Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 6
Mun leita samþykkis þings fyrir árás á Írak GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í vikunni að hann myndi leita samþykkis Bandaríkjaþings ef ákveð- ið yrði að beita valdi til þess að hrekja Saddam Hussein Íraksforseta frá völdum. Þá ætlar Bush að gera Sam- einuðu þjóðunum grein fyrir stefnu sinni gagnvart Saddam í næstu viku. Bush lagði áherslu á það í vikunni að ógn stafaði af Saddam. Hann átti fund með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, um helgina en Blair er nán- ast eini ráðamaðurinn í Evrópu sem þykir líklegur til að styðja árás á Írak. Sagði Blair á þriðjudag að fljótlega yrðu birt sannfærandi gögn um til- raunir Íraka til að komast yfir gereyð- ingarvopn. Stjórnvöld í Írak hafa undanfarna daga lagt áherslu á að reyna að auka andstöðu í heiminum við meint áform Bandaríkjastjórnar og heimsótti utan- ríkisráðherra landsins m.a. Rússland í vikunni í því skyni. Hamid Karzai sýnt banatilræði HAMID Karzai, forseti Afganistans, slapp naumlega þegar gerð var tilraun til að ráða hann af dögum í borginni Kandahar í Suður-Afganistan á fimmtudag. Fyrr um daginn hafði bílsprengja sprungið í höfuðborginni Kabúl með þeim afleiðingum að 30 manns biðu bana og 167 særðust. Grunur leikur á að talibanar eða al- Qaeda-hryðjuverkasamtökin hafi staðið fyrir tilræðunum en þau veikja vonir um að pólitískur stöðugleiki komist á í landinu innan tíðar. Maðurinn sem reyndi að myrða Karzai hét Abdul Rehman og er frá Helmand-héraði, þar sem stuðningur við talibana er enn mikill. Rehman var skotinn af bandarískum sérsveitar- mönnum, sem sjá um öryggi Karzais.  Hróp voru gerð að Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkj- anna, þegar hann ávarp- aði ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Jóhann- esarborg um sjálfbæra þróun. Þurftu örygg- isverðir að fjarlægja menn úr fundarsalnum sem mótmæltu stefnu Bandaríkjanna í umhverf- ismálum.  Mörg umhverfissamtök lýstu óánægju sinni með lokaályktun ráðstefnu SÞ um sjálfbæra þróun. Köll- uðu þeir hana útþynnta málamiðlun í þágu stór- fyrirtækja. Í ályktuninni var m.a. rætt um aðgerðir til að tryggja fátæku fólki hreint vatn, frárennsli og rafmagn, draga úr ágangi á náttúruna og vernda fiskstofna og skóga. Yf- irleitt er þó ekki um nein tímamörk að ræða.  Hæstiréttur Ísraels úr- skurðaði í vikunni að reka mætti frá heimilum sínum fólk, sem aðstoðað hefði hryðjuverkamenn með einhverjum hætti. Voru systkinin Kifah og Intissar Adjuri flutt nauð- ungarflutningum til Gaza í kjölfarið en þau eru systkini Alis Adjuris, sem Ísraelsher felldi í águst. Adjuri var yfirmaður Al- Aqsa-herdeildanna á Vesturbakkanum.  Rússnesk stjórnvöld til- kynntu að þau hygðust fullgilda Kyoto-bókun Sameinuðu þjóðanna um viðbrögð vegna hækkandi hitastigs í andrúmsloft- inu. FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 til Rimini frá kr. 19.900 Kynnstu Rimini, Feneyjum og Flórens. Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Rimini í sumar. Þú bókar tvö sæti til Rimini þann 19. september, en greiðir bara fyrir 1, og kemst til vinsælasta strandstaðar Ítalíu á frábærum kjörum. Gildir eingöngu út 19. sept. og heim 26. sept. Frá Rimini er stutt til Feneyja og Flórens, sem eru meðal fegustu borga heimsins. Verð kr. 19.900 Flugsæti á mann m.v. 2 fyrir 1. Tveir fullorðnir. 33.500/2 =16.750 kr. Skattar 3.150 kr. Ekki innifalið: Ferðir til og frá flugvelli í Rimini kr. 2.800. Forfallagjald kr. 1.800, valkvætt. Flogið til Bologna flugvallar. Val um úrvalsgistingu á Rimini. Síðustu 23 sætin VIKAN 1/9 – 7/9 ERLENT INNLENT  Valgerður Sverris- dóttir, iðnaðarráðherra, hefur veitt Landsvirkjun heimild til byggingar allt að 750 MW Kárahjúka- virkjunar ásamt aðal- orkuveitum. Leyfið er veitt með ákveðnum skil- yrðum.  Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri- hreyfingin – grænt fram- boð auka fylgi sitt lít- illega frá síðustu alþingiskosningum í nýrri könnun Félagsvís- indastofnunar fyrir Morgunblaðið. Framsókn og Frjálslyndir missa fylgi.  