Morgunblaðið - 20.08.2002, Page 18

Morgunblaðið - 20.08.2002, Page 18
SUÐURNES 18 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ LAG Ásmundar Valgeirs- sonar, Velkomin á ljósanótt, sigraði í keppninni um Ljósa- næturlagið 2002, en hún fór fram í Stapa í Reykjanesbæ á föstudagskvöldið. Flytjandi lagsins var Einar Ágúst, en tíu lög voru valin til þátttöku í úrslitakeppninni. Skjár einn sýndi frá kvöldinu í beinni út- sendingu. Það voru landsþekktir tón- listarmenn sem sem fluttu lögin ásamt söngvurunum Páli Rósinkrans, Andreu Gylfadóttur, Einari Ágústi og Margréti Eir. Dómnefnd og salur, sem höfðu helmings vægi hvor, voru sammála um val á sigurlaginu. Í verðlaun hlaut höfundurinn, Ásmund- ur Valgeirsson, Keflvíkingur, 200.000 krónur, Evrópuferð fyrir tvo með Flugleiðum auk gistingar á Hótel Keflavík. Þá fékk hann til varðveislu far- andverðlaunagrip sem Íris Jónsdóttir listakona hannaði. Í öðru sæti hafnaði lagið Á Suð- urnesjum eftir Jóhann G. Jóhanns- son. Í þriðja sæti varð lag þeirra Halldórs Guðjónssonar og Þorsteins Eggertssonar, Ljósanótt. Ljósanæturlagið verður einkenn- islag menningarhátíðar Reykjanes- bæjar, Ljósanætur, í ár. Hátíðin verður haldin dagana 5.–8. sept- ember næstkomandi, en sjálf Ljósa- nótt er laugardaginn 7. september. Keppt verður um Ljósanæturlag ár- lega héðan í frá. Íslendingur kemur á Ljósanótt Í ávarpi Steinþórs Jónssonar, bæjarfulltrúa og formanns Ljósa- næturnefndar, á dægurlagakeppni á föstudagskvöld tilkynnti hann að víkingaskipið Íslendingur myndi sigla inn í heimahöfn í Reykjanesbæ kl. 21:45 á Ljósanótt. Í framhaldi af komu Íslendings verður kveikt á lýsingu Bergsins og haldin flug- eldasýning. Má vænta þess að fjöl- menni safnist saman við smábáta- höfnina enda um að ræða hápunkt Ljósanætur. Mun Íslendingur sigla inn í rökkrinu og þar af leiðandi tengjast Ljósanæturhátíðinni á mjög sterkan hátt. Steinþór sagðist m.a. í ávarpi sínu vera stoltur yfir því að málið væri í höfn. „Það er því með miklu stolti og ánægju að fá tækifæri til að tilkynna formlega komu Íslendings á Ljósanótt. Segja má að koma skipsins sé þriðja fram- kvæmdin sem tengdist Ljósanótt en eins og allir vita var lýsing Bergsins vígð á fyrstu Ljósanóttinni og mark- aði þar með upphaf hennar. Í fyrra var minnismerki um látna sjómenn vígt og nú tökum við á móti Íslend- ingi í Reykjanesbæ,“ sagði Steinþór. Bætti hann við að samkvæmt upp- haflegri stefnu ljósanæturnefndar væri í framhaldinu stefnt að því að vígja eina nýja framkvæmd árlega. Drög að dagskrá Ljósanætur má finna á heimasíðu hátíðarinnar, www.ljosanott.is. Þar kemur fram að margt verður gert á hátíðinni til að gleðja börnin og þá eru íþróttir mikilvægur hluti dagskrárinnar. Að lokinni fjölbreyttri skemmtidagskrá um kvöldið, þar sem koma Íslend- ings er hápunkturinn, verður slegið upp ljósaböllum á öllum veitinga- húsum Reykjanesbæjar. Góð stemmning var á keppninni um Ljósanæturlagið 2002 í Stapa Velkomin á Ljósanótt sigraði Einar Ágúst flutti sigurlagið, Velkomin á Ljósanótt. Reykjanesbær Ljósmynd/Víkurfréttir Ásmundur Valgeirsson, höfundur sig- urlagsins, Velkomin á Ljósanótt, tekur brosandi við verðlaunum sínum. MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Sandgerðis féllst ekki á hugmyndir minnihlutans um að greiða nemend- um í mastersnámi styrki. Málið var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Kom fram í máli meiri- hlutans að engin fordæmi væru fyrir slíku og varasamt að opna fyrir slíkt fordæmi sem er ekki fyrir hendi í dag en bæjarfélagið er að gera vel við nemendur í framhaldsnámi og háskólanámi. Á fundinum var til um- ræðu styrkumsókn mastersnema í íþróttafræðum í Noregi. Meirihluti bæjarstjórn taldi sér ekki fært að verða við umræddum óskum þar sem ekkert fordæmi er fyrir slíkum styrkjum eftir að há- skólanámi