Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Matthildur Guð-mundsdóttir fæddist á Núpi í Fljótshlíð 1. nóvem- ber 1925. Hún lést á heimili sínu mánu- daginn 12. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Guð- mundsson bóndi á Núpi, f. 5. október 1883, d. 11. apríl 1970, og Katrín Jón- asdóttir húsfreyja á Núpi, f. 1. febrúar 1896, d. 6. október 1983. Matthildur var þriðja í röð- inni af tíu systkinum. Þau eru: 1) Guðmunda, f. 29. apríl 1923, fyrri maki Guðmann Sigurjói Sigfússon f. 27. mars 1914, d. 17. febrúar 1982, þau eiga tvær dætur, seinni maki Guðjón Guðmundsson, f. 5. ágúst 1926, d. 23. mars 2002. 2) Ragnheiður, f. 15. júní 1924, maki Magnús Einarsson, f. 13. maí 1919, d. 4. júní 1992, þau eiga fjögur börn. 3) Kristín, f. 18. febrúar 1927, maki Ólafur Sigurjónsson, f. 27. febrúar 1924, d. 26. mars 1999, þau eiga sjö börn. 4) Jónas, f. 4. júní 1928, maki Vilborg Á. Björgvins- dóttir, f. 11. janúar 1929, d. 25. mars 1984, þau eiga tvö börn. 5) Sigurður Guðmundsson, f. 26. maí 1930, maki Ágústa Þórhildur Sig- urðardóttir, f. 8. ágúst 1930, þau eiga fimm börn. 6) Sigursteinn, f. 30. júní 1931, maki Oddný Þorkels- dóttir, f. 30. janúar 1935, þau eiga tvær dætur. 7) Sigríður, f. 14. júní 1935, maki Guðjón Emilsson, f. 14. júní 1932, þau eiga fjögur börn. 8) Auður, f. 25. júlí 1936, maki Jó- hannes Jóhannesson, f. 28. júlí 1933, þau eiga tvær dætur. 9) Högni, f. 30. júní 1938, maki G. Ing- unn Óskarsdóttir, f. 28. maí 1937, þau eiga þrjú börn. Uppeldissystir þeirra er Unnur, f. 10. júlí 1935, maki Hrafnkell Sigurjónsson, f. 5. desember 1939, þau eiga fimm börn. Matthildur giftist árið 1970 Þórarni A. Magnússyni tollverði og síðar tollfulltrúa, f. 20. janúar 1934 í Bolungarvík. For- eldrar hans voru Hallfríður Dagmar Sölvadóttir ljósmóð- ir, f. 2. október 1905, d. 8. ágúst 1989, og Magnús G. Guðmundsson kaupmaður, f. 6. nóvember 1896, d. 24. apríl 1964, bæði ættuð frá Bíldudal. Systir Þórarins er Rúna Magnúsdóttir Schröder, f. 19. febrúar 1937, bú- sett í Hamborg, maki Werner Schröder prentsmiðjustjóri, f. 25. maí 1924, þau eru barnlaus. Börn Þórarins frá fyrra hjóna- bandi eru Hallfríður Dagmar, f. 3. júní 1956, búsett í Þýskalandi, hún á þrjú börn, og Friðrik Sölvi, f. 9. apríl 1960, búsettur á Höfn í Hornafirði, hann á fimm dætur. Matthildur ólst upp hjá foreldr- um sínum á Núpi í Fljótshlíð. Hún fór ung að vinna fyrir sér og réðst til starfa við karlmannafatasaum hjá Stolzenwald klæðskera á Hellu. Matthildur flutti til Reykja- víkur um tveimur árum síðar og hélt áfram að vinna við saumaskap hjá klæðskerum í borginni. Síðar söðlaði hún um og hóf störf í Prent- smiðju Jóns Helgasonar sem síðar sameinaðist Prentsmiðjunni Gut- enberg og þar lauk hún starfsævi sinni. Útför Matthildar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Í dag kveðjum við elskulega móðursystur okkar Matthildi eða hana Mattý eins og hún var kölluð af sínum nánustu. Við eigum bágt með að trúa því að hún sé farin, því að lífsviljinn var ótrúlega sterkur. En því miður þurfti hún að lúta í lægra haldi fyrir vágestinum mikla, krabbameini. Hún hélt reisn sinni fram á síðasta dag og gat notið þess að vera heima. Þar naut hún ástar og umhyggju eiginmanns síns Þórarins, sem með dyggri aðstoð Heimahlynningar