Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ HANN er mikill föðurlandsvinur, land- búnaðarráðherrann. Ann greinilega því, sem íslenskt er, landi, dýrum og mönnum. Stendur vörð um vel- ferð alls þessa. Hefur dálæti á ís- lenska hestinum og er tíðrætt um kosti hans og mögulega gjaldeyr- isöflun í tengslum við þá kosti þarfasta þjónsins. Svo mikla trú hefur hann á hest- inum, að ætla má að ekki sé fjarri honum, að sækja erlenda gesti sína í Leifs- stöð á jörpum, löðursveittum gæð- ingum í stað kolsvartra og gljáandi eðalvagna. Ráðherrann er enda vanur hestamaður og hefur fallega ásetu. Þá hefur hann greinilegt dálæti á íslenskri tungu. Kveður fast og skýrt að. Orðaval er oft með ágæt- um og tungutak, þótt margir af yngri kynslóðinni eigi í fullu tré með að skilja allt sem hann segir. Hin kjarnyrta og orðríka íslenska eldri kynslóð hefur, því miður, orðið að láta í minni pokann, að einhverju leyti, vegna erlendra áhrifa. Ráðherrann þykir hinn skemmti- legasti maður og mun hrókur alls fagnaðar á mannamótum, hvar hann mun oftlega hafa farið á kost- um í ræðu og söng. Þá er öllum ljóst að landbún- aðarráðherrann ber miklar og já- kvæðar tilfinningar í garð íslenskr- ar náttúru. Vill gjarnan, að við umhverfi okkar og náttúruperlum sé hróflað sem minnst, þannig að fuglar landsins og önnur kvikindi hrekist ekki af hefðbundnum slóð- um sínum. Né heldur vill hann sökkva hálendisgróðri í virkjanalón nema að takmarkaðri hæð eða hvað? Hann virðist því tiltölulega sáttur við virkjunaráætlanir í óbyggðum, þótt hann hafi einhverntíma sagt að ekki komi til greina að sökkva einum fer- metra Þjórsárvera, enda mun Landsvirkj- un væntanlega lofa að passa uppá umhverfið samfara framkvæmd- um og eftir þær. Nautgriparæktin fer ekki varhluta af um- hyggju ráðherrans fyrir íslenskum kúm, en hann mun jafnvel hafa kysst eina slíka á almannafæri að lokinni innbyrðis fegurðarsam- keppni kúa. Ef rétt er munað heim- ilaði hann fyrst innflutning norskra fósturvísa í íslenskar kýr en breytti síðan um skoðun og lagði bann við þótt ljóst hafi verið að auka mætti hagkvæmni í nautgriparækt með slíkum kynbótum. En það er erfitt að mæta óskum allra hagsmuna- hópa, sem að ráðherranum sækja, einkum ef þeir eru á öndverðum meiði. Neyslustýring og kvótastýring á innflutningi grænmetis og kjúk- lingakjöts leika í höndum ráð- herrans, sem hefur þetta allt undir öruggri stjórn með hagsmuni ís- lenskra framleiðenda jafnt og neyt- enda að leiðarljósi. Hann lætur ekki bilbug á sér finna þótt að honum vegi þungavigtarmenn í hópi kaup- manna, sem sjá auðvitað fleiri krón- ur koma í vasann, njóti þeir frelsis til óhefts innflutnings á „landbún- aðarvörum“. Umhyggjan fyrir hag neytenda og framleiðenda er öllum ljós. Ekki síst nú nýlega þegar ráðherrann hafnaði beiðni Markaðsráðs um sölu lambakjöts um aukið magn ís- lensks lambakjöts til útflutnings. Mörg undanfarin misseri hefur verið unnið markvisst (?) að mark- aðssetningu þeirrar afurðar erlend- is. Ötull, hugmyndaríkur fram- kvæmdastjóri með mikla reynslu í almannatenglsum hefur unnið baki brotnu beggja vegna hafsins við að tíunda ágæti og hreinleika íslenska lambakjötsins. Hann lætur sig ekki muna um að skjótast á milli Íslands og Bandaríkjann 2–3svar á ári til að tala máli „lambsins“. Skjólstæðing- ar landbúnaðráðherrans, sem réðu framkvæmdastjórann til starfans með fulltingi ríkisvaldsins, hafa haft mikla trú á, að útlenskir menn féllu fyrr eða síðar fyrir hinu dásamlega íslenska fjallalambi, sem drekkur tært lindarvatn á heiðum uppi og rífur í