Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 2
BERGLJÓT Halldórsdóttir meina- tæknir hlaut vísindaverðlaun Al- þjóðasamtaka meinatækna á al- þjóðamóti meinatækna sem haldið var í Orlando í Bandaríkjunum ný- lega. Er þetta í fyrsta sinn sem Ís- lendingur fær þessi verðlaun. Verðlaunin hlaut Bergljót fyrir vísindarannsóknir á blóði, þvagi, saur og á hinum ýmsu líkamsvökv- um, aðallega fyrir smásjárrannsókn- ir á þvagi með tilliti til þvagfæra- og nýrnasjúkdóma. „Mikill heiður er fyrir mig en jafn- framt íslenska meinatækna að fá þessi verðlaun. Margir eru um hit- una en í Alþjóðasamtökum meina- tækna eru 34 þjóðir og eru félagar um hundrað og áttatíu þúsund.“ Á ráðstefnunni kynnti hún tvö vís- indaverkefni sem hún vann á blóð- meinafræðideild Landspítala – há- skólasjúkrahúss í samvinnu við dr. Margréti Árnadóttur, sérfræðing í nýrnasjúkdómum, og dr. Örn Ólafs- son stærðfræðing. Bergljót hefur áður kynnt vís- indaverkefni á alþjóðamóti meina- tækna sem hún segir hafa hlotið mikla athygli. Það bar heitið „Mik- ilvægi smásjárskoðunar á þvagi til þess að fylgjast með eiturverkunar- áhrifum lyfja á nýrun“. Verkefnið vann hún einnig á blóð- Bergljót starfar sem kennslu- stjóri á blóðmeinafræðideild Land- spítala – háskólasjúkrahúss, auk þess sem hún er stundakennari við læknadeild Háskóla Íslands og meinatæknideild Tækniháskóla Ís- lands. Íslenskur meinatæknir fær vísindaverðlaun Morgunblaðið/Jim Smart Bergljót Halldórsdóttir fékk verðlaun Alþjóðasamtaka meinatækna. meinafræðideild Landspítalans í samvinnu við Pál Ásmundsson, yf- irlækni á nýrnasjúkdómadeild. Bergljót lauk meinatækninámi frá Juventus Institut í Zürich í Sviss að loknu stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík, cand. phil. frá heimspekideild Háskóla Íslands og prófi í efnafræði við læknadeild Há- skóla Íslands. Prófi í erfðafræði, frumulíffræði, lífeðlisfræði, tölfræði og örverufræði lauk hún seinna við líffræðiskor raunvísindadeildar Há- skóla Íslands. Bergljót stundaði framhaldsnám í blóðmeinafræði við Royal Postgraduate Medical School Hammersmith Hospital í London og sæðisfrumurannsóknir við sömu stofnun. Einnig stundaði hún fram- haldsnám í þvag- og vökvarann- sóknum við University Hospital of Illinois í Chicago. Bergljót hefur B.Sc.-gráðu í meinatækni frá Tækniháskóla Íslands. FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ AÐALUPPSKERUTÍMI kartöflubænda, haust- uppskeran, hefst nú um helgina. Að sögn Sig- hvats B. Hafsteinssonar, formanns Lands- sambands kartöflubænda, hafa kartöflubændur að undanförnu verið að gera tæki sín og tól klár fyrir uppskeruna. Að sögn Sighvats eru allt að sextíu kartöflubændur á landinu. Flestir þeirra eru í Þykkvabænum. Sighvatur segir að líkur séu á því að kartöflu- uppskeran í ár verði svipuð og í meðalári. Hún verði þó ekki eins mikil og í fyrra. Horfur eru á því að hún verði í ár um 8 til 10.000 tonn. Ástæð- an fyrir minni uppskeru nú en í fyrra eru m.a. miklir þurrkar á Suðurlandi í sumar. Sighvatur bendir á að kartöflur, sem fari á markað, fái lág- marksmeðhöndlun úr kartöflugarðinum á disk neytandans. Þær séu þvegnar með íslensku vatni og þurrkaðar áður en þær fari í umbúðir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Atli Örn Egilsson er hér með myndarlegar kartöflur í garði við heimili sitt við Elliðavatn en Atli á 12 ára afmæli í dag. Uppskeran nálægt tíu þúsund tonnum Davíð í einka- heimsókn hjá Berlusconi DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra átti í gær fund með Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, í Róm. Síð- an hélt hann til Sardiníu, þar sem hann dvelur í einkaheimsókn hjá ítalska forsætisráðherranum. Með því er endurgoldin