Krabbameins- félagsins gat hugsað um hana fram til síðustu stundar. Mattý fæddist og ólst upp í for- eldrahúsum og stórum systkina- hópi á Núpi í Fljótshlíð. Vart er hægt að hugsa sér fegurri stað til að alast upp á. Gróðursæld með af- brigðum og fjölbreytilegt landslag með grasi grónum klettum og ein- um stærsta ofanjarðarhelli á Ís- landi. Þótt efnin væru ekki mikil að veraldlegum gæðum ríkti ávallt mikil samheldni og glaðværð. Sveigjanleiki og umburðarlyndi voru áberandi þættir í uppeldinu á Núpi. Mikil virðing ríkti þó í garð afa og ömmu, enda margir sem vöndu komur sínar þangað. Minn- ingar fljúga gegnum hugann þegar litið er aftur. Gaman var að hlusta á Mattý rifja upp æskuárin sín og henni var ofarlega í huga hvað gaman var að alast upp í stórum systkinahópi. Þar var oft glatt á hjalla og líf í tuskunum. Mikið var sungið og fastur liður var að dansa „mjaltadansinn“ áður en farið var í fjósið. Heimilið á Núpi var mjög mynd- arlegt og var hvers konar hand- verk í hávegum haft. Guðmundur afi var listasmiður og liggja eftir hann fagrir silfurgripir. Katrín amma var mikil hannyrðakona og meðal annars var hún fengin til að sauma íslenska þjóðbúninginn fram á síðari ár. Mattý átti ekki langt að sækja myndarskapinn og því lá það beinast við að hún færi að vinna við saumaskap. Ríkust er minningin um Mattý sjálfa sem persónu. Hún var mikl- um mannkostum gædd, hafði ein- staka persónutöfra, var skemmti- leg, falleg og mikil dama. Þeim eiginleikum hélt hún fram í andlát- ið. Á bernskuárum okkar systra vorum við svo lánsamar að Mattý bjó á heimili foreldra okkar. Milli Mattýjar og okkar allra ríkti vænt- umþykja og vinátta. Þótt þær syst- ur væru ólíkar að upplagi bættu þær hvor aðra upp. Því þótti það alltaf sjálfsagt þegar foreldrar okk- ar skiptu um húsnæði að pláss væri fyrir Mattý. Hún átti ekki börn en við nutum þess að vera „stelpurnar hennar“, og ber önnur okkar nafn hennar, sem hún var afar stolt af. Mattý var mikill gleðigjafi. Hún var kát og hláturmild og gat komið fólki í kringum sig í gott skap. Við minnumst þess hversu gott var að eiga hana að og hvað hún sýndi okkar málum mikinn áhuga. Nota- legar stundir með Mattý eru ógleymanlegar, hún las gjarnan fyrir okkur, kenndi okkur kvæði og sagði sögur m.a. frá æskuárunum á Núpi. Ósjaldan var stiginn dans á stofugólfinu eftir dillandi danslög- um útvarpsins. Alltaf hafði hún tíma og ómælda þolinmæði og ekki minnumst við að hún hafi nokkurn tíma „skammað“ okkur. Mattý var sérfræðingur í pukri og leyndar- málum og átti auðvelt með að gera hlutina spennandi. Þessi eiginleiki naut sín vel um jólin og henni tókst oft að gera okkur systur mjög for- vitnar. Það var eftirvænting fyrir hver jól því gjafir frá henni voru ávallt valdar af mikilli natni og alúð og margar hverjar fylgja okkur enn. Við systur vorum eigingjarnar á Mattý. Eitt sinn var hún að sauma pils sem hún sagði vera fyr- ir dóttur vinkonu sinnar og var önnur okkar nú ekki sátt við að hún væri að sauma á aðra stelpu og gerði mikið úr því hvað sér þætti pilsið ljótt. Því var lítil stúlka skömmustuleg þegar hún tók upp jólapakkann með pilsinu fallega sem hana hafði auðvitað langað sjálfa í. Svona „leikandi stríðni“ átti vel við Mattý frænku. Gullár Mattýjar hófust árið 1970 þegar hún fór í