lýkur. Samþykkt var því á fundinum að hafna umbeðinni ósk með fjórum at- kvæðum meirihlutans en þrír í minnihluta vildu veita umbeðinn styrk. Umsókn um styrk til mastersnáms hafnað Sandgerði BÚMENN ehf. kynntu áætlun sína um parhúsabyggð í Vogum á Vatns- leysuströnd á fundi í Glaðheimum sl. föstudagskvöld. Fjölmennt var á fundinum, að sögn Jóhönnu Reyn- isdóttur sveitarstjóra, en tíu íbúðir eru fyrirhugaðar í byggðinni. Búmenn kynntu starfsemi félaga- samtakanna, en samtökin boða nýjar leiðir í húsnæðismálum eldra fólks þar sem allir fimmtugir og eldri geta gerst félagsmenn. Þá kynntu þeir fyrirkomulag parhúsabyggðarinnar í Vogum. „Það var ekki annað að sjá en að undirtektir fundarmanna væru góðar,“ sagði Jóhanna í sam- tali við Morgunblaðið eftir fundinn. „Nú hafa áhugasamir viku til að skila inn umsókn um parhús og að þeim tíma liðnum kemur í ljós hvort raunverulegur áhugi sé fyrir hendi og hvort af byggingu parhúsa Bú- manna verði.“ Parhúsabyggð Búmanna í Vogum mun samanstanda af tíu íbúðum, 2ja og 3ja herbergja. Við allar íbúðirnar er sólstofa. Í Morgunblaðinu sl. föstudag sagði Jóhanna að með parhúsabyggð Búmanna væri verið að laða að eldra fólk til Voga en mjög mikið af barna- fólki hefur flust þangað undanfarin ár. Vogar eru því langt yfir lands- meðaltali hvað varðar barnafjölda. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Mikið hefur verið byggt í Vogum undanfarin ár. Hér eru glaðbeittir smiðir við vinnu sína við Hvammsgötu, en þar mun fyrirhuguð par- húsabyggð Búmanna rísa ef nægur áhugi er fyrir hendi. Áhugi á parhúsa- byggð kannaður Vogar ÓSK FULLTRÚA Þ-lista, Ólafs Þórs Ólafssonar, um seturétt í bæj- arráði Sandgerðis var hafnað á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Á 183. fundi bæjarstjórnar þann 12. júní sl. óskaði Ólafur Þór eftir seturétti í bæjarráði í samræmi við 44. gr.um samþykktir um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar Sand- gerðisbæjar. Á umræddum fundi var ákveðið að fresta umræðu um tillög- una þar til á fundi í ágúst. Fram kom að fulltrúar B-lista styðja tillögu um að Þ-listinn fái áheyrnarfulltrúa í bæjarráði. Forseti bæjarstjórnar bar upp til- lögu Ólafs Þórs á fundi stjórnarinnar í síðustu viku og var henni hafnað af hálfu meirihlutans með fjórum at- kvæðum en þrír voru með. Fulltrúi Þ-lista fær ekki setu- rétt í bæjarráði Sandgerði RÁÐIST var á dyravörð á veitinga- staðnum Ránni við Hafnargötu í Keflavík um klukkan eitt aðfaranótt sunnudags. Maður á fertugsaldri kýldi í gegnum gler í miðasölu stað- arins og hæfði hnefi hans dyravörð- inn, sem datt aftur fyrir sig og rot- aðist. Dyravörðurinn skarst töluvert á andliti og var lagður inn á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja til að- hlynningar, að sögn lögreglunnar í Keflavík. Árásarmaðurinn skarst á hendi og var gert að sárum hans en hann gisti fangageymslur lögreglunnar um nóttina. Árásarmanninum var að sögn lögreglu vísað út af veitingastaðn- um fyrir ölvunarlæti fyrr um kvöld- ið. Hann kom stuttu seinna aftur inn á veitingastaðinn og veittist að dyraverðinum. Líkamsárás á Ránni Keflavík BIFREIÐ valt á Sandgerðisvegi í gærmorgun. Ökumaður bifreiðar- innar var einn í bílnum. Er hann grunaður um ölvunarakstur. Maður- inn var í bílbelti og slapp að mestu ómeiddur að sögn lögreglu en kenndi þó til í baki eftir veltuna. Bílvelta á Sandgerðisvegi Sandgerði Atvinnulausum körlum fækkaði um átta að meðaltali milli mánaða en atvinnulausum konum fjölgaði um tíu. Atvinnuleysi karla mælist nú 1,2% en var 1,3% í júní sl. og at- vinnuleysi kvenna 2,3% en 2% í júní sl. MEÐALFJÖLDI atvinnulausra á Suðurnesjum í júlí var 147 eða 1,6%. Sama hlutfall atvinnulausra var í júní. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi 1,6% í júlí Suðurnes ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.