Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 39
✝ Sigríður Guð-mundsdóttir
fæddist í Arabæj-
arhjáleigu í Gaul-
verjabæjarhreppi í
Árnessýslu 20. sept-
ember 1927. Hún lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Eir 9. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Guð-
mundur Jónasson,
bóndi í Arabæjarhjá-
leigu og síðar verka-
maður í Reykjavík, f.
17. nóvember 1887,
d. 9. nóv. 1961, og Jó-
hanna Helgadóttir húsfreyja, f.
28. maí 1891, d. 8. mars 1965.
Systkini Sigríðar eru: 1) Herdís
húsmóðir, f. 1925, d. 1992, maki
Guðbjörn Guðmundsson bygg-
ingameistari, f. 1920, d. 1999.
Dætur þeirra eru Jóhanna og Þur-
íður. Barnabörnin eru sex. 2) Jó-
hannes verkfræðingur, f. 1928,
maki Guðrún Tómasdóttir ritari,
f. 1929. Börn þeirra
eru Tómas, Helgi,
Sigríður og Guð-
mundur. Barnabörn-
in eru tólf. 3) Helgi,
f. 1932, d. 1937. 4)
Anna hússtjórnar-
kennari, f. 1933.
Fjölskyldan bjó í
Arabæjarhjáleigu í
Gaulverjabæjar-
hreppi til ársins
1938 en flutti þá til
Reykjavíkur. Sigríð-
ur stundaði nám í
farskóla í sveitinni
fyrstu árin, síðan var
hún í Miðbæjarskólanum í Reykja-
vík og fór síðan í Kvennaskólann í
Reykjavík og lauk þaðan burtfar-
arprófi. Hún starfaði við skrif-
stofustörf, lengst á skrifstofu
Morgunblaðsins, eða frá 1948 til
1997.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Elsku Sigga. Mig langar að skrifa
um þig nokkur minningarorð. Þú
fylgdist með mér vaxa úr grasi og
hefur alltaf viljað mér og mínum
það besta. Það var spennandi að fá
frá þér póstkortin frá útlöndum
þegar ég var lítil stelpa og oft fékk
ég fallegar þjóðbúningadúkkur og
annan glaðning við heimkomuna.
Þú varst í öllum mínum afmælum
og jólin byrjuðu ekki fyrr en þú
komst ásamt Önnu.
Menntaskólaárin bjó ég hjá ykk-
ur Önnu og árin á Reynimelnum
voru mjög góður tími. Á heimili
ykkar ríkti reglusemi og þið Anna
sannarlega dekruðuð við mig. Þú
varst alla tíð mjög notaleg í fasi,
blíð og góð, og ég man ekki til þess
að þú hafir nokkru sinni skipt
skapi. Þú sagðir skemmtilega frá og
hafðir góðan húmor, en aldrei var
það á kostnað annarra.
Alltaf hafðir þú áhuga á að fylgj-
ast með því sem ég var að gera
hverju sinni.
Eftir að strákarnir mínir fæddust
varst þú þeim í raun sem amma og
hafðir gaman af að fylgjast með
þeim vaxa úr grasi. Þú varst stolt
að sýna strákana þegar ég kom
með þá í heimsókn á Eir.
Þú varst stálminnug allt til síð-
asta dags og fylgdist mjög vel með
fréttum og því sem var að gerast í
þjóðfélaginu, þ.e. ef ég missti af
fréttum gat ég alltaf spurt þig.
Með kæru þakklæti.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þín
Þuríður.
Í dag verður borin til hinstu hvílu
Sigríður Guðmundsdóttir, föður-
systir okkar. Sigga frænka var fast-
ur punktur í uppvexti okkar systk-
inanna. Hún var sjálfsagður gestur
í afmælum og öðrum fjölskylduboð-
um og sýndi okkur og öðrum systk-
inabörnum sínum mikla ræktar-
semi.
