Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STARFSMENN á vegum Reykja-
víkurborgar hafa notað blíðviðrið
undanfarna daga til að snyrta borg-
ina. Þessir tveir ungu menn voru að
pússa og mála stólpa í Austurstræti
í Reykjavík þegar ljósmyndari
Morgunblaðsins átti leið þar
framhjá á dögunum. Það var hins
vegar ekki svona fallegt í miðborg-
inni þegar borgarbúar vöknuðu á
sunnudag eftir menningarnótt.
Morgunblaðið/Jim Smart
Borgin
snyrt
KOSTNAÐUR ríkisins vegna komu
Jiang Zemin, forseta Kína, til Ís-
lands í júní sl. nam samtals 38,7 millj-
ónum króna, skv. svari forsætisráðu-
neytið hefur birt við fyrirspurn frá
fréttastofu Ríkisútvarpsins.
Í svarinu kemur einnig fram að
samkvæmt upplýsingum Flugleiða
nemi endurgreiðslur á farmiðum til
meðlima Falun Gong samtals 900
þúsund kr., sem koma til viðbótar
framangreindri fjárhæð.
Kostnaður vegna komu Kínafor-
seta skiptist með eftirfarandi hætti:
Aðkeyptur akstur 4.443.000 kr.
Kvöldverðarboð og önnur risna
4.949.000 kr. Gistikostnaður
1.057.000 kr. Kostnaður vegna þyrlu
2.245.000 kr. Löggæsla 17.867.000
kr. Prentun, ljósmyndun o.fl.
2.022.000 kr. Framkvæmdir á Þing-
völlum 445.000 kr. Embætti ríkislög-
reglustjóra, rekstur og útgjöld
4.781.000 kr.
,,Sá kostnaður sem gerð er grein
fyrir að framan hefur verið gjald-
færður á forsætisráðuneyti (9,3
m.kr.), dóms- og kirkjumálaráðu-
neyti (22,6 m.kr.) og skrifstofu for-
seta Íslands (6,8 m.kr.). Fyrirvari er
gerður um að einstaka tölur kunna
enn að breytast,“ segir í svari ráðu-
neytisins.
Heimsókn Jiang Zemin, forseta Kína, til Íslands í júní
Kostnaður vegna heim-
sóknarinnar 38,7 milljónir
FIMM ára gamall drengur
varð fyrir bíl á gatnamótum
Hringbrautar og Selvogsgötu í
Hafnarfirði á sunnudag.
Drengurinn var fluttur á slysa-
deild Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss en að sögn lögreglu
var hann ekki talinn mjög al-
varlega slasaður.
Fimm ára
drengur
varð fyrir bíl
Ráðstefna um fötlunarrannsóknir
Fötlun í ljósi
félagsvísinda
RÁÐSTEFNA umfötlunarrannsókn-ir verður haldin á
Grand Hótel Reykjavík
dagana 23. og 24. ágúst.
Rannveig Traustadóttir,
formaður ráðstefnustjórn-
ar, sagði Morgunblaðinu
nánar frá ráðstefnunni.
– Hverjir standa að ráð-
stefnunni?
„Norræn samtök um
fötlunarransóknir,
NNDR, standa að ráð-
stefnunni. Þetta eru ung
samtök, stofnuð árið 1997,
sem halda árlegar ráð-
stefnur þannig að þetta er
sjötta ráðstefnan en sú
fyrsta sem haldin er á Ís-
landi. Í samtökunum eru
fræðimenn sem beita sjón-
arhorni félagsvísinda á
fötlun. Fram að þessu hefur ekki
verið mikil umræða um eða kynn-
ing á fötlunarrannsóknum hér á
landi. Það er því mikill akkur að fá
allt þetta fræðafólk hingað með
nýjustu niðurstöður sínar og pæl-
ingar. Fyrirlestrar verða alls um
100 en í allt munu koma um 250
manns á ráðstefnuna. Flestir eru
frá Norðurlöndunum og Bret-
landi, en einnig víðar að úr heim-
inum. Íslendingar hafa verið dug-
legir að skrá sig á ráðstefnuna og
kemur stór hópur fólks héðan.“
– Hver er staða fötlunarrann-
sókna innan fræðanna?
