Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 21 HAGNAÐUR Granda hf. og dóttur- fyrirtækis þess, Faxamjöls hf., nam 1.199 milljónum króna fyrstu 6 mán- uði ársins en á sama tíma árið 2001 nam tap félagsins 82 milljónum króna. Rekstrartekjur samstæðunn- ar á tímabilinu námu 3.357 milljónum króna samanborið við 2.292 milljónir króna á sama tíma á síðasta ári, en þá voru skipin bundin við bryggju í 50 daga vegna verkfalls sjómanna. Rekstrargjöld námu 2.341 milljón króna samanborið við 1.657 milljónir í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir var 1.016 milljónir króna eða 30% af rekstrartekjum samanborið við 635 milljónir króna fyrir sama tímabil ár- ið áður. Veltufé frá rekstri nam 833 milljónum króna, sem er 25% af rekstrartekjum, samanborið við 520 milljónir króna á sama tíma árið áður. Hagnaður af sölu Snorra Sturlu- sonar nam um 85 milljónum króna og er hann meðtalinn í rekstrartekjum undir öðrum tekjum í rekstrarreikn- ingi. Á sama hátt er farið með björg- unarlaun að fjárhæð 40 milljónir króna, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Granda. Fjármunatekjur námu 588 milljónum króna Rekstrarhagnaður samstæðunnar af eigin starfsemi var 689 milljónir króna samanborið við 335 milljónir króna á sama tíma árið áður. Í tilkynningu kemur fram að skuld- ir samstæðunnar eru að meginhluta í erlendum gjaldmiðlum. Á tímabilinu lækkaði gengi mikilvægra gjaldmiðla gagnvart krónunni og speglast geng- isbreytingarnar í lækkun gengisvísi- tölunnar um 9%. Af þessum sökum nam gengishagnaður af erlendum skuldum samstæðunnar 683 milljón- um. Fjármunatekjur samstæðunnar námu 588 milljónum króna en fjár- magnsgjöldin námu 305 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. Á árinu 2001 kom hagnaður af sölu hlutabréfa að fjárhæð 558 milljónir króna til frá- dráttar fjármagnsgjöldum. 20,42% í Þormóði ramma – Sæbergi seld á 1.354 milljónir Hlutdeildarfélög Granda eru sex samkvæmt milliuppgjöri. „Þormóður rammi – Sæberg hf. var rekinn með góðum hagnaði. Hjá fyrirtækjunum í Mexíkó gekk starfsemin illa. Dálítill hagnaður varð á rekstri Deris S.A. í Chile. Rekstur Stofnfisks hf. gekk samkvæmt áætlun. Nú er í fyrsta skiptið tekin hlutdeild í afkomu Har- aldar Böðvarssonar hf. og Hraðfrysti- húss Eskifjarðar hf., fyrir 2. ársfjórð- ung, og voru bæði rekin með hagnaði á tímabilinu. Alls var hlutdeild Granda í rekstrarafkomu hlutdeildar- félaga jákvæð um 203 milljónir króna. – Hagnaður fyrir frádrátt tekjuskatts nam 1.480 milljónum króna. Gjald- færðar eru 281 milljón króna í tekju- skatt,“ að því er segir í tilkynningu. Grandi hf. seldi í gær öll hlutabréf sín í Þormóði ramma - Sæbergi hf. að nafnverði 265.506.508 krónur á geng- inu 5,10 Afli fjárfestingarfélagi hf. Söluverð hlutarins er því rúmlega 1.354 milljónir króna. Eignarhlutur Afls er nú 40,45% í Þormóði ramma - Sæbergi en eignarhlutur Granda er nú 0% en var 20,42%. Í byrjun árs 2002 fékk Grandi af- hentan frystitogarann Venus HF 519, sem keyptur var með aflaheimildum er námu um 3.000 þorskígildis- tonnum. Kaupverð skips og aflaheim- ilda nam samtals 1.621 milljón króna. Á sama tíma var Snorri Sturluson RE 219 afhentur nýjum eigendum ásamt veiðarfærum og aflaheimildum sem námu 1.045 þorskígildistonnum. Sölu- verð skips, veiðarfæra og aflaheim- ilda nam samtals 878 milljónum króna og er það greitt með hlutafé í Ísfélagi Vestmannaeyja hf. Í maí sl. fjárfesti Grandi í Haraldi Böðvarssyni hf. fyrir 27 milljónir króna og í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. fyrir 33 milljónir króna. Með þessum fjárfestingum fóru eignarhlutar í þessum félögum yfir 20% og eru þeir nú færðir til eign- ar samkvæmt hlutdeildaraðferð. Eigið fé Granda hf. var þann 30. júní sl. 5.510 milljónir króna og hefur það hækkað um 872 milljónir króna frá ársbyrjun 2002. Eiginfjárhlutfall er 39%. Stjórn Granda hf. hefur ákveðið að hætta verðleiðréttum reikningsskilum frá og með ársbyrj- un 2002. Ef beitt hefði verið verðleið- réttum reikningsskilum hefði hagn- aðurinn verið 85 milljónum króna meiri og eigið fé félagsins verið um 130 milljónum króna hærra í lok tíma- bilsins. Grandi með 1.199 milljónir í hagnað Afl kaupir allan hlut Granda í Þormóði ramma – Sæbergi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.