Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ HLUTABRÉF í Arc- adia, sem Baugur á 20% hlut í, hækkuðu um 16% eftir að viðskipti hófust í kauphöllinni í Lundún- um í gærmorgun, en um helgina bárust fréttir af því að gert hefði verið yfirtökutilboð í fyrirtæk- ið. Verðið hélst stöðugt lengst af degi en þegar leið undir lok viðskipta lækkaði verðið lítillega og hækkun dagsins var rúmlega 13% og loka- gildi 340,25 pens. Sá sem gerir tilboðið er Philip Green, sem á einn af keppinautum Arcadia, fataverslunina Bhs. Tilboðið er gert í nafni Taveta Invest- ments, fyrirtækis í eigu fjölskyldu Greens, og samkvæmt fréttum BBC styður Baugur það. Stjórn Arcadia, sem nýtur ráðgjafar fjárfestingarbankans Schroder Salomon Smith Barney, hefur þegar fjallað um tilboðið og samkvæmt yfirlýs- ingu sem hún sendi frá sér er einróma álit hennar að það sé of lágt og geti ekki verið grundvöllur viðræðna. Tíu milljarða viðbótarfjárfesting BBC segir að Green hafi svarað gagnrýni á tilboðið með því að segja að verð hlutabréfa Arcadia hafi aðeins einu sinni náð 400 pensum og að verð bréfanna hafi ekki verið gott í gegnum tíðina. Jafnframt er haft eftir honum að verði tilboði hans tekið hafi Baug- ur áhuga á að kaupa af honum þau vörumerki Arcadia sem höfða til yngri kynslóðarinnar, þ.e. Top Man, Top Shop og Miss Selfridge. Í Hálffimm-fréttum Búnaðarbank- ans segir að miðað við veltu og hagnaðarmyndun vörumerkja Arc- adia megi gera ráð fyrir að þessi vörumerki myndi um þriðjung verðmæta Arcadia. Ætli Baugur að kaupa þessi vörumerki geti því verið að hann þurfi að leggja út í um tíu milljarða fjárfestingu. Tilboð Greens, sem nýtur að- stoðar fjárfestingarbankans Merr- ill Lynch, hljóðar upp á 365 pens á hlut, eða 690 milljónir punda alls, sem jafngildir rúmum 90 milljörð- um íslenskra króna. Green hefur sagt að tilboð sitt samsvari í raun 382 pensum sé gert ráð fyrir kostnaði við kauprétt starfsmanna, aðallega framkvæmdastjóra fyrir- tækisins Stuart Rose. Kauprétt- urinn, sem alls er að fjárhæð 30 milljónir punda eða nálægt fjórum milljörðum króna, verður virkur ef fyrirtækið er tekið yfir. Verð hlutabréfa Arcadia hefur undanfarið ár sveiflast á bilinu 230 til 417,75 pens og í síðustu viku var lokaverðið á bilinu 267 til 300 pens og fór hækkandi eftir því sem leið á vikuna. Tilboð Greens, sem gert var á þriðjudag fyrir réttri viku, er 36% hærra en lokaverð mánudagsins í síðustu viku og 21% yfir lokaverði síðasta föstu- dags. Virði hlutar Baugs meira en 6 milljörðum króna yfir bókfærðu verði Baugur reyndi í fyrra- haust og fram á þetta ár að taka Arcadia yfir og þá voru verðhugmyndir Baugs á bilinu 280 til 300 pens. Stjórn Arcadia sleit hins vegar viðræð- um í það skipti þar sem hún taldi þær ganga of hægt án þess að tilboð væri sett fram. Bókfært virði 20% eignarhlutar Baugs í Arcadia, sem er annar stærsti fatasali Bret- lands, er 11,7 milljarðar króna, samkvæmt árs- hlutauppgjöri frá því í lok maí síðastliðins. Mið- að við yfirtökutilboðið er eignarhluturinn rúmlega 18 milljarða króna virði, sem er meira en sex milljörðum króna yfir bókfærðu verði. Philip Green er ekki ókunnugur verslunarrekstri á borð við Arc- adia eða tilboðum í slík fyrirtæki. Í maí árið 2000 keypti hann Bhs, sem áður hét British Home Stores. Hefur það verið í eigu hans síðan og rekstur þess færst til betri veg- ar, en velta 