Morgunblaðið - 20.08.2002, Side 1
193. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 20. ÁGÚST 2002
ÍSRAELSHER yfirgaf í gærkvöld
borgina Betlehem og ýmis önnur
svæði á Vesturbakkanum en brott-
flutningarnir eru hluti af samkomu-
lagi sem náðist milli Binyamins Ben
Eliezers, varnarmálaráðherra Ísra-
els, og Abdels Razaq al-Yahya,
innanríkisráðherra í palestínsku
heimastjórninni, á sunnudag. Felur
samkomulagið í sér að heima-
stjórnin komi í veg fyrir frekari
sjálfsmorðsárásir palestínskra öfga-
hópa í Ísrael.
Samkomulagið vakti nokkrar von-
ir um að binda mætti enda á næst-
um tveggja ára langa skálmöld í
löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs.
Yfirlýsingar Hamas, Íslamska
Jíhads og nokkurra annarra hreyf-
inga harðlínumanna í gær slógu
hins vegar þegar á þær væntingar.
Sögðu Hamas-menn fyrir sitt leyti
að þeir höfnuðu öllum samningum
sem ættu sér það markmið að binda
enda á andspyrnu Palestínumanna
og uppreisn þeirra gegn hernámi
Ísraels.
Og í yfirlýsingu Íslamska Jíhads
sagði að hreyfingin myndi fjölga
árásum sínum gegn hernaðarlegum
skotmörkum.
Þá þóttu hörð átök sem urðu á
Vesturbakkanum í gær milli ísra-
elskra hermanna og íbúa í Nablus
og Jenín ekki benda til þess að
ástæða væri til að binda miklar
vonir við samkomulagið. Svipað
samkomulag náðist í byrjun mán-
aðarins en fór út um þúfur.
Ben Eliezer sagði á sunnudag að
með samkomulaginu væri vonast til
að byggja mætti upp trúnaðartraust
milli stríðandi fylkinga. Án þess yrði
ekki hægt að stilla til friðar.
Samkvæmt samkomulaginu taka
Palestínumenn við öryggismálum á
þeim svæðum, sem Ísraelsher yfir-
gefur nú, og er þeim ætlað að hafa
hemil á palestínskum öfgamönnum.
Haldi samningurinn draga Ísraelar
herlið sitt síðan frá fleiri svæðum.
Tiltölulega friðsamlegt hefur verið
um að litast í Mið-Austurlöndum
undanfarið en meira en 2.400 hafa
beðið bana í átökum síðan í
september 2000.
Ísraelsher frá Betlehem
Reuters
Palestínumenn leita í rústum húss sem ísraelskir hermenn sprengdu í loft upp í borginni Nablus á Vesturbakkanum í gær.
Nablus. AFP, AP.
Harðlínumenn hafna samkomulagi
heimastjórnar Palestínu við Ísrael
AÐ MINNSTA kosti 85 rússneskir
hermenn biðu bana þegar þyrla
þeirra fórst skammt frá aðalbæki-
stöðvum rússneska hersins í útjaðri
Grozní, höfuðborgar Tsjetsjeníu,
um miðjan dag í gær. Tsjetsjenskir
skæruliðar sögðust hafa skotið þyrl-
una niður en talsmaður varnarmála-
ráðuneytisins rússneska sagði að
vélarbilun hefði átt sér stað.
Um var að ræða herflutninga-
þyrlu af gerðinni Mi-26 en hún er sú
stærsta sem hönnuð hefur verið til
liðsflutninga í heiminum. Sagði
Borís Podoprigora, einn af æðstu
yfirmönnum rússneska hersins í
Tsjetsjeníu, að 132 hermenn hefðu
verið um borð í þyrlunni er hún
fórst skammt frá Khankala, helstu
bækistöðvum rússneska hersins í
Tsjetsjeníu. Þyrlan var að koma frá
Mozdok í Norður-Ossetíu.
Vladímír Pútín, forseti Rúss-
lands, hefur fyrirskipað opinbera
rannsókn á því hvers vegna þyrlan
hrapaði til jarðar en haft var eftir
ónafngreindum talsmanni rússn-
eska hersins skömmu eftir atburð-
inn að allt benti til að flugskeyti
hefði grandað þyrlunni eða þá að
hún hefði orðið fyrir mikilli skot-
hríð.
Nikolaj Derjabin, talsmaður
varnarmálaráðuneytisins, sagði
hins vegar alrangt að tsjetsjenskir
skæruliðar hefðu grandað þyrlunni
og sagði hann að bilun í vélarbúnaði
hefði átt sér stað.
