Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 49
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
LJÓN
Afmælisbörn dagsins:
Þú hefur frjótt ímyndunarafl
og tekur tillit til annarra.
Hugrekki er einn helsti
styrkur þinn. Miklar
breytingar eru í vændum
á þessu ári.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ert svo áfram um að
hjálpa vini þínum í dag að þú
leitar til fjölskyldunnar eftir
aðstoð. Þú vilt fórna ein-
hverju til að leysa vanda ann-
ars.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Í dag uppgötvar þú samspil
samfélagsins: enginn er full-
komlega sjálfstæður í raun og
allir þarfnast einhverra ann-
arra.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú vilt gefa hluta af tekjum
þínum eða eignum til ein-
hvers sem þarfnast þess
meira en þú. Þetta er ekki
tjón, heldur miklu fremur
hagnaður.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þótt þú hafir fyllst efa og
sjálfsgagnrýni að undanförnu
öðlast þú í dag nýjan skilning
á umhverfinu og stöðu þinni.
Leitaðu uppi aðra sem hugsa
eins og þú.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú hefur mikla ánægju af því
að hjálpa einhverjum í dag.
Það er mjög gefandi að hafa
áhrif til góðs á líf annars.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það er fátt eins skemmtilegt
og að sjá störf sína bera góð-
an ávöxt. Leyfðu þér að njóta
þeirrar stundar, hún fleytir
þér áfram til framtíðarinnar.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú hefur góðan smekk fyrir
fegurð, litum, formi og sköpu-
lagi. Í dag færð þú frábærar
hugmyndir sem þú getur nýtt
þér með hagnýtum hætti.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Hvettu þá sem þú býrð með
til að leggja sitt sameiginlega
að mörkum til að hjálpa börn-
um sem eru að deyja úr
hungri. Þið getið bjargað
mannslífum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú tekst á við þennan dag af
raunsæi. Þér gengur best að
leysa vandamál með því að
hugsa um þau æsingalaust.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Nú er kominn tími til að nýta
þekkingu sem þú hefur komið
þér upp gegnum árin. Hug-
sjónir þínar stangast ekki á
við raunveruleika nútímans.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú nýtur þess í dag að þjóna
öðrum. Það er auðvelt að
setja sjálfan sig í 2. sætið og
aðra í 1. sætið því þú sérð
strax breytinguna á þínum
högum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Unga kynslóðin á hug þinn
allan í dag en ungar sálir eru
mesta auðlind landsins.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Árnað heilla
50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 20.
ágúst, er fimmtug Stein-
unn Aldís Helgadóttir,
leirkerasmiður og kenn-
ari, Leirkrúsinni. Eigin-
maður hennar er Magnús
Ólafur Einarsson, deildar-
stjóri hjá Vegagerðinni. Í
tilefni þessara tímamóta
ætla þau hjónin að taka á
móti gestum á heimili sínu
Marbakka, Hákotsvöt 9,
Álftanesi, laugardaginn 24.
ágúst kl. 18.
1. d4 g6 2. e4 Bg7 3. Rc3 d6
4. Be3 Rc6 5. d5 Rb8 6. Dd2
c5 7. f4 a6 8. Rf3 b5 9. e5
Dc7 10. e6 fxe6 11. dxe6 Rf6
12. f5 gxf5 13. Bh6 Bxh6 14.
Dxh6 Bxe6 15. Rg5 Bf7 16.
Be2 Rc6 17. Rxf7 Kxf7 18.
Bh5+ Ke6 19. O-O-O Rd4
Staðan kom upp á Stiga-
móti Hellis. Forseti Skák-
sambandsins, Hrannar
Björn Arnarsson (2050),
lék gróflega af sér í síðasta
leik þar sem eftir
t.d. 19...Kd7 hefði
svartur staðið af-
ar vel að vígi.