Samningar hafa tekist milli þriggja erlendra banka, sem standa að sambankaláni til Norður- ljósa, og Kaupþings um að Kaupþing keypti 55% sambankalánsins og yrði umsjónarmaður þess. Samningurinn felur í sér ákveðinn afslátt af upp- runalegri lánsupphæð, ekki hefur fengist upp- gefið hversu mikinn.  Þrír menn voru fluttir á slysadeild eftir óhapp við köfun í Kleifarvatni á þriðjudag.  Dagvinnulaun kvenna eru um 70% af launum karla, samkvæmt könnun um launamun kynjanna sem kynnt var í vikunni.  Keikó mun dvelja í Skálavíkurfirði í Noregi í vetur, en fyrir réttri viku lét hann óvænt sjá sig þar í firðinum. Fjölmarg- ir hafa lagt leið sína til fjarðarins til að heim- sækja háhyrninginn. Húsleit hjá Eimskip STARFSMENN Samkeppnisstofnun- ar gerðu húsleit á skrifstofum Eim- skips á miðvikudag til að afla gagna á grundvelli úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur. Komu aðgerðirnar í kjöl- far kæru Samskipa til Samkeppnis- stofnunar 22. ágúst síðastliðinn þar sem óskað var eftir því að rannsakað yrði hvort Eimskipafélagið hefði brot- ið gegn samkeppnislögum í flutninga- starfsemi sinni. Stjórnendur Eim- skipafélagsins furða sig á kæru Samskipa og telja hana tilefnislausa. Taka mun allnokkra mánuði að leiða málið til lykta. Baugur selur hlut sinn í Arcadia HLUTABRÉF Baugs hækkuðu um 21,2% í verði í síðustu viku og mark- aðsvirði félagsins um 4,3 milljarða króna. Philip Green hefur náð sam- komulagi við Baug um að kaupa 20% hlut Baugs í Arcadia og hefur stjórn Arcadia tilkynnt að hún muni mæla með yfirtökutilboði Green í félagið. Hagnaður Baugs af sölu bréfanna verður um 8 milljarðar króna eftir skatta og kostnað, en heildarverð er um 21 milljarður króna. Mun lausa- fjárstaða batna um 18 milljarða við söluna, sem Baugur mun nota til frek- ari sóknar á erlendum vettvangi. Ingibjörg Sólrún íhugar framboð SKOÐANAKÖNNUN Kreml.is leiddi í ljós að ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í næstu alþingiskosningum myndi flokkurinn auka fylgi sitt um 32%, fengi 34,2% at- kvæða í stað 25,9%. Ingibjörg Sólrún segir könnunina ekki hafa breytt af- stöðu sinni, um að gegna stöðu borg- arstjóra út kjörtímabilið, en hún muni þó fara yfir fyrri rök sín. HARALDUR Palsson, bóndi í Grenihlíð, skammt austan við Ár- borg í Manitoba í Kan- ada, lést á sjúkrahús- inu í Árborg fimmtu- daginn 5. september síðastliðinn, 83 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein. Haraldur Palsson fæddist í Grenihlíð 24. maí 1919. Foreldrar hans voru Þorgrímur Pálsson frá Lýtings- stöðum í Skagafirði og Guðrún Helgadóttir frá Hamraendum í Stafholtstungum í Borgarfirði, en þau fluttu ung með foreldrum sínum til Kanada. Har- aldur átti sex systkini og bjó í Grenihlíð alla tíð, fyrst með for- eldrum og systkinum en með Pálma, bróður sínum, frá 1995, þeg- ar Helgi, bróðir þeirra, féll frá. Góðmennska og gjafmildi ein- kenndu Harald en þeir bræður hafa látið sér mjög annt um íslenska samfélagið vestra og styrkt það eftir mætti. Íslensk menningararfleifð hef- ur verið þeim hugleik- in og í um hálfa öld hafa þeir gefið háar fjárhæðir til styrktar íslenskudeild Mani- tobaháskóla í Winni- peg auk þess sem þeir lögðu sitt í byggingar- sjóð Menningarmið- stöðvarinnar í Gimli, The Waterfront Centre, sem var form- lega opnuð fyrir um tveimur árum. Haraldur lét aldrei mikið fyrir sér fara, en engu að síð- ur var hann mjög virkur í félagslífi íslenska samfélagsins í Árborg og nágrenni. Hann var meðal annars í stjórn félagsnefndarinnar Geysis, sem rak félagsheimilið Geysi á bökkum Íslendingafljóts. Einnig var hann traustur félagsmaður í Esju, Árborgardeild Þjóðræknisfélags Ís- lendinga í Vesturheimi. Haraldur var ókvæntur og barn- laus, en tveir bræður hans lifa hann. Andlát HARALDUR PALSSON ÚTGJÖLD vegna fjárhagsaðstoðar við einstaklinga í Reykjavík jukust um 38% fyrstu 7 mánuði ársins þrátt fyrir að reglurnar hafi ekki verið rýmkaðar á þessu tímabili. Á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöld kom fram að helstu ástæður þessarar hækkunar væru aukið atvinnuleysi og mikil skuldsetning heimilanna. Á sama tíma hafa útgjöld til húsaleigu- bóta aukist um 30 af hundraði. Borg- arráð samþykkti í vikunni að verja 95 