Morgunblaðið - 20.08.2002, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 20.08.2002, Qupperneq 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 21 HAGNAÐUR Granda hf. og dóttur- fyrirtækis þess, Faxamjöls hf., nam 1.199 milljónum króna fyrstu 6 mán- uði ársins en á sama tíma árið 2001 nam tap félagsins 82 milljónum króna. Rekstrartekjur samstæðunn- ar á tímabilinu námu 3.357 milljónum króna samanborið við 2.292 milljónir króna á sama tíma á síðasta ári, en þá voru skipin bundin við bryggju í 50 daga vegna verkfalls sjómanna. Rekstrargjöld námu 2.341 milljón króna samanborið við 1.657 milljónir í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir var 1.016 milljónir króna eða 30% af rekstrartekjum samanborið við 635 milljónir króna fyrir sama tímabil ár- ið áður. Veltufé frá rekstri nam 833 milljónum króna, sem er 25% af rekstrartekjum, samanborið við 520 milljónir króna á sama tíma árið áður. Hagnaður af sölu Snorra Sturlu- sonar nam um 85 milljónum króna og er hann meðtalinn í rekstrartekjum undir öðrum tekjum í rekstrarreikn- ingi. Á sama hátt er farið með björg- unarlaun að fjárhæð 40 milljónir króna, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Granda. Fjármunatekjur námu 588 milljónum króna Rekstrarhagnaður samstæðunnar af eigin starfsemi var 689 milljónir króna samanborið við 335 milljónir króna á sama tíma árið áður. Í tilkynningu kemur fram að skuld- ir samstæðunnar eru að meginhluta í erlendum gjaldmiðlum. Á tímabilinu lækkaði gengi mikilvægra gjaldmiðla gagnvart krónunni og speglast geng- isbreytingarnar í lækkun gengisvísi- tölunnar um 9%. Af þessum sökum nam gengishagnaður af erlendum skuldum samstæðunnar 683 milljón- um. Fjármunatekjur samstæðunnar námu 588 milljónum króna en fjár- magnsgjöldin námu 305 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. Á árinu 2001 kom hagnaður af sölu hlutabréfa að fjárhæð 558 milljónir króna til frá- dráttar fjármagnsgjöldum. 20,42% í Þormóði ramma – Sæbergi seld á 1.354 milljónir Hlutdeildarfélög Granda eru sex samkvæmt milliuppgjöri. „Þormóður rammi – Sæberg hf. var rekinn með góðum hagnaði. Hjá fyrirtækjunum í Mexíkó gekk starfsemin illa. Dálítill hagnaður varð á rekstri Deris S.A. í Chile. Rekstur Stofnfisks hf. gekk samkvæmt áætlun. Nú er í fyrsta skiptið tekin hlutdeild í afkomu Har- aldar Böðvarssonar hf. og Hraðfrysti- húss Eskifjarðar hf., fyrir 2. ársfjórð- ung, og voru bæði rekin með hagnaði á tímabilinu. Alls var hlutdeild Granda í rekstrarafkomu hlutdeildar- félaga jákvæð um 203 milljónir króna. – Hagnaður fyrir frádrátt tekjuskatts nam 1.480 milljónum króna. Gjald- færðar eru 281 milljón króna í tekju- skatt,“ að því er segir í tilkynningu. Grandi hf. seldi í gær öll hlutabréf sín í Þormóði ramma - Sæbergi hf. að nafnverði 265.506.508 krónur á geng- inu 5,10 Afli fjárfestingarfélagi hf. Söluverð hlutarins er því rúmlega 1.354 milljónir króna. Eignarhlutur Afls er nú 40,45% í Þormóði ramma - Sæbergi en eignarhlutur Granda er nú 0% en var 20,42%. Í byrjun árs 2002 fékk Grandi af- hentan frystitogarann Venus HF 519, sem keyptur var með aflaheimildum er námu um 3.000 þorskígildis- tonnum. Kaupverð skips og aflaheim- ilda nam samtals 1.621 milljón króna. Á sama tíma var Snorri Sturluson RE 219 afhentur nýjum eigendum ásamt veiðarfærum og aflaheimildum sem námu 1.045 þorskígildistonnum. Sölu- verð skips, veiðarfæra og aflaheim- ilda nam samtals 878 milljónum króna og er það greitt með hlutafé í Ísfélagi Vestmannaeyja hf. Í maí sl. fjárfesti Grandi í Haraldi Böðvarssyni hf. fyrir 27 milljónir króna og í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. fyrir 33 milljónir króna. Með þessum fjárfestingum fóru eignarhlutar í þessum félögum yfir 20% og eru þeir nú færðir til eign- ar samkvæmt hlutdeildaraðferð. Eigið fé Granda hf. var þann 30. júní sl. 5.510 milljónir króna og hefur það hækkað um 872 milljónir króna frá ársbyrjun 2002. Eiginfjárhlutfall er 39%. Stjórn Granda hf. hefur ákveðið að hætta verðleiðréttum reikningsskilum frá og með ársbyrj- un 2002. Ef beitt hefði verið verðleið- réttum reikningsskilum hefði hagn- aðurinn verið 85 milljónum króna meiri og eigið fé félagsins verið um 130 milljónum króna hærra í lok tíma- bilsins. Grandi með 1.199 milljónir í hagnað Afl kaupir allan hlut Granda í Þormóði ramma – Sæbergi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.