Annar af sigur-
vegurum mótsins,
Sigurður Daði
Sigfússon (2351),
nýtti sér mistökin
til hins ýtrasta:
20. Hhe1+ Kd7
21. Hxe7+! Kxe7
22. Dg7+ Kd8 23.
Dxh8+ Kd7 24.
Dxf6 Kc6 25.
Hxd4 cxd4 26.
Bf3+ Kc5 27.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Dxf5+ Kc4 28. Dd5+ og
svartur gafst upp. Loka-
staða mótsins varð þessi:
1.-2. Sævar Bjarnason og
Sigurður Daði Sigfússon 5½
vinning af 7 mögulegum
3.-4. Bragi Þorfinnsson og
Björn Þorfinnsson 4½ v. 5.
Stefán Kristjánsson 4 v.
6.-7. Hrannar B. Arnarsson
og Arnar Gunnarsson 3½ v.
8. Kristján Eðvarðsson 3 v.
9.-10. Ríkharður Sveinsson
og Guðmundur Kjartansson
2½ v. 11.-14. Lenka Ptácní-
ková, Dagur Arngrímsson,
Ingvar Þór Jóhannesson og
Snorri G. Bergsson 2 v.
LJÓÐABROT
ÍSLAND
Ísland farsælda frón
og hagsælda, hrímhvíta móðir,
Hvar er þín fornaldar-frægð,
frelsið og manndáðin bezt?
Allt er í heiminum hverfult,
og stund þíns fegursta frama
lýsir sem leiftur um nótt,
langt fram á horfinni öld.
Landið var fagurt og frítt
og fannhvítir jöklanna tindar,
himininn heiður og blár,
hafið var skínandi bjart.
Þá komu feðurnir frægu
og frjálsræðishetjurnar góðu
austan um hyldýpis haf,
hingað í sælunnar reit.
- - -
Jónas Hallgrímsson
Í LEIK Rússa og Svía á EM
ungmenna tókst Rússanum
Mikhail Krasnosselski að
byggja upp óvenjulega
þvingun. Hann var í suður,
sagnhafi í fjórum spöðum:
Norður gefur; AV á hættu.
Norður
♠ G10
♥ 2
♦ D9764
♣ÁD953
Vestur Austur
♠ D5 ♠ Á7
♥ 1097654 ♥ K83
♦ G ♦ ÁK8532
♣K862 ♣G4
Suður
♠ K986432
♥ ÁDG
♦ 10
♣107
Vestur Norður Austur Suður
-- 2 grönd Pass 3 spaðar
Pass 4 spaðar Allir pass
Opnun norðurs á tveimur
gröndum sýndi 6–10 punkta
og láglitina, sem er vinsæl
sagnvenja í Evrópu.
Vestur kom út með tígul-
gosann, austur drap drottn-
ingu blinds með kóng og
skipti yfir í spaðaás og meiri
spaða. Spilið er léttunnið ef
sagnhafi hittir á að fara upp
með kónginn, en Krasnos-
selski svínaði og vestur fékk
þriðja slag varnarinnar á
trompdrottninguna. Vestur
spilaði næst hjartatíu og suð-
ur átti slaginn á gosann.
Þetta er góð vörn, sem slítur
samganginn fyrir einfalda
þvingun á austur í rauðu lit-
unum.
En Krasnosselski reyndi
þá bara við flóknara afbrigði.
Norður
♠ --
♥ --
♦ 97
♣ÁD9
Vestur Austur
♠ -- ♠ --
♥ 9 ♥ K8
♦ -- ♦ Á8
♣K862 ♣
Suður
♠ 9
♥ ÁD
♦ --
♣107
Í þessari stöðu hefur sagn-
hafi tekið öll trompin nema
eitt og austur á enn eftir að
henda í næstsíðasta spaðann.
Hjarta má hann ekki missa,
því þá kemur kóngurinn á ás-
inn. Hendi austur tígli,
svínar sagnhafi laufdrottn-
ingu og fríar tígulslag með
trompun. Lauf virðist skást
og í reynd henti austur lauf-
fjarka. Krasnosselski spilaði
þá lauftíu á drottninguna og
felldi gosann. Trompaði tígul
heim, tók hjartaás og svínaði
síðan laufníunni.