„Fötlunarrannsóknir hafa verið
stundaðar lengi en voru lengst af
mótaðar af læknisfræðilegri sýn á
fötlun. Sú félagsvísindalega nálg-
un sem beitt er meðal þeirra sem
tilheyra okkar samtökum er nýrri.
Fötlunarfræði hefur verið að
þróast sem fræðigrein undanfarin
ár og hefur þróast á svipaðan hátt
og kvenna- og kynjafræði, Afríku-
fræði og hinsegin fræði þar sem
fræðin hafa mótast í tengslum við
baráttuhreyfingu hópanna sem
um ræðir. Þannig hafa fötlunar-
fræði gegnt mikilvægu hlutverki í
baráttu fatlaðra á svipaðan hátt
og kvennafræði fyrir kvenna-
hreyfinguna. Þessi útfærsla fötl-
unarfræðanna hefur ekki síst ver-
ið þróuð af fræðimönnum sem
sjálfir eru fatlaðir og fremstir í
þeim hópi eru breskir fræðimenn.
Þeir hafa m.a. bent á að það er
ekki þeirra eigin líkamlega eða
andlega ástand sem er vanda-
málið heldur eru þeir fatlaðir af
umhverfi sem ekki gerir ráð fyrir
mannlegum margbreytileika eins
og hann er. Þessir fræðimenn vilja
gera skýran greinarmun á líf-
fræðilegum þáttum, hinni líkam-
legu eða andlegu skerðingu, og fé-
lagslegum og menningarlegum
þáttum, hvaða merkingu við gef-
um skerðingunni, og benda á að
erfiðleikar fatlaðra stafi ekki síst
af framkomu annarra svo sem
höfnun og niðurlægingu ásamt fé-
lagslegri og efnahagslegri mis-
munun. Á ráðstefnuna koma þrír
breskir aðalfyrirlesarar sem allir
eru úr þessum hópi fatlaðra fræði-
manna og hafa allir átt
mikinn þátt í fræðilegri
þróun á þessu sviði
undanfarin ár.“
– Hvað getur þú sagt
okkur nánar frá þess-
um bresku fræðimönnum?
„Opnunarfyrirlesturinn heldur
Tom Shakespeare. Þótt hann sé
ungur að árum þá er hann virtur
fræðimaður og hefur haft mikil
áhrif með skrifum sínum. Hann
starfar við Policy, Ethics and Life
Science Research Institute. Hans
erindi fjallar um hin nýju erfðavís-
indi og hvað þau þýða fyrir fatl-
aða, afar mikilvægt og viðkvæmt
viðfangsefni. Colin Barnes, pró-
fessor við Leeds-háskóla, mun
fjalla um það sem hann kallar
„frelsandi“ fötlunarrannsóknir og
mikilvægi þeirra fyrir fatlaða. Ca-
rol Thomas er þriðji breski fyr-
irlesarinn. Hún beitir femínísku
sjónarhorni til að gagnrýna bæði
hina eldri og hina nýrri fræðilegu
umfjöllun um fötlun. Auk þess að
halda fyrirlestra taka þessir
fræðimenn þátt í pallborðsum-
ræðum við þrjá norræna fræði-
menn um spurningarnar „Hvað er
fötlun? Hvaða skilning eigum við
að leggja í fötlun.“ Þar verður
dregið fram hvað er sameiginlegt
og hvað ólíkt með hinni nýju
fræðilegu þróun á Bretlandi og
þeim skilningi sem ríkjandi er á
Norðurlöndum.“
– En norrænu fræðimennirnir?
