Morgunblaðið - 31.08.2002, Síða 12
FRÉTTIR
12 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRÍR piltar voru handteknir í
hádeginu í gær eftir að þeir
höfðu stolið tveimur bjórköss-
um úr sendibifreið í Mörkinni.
Við leit í bílnum fundust nokk-
ur grömm af hassi. Enginn
þeirra hefur aldur til að kaupa
áfengi.
Piltarnir sáust aka á brott
með þýfið en þeir komust ekki
lengra en út á Suðurlands-
braut þar sem lögreglan í
Reykjavík stöðvaði för þeirra.
Þeir voru færðir á lögreglu-
stöð til yfirheyrslu og var síð-
an sleppt enda telst málið upp-
lýst.
Handteknir
með
stolinn bjór
STUTT
UNGUR ökumaður á sport-
bifreið var stöðvaður af lög-
reglunni á Hvolsvelli á
fimmtudag á 159 km hraða á
Suðurlandsvegi við Markar-
fljótsaura. Hann var ekki
sviptur ökuleyfi á staðnum, en
má búast við hárri sekt og
jafnvel sviptingu ökuleyfis, að
sögn lögreglunnar.
Þegar lögreglan hafði af-
skipti af manninum gaf hann
engar sérstakar skýringar á
ökulagi sínu. Það virtist ekki
hafa hamlandi áhrif á ofsa-
akstur mannsins að hann var
með ungt barn sitt í bílnum
hjá sér. Segir lögreglan að
barnið hafi verið í bílstól.
Á 159 km
hraða með
smábarn í
bílnum
UM 200 lítrar af dísilolíu láku á
Suðurlandsveginn austast í
Svínahrauni um níuleytið í
fyrrakvöldi. Gat kom á tank
flutningabifreiðar, sem var með
tengivagn, þegar bifreiðinni
var ekið yfir járnplötu sem lá á
veginum. Rifan sem myndaðist
var um 10 sentimetrar í þver-
mál.
Olían lak á um 400 metra
kafla áður en tankurinn tæmd-
ist. Slökkviliðið í Hveragerði
hreinsaði olíuna af veginum
með uppleysanlegu efni. Talið
er að járnplatan, sem lá við veg-
inn, hafi verið um 40–50 senti-
metrar á breidd og um einn
metri að lengd.
200 lítrar af
dísilolíu láku
á Suður-
landsveg
TVEIR menn voru teknir
höndum þegar þeir reyndu að
brjótast inn í bifreið við verk-
stæði í Stangarholti í Reykja-
vík um þrjúleytið í fyrrinótt.
Lögreglu var tilkynnt um
ferðir mannanna og þegar
hún kom á staðinn reyndu
þeir að komast undan á
hlaupum. Lögreglunni tókst
að handsama tvo en sá þriðji
komst undan. Þá hafði lög-
regla afskipti af þremur
mönnum vegna gruns um ölv-
un við akstur í borginni í
fyrrinótt.
Handteknir
við innbrot
HPV-rannsóknarsetrið að Skógar-
hlíð 12 var formlega opnað í gær, en
þar verður á næstu árum aðsetur al-
þjóðlegrar rannsóknar, sem nefnist
FUTURE 2. Með henni á að kanna
virkni bóluefnis gegn HPV, veiru
sem veldur frumubreytingum í leg-
hálsi og leghálskrabbameini.
Nýjar rannsóknir sýna að frumu-
breytingar í leghálsi og legháls-
krabbamein orsakast af veiru sem
berst milli fólks við kynmök. Veiran,
sem nefnist HPV (Human Papilloma
Virus) eða vörtuveira, veldur einnig
kynfæravörtum. Sú staðreynd að
veiran veldur þessum sjúkdómum
hefur leitt til þess að tekist hefur að
þróa bóluefni sem getur komið í veg
fyrir HPV-sýkingar og þannig er
fræðilega mögulegt að útrýma að
mestu áðurnefndum sjúkdómum.
Framkvæmd rannsóknarinnar er í
höndum Landlæknisembættisins og
Krabbameinsfélags Íslands, en lyfja-
fyrirtækið Merck Sharp & Dohme,
sem hefur þróað bóluefnið og fram-
leiðir það, stendur straum af kostn-
aði hennar.
Á kynningu í gær kom fram að
bóluefnið hefur nú þegar verið próf-
að í rúman áratug og mun FUTURE
2-rannsóknin ná til þúsunda kvenna
víða um heim.
Haraldur Briem sóttvarnarlæknir
sagðist að gæfi bóluefnið gæfi góða
raun í þeim rannsóknum sem fram
færu á næstu árum yrði hægt að
nota það fyrir almenning. Það yrði
mikilvægur áfangi í baráttunni gegn
krabbameini. Hann sagði að þetta
væri þá í annað sinn sem sem bólu-
setning drægi úr tíðni krabbameins.
