Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar langsoltnir Eþíópíumenn í af- skekktum byggðum grípa til þess ör- væntingarráðs að borða útsæðið eða fella síðustu nautgripina sér til matar hafa þeir ákveðna afsökun fyrir þessu háttalagi. Þeir eiga ekki kost á öðru. Sem betur fer er orðið fá- títt að eitthvað þessu líkt gerist í heiminum, neyðaraðstoð á veg- um alþjóðasamtaka og ríkja berst yfirleitt nógu fljótt og hungursneyð verður æ sjaldgæf- ari. Þeir sem lenda í vanda geta yfirleitt veitt sér þann munað að hugsa til framtíðar, reyna að búa í haginn. Sumir forfeður okkar Íslend- inga notuðu öldum saman þá ein- földu aðferð við sauðfjárbúskap að láta dýrin sjá um sig sjálf, að vísu voru þau yf- irleitt tekin í hús yfir vet- urinn en til voru bændur sem beittu á „Guð og gaddinn“ eins og það var nefnt. Stríðið við landið var blóðugt og allir sem ferðast um hálendið sjá enn sárin: Stanslaus upp- blástur hefur skilað okkur kulda- legri eyðimörk þar sem áður var víða samfelldur gróður, jafnvel nokkrar feimnar birkihríslur innan um víðinn. Vonandi leyfist hér að rifja upp sögusögn. Fyrir nokkrum árum buðu samtök ís- lenskra bænda erlendum frammámanni úr atvinnugrein- inni hingað til lands og var búist við að hann og gestgjafarnir myndu njóta þess að skiptast á lífsreynslusögum og skála svolít- ið. En þegar veslings maðurinn hafði kynnt sér búskaparhætti landsmanna og sambúð þeirra við náttúruna sem þeir hafa gjör- spillt með ofbeit varð gesturinn fyrir slíku menningarsjokki að hann kom vart upp orði. Hann hélt heim þar sem hann fékk vafalaust áfallahjálp. En hann veit að minnsta kosti að óþarft er að fara til þriðja heimsins ef menn vilja sjá vinnubrögð ör- væntingarinnar. Eða græðginnar, ekki vegna þess að ástæða sé til að halda að sauðfjárrækt sé einhver upp- spretta auðs. Hún er það ekki hér á landi fremur en annars staðar í heiminum. En þegar haft er í huga hvað miklu er fórnað fyrir hana þrátt fyrir of- gnótt matar í landinu skyldi maður ætla að annarleg gróða- sjónarmið ráði ferðinni, einhvers staðar lumi forríkir menn á leyndu sauðagulli. En síðustu árin hefur sauðfé fækkað og þess vegna eygjum við von um betri tíð. Þá verður til dæmis ekki talið eðlilegt að hagsmunir nokkurra háværra tómstundabænda í Grindavík séu látnir trompa vonir þeirra sem reyna að bæta fyrir slæma með- ferð forfeðranna á gróðrinum á Reykjanesskaga. Líklega óttast stjórnvöld að hungursneyð bresti á í plássinu ef fjárbúskapur yrði aflagður á svæðinu til að reyna að ýta þar undir landgræðslu. Flestir hafa einhvern tíma lent í moldroki og sandbyl með upp- tök á hálendinu. Og farið þá ófögrum orðum um þá sem engu eira og halda áfram að níðast á landinu þótt hungursneyðin sé löngu hætt að ógna þjóðinni, þótt við vitum að þetta arðrán sé ófyrirgefanleg heimska og skammsýni. Sauðfjárbændur eiga hins vegar svar í pokahorn- inu. Þeir geta spurt hvort nokk- uð sé að því að leyfa rollunum að naga síðustu stráin á hálendinu áður en gróðrinum þar sé drekkt í nafni stóriðjunnar. Þetta væri auðvitað ósvífni af þeim vegna þess að ekki er ætl- unin að drekkja öllu grænu sunnan við Hofsjökul, aðeins hluta af Þjórsárverum. En samt er ekki hægt annað en velta því