„Þau eru þrjú, Mårten Söder
frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð, Jan
Tøssebro og Kristjana Kristian-
sen en þau síðasttöldu eru bæði
frá norska Vísinda- og tæknihá-
skólanum í Þrándheimi. Þetta fólk
er allt mjög þekkt fyrir rannsókn-
ir sínar á málefnum fatlaðra.“
– Einnig er fjöldi málstofa á
ráðstefnunni.
„Já, fjölmargar málstofur verða
í boði, og einkennist dagskráin af
þeim fjölbreytileika sem finna í
þessum rannsóknum. Til dæmis
er fjallað um fjölskyldur fatlaðra,
skólamál, atvinnumál, reynslu
fatlaðra barna og unglinga,
stefnumótun, þjónustu
og um aðstæður fatl-
aðra í Afríku og Asíu,
svo eitthvað sé nefnt.“
– Er ráðstefnan opin
öllum?
„Já, hún er öllum opin og allir
velkomnir en fólk þarf að skrá sig,
fyrirfram eða við innganginn, og
greiða þátttökugjald, sem hefur
verið haldið mjög í hófi. Ég vil
hvetja alla sem láta sig málefni
fatlaðra varða til að koma á ráð-
stefnuna.“ Dagskrá, útdrættir úr
erindum og aðrar upplýsingar eru
á heimasíðu ráðstefnunnar:
www.nndr.dk/Iceland2002/.
Rannveig Traustadóttir
Rannveig Traustadóttir er
fædd í Reykjavík 1950. Hún lauk
þroskaþjálfaprófi árið 1969 og
starfaði um árabil með fötluðum
og sem kennari við Þroskaþjálfa-
skóla Íslands. Hún lauk BA-prófi
frá Háskóla Íslands í félagsfræði
og heimspeki 1985 og doktors-
prófi í fötlunarfræðum og
kvennafræðum frá Syracuse-
háskóla í Bandaríkjunum árið
1992. Rannveig er dósent við fé-
lagsvísindadeild HÍ og hefur
starfað sem kennari við deildina
síðan 1993. Rannveig á eina upp-
komna dóttur og tvær ömmu-
stelpur.
Mikil gróska
í fötlunar-
rannsóknum
SAMNINGAVIÐRÆÐUR standa
nú yfir milli menntamálaráðuneyt-
isins og Landssíma Íslands hf. um
afnot símenntunarmiðstöðva og
skóla á fjarfundabrú Símans, en
hún er notuð við fjarkennslu. Að
sögn Arnórs Guðmundssonar, þró-
unarstjóra hjá menntamálaráðu-
neytinu, þurfa fyrrgreindar stofn-
anir á fjarfundabrúnni að halda
fram að áramótum, en þá er stefnt
að því að taka í notkun svokallað
háhraðanet við fjarkennsluna, en
það þýðir að kennslan fer í gegnum
Netið. Með fjarfundabrúnni fer
kennslan hins vegar að mestu fram
í gegnum símakerfið. „Ráðuneytið
gerði samning við Símann í fyrra
um afnot af fjarfundabrúnni, vegna
fjarkennslu, en sá samningur rann
út í júní sl.,“ útskýrir Arnór.
„Ráðuneytið vill framlengja samn-
ingnum fram að áramótum til að
tryggja skólum þessa þjónustu
þangað til háhraðanetið verður
tekið í notkun.“ Arnór vonast til
þess að samningar takist milli Sím-
ans og ráðuneytisins í þessari viku.
Náist samningar á hinn bóginn
ekki þurfa skólarnir að borga
hærra gjald, en ella, fyrir afnot af
fjarfundabrúnni.
Farið yfir tilboð
Eins og fyrr segir er stefnt að
því að taka háhraðanetið í notkun
um næstu áramót, fyrir fjarkennsl-
una, en að sögn Arnórs, bauð ráðu-
neytið út þá þjónustu í sumar. Alls
sextán tilboð bárust frá tíu aðilum
og segir Arnór að verið sé að fara
yfir tilboðin. Tilboðin bárust frá
símafyrirtækjum og tölvufyrir-
tækjum.
Viðræður um not af fjarfundabrú
Vonast til að
samningar náist