Áður hefði bólusetning gegn lifrar-
bólgu B dregið úr lifrarkrabbameini.
Haraldur sagði að minnsta kosti 5–
10 ár mundu líða þar til hugsanlega
yrði farið að nota efnið til bólusetn-
inga á almenningi.
Markmið FUTURE 2-rannsókn-
arinnar er að kanna hvort bóluefnið
dregur úr myndun frumubreytinga á
næstu 4 til 5 árum eftir bólusetningu
og til lengri tíma litið úr myndun
krabbameina í leghálsi. Þegar rann-
sókninni lýkur eiga að hafa fengist
endanlegar niðurstöður um það. Sótt
hefur verið um leyfi vísindasiða-
nefndar til að bjóða einnig 16–17 ára
konum að taka þátt í rannsókninni.
Henni verður hagað þannig að
helmingi þátttakenda er gefið virkt
bóluefni en hinum helmingnum svo-
nefnd lyfleysa. Hvorki þátttakand-
inn né sá eða sú sem bólusetur munu
vita hvort sprautað er með virku eða
óvirku bóluefni fyrr en rannsókninni
lýkur. Þorbjörg Guðmundsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og verkefnis-
stjóri, sagði að gera mætti ráð fyrir
að um 750 konur tækju þátt í rann-
sókninni sem stæði fram á árið 2007.
Eliav Barr, forstöðumaður lyfja-
rannsókna hjá MSD, sagði að fyr-
irtækið hefði nú staðið í þessum
rannsóknum í áratug, Barr sagði að
Norðurlöndin væru sérlega fýsilegur
kostur til rannsóknar sem þessarar
sökum þess hversu vel væri staðið að
skráningu hjá krabbameinsfélögum.
„Krabbameinsskráin og eftirlit
með leghálskrabbameini á Íslandi á
sér enga hliðstæðu. Hér er öllum
konum frá 20 ára aldri boðið upp á að
koma í krabbameinsleit á tveggja
ára fresti og mjög vel er haldið utan
um öll gögn,“ sagði Barr. Hann sagði
að samvinna MSD við Landlæknis-
embættið og Krabbameinsfélagið
hefði gengið afar vel og hefðu báðir
aðilar sýnt þessu mikinn áhuga.
Kristján Sigurðsson yfirlæknir
Leitarstöðvar KÍ sagði að þó að þær
vonir rættust að bólusetningin gæti
leitt til lækkandi tíðni forstigsbreyt-
inga og leghálskrabbameins væri
áfram þörf á hefðbundinni leit að
leghálskrabbameini. Hann sagði að
yrði af bólusetningum fyrir almenn-
ing myndi það sennilega verða gert
hjá börnum á aldrinum 12–14 ára, en
ætti að úrýma veirunni væri nauð-
synlegt að bólusetja bæði kynin.
Aðsetur alþjóðlegrar rannsóknar á virkni bóluefnis gegn HPV-veiru
Mikilvægt í baráttunni
gegn krabbameini
Morgunblaðið/Jim Smart
Frá vinstri: Haraldur Briem sóttvarnarlæknir, Eliav Barr, forstöðu-
maður lyfjarannsókna hjá MSD, og Kristján Sigurðsson, yfirlæknir
Leitarstöðvar KÍ, á kynningarfundinum í gær.
FJÓRTÁN marka drengur fæddist
í sjúkrabifreið fyrir utan fæðing-
ardeild Landspítalans á fimmtu-
dagskvöld. Faðir barnsins, Þor-
steinn Hoffritz, og Björk
Steinþórsdóttir ljósmóðir tóku á
móti barninu á bílastæðinu fyrir
utan spítalann enda bráðlá þeim
stutta á í heiminn. Að lokinni
fylgjufæðingu á spítalanum hélt
fjölskyldan síðan heim á leið til
Selfoss. Heilsast móður og barni
vel.
Móðirin, Sigrún Árnadóttir,
missti vatnið yfir tíufréttunum og
fór þá með manni sínum á Sjúkra-
húsið á Selfossi, þar sem kom í ljós
að höfuð barnsins sneri ekki rétt.
Var þá ákveðið að senda hana til
Reykjavíkur á spítala með sjúkra-
bifreið, en þá fóru hlutirnir að
gerast.