Sigga frænka var smágerð og
hæglát og þeir sem kynntust henni
kunnu vel að meta nærveru hennar
og ágæta kímnigáfu.
Þær eru ófáar gjafirnar, valdar af
natni og umhyggjusemi, sem við
fengum frá henni á afmælum og jól-
um og börn okkar eftir að við kom-
umst á fullorðinsár. Hún gaf Ingu
frænku sinni upphlut sinn sem Inga
fermdist í á síðasta ári. Minnisstætt
er hvað Sigga var ánægð að sjá
hana í upphlutnum þegar Inga
heimsótti hana á fermingardaginn.
Okkur þótti vænt um hvað Sigga
fylgdist náið með lífshlaupi ættingja
sinna. Hún fylgdist á hverjum tíma
með skólagöngu barna okkar og
hvaða áhugamálum þau sinntu.
Þessi áhugi hélst eftir að hún flutt-
ist á hjúkrunarheimilið Eir og heils-
unni fór að hraka.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Hvíl þú í friði kæra frænka.
Tómas, Helgi, Sigríður og
Guðmundur Þorri.
Elsku Sigga frænka. Okkur lang-
ar að minnast þín með þakklæti í
huga. Alltaf vildir þú vita hvernig
gengi hjá okkur í skólanum sem og
öðru sem við vorum að takast á við
í það og það skiptið.
Jóla- og afmælisgjafirnar frá þér
voru valdar af mikilli smekkvísi.
Þeim var pakkað inn á þinn sér-
staka hátt. Þú notaðir aldrei lím-
band heldur var bundið með bandi í
stíl við pappírinn.
Nú er þínu veikindastríði lokið og
hefur þú nú fengið kærkomna hvíld.
Við vitum að þú ert hjá Guði.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Þín frændsystkini
Hafsteinn, Herdís
og Anna Björk.
Mín fyrstu kynni af Siggu voru
fljótlega eftir að ég kynntist Þurý
konunni minni, sem er systurdóttir
Siggu. Þurý bjó þá í herbergi hjá
Siggu og Önnu systur hennar á
Reynimel 36. Fljótlega upp úr því
leigðum við gegn vægu gjaldi kjall-
arann hjá þeim. Þarna bjuggum við
í rúm sex ár og leið mjög vel í ná-
býlinu við Siggu og Önnu. Þær
systur vildu hag okkar sem mestan.
Okkur var reglulega boðið í mat og
matarboðin voru nær alltaf þá daga
sem ég átti að elda, sem ég var að
sjálfsögðu sérstaklega ánægður
með. Eftir að strákarnir okkar
fæddust var Sigga þeim sem amma.
Sigga var vanaföst, reglusöm og
sjálfri sér nóg. Allt var í föstum
skorðum bæði hvað varðaði heimilið
og vinnuna. Hún var hlédræg en
hjartahlý. Ég man ekki eftir því að
Sigga hafi hallmælt nokkrum
manni.
Heilsu Siggu hrakaði ört síðustu
ár. Það er mikil synd að hún skuli
ekki hafa getað notið elliáranna
sem hún átti sannarlega skilið. Síð-
asta misseri leið hún miklar kvalir
sem gott er að sé lokið. Heiðarleiki,
góðvild og einlægni einkenna minn-
ingu hennar.
Siggu bíður örugglega gott hlut-
skipti á öðru tilverustigi.
Takk fyrir allt Sigga mín og hvíl í
friði.
Torfi Markússon.
Elsku Sigga frænka. Það var allt-
af svo gaman að fara með mömmu
og heimsækja þig á Hjúkrunar-
heimilið Eir. Það vara gaman að
tala við þig og hitt fólkið á Eir. Ég
tók stundum með mér dót til að
leika mér og sýna þér. Ég fékk oft
djús að drekka og stundum einnig
köku.
Takk fyrir allar fínu afmælis- og
jólagjafirnar sem þú gafst mér.
