Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIÐRÆÐUR Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháens, við Atlantshafsbandalagið (NATO) annars vegar og Evrópu- sambandið (ESB) hins vegar eru nú á lokastigi. Fundur forsætisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkj- anna, sem fram fór í Riga í gærmorg- un, var að mestu leyti helgaður stækkun Evrópusambandsins og NATO. Á blaðamannafundi að fundinum loknum voru ráðherrarnir bjartsýnir á að Eystrasaltslöndunum yrði boðin aðild að NATO á leiðtogafundi banda- lagsins í Prag í nóvember og sagðist Anders Fogh Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, sem fer nú með formennsku innan Evrópusambands- ins, nokkuð öruggur um að hægt yrði að ljúka aðildarviðræðunum á fundi sambandsins í Kaupmannahöfn í des- ember. Einum dekksta kafla Evrópusögunnar loks lokið „Á síðari hluta þessa árs munum við taka tvær sögulegar ákvarðanir í Evrópu. Um stækkun ESB og stækk- un NATO. Með þessum tveimur ákvörðunum munum við loks ljúka einum dekksta kafla Evrópusögunn- ar. Ég held að þetta verði mikilvæg- ustu pólitísku ákvarðanirnar sem okkar kynslóð tekur. Ef okkur mis- tekst munu kynslóðir framtíðarinnar hvorki gleyma því né fyrirgefa. Við ættum að grípa þetta sögulega tæki- færi til að sameina Evrópu og búa í haginn fyrir frelsi, frið og hagsæld í framtíðinni,“ sagði Fogh-Rasmussen á blaðamannafundinum. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði ráðherrafundinn hafa verið góð- an og áhugaverðan. „Við höfum ástæðu til að halda að við séum nær því nú en nokkru sinni áður að leysa þau vandamál sem eru uppi varðandi stækkun NATO og ESB. Við erum bjartsýn, en á sama tíma raunsæ,“ sagði Davíð á blaðamannafundinum. Eftir að semja um öll erfiðustu málin Í samtali við Morgunblaðið benti forsætisráðherra á að enn ætti eftir að semja um erfiðustu og stærstu málin við ESB-aðild. „Mál sem snúa að landbúnaðarstefnunni annars veg- ar og fjárlögum og útgjöldum sam- bandsins hins vegar. Það virðist ríkja bjartsýni um að þetta geti allt gengið eftir en það eru að vísu margir óvissu- þættir fyrir utan það sem ég nefndi, t.d. hvernig það atvikast, og Írar og Evrópusambandið virðast ekki hafa neitt plan B um hvað gerist ef Írar segja nei [við Nice-samningnum sem víkur m.a. að frekari stækkun Evr- ópusambandsins í austur]. Þeir virð- ast ætla að skoða málin í framhaldinu. Menn telja hér að ef Írarnir segja nei sé hin pólitíska forsenda fyrir stækk- un í uppnámi. Þar gætu komið upp erfiðleikar,“ sagði Davíð. Aðspurður hvaða áhrif aðild Eystrasaltsríkjanna að NATO hefði á samskiptin við Rússland sagði Davíð að eftir að NATO gerði sérstakan samning við Rússa, sem var undirrit- aður í Róm í sumar og veitir Rússum aðild að ákvarðanatöku innan banda- lagsins, virðist þeir sætta sig betur við það en áður að Eystrasaltsríkin þrjú fari inn í NATO. Áður hafi þeir verið búnir að sætta sig við Evrópu- sambandsaðild landanna. Á blaðamannafundinum var nokk- uð rætt um Kalíníngrad, hérað sunn- an við Litháen, sem tilheyrir Rúss- landi. Íbúar í Kalíníngrad þurfa að fara í gegnum Litháen til að komast til Rússlands og vilja þeir, eins og aðr- ir Rússar, geta ferðast í gegnum land- ið án þess að þurfa vegabréfsáritun. Þetta gæti valdið vandræðum þegar Litháen verður orðið Schengen-ríki. Davíð sagðist telja að þetta