Morgunblaðið - 31.08.2002, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 31.08.2002, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 51 DAGBÓK ÞAÐ er furðulegt að enginn bridshöfundur skuli hafa skrifað bók um hrakföll við spilaborðið, því bæði er tíðn- in mikil og skemmtanagildið þó nokkurt – a.m.k. fyrir þá sem hafa gaman af „ís- lenskri fyndni“. Aðeins eru nokkrir dagar frá því við sáum hrakfallasögu frá meistaramóti Asíu í þessum dálki. Sagan í dag kemur frá opna heimsmeistaramótinu í Kanada: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ Á8 ♥ Á643 ♦ 5 ♣K85432 Vestur Austur ♠ 95 ♠ K107642 ♥ K ♥ 10 ♦ ÁKD9874 ♦ G10632 ♣DG6 ♣Á Suður ♠ DG3 ♥ DG98752 ♦ – ♣1097 Vestur Norður Austur Suður – 1 lauf 2 spaðar 4 hjörtu 4 spaðar 6 hjörtu Dobl Pass Pass Pass Spilið kom upp í undan- úrslitum parakeppninnar. Sagnir eru hressilegar, eins og oft vill verða þegar skipt- ingin er mikil. Vestur lagði niður tígulás í upphafi, sem suður tromp- aði. Sagnhafi spilaði hjarta- drottningu upp á ásinn og hjarta til baka á gosann. Svo lauftíunni að heiman. Framhaldið er nokkuð fyrirsjáanlegt í ljósi formál- ans – vestur lagði gosann á tíuna og sagnhafi dúkkaði! Síðar svínaði sagnhafi fyrir laufdrottningu og skrifaði 1660 í eigin dálk. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert samviskusamur, skipulagður og áreiðanlegur. Þú veist hvað þú vilt og hvað þú þarft að gera til að öðlast það. Á komandi ári muntu leggja áherslu á félagslíf og skemmtun. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert afslappaður og átt auð- velt með að sýna öðrum vel- vild í dag. Þér finnst veröldin vera bjartari og vinalegri og það má rekja það til þess að þú ert sáttur við sjálfan þig. Naut (20. apríl - 20. maí)  Dagurinn hentar vel til hvers kyns viðskipta. Þetta á sér- staklega við um allt sem teng- ist fasteignaviðskiptum og innkaupum til heimilisins. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Dagurinn hentar vel til samn- ingaviðræðna og persónu- legra uppgjara. Þú hefur skýra sýn á lífið og tilveruna. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hikaðu ekki við að eyða pen- ingum í dag. Viðskipti dags- ins munu færa þér hagnað og ánægju í framtíðinni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Láttu það eftir þér að njóta dagsins með vinum þínum. Mæltu þér mót við fólk í há- deginu eða kaffinu. Samræð- ur ykkar geta orðið líflegar og skemmtilegar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ættir að nota daginn til að ræða við yfirmenn eða stofn- anir um stjórnmál eða önnur yfirgripsmikil mál. Það mun koma þér á óvart hversu vel verður tekið í hugmyndir þín- ar Vog (23. sept. - 22. okt.)  Allt sem tengist útgáfustarf- semi, fjölmiðlum og lögfræði lítur vel út í dag. Bjartsýni þín og kappsemi njóta sín. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sýndu áræðni og berðu þig eftir því sem þú vilt í dag. Þú nýtur stuðnings og getur því ýtt undir starfsframa þinn með hógværum hætti. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Flestir sem þú hittir í dag eru skapgóðir og velviljaðir. Þetta gerir þér gott því þér finnst að fólk eigi að koma vel fram hvert við annað. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vertu sjálfsöruggur í vinnunni í dag. Gerðu ráð fyr- ir velgengni því hún er innan seilingar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ættir að þiggja þau boð sem þér berast, hvort sem um vinaboð eða ástarfundi er að ræða. Þú munt örugglega hafa gaman að. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú átt auðvelt með að sam- ræma skyldur þínar í vinnunni og á heimilinu í dag. Þú ættir að vinna heima ef þér gefst kostur á því. Það gerir þig ánægðari og af- kastameiri. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT VOGAR Ég heyri stórsjóinn stynja af ekka og standa á önd milli djúpra soga. Um grunnið hver hrönn er hrapandi brekka við hyldjúp gljúfur og skörð. Grjótfjörur bergmálsins dunur drekka og draga seiminn lengst fram í voga, – þar blindskerin standa í boga sem borgarvígi – og halda vörð. Hve minningasvipirnir yngjast með árum. Oft sé ég nú mínar fjallbröttu hlíðir og teigana efstu með ársgömlum skárum og einstöku runnatré. – En heiðin er sjór með bjargföstum bárum og brimgarð af fönn yfir allar tíðir. Ó, harðgerði háfjallavíðir, við hjarta mitt innst þú grerir í hlé. – – – Einar Benediktsson 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. e3 g6 4. Rf3 Bg7 5. Rc3 0-0 6. Be2 cxd4 7. exd4 d5 8. cxd5 Rxd5 9. 0-0 Rc6 10. Db3 Be6 11. Dxb7 Rxd4 12. Rxd4 Bxd4 13. Bh6 Hb8 14. Da6 Hxb2 15. Rxd5 Bxd5 16. Bxf8 Kxf8 17. Hac1 Kg7 18. Bc4 Staðan kom upp á Skákþingi Ís- lands, landsliðs- flokki, sem lauk fyrir skömmu á Seltjarnarnesi. Jón Viktor Gunn- arsson (2.357) hafði hvítt gegn Sævari Bjarna- syni (2.264). 18... Bxg2! 19. Kxg2 Da8+ 20. Kg3 Be5+ og svartur gafst upp enda fátt til varn- ar. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 75 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 1. september, er 75 ára Guðmundur Ólason frá Ísa- firði. Af því tilefni tekur hann á móti ættingjum og vinum á heimili sonar síns, Ísalind 5, Kópavogi, í dag, laugardaginn 31. ágúst kl. 20. 70 ára afmæli. Á morg-un, sunnudaginn 1. september, verður sjötug frú Vilborg Einarsdóttir ljósmóðir, Hornafirði. Eig- inmaður hennar er Helgi Hálfdanarson. Í tilefni af þessum tímamótum ætlar hún og fjölskylda hennar að taka á móti gestum á Smyrlabjörgum á afmælis- daginn frá kl. 15–19. Hlutavelta Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og myndasölu og söfnuðu kr. 1.580 til styrktar börnum á Indlandi. Þær heita Sóley Björk Atladóttir og Karen Sól Sævarsdóttir.              Veistu hvað! Ég fann tösku heima, fulla af peningum! Mamma, pjakkurinn er loksins búinn með grautinn sinn. Ég taldi honum trú um að þetta væri drullumall. Arnbjörg Finnbogadóttir 896 4655 Svæðanudd - unaður fyrir fætur Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð í Hafnarfjarðarkirkju 7. árið í röð Skráning hefst mánudaginn 2. september á hið feikivinsæla hjónanámskeið Hafnarfjarðarkirkju, sem yfir 5.000 manns hafa tekið þátt í frá árinu 1996. Á námskeiðinu er fjallað um samskipti hjóna, leiðir til að styrkja hjónabandið, orsakir sambúðarerfiðleika, leiðir út úr vítahring deilna og átaka, ólíkar fjölskyldugerðir, ástina, kynlífið, hamingjuna og börnin fyrir utan allt hitt Aðeins 15 pör komast á hvert námskeið. Skráningarsími er 555 1295 á skrifstofutíma alla virka daga. Þórhallur Heimisson sóknarprestur Hafnarfjarðarkirkju, en hann hefur mikla reynslu af fjölskyldustarfi. " . /< 5 .5 5< '2 " . /< 5  / .5 5<                1      - 2     3" , ) " 45"66!4/"66"    ,, - - '/7 8/48" Til sölu ítölsk borðstofuhúsgögn Borð stærð 160x120 með sex stólum - Skápur 270x53, hæð 1m. Tilboð óskast. Upplýsingar í síma 862 0557 Skólavörðustíg 21, sími 552 2419. Sölusýning Antik-hússins verður haldin í Suðurhrauni 12C, Hafnarfirði, frá fimmtudeginum 29. ágúst til sunnudagsins 1. september frá kl. 14.00-18.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.