heimsókn Berl- usconis til Íslands sl. vor. Davíð Oddsson heldur til Rómar á ný á mánudag. Hann mun flytja er- indi á hádegisverðarfundi Íslensk- ítalska verslunarráðsins á þriðjudag. Við það tækifæri verður einnig und- irritaður tvísköttunarsamningur milli Íslands og Ítalíu. Fríður flug- floti til Eyja Í NÓGU var að snúast hjá starfs- mönnum flugturnsins í Vestmanna- eyjum laust eftir hádegi í gær. Flug- dagur var haldinn á vegum Flugmálafélags Íslands og var farið í hópflug til Eyja og var vel á þriðja tug einkaflugvéla lentur þegar Morgunblaðið hafði samband við turninn í Eyjum. Að sögn starfs- manna eru slíkar heimsóknir ákaf- lega sjaldgæfar og „allt vitlaust að gera hjá þeim“. LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir Steini Hildari Þorsteinssyni. Steinn er 24 ára, um 187 cm á hæð, ljósskolhærður, stuttklipptur og grannvaxinn og með gleraugu. Síð- ast er vitað um ferðir Steins upp úr hádegi á fimmtudaginn og var hann þá klæddur dökkgrárri úlpu, dökk- bláum gallabuxum og í dökkbláum strigaskóm með hvítri rönd. Að sögn lögreglunnar er hafin leit að Steini með aðstoð björgunarsveita. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Steins hringi í lögregluna í Reykja- vík í síma 569-9012. Lýst eftir ungum manni „NÚ þegar einhverjar mestu fram- kvæmdir Íslandssögunnar eru að hefjast er mikilvægt að læknar taki virkan þátt í öllu því sem lýtur að starfsmannaheilsuvernd, þar með töldu áhættumati, og tryggi að slíkt mat og nauðsynleg þjónusta verði raunverulega veitt hér á landi.“ Þetta segir Kristinn Tómasson, yf- irlæknir Vinnueftirlits ríkisins, í for- ystugrein í nýjasta tölublaði Lækna- blaðsins og vísar hann þar til væntanlegra stóriðjuframkvæmda á Austurlandi. Telur hann nauðsyn- legt að fá aukið fjármagn í rann- sóknir á vinnuslysum og áhættu- þáttum og að setja verði fram kröfur um vinnuumhverfi og áhættumat. Í upphafi greinarinnar fer Krist- inn nokkrum orðum um umfjöllun um áhrif álvers á ýmsa þætti og seg- ir mikið hafa verið fjallað um áhrif á umhverfið en minna um áhrif á starfsmenn, heilsufar þeirra og fjöl- skyldna þeirra. Segir hann það mögulega vegna þess að stóriðjufyr- irtæki hérlendis hafi sjálf haft nokkra forgöngu um eftirlit með heilsufari hjá starfsfólki sínu. Einnig bendir hann á að Alcoa hafi sett fram þau markmið að fyrir árið 2004 verði tilbúið áhættumat vegna heilsu starfsmanna. Fylgst verði með að minnsta kosti 95% af áhættuvöldun- um og dregið úr efnamengun og mestu hávaðavöldunum um 40%. Afla þarf meiri upplýsinga Yfirlæknirinn segir þessi mark- mið Alcoa virðingarverð en til að „við sem læknar og málsvarar íslensku þjóðarinnar í heilbrigðismálum get- um tekið við þeim þurfum við að skoða hvaða kröfur við viljum gera um vinnuumhverfi og hættu af því fyrir einstaklinga á íslenskum vinnu- markaði og fjölskyldur þeirra.“ Seg- ir hann að til að unnt sé að gera slík- ar kröfur þurfi að afla meiri upplýsinga um líffræðilegar, sál- fræði- og félagslegar hættur sem tengist vinnu hérlendis og svara því hvaða áhrif þær hafa á heilsu starfs- manna og fjölskyldna þeirra. Hann segir áhættumat lykilatriði í öflugri starfsmannavernd og einnig þurfi að huga að viðbrögðum við hættu og hvers konar heilbrigðiseftirlit þurfi að veita. Segir hann síðastnefnda at- riðið sérlega mikilvægt þegar litið sé til framkvæmda í strjálbýli þar sem langt sé í þjónustu ef óhöpp verða. Í lokin bendir Kristinn Tómasson á að þetta eigi ekki einungis við stór- iðju heldur öll fyrirtæki og nauðsyn- legt sé að leggja verulega aukið fjár- magn til rannsókna á vinnuslysum og áhættuþáttum. Vill aukið fjármagn í rann- sóknir á vinnuslysum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.