Morgunblaðið - 31.08.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.08.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á RÍKISSTJÓRNARFUNDI í gær- morgun var samþykkt tillaga dóms- málaráðherra að leggja eina milljón króna af ráðstöfunarfé ríkisstjórnar í tilraunaverkefni sem er í undirbún- ingi innan bráða- og slysasviðs Landspítala – háskólasjúkrahúss. Ætlunin er að koma á fót sérhæfðri móttöku fyrir þolendur heimilisof- beldis, þar sem þeir sem fyrir ofbeldi verða geti leitað nauðsynlegrar að- stoðar og stuðnings, sér að kostn- aðarlausu og mun dómsmálaráðu- neytið standa straum af kostnaði vegna lögfræðiþjónustu við þolend- urna. „Margrét Tómasdóttir, sviðstjóri hjúkrunarsviðs, og Katrín Pálsdótt- ir, hjúkrunarfræðingur á slysa- og bráðasviði Landspítala, komu að máli við mig fyrir skömmu og lýstu þeim hugmyndum sem nú er unnið að innan sviðsins. Mér líst mjög vel á þessar tillögur þeirra enda virðist þörfin mikil því, að þeirra sögn, leita um 140 einstaklingar, sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi, til slysamót- tökunnar á hverju ári. Enn fleiri tengjast málunum, svo sem börn þeirra kvenna sem leita til slysadeildarinnar. Það er alveg ljóst að aðstæður þessara einstaklinga eru í mörgum tilfellum afar erfiðar og brýnt að viðeigandi aðstoð sé veitt strax á fyrstu stigum,“ segir Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra. Neyðarmóttaka vegna kyn- ferðisofbeldis er fyrirmyndin Hún bendir á að fyrirmyndin að verkefninu sé neyðarmóttaka vegna kynferðisofbeldis sem býður upp á sérhæfða læknis- og hjúkrunarþjón- ustu, sálfræði- eða félagsráðgjöf og aðstoð löglærðs starfsmanns og bæt- ir við að reynslan af neyðarmóttök- unni hafi verið afar góð. Hún segir að það hafi í raun komið á daginn að sams konar aðstoð við þolendur heimilisofbeldis ætti ekki síður eftir að koma að gagni fyrir einstaklinga sem eiga um sárt að binda. Hópur lögmanna hafi með sér samstarf um að taka að sér þau mál sem upp koma vegna neyðarmóttökunnar og hugmyndin sé að samnýta það fyr- irkomulag í þágu þolenda heimilis- ofbeldis. „Mér finnst það ánægjulegt að ríkisstjórnin samþykkti beiðni mína að veita milljón krónur til þessa verkefnis,“ segir Sólveig og undir- strikar að þessi aðstoð verði veitt strax á fyrstu stigum því auðvitað séu ýmsir aðilar sem hjálpi til í þjóð- félaginu í sambandi við þessi mál og nefnir sem dæmi Kvennaathvarfið. „Þetta verður tilraunaverkefni en dómsmálaráðuneytið greiðir í dag fyrir kostnað vegna lögfræðiþjón- ustu neyðarmóttöku kynferðisof- beldis og þess vegna var eðlilegt að verða við þeirri beiðni,“ leggur hún áherslu á. Hún segir að undirbúningur að verkefninu byrji núna í haust og starfsemin eigi að geta hafist um áramótin. Sólveig telur jafnframt mikilvægt að árétta að um sé að ræða viðbót- arþjónustu sem ekki eigi að draga neitt úr þjónustu neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis sem sé afar brýn. Styrkja lögfræðiaðstoð fyr- ir þolendur heimilisofbeldis KRÖKKUM finnst yfirleitt gaman að vaða enda má uppgötva margt í fjörum, ám og lækjum. Strákarnir sem voru að vaða yfir lækjar- sprænu við Hólaskjól að Fjallabaki hafa tæplega verið með hugann við veiðar, en voru greinilega upp- teknir við iðju sína. Morgunblaðið/Golli Strákar vaða við Hólaskjól STJÓRNSTÖÐ Landhelgisgæsl- unnar fékk nokkrar tilkynningar um neyðarblys á ellefta tímanum í fyrra- kvöldi. Tilkynningarnar voru misvís- andi en blysið var ýmist talið hafa verið yfir Skerjafirði, vestur af Kárs- nesi eða í átt að Garðskaga. Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var þegar kölluð út. Er upplýsingar bárust um að tveir lögreglumenn, sem voru staddir á efstu hæð Hótels Sögu, hefðu séð blysið koma upp frá landi,var ákveðið að hætta við að senda þyrluna af stað. Um kl. 23.34 var tilkynnt að leifar af neyðarflug- eldi hefðu fundist á hafnarsvæðinu í Kópavogi sem hafði augljóslega ver- ið skotið upp stuttu áður. Vegna atviksins voru einnig menn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu kallaðir út sem fóru til leitar á tveim- ur gúmmíbjörgunarbátum. Ekki þarf að fjölyrða um þá hættu og þann kostnað sem skapast af framferði sem þessu, segir í frétt frá Landhelgisgæslunni. Talsverður viðbúnaður vegna neyð- arblyss SAMSKIP hf. hafa keypt flutn- ingafyrirtækið Sotra Europa Transport GmbH í Bremen í Þýskalandi. Í fréttatilkynningu frá Samskipum segir að með kaupun- um styrki Samskip markaðsstöðu sína í Rússlandi og víðar í samveld- islöndum fyrrum Sovétríkjanna. Sotra Europa Transport var stofnað fyrir einum áratug og hefur sérhæft sig í stórflutningum til og frá Rússlandi og samveldislöndum fyrrum Sovétríkjanna. Í tilkynn- ingunni segir að félagið hafi verið rekið með hagnaði frá stofnun og að velta þess hafi í fyrra verið sem svarar um 600 milljónum króna. Flutningaþjónusta til Rúss- lands og niður í Kaspíahaf Dótturfyrirtæki Samskipa hf. í Bremen, Samskip GmbH, sjá um kaupin og verða fyrirtækin sam- einuð og rekin undir nafni Sam- skipa GmbH. Í samvinnu við aðrar skrifstofur Samskipa í Rússlandi og á meginlandi Evrópu hefur Samskip í Þýskalandi byggt upp flutningaþjónustu til Rússlands og niður í Kaspíahaf á undanförnum árum. Ásbjörn Gíslason, framkvæmda- stjóri sölu- og rekstrarsviðs er- lendrar starfsemi Samskipa, sagði í samtali við Morgunblaðið að Sotra hafi verið helsti keppinautur Sam- skipa á markaðnum í Rússlandi og niður í Kaspíahaf og að saman séu fyrirtækin mun sterkari heldur en í harðri samkeppni hvort við annað. Staða félaganna á þessum markaði hafi verið svipuð, en Sotra hafi þó verið með fjölbreyttari þjónustu og heldur sterkari stöðu. Hann segir þennan markað spennandi og að rekstur Samskipa á þessu svæði hafi skilað góðum arði. Á næstu árum gerir Ásbjörn ráð fyrir mikilli uppbyggingu á þessu markaðssvæði, einkum í tengslum við olíuiðnað í Kaspíahafi og í ná- grenni þess. Hann segir að mikil aukning hafi verið í flutningum inn og út úr Rússlandi að undanförnu, á meðan aðrir markaðir hafi staðið í stað eða jafnvel dregist saman. Samskip kaupa keppinaut í Þýskalandi AF þeim 64 einstaklingum sem sóttu um hæli á Íslandi í sumar komu 38 til landsins með ferjunni Norrænu, fleiri en nokkru sinni fyrr. Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, segir að grunur leiki á að óprúttnir aðilar skipuleggi ferðir hælisleitenda til landsins með ferjunni, þrátt fyrir að þeir viti að afar litlar líkur séu á að fólkið hljóti hæli á Íslandi. „Þeir hirða jafnvel aleiguna af þeim fyrir einhvern draum sem getur ekki ræst,“ segir hann. Aðspurður hvers vegna meirihluti hælisleitenda komi til landsins með Norrænu segir Lárus að straumur hælisleitenda sé að aukast um alla Vestur-Evrópu og Ísland hljóti að fá sinn skerf af því. Þá virðist sem hæl- isleitendur ferðist frekar með ferjum en flugvélum og margir haldi að þeir geti tekið ferju héðan til Kanada. Lárus minnir á að Norræna sé í ferðum innan Schengen-svæðisins og því sé ekki um