á tímabilinu og hið síðarnefnda hefur verið afskráð í Kauphöllinni. Uppgjör 11 sjávarútvegsfyrirtækja Samanlagður afkomubati milli ára 11,7 milljarðar VÉSTEINN Hafsteinsson, landsliðsþjálfari í frjálsíþrótt- um, hefur sagt upp starfi sínu og hættir eftir rúman mánuð. Hann sagði að fjölskylduástæð- ur hefðu vegið þyngst í ákvörð- un sinni. Afar erfitt væri að sinna krefjandi hlutastarfi hér á landi og búa í öðru landi. Fyr- ir vikið hefði hann þurft að dvelja langdvölum frá fjöl- skyldu sinni, en nú væri ein- faldlega nóg komið. Vésteinn segir upp störfum  Vésteinn hættir / B16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.