myndi ekki valda vandræðum varðandi aðild Litháa að ESB. Verið væri að leita að lausn sem væri í samræmi við ákvæði Schengen-sáttmálans. Viðhorf til ICC ættu ekki að hafa áhrif á aðild Þá var einnig til umræðu alþjóð- legur stríðsglæpadómstóll Samein- uðu þjóðanna (ICC), sem Bandaríkja- stjórn hefur neitað að heyra undir en ESB hefur verið jákvætt gagnvart. „Þetta er eitt af þessum dægurmálum sem koma upp og ætti ekki að hafa nein áhrif á inngöngu þeirra. Það er ekki hægt að setja þeim stólinn fyrir dyrnar, hvorki í NATO af hálfu Bandaríkjamanna né út af sam- ræmdri stefnu Evrópusambandsins út af þessu máli. Það tel ég að eigi ekki að vera og fyndist mér það mjög óviðeigandi. Þetta er mál sem kemur og fer og þarf að leysa, en það á ekki að hafa áhrif á inngöngu sem stendur til 30, 40, 50 ára.“ Vilji til áframhaldandi samstarfs Segir Davíð að afar fróðlegt hafi verið að fara yfir þessi mál á fund- inum og sömuleiðis hvernig samstarfi ríkjanna verði háttað í framtíðinni. Tvær Norðurlandaþjóðanna, Svíþjóð og Finnland, eru ekki í NATO og tvær þeirra, Ísland og Noregur, ekki í ESB. Sagði Kjell Magne Bondevik, for- sætisráðherra Noregs, á blaða- mannafundinum að þjóðirnar virtu ákvarðanir hver annarrar varðandi aðild að þessum bandalögum. Finnar og Svíar styddu undirbúning Eystra- saltslandanna að NATO-aðild, þrátt fyrir að eiga ekki aðild að bandalag- inu sjálfir, og Ísland og Noregur styddu aðild þeirra að ESB. Á blaðamannafundinum kom fram eindreginn vilji til að halda samstarfi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkj- anna áfram í framtíðinni og sagði Lena Hjelm-Wallén, varaforsætis- ráðherra Svía, að þetta yrði skoðað á næsta ári, þegar Svíar munu fara með formennsku innan Norðurlandaráðs. Davíð segir samstarf Norður- landanna og Eystrasaltsríkjanna síð- ustu ár hafa verið mjög mikilvægt fyrir báða aðila. „Þessar þjóðir koma úr allt öðru andrúmslofti, sem við höf- um bara lesið um. Það er afskaplega mikilvægt fyrir þessar norrænu þjóð- ir að fylgjast með hvernig bara breytt þjóðskipulag gjörbreytir möguleikum fólks, eins og hér hefur gerst,“ segir Davíð. Hann hefur komið reglulega til Eystrasaltslandanna á síðustu árum og segist hafa séð miklar breytingar. „Ótrúlega miklar breytingar á svona skömmum tíma. Það er meiri bjart- sýni ríkjandi. Það finnur maður vel.“ Tveggja daga opinber heimsókn Davíðs til Litháens hafin Síðdegis í gær fór Davíð í höfuð- stöðvar lettneska ríkissjónvarpsins þar sem hann og Vaira Vike-Frei- berga, forseti Lettlands, sem var í op- inberri heimsókn á Íslandi á dögun- um, sátu fyrir svörum í pólitískum umræðuþætti. Frá Lettlandi hélt Davíð svo til Litháens í opinbera heimsókn. Við landamærin tóku Deividas Matulion- is, sendiherra Litháa á Íslandi, Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Litháen, og Árni Árnason heiður- skonsúll á móti forsætisráðherra og fylgdarliði hans. Í dag mun Davíð funda með Alg- irdas Brazauskas, forsætisráðherra Litháens, og Arturas Paulauskas, for- seta litháenska þingsins. Þá mun hann snæða kvöldverð með Antanas Valionis, utanríkisráðherra Litháens. Fundur forsætisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Lettlandi Morgunblaðið/Nína Björk Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna við upphaf fundarins í Riga í Lettlandi í gær. Eystrasaltslöndunum