Kastþröng af þessum toga
heitir „guard squeeze“ á
ensku, en það er þriggja lita
þvingun þar sem sami mót-
herji er einn um að valda tvo
liti og þarf að hjálpa makker
sínum í þeim þriðja.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 20. júlí sl. í Há-
teigskirkju af sr. Írisi
Kristjánsdóttir þau Linda
Björk Árnadóttir og
Gunnar Pétursson. Heim-
ili þeirra er í Furugrund
60, Kópavogi.
80 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 20.
ágúst, er áttræður Ólafur
Gunnar Sigurðsson frá Ás-
garði við Garðskaga, nú til
heimilis að Heiðarbraut 7,
Garði. Kona hans er Guð-
rún Ólafía Helgadóttir frá
Mel í Norðfirði. Þau hjón
ásamt fjölskyldu sinni munu
taka á móti vinum og vanda-
mönnum í Samkomuhúsinu
í Garði frá kl. 19 laugardag-
inn 24. ágúst nk. Bent skal á
að góð aðstaða er fyrir hús-
bíla á planinu fyrir framan
Samkomuhúsið.
Mörkinni 6, sími 588 5518
Stórútsala
Opið virka
daga kl. 9-18.
Laugardaga
kl. 10-15
Glæsilegar
stuttkápur
50% afsláttur
Ullarkápur
50% afsláttur
Síðustu dagar - Yfirhafnir í úrvali
Allir víniljakkar og kápur á 2.000 kr.
Mikið úrval
Nýbýlavegi 12, Kópavogi,
sími 554 4433.
af buxum
frá kr. 1.790
!
"
# $!"%
&' (
)
*+ ,
Sjálfstæðisflokkurinn
Síðsumarferð
sjálfstæðismanna
Hin árlega síðsumarferð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
verður farin að Búðum á Snæfellsnesi laugardaginn
24. ágúst.
Lagt verður af stað frá Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 10.00.
Við komuna að Búðum verður meðal annars boðið upp á
grillveislu, leiki fyrir börnin, hesta, kirkjan skoðuð undir
leiðsögn Kristjönu Sigurðardóttur og fleira áhugavert gert.
Gert er ráð fyrir að heimkoma verði um kl. 19.00.
Verð er kr. 1.500 (rútan og grillveislan), en frítt fyrir börn
12 ára og yngri.
Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Sjálfstæðisflokksins
í síma 515 1700 fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 21. ágúst.
Sjálfstæðismenn, fjölmennum og eigum saman
skemmtilegan dag.
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík.
Tölvuskóli
Til sölu nýlegur og frábær tölvuskóli sem er með nýlegan útbúnað.
Frábær ný skólagögn sem einnig eru seld á hinum almenna markaði í
miklu magni. Mikil aðsókn er að skólanum. Kennarar, sem eru undir-
verktakar, er hópur af vel menntuðum sérfræðingum. Arðsamt fyrir-
tæki sem selst eingöngu vegna mikilla anna eigandans. Glæsilegt
húsnæði í sanngjarnri leigu. Frábær aðstaða. Mikill hagnaðartími
framundan.
Rafeindavirkjar
Til sölu eitt elsta rafeindaverkstæði landsins vegna veikinda eig-
anda og selst á mjög hagstæðu verði, en sami eigandi hefur verið
frá upphafi, Jón Sen. Sérhæfir sig í innflutningi og viðgerðum á tal-
stöðvum og þess háttar tækjum og er þekktur. Húsnæðið fylgir
ekki. Góð mælitæki. Laust strax.
Með morgunkaffinu
Jú, pabbi, ég veit
hversu mikils virði tí-
kall var þegar þú
varst á mínum aldri.
Það er þess vegna sem
ég bið um þúsundkall.