Nú ert þú orðin engill á himn-
inum.
Hér er bænin mín sem ég fer
alltaf með á kvöldin.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Þinn
Davíð Þór.
Mér er bæði ljúft og skylt að
minnast hennar Siggu skólasystur
minnar. Við vorum sessunautar í þá
fjóra vetur sem námið í „Kvennó“
tók, og bar aldrei skugga á þá sam-
veru okkar.
Sigga var einstaklega prúð og
samviskusöm í alla staði og vand-
virk svo af bar. Hún hafði lúmskt
gaman af ýmsum uppátækjum okk-
ar bekkjarsystra og brosti á sinn
hógværa hátt að tiltektum okkar.
Sigga varði starfsævi sinni sem
bókari á Morgunblaðinu og kölluðu
sumir samferðamannanna hana
„Siggu á Mogganum“.
Hún varði frítíma sínum oft og
iðulega í ferðalög, enda hafði hún
yndi af að ferðast og fræðast um
ókunn lönd og kynnast menningu
þeirra. Henni varð á orði eftir að
hún veiktist: „Ég ferðast líklega
ekki meira.“
Sigga var búin að vera veik og
sárþjáð í langan tíma. Það var svo
margt sem hana langaði að gera.
Hún naut þess að hitta okkur skóla-
systurnar þegar við komum saman
af hinum ýmsu tilefnum, en und-
anfarin ár urðum við að vera án
hennar.
Við þökkum henni liðnar sam-
verustundir og vottum henni virð-
ingu okkar.
Aðstandendum hennar vottum
við okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning hennar.
Þóra Þorleifsdóttir.
Sérhverju fyrirtæki er nauðsyn-
legt að hafa traustu starfsfólki á að
skipa, enda getur það skipt sköpum
fyrir það í nútíð og framtíð. Morg-
unblaðið hefur frá upphafi notið
þess ríkulega að hafa slíkt starfs-
fólk í þjónustu sinni, eins konar
burðarása í starfsemi fyrirtækisins.
Þetta fólk, þessir burðarásar, hefur
staðið með blaðinu í gegnum þykkt
og þunnt og sýnt því fádæma holl-
ustu. Í nærri níutíu ára sögu Morg-
unblaðsins eru margir sem standa
undir því að teljast til burðarás-
anna. Einn þeirra er Sigríður Guð-
mundsdóttir, sem um nær hálfrar
aldar skeið helgaði fyrirtækinu
krafta sína og í hennar huga kom
ekki til greina að vinna annars stað-
ar. Þótt hún ynni störf sín í kyrrþey
var hún svo mikilvægur hlekkur í
rekstri blaðsins, að í hugum gam-
alla Morgunblaðsmanna er hún einn
af þeim sterku þráðum, sem litrík
Morgunblaðsmyndin er ofin úr.
Sigga, eins og hún var kölluð af
samstarfsmönnum, var mætt á
skrifstofunni á hverjum morgni á
slaginu klukkan níu – eða bókhald-
inu, eins og gjarnan var sagt í dag-
legu tali starfsmanna. Samvizku-
semi í störfum og nákvæmni var
aðal Siggu og fátt lét hún slá sig út
af laginu. Samstarfsmönnum sínum
sýndi hún umburðarlyndi, hjálp-
semi og vinsemd. Hún fylgdist með
vegferð þeirra og fjölskyldna af
áhuga. Sigga var ekki aðeins vinsæl
meðal félaga sinna vegna hæversku
sinnar og lítillætis heldur naut hún
alla tíð mikils trausts framkvæmda-
stjórnar Árvakurs, útgáfufélags
Morgunblaðsins, svo og eigenda
þess.
Hver kynslóð Morgunblaðs-
manna á fætur annarri minnist
Siggu af hlýhug og þakkar sam-
fylgdina, stutta eða langa eftir at-
vikum. Fjölskyldu hennar og ást-
vinum eru að leiðarlokum sendar
hugheilar samúðarkveðjur Morgun-
blaðsins og Morgunblaðsmanna.