boðin aðild fyrir árslok nina@mbl.is Davíð Oddsson og Vaire Vike-Freiberga sátu fyrir svörum í gær í umræðuþætti lettneska ríkissjónvarpsins. Mikil bjartsýni ríkti á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Riga í gær um að Eist- landi, Lettlandi og Litháen yrði boðin aðild að bæði NATO og ESB fyrir árslok. Nína Björk Jónsdóttir sat blaða- mannafund að fundi loknum og ræddi við Davíð Oddsson for- sætisráðherra. FULLTRÚAR frá Borgarbyggð áttu í gær fund með félagsmálaráð- herra þar sem meðal annars var rætt um hugsanlega frestun á réttaráhrif- um úrskurðar ráðuneytisins um nýj- ar kosningar í Borgarbyggð. Að sögn Páls Péturssonar félagsmálaráð- herra er það mat ráðuneytisins að ekki sé svigrúm í lögum til slíkrar frestunar. Að sögn Páls kom fram á fundin- um að stefna Borgarbyggðar vegna úrskurðarins yrði þingfest í vikunni og að væntanlega yrði farið fram á flýtimeðferð. Ákveða verður nýjan kjördag fyrir næstu mánaðamót. Að sögn Páls getur starfandi bæj- arstjórn gengist undir skuldbinding- ar fyrir hönd sveitarfélagsins sem búið var að taka ákvörðun um í fjár- hagsáætlun, með lögum eða stjórn- valdsákvörðunum. Vegna annarra skuldbindinga verður bæjarstjórn að sækja um leyfi ráðuneytisins og seg- ir Páll ekkert því til fyrirstöðu af hálfu ráðuneytisins að afgreiða þær umsóknir sem kunna að berast. Ekki svig- rúm í lög- um til frestunar Félagsmálaráðherra um óskir Borgarbyggðar VERÐ hlutabréfa í deCODE gene- tics lækkaði um 6,67% á Nasdaq- hlutabréfamarkaðinum í í gær. Lokaverð bréfanna var 2,66 dollarar og er það lægsta lokaverð frá skrán- ingu þeirra á Nasdaq. Markaðsverð deCODE er samkvæmt þessu komið í tæpar 143 milljónir dollara eða 12,2 milljarða íslenskra króna. Í gær fór verðið lægst í 2,60 doll- ara en hæst í 2,90 dollara. Hæst hef- ur verð bréfanna á sl. 12 mánuðum farið í 10,60 dollara. Verð deCODE í nýju lágmarki SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykja- víkur hyggst grípa til aðgerða í dag vegna skemmda sem fé hefur valdið á plöntum í Esju í sumar. Fenginn hefur verið smali úr Borgarfirði með þrjá smalahunda og verður fénu smalað af fjalli og sett í Kollafjarð- arrétt. Beðið er ákvörðunar yfir- valda um hvað gera skuli við féð en einnig þarf að skýra réttarstöðu skógræktarinnar og fjáreigenda. Skógræktarfélagið telur ekki að Esj- an sé afréttur og því sé mönnum stætt á að smala fjallið og fá fjár- gæslumann til að skoða búfjármark fjárins. Esjan smöluð í dag ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ TALSVERT tjón varð á þremur bíl- um sem skullu harkalega saman skammt frá Haffjarðará síðdegis í gær. Sjö fullorðnir og tvö börn sem í bílunum voru sluppu með minniháttar meiðsl. Talið er að ein bifreiðanna hafi farið yfir á rangan vegarhelming á beinum vegarkafla og skollið á hinum tveimur sem óku til vesturs. Fyrstnefnda bif- reiðin hafnaði utan vegar. Kallað var eftir aðstoð sjúkrabíla, bæði frá Stykkishólmi og Borgarnesi, og tækjabíl slökkviliðsins í Borgarnesi, en ekki reyndist þörf á klippum til þess að ná fólki út. Þegar lögreglan í Ólafsvík kom á vettvang var fólkið úr bílunum komið inn í sjúkrabílana til aðhlynningar en engan þurfti að flytja á sjúkrahús. Þeir voru einkum marðir eftir bílbelti. Þrír bílar í hörð- um árekstri við Haffjarðará
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.