Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 19VA R Ú Ð ! 100% VEIÐI L a xa r a th u g ið : U p p á síð kastið hefur þ essum teg und um fjö lg að m ikið í ám o g vö tnum land sins. Þ rátt fyrir sakleysisleg t yfirb rag ð g eta þ æ r verið stó rhæ ttuleg ar o g b anvæ nar séu þ æ r g leyp tar. Látið ekki b lekkjast. H andunnin íslensk G róa m eð rauðri og gulri rönd H andunnin íslensk G róa m eð gylltum flekkjum H andunnin íslensk G róa m eð blárri og gulri rönd H andunnin íslensk G róa m eð gulum broddi H andunnin íslensk G róa m eð rauðum toppi S tó raukið úrval af flug um o g túb um B ÍLD S H Ö FÐ I - S M Á R A LIN D - S E LFO S S f a s t la n d - 8 2 1 9 ÁRSFUNDUR Vestnorræna ráðs- ins var haldinn í Stykkishólmi dag- ana 16.–18. ágúst. Þjóðþing Fær- eyinga, Grænlendinga og Íslendinga stofnuðu ráðið árið 1985, en þar sitja 18 þingmenn, sex frá hverju aðildarríki. Í starfi sínu í Vestnorræna ráðinu leitast þingmenn við að ná fram mark- miðum sínum með ályktunum og tilmælum til ríkisstjórna og lands- stjórna, með virkri þátttöku í nor- rænu samstarfi, samstarfi við aðra aðila og samtök á Vestur-Norð- urlöndum, samvinnu við norður- skautsstofnanir og skipulagningu á alþjóðlegurm ráðstefnum. Ýmis málefni voru á dagskrá sem tengj- ast samstarfi þessara þriggja ríkja. Grétar Þór Eyþórsson, framkvæmdastjóri hjá Rannsókna- stofnun Háskólans á Akureyri, Byggðarannsóknastofnun Íslands, flutti erindi um byggðaþróun í vestnorrænu samhengi. Samgöngumál eru er eitt mik- ilvægasta verkefni ráðsins. Á fundi ráðsins í Færeyjum í vor var ákveðið að efla samgöngur í lofti á milli þessara landa, sérstaklega við Grænland. Áhugi er fyrir því að Keflavíkurflugvöllur verði mið- stöð flugs á milli þessara landa, nokkurs konar skiptistöð. Á fund ráðsins í Færeyjum komu fulltruar Flugfélags Íslands, Air Atlantik og Grönlandsfly og tóku þeir að sér móta tillögur um á hvern hátt væri hægt að auðvelda samgöngur í lofti. Fulltrúar félaganna áttu að skila sínum tillögum á fundinum í Stykkishólmi. Í millitíðinni sagði fulltrúi Grönlandsfly sig frá verk- efninu. Samþykkt voru harðorð mótmæli vegna afstöðu Grön- landsfly og skorað á fulltrúa fé- lagins að koma aftur til starfa. Að sögn Hjálmars Árnasonar þingmanns er hægt með góðu sam- starfi að gera samgöngur á milli landanna mun hagkvæmari, ekki síst hvað varðar Grænland. Hann segir að flugfar á milli Grænlands og Íslands geti kostað um 400.000 kr því fyrst þurfi að fara til Dan- merkur. Þessu vill ráðið breyta og auðvelda samgöngurnar við Græn- land. Þá samþykkti fundurinn að haf- in verði strax skoðun á því að hefja ferjusiglingar á milli Norður- Ameríku og Íslands með viðkomu á Grænlandi. Hugmyndin er komin frá Tomas Arabo sem var frum- kvöðull að siglingum Norrænu, en með þessari hugmynd er áhugi fyrir að kanna hagkvæmni ferju- siglingar í hina áttina, vestur um haf. Þá voru á fundinum veitt í fyrsta skipti barnabókaverðlun ráðsins. Eins og fram hefur komið hlaut verðlaunin Andri Snær Magnason fyrir bók sína Blái hnötturinn. Nýkjörinn formaður Vestnor- ræna ráðsins er Færeyingurinn Jógvan i Lakjuni. Í lok fundarins var farið í kynn- isferð um Breiðafjarðareyjar, Ei- ríksstaðir í Dölum skoðaðir undir leiðsögn Friðjóns