siglingu með Gull- fossi. Þar sem hún gekk upp land- ganginn tók á móti henni farar- stjórinn Þórarinn sem síðar varð eiginmaður hennar. Þegar augu þeirra mættust var framtíð þeirra ráðin. Þetta var upphaf þeirra kynna. Þau giftu sig árið 1971 og hófu búskap fyrst í Hamrahlíðinni og síðar á Háaleitisbraut. Þetta var hamingja í lífi Mattýjar en sökn- uðurinn var mikill hjá litlu nöfnu þegar hún flutti burt af heimili hennar. Vitanlega var það stór stund í lífi hennar að eignast sitt eigið heimili og lagði hún mikla al- úð við að gera það fallegt og nota- legt og naut þar dyggrar aðstoðar Þórarins. Vinátta, virðing og ást- ríki ríkti á milli þeirra hjóna og leið þeim sérstaklega vel í návist hvors annars. Mattý var mikill fagurkeri og naut þess að hafa fallega hluti í kringum sig. Fram á síðasta dag var hún að hugsa um að punta sig og heimili sitt. Ekki voru þó ein- ungis veraldlegir hlutir sem áttu hug hennar. Hún hafði yndi af lestri góðra bóka og þá sérstaklega ljóðum og ævisögum og kunni ut- anað heilu ljóðabálkana. Hún stundaði jógaleikfimi síðari ár og er það dæmi um hvað hún lagði mikið á sig til að bæta heilsuna. Mattý og Þórarinn hafa ferðast víða um heim. Farið var utan a.m.k. einu sinni til tvisvar á ári. Þýskaland var þeim þó ávallt of- arlega í huga og því margar ferðir farnar þangað til Rúnu, systur Þór- arins, og eiginmanns hennar Wern- ers. Sérlega mikil vinátta hefur verið milli systkinanna og maka þeirra, sem lýsir sér m.a. í því að þau hafa ætíð haft mikið samband þrátt fyrir fjarlægðina. Okkur er ofarlega í huga þakk- læti til Heimahlynningar Krabba- meinsfélagsins. Einnig sérstakt þakklæti til Kristínar systur Matt- ýjar sem veitt hefur þeim ómet- anlega aðstoð. Þórarni sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Við kveðjum Mattý frænku með miklum söknuði og segjum eins og hún var vön að heilsa og kveðja á sinn skemmtilega hátt: „Elskan mín, vertu marg, marg, marg blessuð og sæl.“ Þínar stelpur, Matthildur og Katrín. Elskuleg systir mín er látin eftir stutta en snarpa baráttu við ill- vígan sjúkdóm, baráttu sem hún háði af miklum dugnaði og æðru- leysi. Alltaf var vonin um að allt batnaði til staðar en maðurinn með ljáinn hafði betur. Eiginmaður hennar, Þórarinn, stóð við hlið hennar eins og klettur og sýndi MATTHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR 6               56C)' () %# +#    !   & ,  !    7    )+   **+ : 2  *D+1" #  #+  +# / "  *D+1" # >   " +#  224# 2224$ , -       &    &   & :/ 05 5'05( 6 . *3  " "6   " %<" = D>#    "         1  %&'  & &  &     ! &'   )*   8++ 9       &7    7   !   "    "  "    &           : +3 # 0   "$: +3 # 0  # %+"E$: +3 # : +3 /$: +3 # 0 1   / !%$:$ *   E *   # 224$ 6       &-   (     E0)  /<" " FG .*3> * &  0  &'   )  0      9   ! &'    )*   **+ :  &7'    ! 7   !    ;      !'      ,3 ! 7 < 81+ 85++= !*    )  # (  # /34 (4     :     !  B# :  %34  *  # E   )   #        # " "# >  $ 6      &     &   &    & /0  05( D D    " .>  "   > .*3> * :#  -8   . /     &'   >   >    / # / %3  "/ #  !  E1 / # +   / # )    224# 2224$ , -          (       /'5E    6; ()  1> ,H .*3> *       . /   .       1   " "3# >  "#  "  ! "# "234 &   " > #  35   + "$>     6. "#   !  4* I # &  !#$ EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.