165 verslana Bhs er um einn milljarður punda, eða um 130 milljarðar íslenskra króna. Eftir að hann keypti Bhs gerði hann árangurslaust tilboð í Marks & Spencer og í júní á þessu ári átti hann í viðræðum við Woolworths án árangurs. BBC segir að talið sé að hann sé að velta fyrir sér að gera tilboð í Littlewood’s-fata- verslanirnar. Baugur hækkaði um 2,9% í 57 milljóna króna viðskiptum í Kaup- höll Íslands í gær. Gengi bréfa fé- lagsins er nú 8,85. Baugur styður yfir- tökutilboð í Arcadia                                                                                              !"#" $!$"%  $"# &!'#  &("  $    &&!#") %!'&"  &!& ( )$*(+ &* (  ! "! #! #! "! ! # ! "! !  ! !       $ % &'   % &'   % &'       $          $   REKSTUR Samherja hf. og dóttur- félaga skilaði 1.755 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum árs- ins. Á sama tímabili í fyrra varð 345 milljóna króna tap af rekstrinum. Batinn nemur 2,1 milljarði króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, EBITDA, var rúmir 2 milljarðar króna eða ríflega 28% af rekstrartekjum samanborið við tæpa 1,5 milljarða í fyrra eða 25%. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 7,2 milljörðum króna á fyrri hluta ársins og er það nær 20% aukning frá sama tímabili í fyrra, rekstrargjöldin jukust um tæp 15% og voru 5,2 milljarðar króna. Fjár- magnsliðir voru jákvæðir í ár um 614 milljónir króna og munar þar mestu um gengishagnað upp á 762 milljónir króna sem rekja má til styrkingar ís- lensku krónunar á tímabilinu. Bati fjármagnsliða á milli ára nemur rúmum 1,8 milljörðum króna. Eigið fé Samherja nam í lok júní rúmum 7,8 milljörðum króna en var um sl. áramót 6,2 milljarðar. Eigin- fjárhlutfall er 37,1% en var 34% um áramót. Veltufé frá rekstri fyrstu sex mánuði ársins var rúmir 1,6 milljarðar króna miðað við tæpa 1,2 milljarða í fyrra. Samstæðan hefur hætt að beita verðleiðréttum reikningsskilum en hefði sömu reikningsskilaaðferðum verið beitt og árið áður hefði hagn- aður félagsins verið 58 milljónum króna hærri auk þess sem eigið fé fé- lagsins væri 175 milljónum króna hærra. Í tilkynningu frá félaginu segir að miðað við óbreyttar forsendur, verði framlegð seinni hluta ársins lakari en gert var ráð fyrir í upphafi. Brugðist hefur verið við þróun á gengi krónunnar og ýmsar ráðstaf- anir verða gerðar í rekstri til að mæta tekjusamdrætti. Áætlanir gera ráð fyrir að hagnaður félagsins á árinu verði um 2,2 milljarðar króna miðað við óbreyttar forsendur, að því er segir í tilkynningu. Afkoma Sam- herja batnar um rúma 2 milljarða KAUPHÖLLIN í New York ætlar að opna fyrir viðskipti einni og hálfri klukkustund síðar 11.september nk. Kauphöllin verður opnuð kl. 11:00 að morgni þann dag í stað kl. 9:30 eins og venja er. Í yfirlýsingu frá NYSE er haft eft- ir yfirmanni kauphallarinnar að hann telji að það sé við hæfi að þögn ríki í kauphöllinni á meðan minning- arathafnir um fórnarlömb hryðju- verkaárásanna á New York og Washington 11.september sl. fara fram um öll Bandaríkin. NYSE opnuð seinna 11. september HEILDAREIGNIR sameinaðs fé- lags Eignarhaldsfélagsins Alþýðu- bankans hf. og Þróunarfélags Ís- lands hf. nema ríflega 11,8 milljörðum króna, verð af samruna. Stjórnir beggja félaga hafa sam- þykkt samrunaáætlun sem lögð verður fyrir á hluthafafundum á næstunni. Hlutafé sameinaðs félags verður rúmir 2,4 