sig ómengaðan íslenskan fjalldrapa. Milljónum er varið árlega til þessa starfs. Þessi viðleitni mun hafa borið þann árangur að efna- meiri erlendir kaupendur hafa smám saman komist á bragð hins íslenska lambakjöts og vilja því kaupa meira af því en áður. Og hvers vegna skyldum við ekki leggja okkur fram gagnvart svo góðum og lofandi framtíðarmark- aði? Það hlýtur að vera eftirsókn- arvert fyrir bændur að selja kröfu- hörðum kaupendum sem eru tilbúnir til að greiða hátt verð fyrir lambakjötið góða. Það kallar á aukna framleiðslu og gæðastýringu. Hvers vegna ekki að leggja aukna áherslu á aukinn útflutning lamba- kjöts þegar landinn torgar ekki meiru? Framleiðsla á lambakjöti hlýtur að flokkast sem hreinn land- búnaður á meðan spyrja má hvort svína- og kjúklingarækt teljist yf- irleitt til landbúnaðar eða „stór- iðju“. En landbúnaðarráðherrann virð- ist annarrar skoðunar nema hann sé flæktur í viðjar úrelts kerfis, sem hann á erfitt með að finna leið- ir út úr. Það má skilja hann sem svo að hann vilji ekki aukinn út- flutning. Ég heyri hann fyrir mér segja með sínum sérstæðu áherslum: „Lambið skal í Landann. Þetta er kraftmikið og hollt kjöt, sem er miklu betur varið í að byggja upp íslenska æsku en að kitla bragð- lauka amerískra milljónera. Mennirnir verða bara að gera söluátak, hér heima, núna í haust, selja meira. Taka sig á í markaðs- starfinu. Auglýsa betur, finna nýjar aðferðir við matseldina. Kýla kjöt- inu í landann hvað sem það kostar. Sölumenn íslenskra landbúnaðaraf- urða þurfa almennt að taka sig á, setja kolamola undir stertinn.“ Það er fjarri mér að ætla að ráð- herrann mæli ekki í fullri alvöru en grun hef ég um að stutt sé í kerskni og stríðni hjá honum á góðri stund. Óneitanlega yrði „flóra“ íslenskra stjórnmálamanna ríkari en ella með tilkomu fleiri manna eins og Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra. Alla vega sperri ég eyru og augu í hvert sinn, sem hann opnar munn- inn í hljóðvarpi eða sést á skjánum. Maðurinn er bráðskemmtilegur. Lambið skal í landann Jón H. Karlsson Sauðfjárrækt Hvers vegna ekki að leggja aukna áherslu á aukinn útflutning lambakjöts, segir Jón H. Karlsson, þegar landinn torgar ekki meiru? Höfundur er framkvæmdastjóri. ORÐIN sem vitnað er í hér að ofan má finna í samkomulagi frá árinu 1981, en þá staðfesti menntamála- ráðherra tillögu Nátt- úruverndarráðs um friðlýsingu Þjórsár- vera. Í því samkomu- lagi er ekki útilokað „…að gera uppistöðu- lón með stíflu við Norðlingaöldu í allt að 581 m y.s., enda sýni rannsóknir að slík lónsmyndun sé fram- kvæmanleg án þess að náttúruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati Náttúruverndar- ráðs.“ Í deilunni um virkjun Jökulsár á Fljótsdal við Eyjabakka vísuðu stuðningsmenn þeirrar fram- kvæmdar oft og einatt til þessa samkomulags, sem þeir sögðu sönnun þess að Eyjabökkum hefði verið fórnað fyrir Þjórsárver. Um það hefði náðst sátt. Gott og vel. Við vitum öll hvernig Eyjabakkadeilan endaði en ég er ekki viss um að fólk hafi almennt gert sér grein fyrir því að Landsvirkjun teldi sig, í ljósi niðurstöðunnar, ekki lengur bundna af samkomulaginu um að skerða Þjórsárver ekki frekar en orðið er. Mat Náttúruverndar ríkisins Náttúruvernd ríkisins (arftaki Náttúruverndarráðs) telur að fyr- irhugað uppistöðulón Landsvirkj- unar við Norðlingaöldu í Þjórsár- verum rýri náttúruverndargildi veranna óhæfilega. Það kemur skýrt fram í umsögn Náttúruvernd- ar til Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum Norð- lingaölduveitu. Í umsögn sinni tek- ur Náttúruvernd ríkisins undir álit meirihluta Þjórsárveranefndar frá því í maí sl. Þar segir m.a.: „Þjórs- árveranefnd beinir því til Náttúru- verndar ríkisins að heimila ekki frekari virkjanaframkvæmdir í Þjórsárverum. Búið er að raska verum austan Þjórsár og með fram- kvæmdum við Norðlingaöldu mundi náttúruverndargildi Þjórs- árvera rýrna óhæfilega…Þjórsár- veranefnd hvetur Náttúruvernd ríkisins að vinna áfram að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum.“ Skýrara getur álit Náttúru- verndar og Þjórsárveranefndar varla verið. Einnig liggur fyrir að Skeiðamenn og Gnúpverjar eru ein- dregið á móti fyrirætlunum Lands- virkjunar. Gnúpverja- hreppur hefur lagt fram tillögu um að stækka friðlandið í Þjórsárverum í drög- um að aðalskipulagi. Ramsar-sam- þykktin Ekki er hægt að raska friðlýstu land- svæði án samþykkis Náttúruverndar ríkis- ins. Það samþykki hef- ur Landsvirkjun ekki fengið. Þjórsárver eru votlendi sem hefur verndargildi á heims- vísu. Þau eru eitt af þremur votlendissvæðum á Íslandi sem hafa verið tilnefnd til sérstakr- ar verndunar samkvæmt Ramsar- samþykktinni. Aðild að henni legg- ur stjórnvöldum ákveðnar skyldur á herðar, m.a. um gerð verndar- áætlana sem eru hvort tveggja í senn lýsing á náttúruverðmæti svæðisins og stjórntæki um sjálf- bæra nýtingu þess. Slík áætlun hef- ur ekki verið gerð fyrir Þjórsárver. Undirrituð lagði fram tillögu til þingsályktunar um gerð verndar- áætlana samkvæmt Ramsar-sam- þykktinni í vetur en tillagan var aldrei afgreidd úr umhverfisnefnd. Eins og kunnugt er liggur rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma ekki fyrir. Náttúru- verndaráætlun er heldur ekki tilbú- in. Náttúruvernd ríkisins hefur lagst gegn Norðlingaölduveitu, líkt og Þjórsárveranefnd og fjöldi heimamanna. Hvernig hyggjast iðnaðar- og umhverfisráðherrar í ríkisstjórninni bregðast við þessari stöðu? Fyrstu ummæli þeirra um úrskurð Skipulagsstofnunar vekja ekki vonir um að þær hyggist taka af skarið um verndun Þjórsárvera. Líklega á verndun Þjórsárvera sér engan málsvara í ríkisstjórn Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks. „…án þess að nátt- úruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega…“ Þórunn Sveinbjarnardóttir Höfundur situr í umhverfisnefnd Alþingis. Náttúruvernd Þjórsárver, segir Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, eru votlendi sem hefur verndargildi á heimsvísu. ÍSLENDINGAR eru óðum að átta sig á þeim fjölþættu möguleikum sem felast í landinu okk- ar, stórbrotnu landslagi þess og sérstæðri nátt- úru. Sú hugsun er á undanhaldi að þessa náttúru þurfi fyrir hvern mun að beisla, heldur megi njóta henn- ar og nýta hana til ánægju og arðsemi án þess að brjóta gegn hennar eigin lögmálum. Því fengum við félagar í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði m.a. að kynnast á ferð um Skagafjörð fyrir skömmu. Sumarferð VG Vinstri grænir hafa frá upphafi boðið upp á sumarferðir og hafa af því góða reynslu. Þótt aðaltilgangurinn sé að stefna saman fólki til aukinna kynna og ánægjulegrar samveru hafa þessar ferðir oftast tengst atburðum líðandi stundar og ákveðnum þáttum í stefnu VG. Þannig var eitt sinn efnt til ferðar um Eyjabakkana og svæðið kringum Kárahnjúka til þess að kynnast þeim svæðum sem best. Í fyrrasumar fór stór hópur í ferðalag um Þjórsárverin og hélt þar áhrifa- mikinn fund undir berum himni sem þátttakendum gleymist áreiðanlega seint. Sumarferð VG nú í ár var 9.