Þá þykir koma til greina að þyrl-
an hafi verið ofhlaðin en Podo-
prigora sagði að þyrlan væri ekki
hönnuð fyrir fleiri en 82 farþega.
Mikið áfall fyrir Rússa
Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað
staðhæft að hernaðaraðgerðum
þeirra í Tsjetsjeníu sé svo til lokið
og að sigur hafi unnist á þarlendum
skæruliðum. Hafi skæruliðarnir
verið hér að verki myndi þessi
atburður því teljast mikið áfall fyrir
Rússa.
Skæruliðarnir fullyrtu sjálfir að
sveitir á þeirra vegum hefðu grand-
að þyrlunni. „Rússneskir hermenn
geta ekki verið öruggir um líf sitt í
loftinu yfir Tsjetsjeníu, né heldur á
landi Tsjetsjeníu,“ sagði Majarbek
Vachagajev, talsmaður þeirra.
Rússar ákváðu í október 1999 að
efna til hernaðar í Tsjetsjeníu öðru
sinni en Vladímír Pútín var þá for-
sætisráðherra landsins. Sögðu þeir
að stefnt væri að því að ráða fljótt
og vel niðurlögum tsjetsjenskra
hryðjuverkamanna. Átökin drógust
hins vegar á langinn og segja
Rússar sjálfir að 4.500 hermenn
hafi fallið á þeim þremur árum sem
liðin eru. Ýmsir telja þó að mannfall
í röðum Rússa sé a.m.k. þrefalt
meira.
85 rússneskir hermenn fórust er þyrla brotlenti í Grozní
Grandað af skæru-
liðum Tsjetsjena?
Moskvu. AFP, AP.
MAÐUR notar almenningssíma í
þorpi nokkru um tuttugu kílómetra
norður af Búdapest, höfuðborg
Ungverjalands, en borgin slapp
furðuvel í flóðunum um helgina.
Þúsundir manna voru hins vegar í
gær fluttar frá heimilum sínum
meðfram Saxelfi í Þýskalandi eftir
að skörð komu í varnargarða með-
fram ánni. Flóðbylgjan í ánni held-
ur jafnt og þétt áfram í átt til Norð-
ursjávar og hafa flóðgarðar ekki
náð að halda henni í skefjum.
Tjón af völdum flóðanna í Evrópu
undanfarna daga er talið nema
hundruðum, ef ekki þúsundum
milljarða íslenskra króna. Hafa
þýsk stjórnvöld ákveðið að slá á
frest skattalækkun, sem taka átti
gildi á næsta ári. Sögðu þau að
nauðsynlegt myndi reynast að nýta
þá 580 milljarða, sem í lækkuninni
fælust, til endurreisnar- og upp-
byggingarstarfs.
Tékknesk stjórnvöld meta tjónið
í landinu á allt að 250 milljarða
íslenskra króna og er í athugun að
fresta kaupum á 24 nýjum orrustu-
þotum til að standa straum af
enduruppbyggingu í landinu.
Reuters
Tjónið hleypur á
hundruðum milljarða
Abu Nidal
sagður
allur
Ramallah. AFP.
PALESTÍNSKI hryðjuverkaforing-
inn Abu Nidal fannst skotinn til bana
á heimili sínu í Bagdad, höfuðborg
Íraks, um liðna helgi, að sögn palest-
ínsks heimildarmanns. Fregnin
hafði í gær ekki fengist staðfest en
að sögn mannsins, sem ekki vildi láta
nafns síns getið, benti margt til þess
að Abu Nidal hefði framið sjálfs-
morð, þótt ekki væri útilokað að
hann hefði verið myrtur.
Abu Nidal, sem réttu nafni hét
Sabri al-Banna, var til ársins 1974
meðlimur í Fatah-hreyfingu Yassers
Arafats, núverandi forseta heima-
stjórnar Palestínu, en klauf sig frá
henni vegna deilna um áherslur í
baráttunni við Ísrael. Hann var á
sínum tíma talinn einn hættulegasti
maður heims, en áhrif hans höfðu
farið þverrandi á síðustu árum.
Hryðjuverkahópur Abu Nidal,
Byltingarráð Fatah, er talinn hafa
staðið fyrir fjölda árása í
Mið-Austurlöndum og Evrópu og
bera ábyrgð á dauða um níu hundruð
manns. Jafnt hófsamir arabar sem
gyðingar fengu að kenna á reiði Abu
Nidals, sem naut í gegnum tíðina
stuðnings stjórnvalda í Írak, Sýr-
landi og Líbýu.
Abu Nidal er sagður hafa þjáðst af
margvíslegum kvillum síðustu ár og
hafa fréttir af dauða hans borist
nokkrum sinnum áður.
Ég er/24