Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 47 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Rannveig Á.Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 821 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Þórðarson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Þingeyri Þór Líni Sævarsson 456 8353 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni 3ja-4ra herbergja BERGSTAÐASTRÆTI 11A - OPIÐ HÚS WWW.EIGNAVAL.IS OPIÐ Í DAG MILLI KL. 12 OG 14 Glæsileg 93,4 fm 3ja-4ra herb. íbúð á 2. hæð í Þingholtunum. Vandaðar innréttingar og hlynsparket. Baðherb. flísalagt. Þvottahús innan íbúðar. Íbúðin og húsið er allt ný- lega standsett. Opið hús í dag milli kl. 14.00 og 16.00. Arndís og Sigurjón munu taka vel á móti ykkur. Áhv. 6,8 m. V. 14,2 m. (3015) Einbýlis-, rað-, parhús KJARRMÓAR Vorum að fá í sölu sérlega fallegt og vel skipulagt 140 fm raðhús með innbyggð- um bílskúr á þessum vinsæla stað. Glæsi- legar innréttingar. Parket og flísar. Nýleg eldhúsinnrétting. Björt og góð stofa með mikilli lofthæð. Ný endurnýjaður garður. Stutt í alla þjónustu. Verð 19,7 m. (3030) LÖNGU áður en guð-spjöllin fjögur urðu til,voru kristnir mennfarnir að ígrunda eittog annað í fari Jesú Krists, og spurðu: Hver var hann í raun og veru? Bara spá- maður og ekkert meira? Eða raunverulegur sonur Guðs? Var hann mennskur eða himneskur? Kannski hvort tveggja? Eða e.t.v. ekkert nema maður? Eða bara andi? O.s.frv. Þannig veltu menn hlutunum fyrir sér og komust loks að ákveðinni nið- urstöðu. Hana er að finna í því sem kallast postullega trúar- játningin, sem á latínu er nefnd Symbolum apostolicum. Nafn- giftin er til komin vegna æva- fornrar helgisagnar, um að post- ularnir 12 hafi undir leiðsögn heilags anda sagt játninguna fram á hinum fyrsta hvítasunnu- degi sögunnar, og hver þá lagt sitt af mörkum. Hafi Pétur byrj- að með fyrstu setningunni: „Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar“, og hinir postularnir svo tekið við einn af öðrum, uns játningin lá öll fyrir. En nú er vitað, að þetta var ekki svona einfalt, heldur tók mun lengri tíma í mótun, í raun og veru nokkrar aldir. Hins vegar byggist játningin á því sem postularnir kenndu, þ.e.a.s. ákveðinni reglu, sem er m.a. að finna í bréfum þeirra, sem hafa varðveist í Nýja testa- mentinu (sjá t.d. Pétursbréfin tvö og Jóhannesarbréfin þrjú). Og út frá því varð snemma til innan kirkjunnar (á meðal hinna fyrstu kristnu) ákveðin sam- antekt trúaratriðanna í játn- ingaformi. Þar var um að ræða eftirtalin kjarnaatriði: Jesús Kristur er: sonur Guðs, Drottinn okkar, fæddur sem maður, dáinn, grafinn, upprisinn frá dauðum, uppstiginn til himna, situr við hægri hönd Guðs, mun koma að dæma. Stofn postullegu trúarjátning- arinnar er skírnarjátning og trúarregla kirkjunnar í Róm, Symbolum romanum, á 1. og 2. öld. Er talið að sú játning hafi orðið til við uppfræðslu þeirra sem vildu gerast kristnir og láta skírast. Ekki er nákvæmlega ljóst hvernig sú játning var, þ.e.a.s. hvort um var að ræða einfalda yfirlýsingu um trú á Guð föður og son og heilagan anda, eða eitthvað meira. En í kringum árið 200 er Symbolum romanum búin að fá á sig þessa mynd: Trúir þú á Guð, föður almáttugan? Trúir þú á Krist Jesú, son Guðs, sem fæddist af heilögum anda og Maríu mey og var krossfestur undir Pontíusi Pílatusi og dó og var grafinn, og reis á þriðja degi lifandi upp frá dauðum, og steig upp til himna og situr við hægri hönd föðurins og mun koma að dæma lifendur og dauða? Trúir þú á heilagan anda, og heilaga kirkju, og upprisu holdsins? Í kringum árið 400 er þessi skírnarjátning kirkjunnar í Róm svo komin í annað og þróaðra form, og ber nú heitið trúarjátn- ing postulanna, Symbolum apostolorum. Á næstu þremur öldum (5.