–11. ágúst sl. Fyr- ir valinu að þessu sinni varð Skagafjörður þar sem félagar okkar gerðu garðinn frægan í kosningum til sveitar- stjórnar í maí sl. Þeir vöktu ekki síður athygli eftir kosningar þegar þeir í félagi við sjálf- stæðismenn lögðust gegn fyrirhugaðri virkj- un við Villinganes og uppskáru mikinn fegin- leik þeirra sem vinna við sívaxandi ferðaþjónustu á þessum slóðum. Með fyrirhuguðum fram- kvæmdum hefðu ekki aðeins verið unnin spjöll á mikilfenglegri náttúru, heldur einnig lagður í rúst nýr og sí- vaxandi þáttur í ferðaþjónustu í Skagafirði. Glímt við Jökulsána Ferð Vinstri-grænna tókst í alla staði einkar vel og áttu heimamenn ríkan þátt í því að hún mun lengi lifa í minni þátttakenda. Félagar víða að af landinu komu saman í Lauftúni, ein- um hinna mörgu bæja í Skagafirði sem byggja á þjónustu við ferðamenn, og áttu saman góðar stundir við nátt- úruskoðun og aðra afþreyingu. Heimamenn fylgdu okkur um héraðið og sátu veislu með okkur um kvöldið í hlöðunni í Lauftúni, þar sem margt var skrafað og enn meira sungið. Laugardeginum var varið í stór- brotinni náttúru héraðsins, m.a. í mögnuðu umhverfinu á Merkigili sem sker sig austur úr Austurdalnum. Það er umhugsunarvert hvernig lífsbar- áttan hefur verið á þessum slóðum þar sem fólk bjó til skamms tíma. Þá skoðuðum við svæði hinnar áformuðu Villinganesvirkjunar og sannfærð- umst endanlega um réttmæti þeirrar afstöðu sveitarstjórnar Skagafjarðar að leggjast gegn þeim framkvæmd- um. Og enn frekar sannfærðumst við sem fórum í flúðasiglingu síðar um daginn, en það er ólýsanleg reynsla og afar skemmtileg þrátt fyrir nokkra vosbúð. Glíman við kraftinn í ánni er einstök tilfinning og stórkostlegt að skoða gilið frá þessu sjónarhorni. Hrollinum var bægt frá í heita pott- inum að lokinni siglingu og svo end- anlega í söng og dansi um kvöldið. Möguleikar og útsjónarsemi Margt situr eftir í huganum að lok- inni þessari skemmtilegu heimsókn í Skagafjörðinn og víst er að marga fýsir að koma þangað aftur og dvelja lengur við allt það fjölmarga sem sjá má og reyna á þessum slóðum. Skag- firðingar eru sem óðast að efla ferða- þjónustu í héraðinu og eiga þar marga góða kosti. Þar er mikil og fjöl- breytileg náttúrufegurð og söguleg minni á nánast hverri þúfu. Og þar er margt í boði til afþreyingar. Nægir að nefna Drangeyjarferðir, veiðiferðir, hestaferðir, vélsleðaferðir, skíðaferð- ir og gönguferðir, að því ógleymdu að líklega eru hvergi betri aðstæður til flúðasiglinga en í jökulánum tveimur, sem eiga báðar upptök sín í Hofsjökli og brjóta sér leið gegnum tilkomu- mikil gljúfur Austurdals og Vestur- dals. Flúðasiglingar hafa slegið í gegn á síðustu árum sem afþreyingarkost- ur í ferðaþjónustu, og allt um það sér- staka fyrirbæri geta lesendur Morg- unblaðsins lesið í sunnudagsblaðinu 11. ágúst sl. Þar kemur skýrt fram að sú ákvörðun nýrrar sveitarstjórnar Skagafjarðar að koma í veg fyrir virkjun við Villinganes á sér dygga fylgjendur innan ferðaþjónustunnar, ekki aðeins í Skagafirði, heldur hafa heildarsamtök ferðaþjónustunnar í landinu ályktað um stuðning sinn við málið. Auðlindir Skagfirðinga eru af ýmsu tagi, en fyrst og fremst eru þær fólgn- ar í sérstæðri og fjölbreytilegri nátt- úrufegurð, miklum möguleikum í ferðaþjónustu og útsjónarsemi heimamanna við nýtingu þeirra. Auðlindir Skagfirðinga Kristín Halldórsdóttir Sumarferð Sú hugsun er á und- anhaldi að náttúruna þurfi fyrir hvern mun að beisla, segir Kristín Halldórsdóttir, heldur megi njóta hennar án þess að brjóta gegn hennar eigin lögmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri VG.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.