Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 53 5. Gallerí Nema Hvað Hér fór fram sýning undir heitinu „Pottþétt list“ og með því vísað kerksnislega í samnefnda safn- plöturöð. Hér mátti sjá m.a. súkkulaðibrunn, upp- blásnar eldflaugar og að sjálfsögðu geisladiskinn Pottþétt list. 6. Karaoke á Sólon Laugavegi og öðrum umferðargötum var lokað þennan dag sem var vel. Það voru því fjölmargir áhorfendur að ungum og upprennandi söngvurum sem reyndu sig við hina og þessa smelli á svölum veitingahússins Sólon. 7. Grófarsalur, Borgarbókasafni Myndasöguhöfundurinn Grant Morrison („Radio- head“ myndasöguheimsins um þessar stundir) flutti áhugaverðan fyrirlestur um list sína. Margir aðdá- endur voru þarna samankomnir og létu spurningum rigna yfir goðið. 8. Rímnarapp í Galleríi Rifi Umtalaðasti viðburður menningarnætur var illfær er að var komið, sökum mikils margmennis. Svitinn lak niður veggina og færri komust að en vildu. Sem er auðvitað jákvætt, í vissum skilningi. Steindór Andersen var að pústa á milli atriða og lét vel af kvöldinu er hann var spurður. 9. Japis, Laugavegi 13 Í glugga verslunarinnar mátti sjá rokksveitina Graveslime leika sitt slímuga rokk. Gestir kunnu greinilega vel að meta, og trommuleikarinn vakti eftirtekt, enda nánast á nærbuxunum er hann lék! 10. Tónleikar á 22 Litið inn á 22 þar sem gróflega skipulagðir tónleikar áttu sér stað. Eyðimerkursveitin Brain Police var þar í miklum ham og var engu líkara en Black Sabbath og Seattle-sveitin Screaming Trees væru runnar saman í eina. 11. Vesturgata – á leið heim Nú er mál komið að kveðja menningarborgina Reykjavík. En áður svo verði, er rétt að fá sér einn súkkulaðihúðaðan banana og fylgjast með hrynheitu pari – sem dansaði argentínskan tangó af miklu list- fengi. Vegfarendum á Vesturgötunni til yndisauka. Andlag Menningarnótt var svo slitið með hefbundnum hætti, með glæsilegri flugeldasýningu. Það er þó ekki hægt að láta hjá líða, að minnast á hörmungarfréttirnar sem bárust daginn eftir. Að tugir manna hefðu þurft að láta gera að sárum sínum eftir fyllirísbröltið sem tók við af annars bráðskemmti- legum degi. Drykkjusiðir Íslendinga eru skammarlegir og ráð að fara að athuga þessi mál alvarlega. Að lokum smávangaveltur: Væri ekki ráð að koma á menningarnætum annars staðar á landinu? Fyrirtæki og hið opinbera gætu þá greitt niður ferðir á viðkom- andi staði og borgarbúar sem aðrir gætu kynnt sér menningarlíf annars staðar en í höfuðborginni, sem er oft og tíðum ekki minna blómstrandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Jón Svavarsson Flugeldasýningin var frábær að vanda. inn arnart@mbl.is Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hörður Áskelsson lék orgeltónlist í Hallgrímskirkju. Morgunblaðið/Hildur Lofts Ur’AnuZ tók þátt í „opnum hljóðnema“, móti sem haldið var í portinu hjá Exodus og Alþjóðahúsinu. Harmonikkufélag Reykjavíkur lék við Útitaflið. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Vit 415 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 422 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Bi. 12. Vit 420 Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. Vit nr. 410. Sýnd kl. 10.10. Bi. 16. Vit 400  SK Radíó X DV MBL  SK Radíó X Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Vit 418 27.000 kjarnorkusprengjur Einnar er saknað Sýnd kl 4 og 6. Vit 398 Sýnd kl. 6, 8 og 10.30. Vit 422 Sýnd kl. 8 og 10. Vit 422 Sýnd kl. 8 og 10. Vit 420 Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 8. Vit 417Sýnd kl. 6. Vit 417 Einnig sýnd í lúxussal VIP Sýnd í lúxus kl. 4, 6, 8 og 10.10.B. i. 16. Vit 423 Sýnd kl. 8. Vit 406 Sýnd kl. 8 og 10.10. Bi. 14. Vit 417 ÞriðjudagsTilboð kr. 400ÞriðjudagsTilboð kr. 400 ÞriðjudagsTilboð kr. 400 ÞriðjudagsTilboð kr. 400 ÞriðjudagsTilboð kr. 400 ÓHT Rás 2  Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  SG. DV  SV Mbl  SK Radíó X DV MBL  SK Radíó X DV MBL  SK Radíó X 600 SÍÐUR AF NÝJUSTU TÍSKUNNI FRÁ LONDON AUÐVELT AÐ PANTA VÖRURNAR KEYRÐAR HEIM AÐ DYRUM GLÆSILEGT SKARTGRIPASETT FRÍTT MEÐ FYRSTU PÖNTUN* *Lágmarkspöntun 50£ Tilboð gildir til 30.10.2002 Gjafakóði FA2 N ÝR LISTI K O M I N N Ú T LÆKKAÐ VERÐ Pöntunarlínan opin til 22 alla daga Sími: 565 3900 Freemans – Bæjarhrauni 14 – 220 Hafnarfjörður – www.freemans.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.