formlegt landa- mæraeftirlit að ræða. Yfirleitt séu um 17–18 starfsmenn við eftirlit þeg- ar Norræna kemur til Seyðisfjarðar, þar af eru að jafnaði fimm lögreglu- menn sem gegna störfum tollvarða. Þá hafi embættið fengið aðstoð hjá Tollstjóranum í Reykjavík og al- þjóðadeild ríkislögreglustjóra. Innri landamærin eiga að vera opin Aðspurður hvort eftirlitið sé nægt segir Lárus að eflaust megi alltaf bæta við, en á hinn bóginn sé und- arlegt að ætla sér að halda uppi öfl- ugu eftirliti við innri landamæri Schengen, sem eigi skv. Schengen- samkomulaginu að vera opin. Í raun sé eftirlitið talsvert, eftirlitsmynda- vélar séu við landganginn og toll- verðir ræði við ferðamenn vegna tolleftirlits og þá komi oftar en ekki í ljós að menn hafa ekki gild ferðaskil- ríki eða hafa ekki fjármuni til fram- færslu þann tíma sem þeir ætla að dvelja hér á landi. Þegar ástæða þyki til séu vegabréf farþega skoðuð. Algengt sé að hæl- isleitendur komi til landsins sem ferðamenn og með fullgild skilríki en þegar þeir gefi sig fram við lögreglu hafi þeir losað sig við þau. Lögregla geti ekki komið í veg fyr- ir þetta enda hafi hún engar heim- ildir til að stöðva ferðamenn með fullgild skilríki og nægt fé til fram- færslu við komuna til landsins. Hæl- isleitendur gefa sig sjaldnast fram á Seyðisfirði þar sem þar sé auðveld- ara að senda þá til baka samdægurs, telji sýslumaður að saga þeirra sé ósennileg en til þess hefur hann heimild samkvæmt núgildandi út- lendingalögum. Hælisleitendur komu flestir með Norrænu í sumar Telja ferðirnar skipulagð- ar af óprúttnum aðilum ÖKUMAÐUR sem ók ölvaður á steyptan stólpa við Laufásveg síðasta vetur hefur verið dæmdur til að greiða 300.000 krónur í sekt og sviptur öku- réttindum í 3½ ár. Hann var á hinn bóginn sýknaðar af ákæru um að hafa stefnt lífi eða heilsu lögreglumanns „á ófyrirleitinn hátt í augljósan háska“, eins og það er orðað í ákæru. Maðurinn, sem er 23 ára gamall, var mjög ölvaður í um- rætt sinn og mældist alkóhól- magn í blóðinu 2,25 prómill. Þegar lögregla kom að honum hafði hann ekið á stólpann og var að reyna að snúa bílnum við á götunni og ræddi um leið við móður sína í farsíma. Lögreglu- maður braut þá framrúðu í bílnum bílstjóramegin til að komast inn í bílinn, opnaði framdyrnar og teygði sig í kveikjulykilinn og hugðist drepa á vélinni. Ökumaðurinn ók þá aftur á bak með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn kastaðist á vegg. Í dómnum kemur fram að ökumaðurinn segir að sér hafi brugðið svo við það þegar lög- reglumaðurinn braut hliðar- rúðuna að fát hafi komið á sig. Bíllinn hafi verið í gír og hafi fótur sinn runnið af kúpling- unni og bíllinn við það hrokkið aftur á bak. „Ekkert hefur komið fram í málinu, hvorki í vætti lögreglumanna né öðru, sem hnekkir þessari viðbáru ákærða, sem auk þess er ekki ósennileg,“ segir í dómnum. Því sé það ósannað að ökumaðurinn hafi af ásetningi ekið á lög- reglumanninn eða stefnt lífi eða heilsu hans í augljósan háska. Var hann því sýknaðar af því broti en sakfelldur fyrir um- ferðarlagabrotin. Greiði hann ekki sektina inn- an fjögurra vikna kemur 36 daga fangelsi í stað sektarinn- ar. Þá var hann dæmdur til að greiða Erni Clausen hrl. 35.000 krónur í málsvarnarlaun en rík- issjóður greiðir 20.000 kr. Sig- ríður Friðjónsdóttir saksóknari sótti málið. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp dóm- inn. Brá þegar lögreglu- maður braut rúðuna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.