–8. öld) er fremur hljótt um þessa rómversku játningu og virðist hún hafa verið lögð niður sem skírnarjátning kirkjunnar í Róm. Hún þekkist hins vegar í ýmsum ritum frá þeim tíma og tekur þar ýmsum breytingum. Á 8. öld er postullega trúar- játningin loksins komin í núver- andi form; sína endanlegu mynd fékk hún í Gallíu. Þaðan barst hún suður á bóginn, alla leið til Rómar, og var þar tekið opnum örmum og gerð að skírnarjátn- ingu kirkjunnar þar. Hafa menn eflaust skynjað tengslin við hin- ar gömlu játningar, Symbolum romanum og Symbolum apost- olorum. En nú var hún kölluð Symbolum apostolicum. Á okkar tímum er postullega trúarjátn- ingin skírnarjátning í rómversk- kaþólsku kirkjunni, ensku bisk- upakirkjunni og mörgum lúth- erskum kirkjum. En í Austurkirkjunni, þ.e.a.s. í kristnum löndum Austur- Evrópu, er játningin lítið þekkt og ekki notuð. Fleiri játningar en þessi eru til, sumar mjög gamlar. Ein þeirra er Níkeujátningin, frá 4. öld. Hún er bæði skírnar- og messujátning í Austurkirkjunni, en messujátning í Vesturkirkj- unni. Níkeujátningin er út- breiddust og almennust allra kristinna játninga. Og önnur er svo Aþanasíusarjátningin, frá 5. eða 6. öld. Íslenska þjóðkirkjan viðurkennir allar þessar nefndu játningar, og að auki tvær aðr- ar, þ.e.a.s. Ágsborgarjátn- inguna, frá 16. öld, og Fræði Lúthers minni, einnig frá 16. öld. Hinar tvær síðastnefndu eru einungis viðurkenndar af lútherskum kirkjum. Morgunblaðið/Ómar Ég trúi Við hverja einustu skírnarathöfn og í guðs- þjónustum kirkjunnar hefur söfnuðurinn yfir Postullegu trúarjátninguna. Sigurður Ægisson lítur hér á sögu þessarar kristnu játningar, sem ævaforn helgisögn kennir, að postularnir hafi mótað á fyrsta hvítasunnudag. sigurdur.aegisson@kirkjan.is HUGVEKJA FJÖLBREYTT dagskrá verður á hausthátíð KFUM og K í Reykjavík sem haldin verður við aðalstöðvar félagsins við Holtaveg og hefst klukkan 14. Boðið verður uppá ým- is tiltæki utan dyra og inni við má una við skák, kynningu á starfi fé- lagsins og samstarfsfélaga. Klukk- an 17 verður síðan fjölskyldu- samkoma. Hausthátíð KFUM og K í dag Námskeið um hugljómun ÁSKORUN hugljómunar er heiti á námskeiði sem verður haldið í Blá- fjöllum 12.–15. september nk. Þar mun þátttakandi hugleiða eina spurningu í senn. „Markmiðið er að hann öðlist beina upplifun á sann- leikanum. Þegar einhver upplifir grundvall- ar sannindi um eigið sjálf, lífið eða aðra, er það kallað hugljómunar- reynsla. Áskorun hugljómunar hefur verið haldið víða um heim í yfir 30 ár og þar geta sannleiksleitendur upp- skorið laun erfiðisins í miklu einbeit- ingarátaki. Leiðbeinandi verður Guðfinna Steinunn Svavarsdóttir. Námskeiðið hefst fimmtudagskvöldið 12. septem- ber kl. 19:30 og lýkur að kvöldi sunnudagsins 15. september kl. 22. Lokadagur til að ganga frá skrán- ingu er þriðjudagurinn 10. septem- ber. Áhugasamir geta haft samband við Guðfinnu og fengið sendan kynn- ingarbækling. Einnig er hægt að sjá upplýsingar á http://www.enlighten- mentintensive.net,“ segir í fréttatil- kynningu. Fyrirlestur um mikilvægi tjáningar PETER Schmidt, kennari við Århus Dag- og Aftenseminarium, heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknar- stofnunar Kennaraháskóla Íslands næstkomandi miðvikudag, 11. sept- ember, kl. 16:15. Fyrirlesturinn verður haldinn í sal 2 í nýbyggingu Kennaraháskóla Íslands v/Stakka- hlíð og er öllum opinn. Peter Schmidt er forstöðumaður móðurmálskennslu við Århus Dag- og Aftenseminarium sem er kenn- araskóli á háskólastigi. Undir hann heyrir m.a. kennsla í dönsku sem öðru tungumáli. Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um mælt mál og eflingu þess í móð- urmálskennslu, m.a. um mikilvægi tjáningar og erfiðleika henni sam- fara, um kennslu og þjálfun nem- enda í framsögn og frásögn og um ólík málsnið og notkun þeirra. Hann bendir á að jafnframt kennslu í tal- máli þurfi að huga að hlustun og samspili hlustunar og tals í tjáskipt- um. Fyrirlesturinn fer fram á dönsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.