fyrir sér hvort við getum virki- lega leyft okkur að minnka enn gróðurinn í landi sem er flakandi í sárum eftir 1100 ára samfélag við menn. Landslag sem er stór- brotið en um leið þögul áminning til okkar og allra manna um að gæta hófs, storka ekki nátt- úrunni. Við þurfum ekki að vera afburðafólk til að skilja tölur sér- fræðinganna. Þeir segja okkur að allar mælingar sýni að sam- felldur gróður á hálendinu láti stöðugt undan síga þótt víða sé verið að auka skógrækt á lág- lendi. Og jafnframt að miklu erf- iðara sé að endurheimta gróður á hálendinu en annars staðar vegna þess að aðstæður eru svo óhagstæðar. Kannski staldraði einhver hrísbóndinn í gamla daga einu sinni við, fór að hugsa um sög- urnar sem afi hans og amma höfðu sagt af því að áður hefði verið miklu meira um gróið land á afréttum. En hvað gat hann gert við því? Hann varð að lifa og þarna var enn hrís. Ekki gat hann leyst vandann sem síðari kynslóðir yrðu að kljást við, hann hafði nóg með sig. En eig- um við sem berjumst hetjulegri örvæntingarbaráttu við hreyf- ingarleysið og offituna að senda okkar afkomendum þau skilaboð inn í framtíðina að þriggja metra lækkun á yfirborði virkjunarlóns úr 578 metrum í 575 metra hefði kippt fótunum undan lífi okkar í landinu? Valdið landflótta? Ósanngjarnt er að gera lítið úr þeim vanda sem ráðamenn þjóð- arinnar eru í. Þeir hafa varla fremur en aðrir áhuga á því að sjá síðustu gróðurtutlurnar á fjöllum fjúka út í buskann og þeir bölva líka auknu moldryk- inu. En ef þeir vilja fá mig til að samþykkja með glöðu geði að hundruðum gæsa verði bannað að tjalda og enn verði, í nafni framfaranna, sniðinn flipi af gróðurhulunni finnst mér að þeir verði að útskýra fyrir okkur öll- um samhengið í því sem þeir eru að gera. Jarðvegurinn sem fýkur burt snýr ekki aftur, hann skilur eftir sig eyðimörk. Verður reynt að bæta fyrir tjónið sem fram- kvæmdirnar valda, verður land- græðsla á hálendinu aukin sem því nemur eða jafnvel meira? Við getum ekki sætt okkur við að undirstaða framtíðarbyggðar í landinu hljóti að byggjast á því að gróðri verði endanlega eytt á hálendinu. Við búum ekki í Eþíópíu. Gjörspillt náttúra Þeir hafa varla fremur en aðrir áhuga á því að sjá síðustu gróðurtutlurnar á fjöllum fjúka út í buskann og þeir bölva líka auknu moldrykinu. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÁRLEGA berast sérfræðingum mat- vælasviðs Hollustu- verndar ríkisins (Hvr) og heilbrigðisfulltrú- um hjá Heilbrigðiseft- irliti sveitarfélaga (Hes) fjöldi kvartana er varða framleiðslu, meðferð og dreifingu matvæla. Þetta er að sjálfsögðu fullkomlega eðlilegt og í sjálfu sér jákvætt að fá kvart- anir af þessu tagi. Það hlýtur þó að vera markmið þeirra er málefnið varðar að kvartanir séu sem fæstar. Kvartanirnar eru jafn fjölbreyti- legar og þær eru margar og berast þær allt eins frá forsvarsmönnum matvælafyrirtækja sem og frá neytendum. Sumar kvartanir eru þess eðlis að bregðast verður við þeim með hraði svo öryggi mat- væla á markaði sé tryggt. Aðrar eru þannig að líta verður á þær sem sérstök verkefni til skemmri eða lengri tíma. Úrlausnir verk- efnanna, sem eru bæði stór og smá, birtast matvælafyrirtækjum og neytendum á ýmsu formi. Oft er um að