Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Anna Friðriks-dóttir fæddist í Pottagerði í Staðar- hreppi í Skagafirði 25. des. 1915. For- eldrar hennar voru hjónin Friðrik Sig- fússon bóndi, f. 20. des. 1879 á Brenni- borg í Neðribyggð, Lýtingsstaðahreppi, d. 12. okt. 1959, og kona hans Guðný Jónasdóttir frá Hró- arsdal í Hegranesi, f. 16. mars 1877, d. 29. apríl 1949. Systkini Önnu voru sex: Steingrímur, f. 27. júní 1906, d. 2. ágúst 1997, Stein- unn Björnína, f. 17. júní 1907, d. 16. sept. 1976, Margrét, f. 18. febr. 1909, d. 19. apríl 1986, Friðrik, f. 28. júní 1910, sem einn er eftirlif- andi af systkinunum og býr á Sauðárkróki, Sigríður, f. 4. júlí 1917, d. 24. nóv. 2001, og Jóhanna, f. 8. maí 1920, dó úr berklum á Kristneshæli um tvítugt. Uppeld- isbróðir Önnu var Karl Hólm Helgason, f. 7. mars 1930, d. 21. nóv. 2001. Fjölskyldan bjó í Pottagerði frá 1906–1918 en fluttist þá að Jaðri í Staðarhreppi og bjuggu þar til 1931 er þau fluttu að Kálfárdal í Gönguskörðum þar sem þau bjuggu til 1935 þegar þau Frið- rik og Guðný brugðu búi. Anna bjó í nokk- ur ár með Guðmundi Ólafssyni í Hafnar- firði og átti með hon- um soninn Ólaf Grét- ar, f. 26. febr. 1946, nú augnlækni í Reykjavík. Anna og Guðmundur skildu 1947. Ólafur kvænt- ist Láru Margréti Ragnarsdóttur hag- fræðingi og núv. al- þingismanni og eignaðist með henni þrjú börn: Önnu Kristínu, f. 26. mars 1966, stjórnsýslufræðing og núv. aðstoðarmann borgar- stjórans í Reykjavík, Ingva Stein- ar, f. 24. mars 1973, nema í húsa- smíði, og Atla Ragnar, f. 14. mars 1976, háskólanema. Núverandi sambýliskona Ólafs Grétars er Steinunn Aagot Kristjánsdóttir, f. 15. sept. 1962. Börn Önnu Krist- ínar og Sigurðar Böðvarssonar læknis eru: Lísa Margrét, f. 3.júlí 1987, Eysteinn, f. 14. des. 1990, og Bjarki, f. 12.jan. 1997. Anna andaðist 12. ágúst sl. Út- för hennar fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík í dag kl. 13:30. Fljótlega eftir að fjölskyldan flutti í Kálfárdal hleypti Anna heimdrag- anum og vann m.a. um tíma á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki þar sem föðursystir hennar og nafna, Anna Sigfúsdóttir, var matráðskona. Eigi löngu síðar fór hún í atvinnuleit fyrst til Siglufjarðar þar sem systir hennar Steinunn bjó en einnig um eitt ár á Akureyri. Á Siglufirði vann hún m.a. við framreiðslu á hóteli og veitingastað sem síðar varð einn helsti starfsvettvangur hennar víða um land en einnig var hún í vist hjá tvennum læknishjónum, annars veg- ar hjá Guðmundi T. Hallgrímsson og frú Camillu á Siglufirði og hjá Pétri Jónssyni og frú Ástu á Akureyri. Í stríðsbyrjun fór hún enn í at- vinnu- og e.t.v. ævintýraleit suður á höfuðborgarsvæðið, en Anna föður- systir hennar hafði þá flutt suður og starfaði hjá Jónasi Kristjánssyni lækni, sem hafði þá (á Sauðárkróki) stofnað Náttúrulækningafélagið. Anna F. fékk fljótlega vinnu á veit- ingahúsinu „Birninum“ í Hafnarfirði hjá Ólafi Guðlaugssyni veitinga- manni. Guðmundur sonur Guðlaugs og Anna felldu hugi saman og bjuggu saman í nokkur ár og eign- uðust saman eina barn Önnu, Ólaf Grétar nú augnlækni í Reykjavík. Samband þeirra Önnu og Guðmund- ar entist þó ekki og sumarið 1947 flutti Anna aftur norður á Sauðár- krók