Björn Jóhannsson.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf
bætast nýir hópar í skörðin.
(Tómas Guðmundsson.)
Látin er heiðurskonan Sigríður
Guðmundsdóttir eftir nokkurra ára
erfið veikindi.
Báðar kynntumst við Sigríði á
vinnustað okkar, Morgunblaðinu,
fyrir á fjórða tug ára, þar sem hún
gegndi ábyrgðarstörfum í tæp 50
ár, en auk þess að vera vinnufélag-
ar voru Lilja, önnur undirritaðra og
Sigríður nágrannar í fjölda ára.
Sigríður lét af störfum árið 1997
en samband okkar við hana hélt
áfram eftir það og fyrir það erum
við þakklátar.
Sigríður var hæglát kona og
traust, hafði gott skopskyn og góða
frásagnargáfu og nutum við þess
oft að heyra hana segja skemmti-
legar sögur frá fyrri árum hennar á
Morgunblaðinu. Hún var einhleyp
og barnlaus en hélt heimili með
Önnu systur sinni, henni þótti mjög
vænt um og hafði gott samband við
systkinabörn sín og börn þeirra.
Við fylgdumst með þegar hún á
hverju hausti fór að huga að jóla-
gjöfum fyrir ættingjana, hvað
myndi henta hverjum og þar fylgdi
svo sannarlega hugur verki. Sigríð-
ur ferðaðist mikið erlendis í fríum
sínum, fór í margar skemmtilegar
ferðir og fengum við að njóta frá-
sagnar hennar þegar heim kom.
Hún var hafsjór fróðleiks og stál-
minnug og kom það sér oft vel hjá
okkur vinnufélögum hennar þegar
okkur vantaði upplýsingar t.d. var
oft spurt: Sigga, í hvaða sýslu er
hinn og þessi staður og aldrei stóð á
svari.
Að lokum viljum við þakka henni
samfylgdina og kveðjum hana með
virðingu.
Ástvinum hennar vottum við okk-
ar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning heiðurskon-
unnar Sigríðar Guðmundsdóttur.
Lilja Leifsdóttir,
Margrét Ólafsdóttir.
Í dag kveðjum við fyrrum sam-
starfskonu okkar Sigríði Guð-
mundsdóttur.
Við störfuðum með henni á skrif-
stofu Morgunblaðsins, sumar til
margra ára, aðrar skemur. Hún er
sú sem hefur uppfrætt okkur öðr-
um fremur um Morgunblaðið og
starfsmenn þess fyrr og síðar, enda
með næstum fimmtíu ára starfs-
aldur að baki.
Við minnumst hennar fyrir
vinnubrögðin, sem einkenndust af
nákvæmni og snyrtimennsku og
voru til fyrirmyndar, og skemmti-
legar frásagnir sem enduðu oftar en
ekki með hlátursköstum og ánægju-
legri samverustund utan vinnutíma.
En handan við fjöllin
og handan við áttirnar og nóttina
rís turn ljóssins
þar sem tíminn sefur.
Inn í frið hans og draum
er förinni heitið.
(Snorri Hjartarson.)
Við vottum fjölskyldu hennar
samúð okkar og kveðjum hana með
virðingu og þakklæti í huga.
Samstarfskonur á skrifstofu
Morgunblaðsins.
SIGRÍÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
www.solsteinar.is sími 564 4566
Legsteinar
í Lundi
við Nýbýlaveg, Kópavogi
% & 5
5 ()
0
"!
"
-
&'
>
# %.
+ 2 #
2242224
# 22224$
&
0
5'
()
6#4 =
/
"
.
0
&'
>
"'
"!6 /3 +>#
6 0 "#$
,-
6(/J
/>> *
.
/
&'
>
2
&'
3
"2#
#
"2
# 224$