„Í einhverri holunni á Hellis-
heiðinni hefur barnið líklega snú-
ist rétt, því þegar við vorum kom-
in að mótum Miklubrautar og
Hringbrautar varð ljóst að barnið
var að koma, öllum að óvörum,“
sagði Þorsteinn Hoffritz. Hann er
sjúkraflutninga- og lögreglumaður
og er þetta fyrsta reynsla hans af
ljósmóðurstörfum við óvenjulegar
aðstæður. „Þetta er náttúrlega al-
veg magnað og alltaf jafnmikill at-
burður,“ sagði hann um hið við-
burðaríka kvöld.
Nýfæddi drengurinn á tvö eldri
systkin, Ester Rún Antonsdóttur 8
ára og Árna Hoffritz 4 ára, sem
nú er orðinn stóri bróðir.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Fjölskyldan á Sjúkrahúsi Suðurlands, f.v.: Ester Rún stóra systir, Sig-
rún með son sinn, Árni stóri bróðir og faðirinn Þorsteinn Hoffritz.
Tók á móti syni sín-
um í sjúkrabifreið
MARGT bendir til þess að ekki náist
samkomulag á ráðstefnu SÞ um sjálf-
bæra þróun í Jóhannesarborg um að
skýr töluleg markmið verði sett í
framkvæmdaskjal ráðstefnunnar um
að notkun á endurnýjanlegri orku í
heiminum verði aukin. Ríkin sem
auka vilja hlut endurnýjanlegrar
orku ætla hins vegar að hrinda af stað
samstarfsverkefni á þessu sviði.
„Um tveir milljarðar manna hafa
ekki aðgang að orku í dag. Við verð-
um að reyna að stuðla að því að þessi
hluti jarðarbúa fái orku og tryggja
um leið að hún verði eins hrein og
nokkur kostur er,“ sagði Siv Frið-
leifsdóttir umhverfisráðherra á fundi
ríkjanna sem ætla sér að mynda sam-
starfsvettvang þeirra sem vilja auka
hlut endurnýjanlegrar orku. Að sam-
starfinu standa einnig nokkur fyrir-
tæki.
Siv kynnti á fundinum hvernig Ís-
land hefði staðið að málum. Um 70%
orkunnar væru endurnýjanleg og
ríkisstjórnin hefði nýlega samþykkt
stefnuyfirlýsingu sem fæli í sér að
innan nokkurra ára yrði öll orkunotk-
un þjóðarinnar endurnýjanleg. Hún
sagði að Ísland hefði aflað sér mik-
ilvægrar reynslu á þessu sviði og
hefði ýmislegt fram að færa.
Andstaða frá Bandaríkjunum,
Kanada og Japan
Um 13% orkunýtingar heimsins í
dag koma frá endurnýjanlegri orku.
Ísland og fleiri ríki vildu að sett yrði í
framkvæmdaáætlun fundarins
ákvæði um að þetta hlutfall yrði
hækkað upp í 15% til ársins 2015 og
jafnframt að iðnríkin settu sér metn-
aðarfull markmið á þessu sviði.
Halldór Þorgeirsson, sem sæti á í
sendinefnd Íslands á leiðtogafundi
SÞ um sjálfbæra þróun, sagði að and-
staða væri á fundinum við að sett
yrðu inn í framkvæmdaáætlun fund-
arins ákvæði sem innihéldu töluleg
markmið um endurnýjanlega orku.
Þróunarríkin hefðu tekið að sér að
leggja fram tillögu að málamiðlunar-
texta og ljóst væri að hann myndi
ekki fela í sér töluleg markmið.
Halldór sagði að þrátt fyrir ítarleg-
ar viðræður hefði enn ekki náðst
samkomulag um markmiðasetningu
á þessu sviði. Evrópusambandsríkin,
Noregur, Ísland, Sviss, Brasilía og
Nýja-Sjáland hefðu barist fyrir
þessu. Andstaða væri hins vegar við
slíka markmiðasetningu, einkum af
hálfu Bandaríkjanna, Kanada og Jap-
ans.
„Ísland hefur lagt töluvert mikla
áherslu á að stuðla að útbreiðslu end-
urnýjanlegrar orku, t.d. með jarð-
hitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Enn-
fremur hafa íslensk fyrirtæki
töluverða reynslu af virkjunum og
þeirri tækni sem nýtir enurnýjanlega
orku. Endurnýjun orku er einnig ein
af þeim leiðum sem við teljum að
hægt sé að fara til þess að takast á við
loftslagsvandann. Við tökum þátt í
þessu á þeim grunni að við höfum náð
árangri á þessu sviði og höfum ým-
islegt fram að færa,“ sagði Halldór.
Viðræður um að hlutur endurnýjan-
legrar orku verði aukinn
Mikil and-
staða við tölu-
leg markmið
Jóhannesarborg. Morgunblaðið.