milljónum til þessa málaflokks til við- bótar við það sem áður hafði verið áætlað. Björk Vilhelmsdóttir, formaður fé- lagsmálaráðs, kynnti ástæður þess- arar þróunar á borgarstjórnarfund- inum. Hún sagði að þróunin hafi byrjað í júní á síðasta ári og hafi aukningin verið stöðug síðan. Út- gjöld til fjárhagsaðstoðar og fjöldi notenda fari eftir þjóðfélagsaðstæð- um hverju sinni. Sérfræðingar Fé- lagsþjónustunnar teldu ástæðurnar einkum vera aukið atvinnuleysi og aukin skuldsetning heimilanna. Helmingi fleiri hefðu verið atvinnu- lausir í júlí síðastliðnum en á sama tíma í fyrra og frá janúar til júlí á þessu ári hafi atvinnulausum fjölgað um 33%. Fólki á aldrinum 20–24 ára fjölgar mest í hópi þeirra sem þurfa aðstoð. Sagði Björk þetta jafnframt vera sá hópur sem atvinnuleysi herji mest á. Auk þess fái sjúklingar og náms- menn meiri aðstoð en áður. Náms- styrkir væru eitt þeirra úrræða sem notað væri í málum ungs fólks sem er atvinnulaust, til að styrkja það svo það geti staðið á eigin fótum og orðið sjálfbjarga. „Hinn meginskýringarþátturinn er án efa skuldsetning heimilanna í kjölfar góðæris og þenslu. Þegar harðnar á dalnum geta heimilin ekki staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar og kemur það harðast niður á þeim sem hafa úr minnstu að spila,“ sagði Björk. Styrkir vegna sérstakra erfiðleika væru greiddir vegna mik- illar skuldabyrði, oftast að undan- gengnu mati Ráðgjafastofu um fjár- mál heimilanna. „Þessir styrkir eru oft til að fólk haldist í því húsnæði sem það er í og eins til að greiða niður leikskólaskuldir svo foreldrarnir geti unnið áfram fyrir tekjum.“ Jákvætt að fólk þekki sinn rétt Útgjöld vegna húsaleigubóta juk- ust um 30% fyrstu 7 mánuði ársins. Sagði Björk að aukin útgjöld til húsa- leigubóta umfram fjárhagsáætlun megi fyrst og fremst rekja til laga- breytinga á síðasta ári, sem leiddi til þess að hópar sem ekki áttu rétt á bótum öðluðust rétt til bótanna. Þar megi nefna öryrkja og nema sem leigja herbergi með aðgangi að eld- unaraðstöðu og snyrtingu. Önnur skýring sé sú að Félagsbústaðir kaupi árlega hundrað almennar leiguíbúðir sem veiti sjálfkrafa rétt til húsaleigubóta. „Ég held að við verðum að líta svo á að það sé jákvætt að fólk viti af og nýti sér þann rétt sem það hefur í því samfélagi sem við búum í. Þannig að þrátt fyrir mikinn kostnaðarauka þarf það ekki að vera neikvætt,“ sagði Björk. Björn Bjarnason, oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjórn, sagði að ástæða væri til að skoða þessa þróun frekar. Það geti ekki verið markmiðið að auka þessi útgjöld jafnt og þétt, heldur skoða til hvaða þátta þau fari og til hvaða leiða megi grípa til að draga úr útgjaldaþörfinni. Sérstak- lega þurfi að skoða aukið atvinnuleysi ungs fólks. Einnig þurfi að huga að því hvað borgaryfirvöld geti gert til að ýta undir atvinnustarfsemi í borg- inni og skapa skilyrði til að atvinnu- fyrirtæki geti notið sín í borginni. Benti hann á að fasteignaskattar á atvinnustarfsemi hefðu hækkað um 14–15% á árinu sem sé ekki til þess fallið að örva atvinnustarfsemi. Hann sagði að lóðaskortur hefði sömuleiðis aukið vandræði hjá mörgum. Borg- aryfirvöld hafi ríka skyldu til að sporna gegn þessari þróun. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði það áhyggjuefni að upp undir 300 fleiri leiti eftir aðstoð hjá Félagsþjónustunni á hverjum mán- uði en á sama tíma í fyrra. Reykjavík- urborg hafi ekki lagt hærri fasteigna- skatta á atvinnuhúsnæði en önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuleysi talin vera meginorsökin Mikil eftirspurn eftir fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjónustu ÖKUMAÐUR bifhjóls kastað- ist marga metra þegar hann missti stjórn á hjóli sínu við Helguvíkurveg rétt eftir mið- nætti aðfaranótt laugardags- ins. Að sögn lögreglunnar í Keflavík var maðurinn með meðvitund þegar lögregla kom á staðinn. Hann var fluttur á Landspítala – háskólasjúkra- hús í Fossvogi. Maðurinn var færður á gjörgæslu sjúkra- hússins en að sögn læknis var líðan hans ágæt eftir atvikum við komuna. Kastaðist marga metra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.