Þórðarsonar og að lokum komið við á Akranesi og Kútter Sigurfari skoðaður. Að sögn Hjálmars ríkti góður andi á fundinum og þótti gestunum gam- an að kynnast náttúru Vesturlands og sögunni. Fundurinn var haldinn í boði Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, en hana skipa Einar Odd- ur Kristjánsson, formaður, Hjálm- ar Árnason, varaformaður, Guð- mundur Hallvarðsson, Gísli S. Einarsson, Svanfríður Jónasdóttir og Kjartan Ólafsson. Vestnorræna ráðið fundar í Stykkishólmi Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Frá ársfundi Vestnorræna ráðsins. Á myndinni eru þingfulltrúarnir frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Áhugi fyrir ferjusigl- ingum á milli Norður- Ameríku og Íslands Stykkishólmur Námskeið um minni vatnsveitur verður haldið daganna 10. og 11. september á Hótel Örk í Hveragerði. Námskeiðið er liður í Átaki um hreint neysluvatn sem Hollustuvernd ríkisins vinnur að með ýmsum aðilum um þessar mundir. Námskeiðið er ætlað eftirlitsaðilum, framkvæmdaaðilum og eigendum minni vatnsveitna. Fyrirlesarar búa allir yfir mikilli þekkingu og áralangri reynslu á sínu sviði. Þriðjudagur 10. september Miðvikudagur 11. september Skráning á námskeiðið er í síma 585 1000 frá kl. 9-16 alla virka daga fram til föstudagsins 6. september. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir og skrá sig með því að senda póst á netfangið ingolfurg@hollver.is . Námskeiðið kostar: 11.000 kr á manninn í tveggja manna herbergi. 13.500 kr á manninn í eins manns herbergi. 7.000 kr á manninn án gistingar. Innifalið er: Námskeiðsgjald, ritið „Val og hönnun minni vatnsbóla“, kvöldverður fyrri daginn, hádegisverður síðari daginn og síðdegiskaffi. Morgunverður fylgir með gistingu. Styrktaraðilar Átaks um hreint neysluvatn eru: Umhverfisráðuneytið • Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði • Bændasamtök Íslands 9:15 Undirbúningur fyrir verkefni 9:30 Verkefni - skoðun á vatnsveitum í nágrenni Hveragerðis 12:00 Hádegisverður 13:00 Niðurstöður verkefna 15:00 Neysluvatnsreglugerðin og 3. og 4. hluti Átaks um hreint neysluvatn 16.00 Lok námskeiðs 12:30 Skráning 13:15 Setning 13:30 Mikilvægi hreins neysluvatns 14:00 Vatnsvernd 14:30 Vatnsleit 15:00 Kaffi 15:30 Vatnsbólagerð 16:00 Frágangur vatnsveitna og skipulagsmál 16:30 Samveitur 17:00 Samantekt 19:00 Kvöldverður 20:30 Létt spjall um neysluvatnsmál Námskeið um minni vatnsveitur Hollustuvernd ríkisins Flísar - úti og inni - Varanleg lausn Verðdæmi: 30 x 30 kr. 1.450,- m2 - fyrsta flokkun Gegnheilar útiflísar á svalir, tröppur, sólstofur og jafnvel bílskúrinn. KRISTJÁN Sæþórsson frá Ólafsvík rakst á flöskuskeyti þegar hann var á göngu á milli Einarslóns og Djúpalóns á Snæfellsnesi 13. ágúst. Reyndist flöskuskeytið vera sent frá Sandgerði 24. maí árið 2000. Nafn sendanda var vel lesanlegt á bréfinu, og var það Trausti sem var þá sjö ára gamall sem sendi flösku- skeytið. Kvaðst Kristján hafa reynt að hringja í símanúmerið sem var skrifað í flöskuskeytið til að hafa tal af Trausta til að láta hann vita af fundinum en ekki hefði verið svarað í símann. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Flösku- skeyti frá Sandgerði Ólafsvík Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.