ræða sérstakar áherslur við framkvæmd eftirlits í matvæla- fyrirtækjum, en einnig eru fjöl- miðlar og internetið (t.d. www.hollver.is) notuð til að miðla upplýsingum og fræðsluefni um bætta/góða framleiðsluhætti eða annað sem ætlað er til að stuðla að auknu/bættu öryggi matvæla á markaði. Auðvelt er að taka dæmi um það sem að framan er sagt, en til- gangur greinarinnar er ekki að segja dæmisögur. Hinsvegar er kveikjan að henni kvartanir um slæma meðferð matvæla í dreifing- arferli þeirra. Með dreifingu er átt við hvers konar flutning, framboð, geymslu og afhendingu matvæla. Tvö afar mikilvæg atriði varðandi dreifingu matvæla eru annars veg- ar hitastig matvæla og hins vegar hreinlæti í allri meðferð þeirra. Þeir sem standa að matvælaeftirliti hér- lendis og erlendis munu seint þreytast á að koma boðskap sín- um á framfæri, svo tryggja megi örugg matvæli hvar sem er, hvenær sem er. Regl- ur um framleiðslu og dreifingu matvæla hérlendis eru m.a. í matvælareglugerð nr. 522/1994. Að sumra mati eru þær of al- mennt orðaðar, en reglurnar eru einnig studdar af viðmiðun- arreglum og öðru fræðsluefni sem nálgast má hjá Hvr, Hes og á heimasíðu Hvr á slóðinni www.hollver.is/mat Um hitastig viðkvæmra matvæla gilda einfaldar reglur. Hitastig KÆLIVARA á að haldast við 0–4°C allt frá framleiðanda til neytanda. Mikilvægir hlekkir í kælikeðjunni eru heildsalar, flutn- ingafyrirtæki og smásöluaðilar. Sem matvælafyrirtæki ber þessum aðilum að tryggja kælingu mat- væla, frá móttöku til afhendingar, og hafa eftirlit með hitastigi. Þetta eftirlit er hluti af innra eftirliti fyrirtækjanna. Ef 0–4°C haldast í gegnum kælikeðjuna er margt unnið, m.a. eru allar líkur á að geymsluþolið, sem ákvarðað er af framleiðanda og merkt er á um- búðir matvælanna, haldist. Varðandi frystivöru gildir að hitastig viðkomandi matvæla á að haldast við a.m.k. –18°C. Ef frysti- keðjan slitnar eru allar líkur á því að gæðum og öryggi matvælanna sé stefnt í voða. Um geymslu kæli-, frysti- og þurrvöru í nálægð við eiturefni, lyktsterk efni eða önnur hættuleg efni gilda ákveðnar viðmiðanir um hreinlæti og aðskilnað í geymslu og flutningi. Með hreinlæti er bæði átt við persónulegt hreinlæti starfsfólks og hreinlæti í umhverfi matvælanna. Hvernig aðskilnaði er háttað byggist af stórum hluta á ástandsformi efnanna sem um ræðir. Ástandsform efna geta ver- ið þrenns konar. Þau geta verið föst, fljótandi eða í gasformi. Föst efni er í flestum tilvikum nægilegt að aðskilja frá matvælum með skil- rúmi. Þó ber að hafa í huga að föst efni geta verið í duftformi sem getur dreifst yfir matvæli sem ryk og slík föst efni þarf þá að að- greina vel frá matvælunum. Fljót- andi efni þarf að aðskilja frá mat- vælum með skilrúmi og lekavörn. Lekavörn getur verið skúffa eða ker sem tekur við hugsanlegum leka úr ílátum. Einnig geta fljót- andi efni gufað upp, þ.e. breyst í gasform. Efni í gasformi er erfitt að aðskilja frá matvælum ef tekið er tillit til hugsanlegs leka úr ílát- um. Gasið dreifist út í andrúms- loftið og kemst um allt það rými sem opið er. Slík efni skal geyma í rými, t.d. skáp, með vélrænni loft- ræstingu. Hvar er þá veikasti hlekkurinn? Af ofansögðu má ljóst vera að öll matvælafyrirtæki