með son sinn og gerðist bú- stýra hjá Steingrími bróður sínum sem var ókvæntur. Móðir þeirra, Guðný, bjó einnig á heimilinu til dauðadags. Í sama húsi, Miklagarði („Rússlandi“), bjuggu einnig Mar- grét systir þeirra Önnu og Stein- gríms með syni sína þrjá, Friðrik, Axel og Reyni og Margrét Sigfús- dóttir, föðursystir Önnu og Stein- gríms. Þarna bjó því sönn „stórfjöl- skylda“ að þeirra tíðar hætti og var alla tíð mjög kært með þeim systk- inum Önnu, Margréti og Steingrími. Á Sauðárkróki bjó einnig Friðrik bróðir þeirra, á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd Sigríður systir þeirra en Steinunn, elsta systirin, bjó á Siglufirði. 1953 keypti Steingrímur íbúð á Freyjugötu 32 á Sauðárkróki og bjó Anna ásamt Ólafi Grétari syni sínum hjá honum þar til 1962 er þau mæðgin fluttu til Reykjavíkur en þar hóf Ólafur nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Á þessu tímabili, 1947–62 stundaði Anna ýmsa almenna launavinnu m.a. í frystihúsi en þó lengst af við af- greiðslustörf í Sauðárkróksbakaríi og við framreiðslustörf í félagsheim- ilinu Bifröst hjá þeim sæmdarhjón- um Guðjóni Sigurðssyni bakara- meistara og lengi forseta bæjarstjórnar á Sauðárkróki og konu hans Ólínu Björnsdóttur en þau önnuðust lengi veitingarekstur í Bifröst. Margir eldri Skagfirðingar muna eflaust eftir Önnu í bakaríinu og í Bifröst en hún var óhemju fork- ur til vinnu, létt á fæti og handfljót. Hún var matráðskona á hótelinu í Varmahlíð sumarið 1950 og á Hólum í Hjaltadal sumarið 1951. Sumrin 1952 og 1953 starfaði hún við mat- reiðslu og framreiðslu á Keflavíkur- flugvelli. Anna var alla tíð mikil áhugamanneskja um leiklist og tók talsverðan þátt í starfsemi Leik- félags Sauðárkróks á sjötta áratugn- um og lék m.a. nokkur hlutverk með leikfélaginu. Síðar sótti hún leikhús reglulega þegar hún fluttist til Reykjavíkur. Þegar Anna flutti aftur suður starfaði hún í nokkur ár í ritfanga- verslun Ísafoldar en verslunarstjóri þar var þá Sigurgeir Snæbjörnsson sonur Ólínu Björnsdóttur og fyrri manns hennar sem einnig var bak- arameistari á Króknum. Síðar starf- aði Anna um alllangt skeið við fram- reiðslustörf, m.a. á veitingahúsinu „Sælkeranum“ en starfsferil sinn endaði hún í þvottahúsi Landakots- spítala þar sem hún starfaði til sjö- tugs. Síðustu sautján ár ævi sinnar bjó hún í „helgum stein“, fyrst á heimili sonar síns í Seljahverfinu en síðustu árin í eigin íbúðum fyrst á Snorra- braut 42 og síðast á Rauðarárstíg 3 í Reykjavík. Anna var alla tíð nokkuð einræn og dul í skapi en naut sín þó mjög vel í samveru við aðra og gat þá verið bæði ræðin og skemmtileg. Hún var alla tíð mikill lestrarhestur og hélt bæði sjón og sínum andlegu kröftum til hinstu stundar en heyrn- in var farin að skerðast. Heilsa hennar var eftir atvikum góð mest- alla ævi en fyrir tveimur vikum veiktist hún alvarlega og var lögð inn á Landspítalann í Fossvogi. Hún andaðist þar aðfaranótt 12.ágúst sl. Blessuð sé minning hennar. Ólafur Grétar Guðmundsson. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót- andi seint á árinu 1997 að kynnast Önnu sem var móðir sambýlismanns míns Ólafs Grétars. Hún var þá komin nokkuð á níræðisaldur. Í fyrstu voru kynnin dálítið formleg og fremur stirð því hún var ekki allra og vissi að sjálfsögðu ekki hvort sambúð okkar Ólafs mundi endast. Smám saman urðu þó kynni okkar og vinskapur nánari, bæði eftir að við höfðum varið saman nokkrum jólahátíðum, og ýmsum öðrum fjöl- skyldusamkomum og auk þess heim- sóttum við nokkrum sinnum sonar- dóttur hennar og fjölskyldu sem þá voru í námi í Bandaríkjunum. Smám saman fékk ég það mikilvæga og virðulega hlutverk að fylgja henni á bókasafnið reglulega á tveggja vikna fresti og aðstoða hana við að velja bækur. Ekki máttu bækurnar vera „of þungar“ í þess orðs eiginlegri merkingu því hún hafði þann sið í áratugi að lesa eftir hún kom upp í rúm á kvöldin og þá oft langt fram á rauðanótt og að sjálfsögðu urðu bækurnar að fara vel í hendi við þær aðstæður auk þess að vera áhuga- verðar. Fljótlega lærðist mér að finna fyrir hana heppilegar bækur en ávallt undraðist ég lestrarafköst Önnu því aldrei voru teknar að láni færri bækur en 15–20 í hverri ferð, og las hún að jafnaði eina bók á dag, komin fast að níræðu! Smátt og smátt bættust önnur verkefni við bókasafnsferðirnar t.d. að fara í bankann um hver mánaða- mót, því ekki vildi hún skulda nein- um eða greiða eftir gjalddaga. Þá komu einnig reglubundnar ferðir í þvottahúsið og matarbúðina og stundum var þessum erindum slegið saman í eina ferð og vildi þá stund- um „teygjast“ ansi mikið úr ferðun- um og tóku þær því ósjaldan langt- um lengri tíma en upphaflega var ákveðið. Þetta gat að sjálfsögðu komið sér fremur illa fyrir mig þeg- ar ýmislegt annað var á dagskránni en hún var ákveðin og dálítið þrjósk og vildi nýta þessar ferðir sem best. Svo einkennilega fór að þó í fyrstu væri um hálfgerða skyldu að ræða fór ég að njóta þessara ferða og sam- verunnar við Önnu sem hafði ákveðnar og stundum sérstæðar skoðanir á flestum hlutum og að sjálfsögðu digran sjóð af lífsreynslu sem hún gat ausið úr og frætt mig og skemmt ef sá gállinn var á henni. Anna var mjög ákveðin kona eins og komið hefur fram og nokkuð hug- rekki hefur þurft til að flytjast ein- stæð móðirin frá heimahögunum í Skagafirði til Reykjavíkur þar sem henni var mikið í mun að koma einkabarni sínu til náms. Sjálf hafði hún ekki fengið tækifæri til að mennta sig þrátt fyrir mikla greind og námshæfileika. Anna var alltaf mjög sjálfstæð kona og gat ekki hugsað sér að enda ævina á elliheim- ili og keypti hún sér síðustu íbúðina sína fyrir aðeins þremur árum þá orðin 83 ára gömul. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að verja með Önnu síðustu dögum hennar og barðist hún eins og hetja fyrir lífi sínu. Þótt líkaminn hafi verið farinn að gefa sig þá hélt hún sinni andlegu reisn og var það með ólíkindum hvað minnið hélst gott fram á síðustu stundu. Það var mikil lífsreynsla fyr- ir mig að kynnast þessari alþýðu- konu og hversdagshetju sem ekki bar á torg sínar tilfinningar eða af- rek en markaði þó djúp spor í huga þeirra sem kynntust henni náið. Blessuð sé minning hennar. Steinunn A. Kristjánsdóttir. Það er sárt að kveðja konu sem hefur verið eins mikilvægur einstak- lingur í lífi okkar og amma Anna. Amma Anna var greind og góð. Hún kunni að hlusta og hugga, rökræða og útskýra. Í gegnum tíðina veitti hún okkur systkinunum skjól og