milljarðar króna að nafn- virði, þar af er hlutafé EFA um 1,3 milljarðar króna og hlutafé ÞFÍ tæp- ur 1,1 milljarður að nafnvirði. Eigin hlutabréf munu verða 214 milljónir við samrunann. Í efnahagsreikningi sameinaðs félags kemur fram að heildareignir EFA nema nú tæplega 6,9 milljörðum króna en heildareign- ir ÞFÍ um 5,3 milljörðum króna. Samrunafærslur sem koma til frá- dráttar eignum nema um 332 millj- ónum króna. Fram hefur komið að stjórnir fé- laganna hafa komið sér saman um að hluthafar í EFA verði eigendur 55% hlutafjár og hluthafar í ÞFÍ eigi 45% hutafjár. Við ákvörðun á skiptahlut- falli var litið til markaðsverðs á hlutabréfum í félögunum jafnframt því sem lagt var mat á hreina eign þeirra í júnílok 2002, að því er fram kemur í samrunaáætlun félaganna. Verð á hlut í ÞFÍ var 1,8 krónur í júnílok og hafði lækkað um rúm 12% frá áramótum. Gengi bréfa í EFA var 1,86 krónur á hlut í júnílok og hafði hækkað um 20% frá áramótum. Tæplega 12 millj- arða króna samruni HINN nýi forstjóri frönsku fjölmiðla- samsteypunnar Vivendi Universal, Jene-Rene Fourtou, reynir nú allt hvað hann getur til að sannfæra hlut- hafa og starfsmenn fyrirtækisins um að honum takist að leysa vanda þess. Verð hlutabréfa í Vivendi féll um 45% í síðustu viku eftir að slæm afkoma fyrirtækisins á fyrri hluta árs var birt og ekki tókst að ganga frá 3 milljarða evra láni til greiðslu á skammtíma- skuldum félagsins. Vivendi tapaði 12,3 milljörðum evra á fyrri hluta ársins eða sem svarar til rúmlega 1.000 milljarða íslenskra króna. Skuldir félagsins námu í júní- lok 35 milljörðum evra, en tilkynnt hefur verið að félagið muni selja eign- ir að verðmæti um 10 milljarðar evra til að grynnka á skuldunum. Fourtou hefur sent hluthöfum og starfsfólki Vivendi opið bréf þar sem hann segir félagið ekki lengur á barmi gjaldþrots, gengið hafi verið frá láni upp á 1 milljarð evra og viðræður um frekari lánafyrirgreiðslur fyrir sept- emberlok standi yfir. Fourtou sagðist hafa látið gera greiningu á félaginu sem sýni að virði eigna þess sé tals- vert hærra en skuldirnar. Hann bætti við að með aðhaldssamri stjórnun mætti enn auka á virði þessara eigna. Reynt að róa hluthafa í Vivendi Universal Reuters Jean-Rene Fourtou, forstjóri Vivendi. FISKISTOFA svipti 19 skip leyfi til veiða í atvinnuskyni í júlímánuði síðastliðnum. Þar af voru 12 skip svipt veiðileyfi vegna afla umfram veiðiheimildir en sjö þeirra; Bliki BA, Austurborg SH, Farsæll GK, Garpur HU, Vestri BA, Ransý GK og Óskar AK fengu leyfið að nýju eftir að aflamarksstaða skipanna var lagfærð. Leyfissvipting Hafarn- ar VE gildir hinsvegar þangað til aflamarksstaða skipsins verður lag- færð. Þá gildir leyfissvipting fjög- urra skipa áfram í tvær vikur eftir að aflamarksstaða þeirra hefur ver- ið lagfærð vegna ítrekaðra leyfis- sviptinga en skipin eru Ver RE, Sigurbjörg SH, Sæberg ÁR og Jóka RE. Þá hefur Fiskistofa svipt Aust- urborg SH, Mugg EA, Kópanes, Skjöld KE og Elínu GK veiðileyfi í tvær vikur vegna vanskila á frum- riti úr afladagbók vegna veiða í júní. Ennfremur voru tvö skip svipt veiðileyfi í tvær vikur vegna brott- kasts á afla; Hafnarey SF vegna brottkasts á hluta af humar- og langflúruafla og Heimaey VE vegna brottkasts á hluta af karfa-, sand- kola-, og skrápflúruafla skipsins. 19 skip svipt veiðileyfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.