Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 25 rx300 LEXUS STYRKIR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS. LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S TO Y 18 51 2 0 8/ 20 02 Enda flótt Lexus RX300 eigi heima bæ›i á vegum og utan vega, á hann ekki heima í f lokki me› neinum ö›rum bí l . fia› er vegna fless a› hann er gæddur sama st í lbrag›i , flægindum og aksturseiginle ikum og úrvals fólksbí l l og t i l v i›bótar er hann har›ur af sér og f jö lhæfur e ins og sí tengdur a ldr i fs bí l l . Hann er akandi mótsögn. En ævinlega á flann veg sem best ver›ur á kosi›. Lei t i› nánari uppl‡singa hjá söludei ld Lexus í s íma 570 5400. www.lexus. is Jeppi sem er eins og lúxusbíll? E›a lúxusbíll sem er eins og jeppi? KOMIÐ hefur í ljós að parið, sem grunað er um morðið á brezku skóla- stúlkunum, Holly Wells og Jessica Chapman, á sér vandamálum hlaðna fortíð. Brezk dagblöð greindu frá því, að hinn 28 ára gamli Ian Huntley og sambýliskona hans, Maxine Carr, sem er 25 ára, hafa gengið í gegn um ýmsa erfiðleika á ævinni, sem sett hafa mark sitt líf þeirra í mörg ár. Parið var handtekið í tengslum við rannsóknina á morðinu á hinum tíu ára gömlu skólasystrum, en talið er víst að lík sem fundust um helgina úti í skógi skammt frá heimabæ þeirra, Soham í Cambridge-skíri, séu jarðneskar leifar þeirra. Lög- reglan hefur frest fram á daginn í dag, þriðjudag, til að bera fram formlega ákæru á hendur hinum grunuðu, en á sunnudag lýstu tals- menn lögreglunnar yfir, að hún væri „eins viss og hægt væri“ um að líkin væru af stúlkunum. Þær hurfu hinn 4. ágúst sl. Lögregla greindi frá því síðdegis í gær, að ekki væri hægt að segja með vissu til um dánarorsök, þótt bráða- birgðaniðurstöður krufningar á lík- unum lægju nú fyrir. Brotið einkalíf Eftir því sem brezk blöð greindu frá í gær mun Huntley, sem er frá hafnarbænum Grimsby á Austur- Englandi, hafa árið 1995 kvænzt konu, sem síðan skildi við hann og tók saman við yngri bróður hans. Skömmu síðar skildu foreldrar hans, og að sögn götublaðsins Sun hóf móðir hans þá lesbískt ástarsam- band við öryggisvörð. Huntley, sem vann í verksmiðju sem framleiddi einnota barnableiur, átti eftir þetta röð vinkvenna, sumar allt niður í 15 ára gamlar. Hann kynntist Carr – sem einnig er af Grimsby-svæðinu – árið 1999. Samkvæmt heimildum fjölmiðla kemur Carr af brotnu heimili, sem faðirinn yfirgaf þegar hún var tveggja ára að aldri. Í barnæsku „hataði hún að vera búttuð“ og þjáð- ist af lystarstoli, eftir því sem Daily Mirror greindi frá. Hún breytti síðar ættarnafni sínu úr Capp í Carr til að bera ekki sama nafn og faðir hennar, sem hún hafði óbeit á. Hugur hennar stóð til þess að vera kennari, en þegar skólaskyldunámi lauk fór hún að vinna í fiskvinnslu í Grimsby, á sama stað og móðir henn- ar. Hún vann við að selja tryggingar er hún kynntist Huntley. Parið hafði slitið sambandinu og tekið saman aftur, þegar þau ákváðu að flytjast til Soham í hinu vel stæða Cambridge-skíri. Þar fékk hún vinnu sem skólaliði í barnaskólanum þar sem Holly og Jessica voru nemend- ur. Huntley fékk starf sem húsvörð- ur við skólann. Töluðu við fjölmiðla Móðir Maxine Carr, Shirley Capp, tjáði Daily Mirror: „Ég get ábyrgzt dóttur mína, hún er saklaus… Hún er enginn morðingi!“ Eins og margir aðrir íbúar Soham veittu þau Carr og Huntley fjölmiðl- um viðtöl eftir að stúlkurnar hurfu. Huntley sagði í einu slíku viðtalinu – í morgunsjónvarpi sl. föstudag – að hann væri kannski sá síðasti sem hefði séð þær fyrir hvarfið, er hann var úti að þvo hundinn sinn. Carr hafði sýnt fréttamönnum teiknað kort sem Holly hafði gefið henni, með broskarli á framhliðinni og ljóði inni í því. The Times skýrði frá því í gær, að parið hefði verið undir stöðugu eft- irliti lögreglu síðasta sólarhringinn áður en það var handtekið. Höfðu óeinkennisklæddir lögreglumenn haft náið auga með húsinu sem parið bjó í. Á föstudag gaf parið sig af sjálfsdáðum fram við lögreglu til að gefa skýrslu, og eftir sjö stunda yf- irheyrslur var því sleppt. Að sögn Times hleraði lögregla samtal pars- ins áður en þau skildu til að gefa að- skildar skýrslur. Innan við dægri síðar voru þau handtekin. Parið sem grunað er um morðið á tveimur tíu ára skólastúlkum í Bretlandi Vandamálum hlaðin fortíð Soham. AFP. Ian HuntleyMaxine Carr AP Bæjarbúar í Soham skoða blómvendi sem lagðir hafa verið við sóknarkirkjuna St. Andrews til minningar um horfnu stúlkurnar tvær, Jessicu Chapman og Holly Wells. Lík sem fundust um helgina eru talin vera af þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.