vin- áttu. Vináttu sem var algjörlega ósnert af einhverju kynslóðabili. Við ömmu gátum við rætt um allt milli himins og jarðar. Jafnt pólitík sem ástamál. Hún fylgdist jafn vel með öllu og skildi allt. Amma var vinur sem maður gat þagað með og liðið dásamlega. Hún þekkti þögnina, naut hennar og deildi henni með öðrum. Það var ómetanleg gjöf. Hún var líka vinur sem stóð alltaf með sínum. Alveg sama hvað á bjátaði vorum við systk- inin gáfuðust, vænst og fallegust. Hún hafði trú á okkur og gaf okkur skilyrðislausa ást. Það eru forrétt- indi sem ömmur geta leyft sér, en það eru líka forréttindi að eiga ömmu sem nýtir sér þau. Í hugum okkar var amma Anna skemmtileg og stríðin, kát á góðum stundum en þó umfram allt dama. Kona sem hafði unun af því fagra – leiklist, tónlist, litum og ljúfum mat þótt hann kæmi í smærri skömmtum en við yngstu kynslóðir Íslands eig- um að venjast. Hún var ekki alin upp við munað. Í barnæsku hennar í Skagafirði var það eitt munaður að lifa af barnæskuna og komast til manns. Amma kynntist ýmsum hliðum lífsins. Sorg og gleði, hamingju og vonbrigðum. Með fordæmi sínu í líf- inu kenndi hún okkur systkinum hins vegar margt. Ekki síst það að það er hversdagurinn sem skiptir mestu máli. Það að vakna og vinna hvern dag, skila dagsverkinu sam- viskusamlega og skulda engum neitt sem ekki verður endurgoldið. Sum okkar vorum svo lánsöm að vinna við hlið hennar um stund. Það var mikill heiður og gæfa. Amma Anna var fulltrúi kynslóðar sem lagði allt kapp á að standa sig og gera vel en krafð- ist svo afar lítils. Allt fram til þess síðasta hélt hún fast í sjálfstæði sitt. Ekki var það svo að hún kynni ekki að meta þá umhyggju sem fjölskylda og vinir vildu veita henni. Hún vildi ekki íþyngja sínum nánustu. Hitt var þó ekki síður mikilvægt – og kannski sjaldgæft – að henni leið svo fjarska vel með sjálfri sér, með sínum bók- um og sínu umhverfi. Heimilið henn- ar var ekki bara sannur griðastaður vina og vandamanna heldur einnig hennar sjálfrar. Amma Anna var karakter. Svip- mikil þótt smá væri og skapmikil þótt lítið bæri á því. Ákveðin, á stundum þrjósk, en ætíð tilbúin að hlusta á rök annarra. Umfram allt var amma kærleiksrík, sama hvað á gekk í lífsins ólgusjó hennar og allra þeirra sem deildu lífinu með henni. Við systkinin gleðjumst yfir því að hafa fengið að vera með ömmu síð- ustu ævistundirnar. Það var ómet- anlegt að geta fengið að vera með henni dag- og næturlangt undan- farnar vikur og kveðja hana í þeim kærleika sem hún hefur sýnt okkur öll þessi ár. Guð blessi ömmu Önnu. Anna Kristín, Ingvi Steinar og Atli Ragnar. Elsku amma langa, manstu eftir því þegar við systkinin komum í heimsókn til þín þegar við vorum yngri? Þú fórst alltaf beina leið inn í nammiskápinn þinn. Þú dekraðir al- gerlega við okkur. Ég man eftir því að hafa verið í pössun hjá þér þegar ég var veik einu sinni fyrir mörgum árum. Þú varst frekar þreytt en samt fórstu í feluleik með mér. Þú varst Grýla og sama hversu oft ég faldi mig undir sófanum eða bak við gardínurnar þannig að tærnar á mér stóðu út undan þeim þá leitaðirðu alltaf lengi og lékst það vel að hafa ekki hugmynd um hvar ég væri. Þessar minningar munu aldrei gleymast. En manstu eftir fallega