eru jafn mikil- væg, óháð starfsemi þeirra eða staðsetningu í matvælakeðjunni. Með virku innra eftirliti, sem fræðast má um á innra eftirlits vefnum (www.hollver.is/innraeftir- lit), má margt vinna bæði til hags- bóta fyrir fyrirtækin sjálf, eftirlits- aðila, stjórnvöld og neytendur. Öll matvælafyrirtæki bera mikla ábyrgð – því matvæli á markaði eru jú á þeirra ábyrgð! Skiptir þá einu hvort um er að ræða vatns- veitur, framleiðslufyrirtæki, flutn- ingafyrirtæki, matvöruverslanir, mötuneyti eða söluturna. Örugg matvæli – allra hagur. Hvar er veikasti hlekkurinn? Baldvin Valgarðsson Matvæli Öll matvælafyrirtæki, segir Baldvin Valgarðs- son, bera mikla ábyrgð. Höfundur er matvælafræðingur á matvælasviði Hollustuverndar ríkisins. Í KJÖLFAR nýrrar tæknialdar hafa orðið miklar framfarir í meðferð bráðasjúk- dóma. Sem dæmi má nefna eftirfarandi: Vel heppnuð meðferð há- þrýstings hefur valdið því að ungt og mið- aldra fólk deyr ekki um aldur fram vegna nýrnabilana, lungna- bjúgs eða heilablæð- inga. Dánartíðni kransæðasjúklinga úr hjartaslagi hefur snarlækkað Batahorfur v. krabbameins hafa batnað mikið Illa slasaðir eða lífshættlega veikir sjúklingar eru svæfðir og síðan er hjarta- og lungnastarf- semi, súrefnisþörf og blóðgösum haldið í góðu lagi jafnvel vikum saman þar til líffærin hafa gróið. Þessi gjörgæsla nær einnig til eldra fólks sem þarf lengri tíma til að endurheimta kraft og orku. Mun fleirum með bráða sjúkdóma er bjargað úr bráðri lífshættu en áður og komast til starfa aftur en margir ná seint fullri orku og heilsu og þarfnast vistunar og end- urhæfingar á öðrum deildum en bráðadeildum. Við höfum ekki brugðist við sem skyldi, þ.e. fjölgað hjúkrunarrýmum, dagdeildum og sjúkrahótelum sam- kvæmt faglegri for- gangsröðun og þar af leiðandi fjölgar mjög hjúkrunar- og endur- hæfingarsjúklingum sem liggja áfram á bráðasjúkrahúsunum. Þetta sinnuleysi hefur skapað mikil vand- ræði. Á aðalbráða- sjúkrahúsinu eru 125 rúm upptekin af sjúklingum sem gætu útskrifast á sjúklingahótel, dagdeildir og hjúkrunarheimili eða jafnvel heim ef þjónustan væri góð. Einbúum hefur fjölgað mikið, allflestir vinnufærir fjölskyldu- meðlimir vinna myrkranna á milli, en eftir standa lyklabörn. Við þessar aðstæður skapast langir biðlistar og þar eru eldri borgarar fjölmennir. Ef brugðist hefði verið rétt við væri líklega ekki skortur á bráðarúmum og biðlistar væru til muna styttri. Læknar sem einnig hafa að baki 5–10 ára reynslu á góðum erlend- um sjúkrahúsum og aðrir hafa bent á þetta vandamál í áratug en ráðamenn virðast ekki skilja af- leiðingar tækniþróunar læknis- fræðinnar og því síður breytingar sem orðið hafa á fjölskyldunni. Sjúkrahótel, dagdeildir og hjúkr- unarheimili eru til muna ódýrari í rekstri en bráðadeildir. Okkur skortir ráðamenn sem skilja betur þróun sjúkrahúsmála og hafa sæmilega þekkingu á þjóðfélags- breytingunum. Hjúkrunarheimili á bráðasjúkrahúsum Ólafur Ólafsson Hjúkrunarrými Á aðalbráðasjúkrahús- inu eru 125 rúm upp- tekin af sjúklingum sem gætu útskrifast á sjúk- lingahótel, dagdeildir og hjúkrunarheimili eða jafnvel heim, að mati Ólafs Ólafssonar, ef þjónustan væri góð. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.