sumardeginum í fyrra þegar við sát- um úti á svölum í sólinni og hitanum og borðuðum vöfflur og ís? Þú spil- aðir við okkur og spjallaðir. Við systkinin munum aldrei gleyma þér og öllum góðu tímunum sem við höfum átt saman. Þín er sárt saknað. Lísa Margrét, Eysteinn og Bjarki. Við fráfall Önnu Friðriksdóttur, ömmusystur minnar, langar mig að heiðra minningu hennar með nokkr- um fátæklegum orðum. Við erum óþyrmilega minnt á hve lítils megn- ug við erum andspænis dauðanum nú þegar ævisól hennar hnígur til viðar. Við hlýðum þó að komi hinsta kallið og kveðjan mikla sumardegi á. Við hnígum eins og blóm til foldar fallið er fær ei varið sláttumannsins ljá. (Jónína Þ. Magnúsdóttir.) Með Önnu er gengin yndisleg kona, ljúfmennska hennar, trygg- lyndi og einstakur hæfileiki til að umgangast fólk í gleði og alvöru lífs- ins var með þeim hætti að enginn vildi án hafa verið. Á uppvaxtarárum mínum norður á Sauðárkróki kom Anna eins og vorboðinn. Á hverju sumri dvaldi hún hjá Steina bróður sínum á Freyjugötunni og með henni kom ferskur blær eins og allt lifnaði við. Allar gleðistundirnar, all- ur áhuginn sem hún sýndi okkur krökkunum og þær systurnar amma, Anna og Sigga urðu eins og unglingar á ný. Allar voru þær pjatt- rófur og Anna kom með nýjustu tískuna frá Reykjavík. Á uppvaxt- arárum þeirra voru ekki miklir möguleikar til langskólanáms en góðar gáfur og bókhneigð var þeim í blóð borin. Anna hafði mikinn metn- að fyrir hönd sinna og var afskap- lega stolt af einkasyninum og barna- börnunum sem voru hennar líf og yndi. Anna vann við þjónustustörf allt sitt líf, hún bar ætíð virðingu fyr- ir störfum sínum og samstarfsfólki enda umhyggja hennar og þjónustu- lund einstök. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Að leiðarlokum vill ég þakka allt það sem Anna var okkur. Það ríkir söknuður eftir einstaka konu og vin en eftir lifa minningar og þakklæti fyrir að hafa notið samvistanna við hana. Ég og fjölskylda mín sendum Óla, börnum hans og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Margrét Friðriksdóttir. Látin er í hárri elli Anna Friðriks- dóttir vinkona okkar hjóna eftir skamma en stranga sjúkrahúslegu. Kynni okkar hafa staðið í mörg ár og aldrei borið skugga á. Hún var óvenju heilsteypt kona sem hvergi mátti vamm sitt vita né gera neitt á hlut nokkurs manns. Bókhneigð og fróðleiksfús var hún með afbrigðum og má segja að aldrei hafi hún sleppt hendi af góðri bók í tómstundum sín- um, enda kom maður ekki að tómum kofunum er rætt var við hana um ís- lenskar bókmenntir nýjar sem eldri. Aldrei lagði hún illt til nokkurs manns, enda kaus hún að ræða ekki um það ef henni féll ekki við eitthvað eða einhvern. Hún hafði til að bera ríka réttlætiskennd og stóð þá fast á sínu ef henni fannst hallað réttu máli. Viljum við nota þetta tækifæri til að þakka henni ævilanga vináttu og samveru sem ætíð var jafnánægju- leg, enda eigum við hjón eftir að sakna hennar um langa hríð. Megi hún hvíla í friði. Elsa og Ólafur Ólafsson. ANNA FRIÐRIKSDÓTTIR Ný legsteinagerð Einstakir legsteinar Úrval af legsteinum á duftleiði Englasteinar Legs teinar og englastyttur Helluhrauni 10 - 220 Hf. - Sími 565 2566
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.