Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 29 Allir eru hjartanlega velkomnir Söngnámskeið fyrir unga sem aldna, laglausa sem lagvísa 12 vikna námskeið hefjast 16. september nk. Skólasetning og kynning á vetrarstarfinu verður mánudaginn 9. september kl. 20.00 í nýju og glæsilegu húsnæði skólans í Auðbrekku 2, Kópavogi. Upplýsingar og skráning milli kl. 10 og 17 í síma 517 5556 og á öðrum tímum í síma 699 2676 Söngsetur Estherar Helgu, Auðbrekku 2, Kópavogi. KOLBEINN Bjarnason flautuleik- ari hefur átt annríkt undanfarin ár. Hann hefur verið að vinna að útgáfu geisladisks með öllum flautuverkum enska tónskáldsins Brians Fern- eyhoughs. Það kann kannski ein- hverjum að þykja undarlegt að það hafi tekið mörg ár að koma út einum geisladiski, en skýringar eru á því. Verk Brians Ferneyhough eru ekki neinar venjulegar fingraæfingar. Þau þykja svo erfið í flutningi, að hljóðfæraleikarar, til dæmis hinn heimsfrægi básúnuleikari, Christian Lindberg, hafa jafnvel sagt að þeir ætli aldrei að æfa verk eftir hann; – þau séu óspilandi. Kolbeinn eyddi sjö mánuðum, veturinn 1998–99, í aðeins eitt þessara verka. Tók sér svo hlé frá Ferneyhough sumarið ’99, en tók svo til við að æfa hin verkin fimm strax um haustið. Upp- tökur hófust í janúar 2000, og lauk ekki fyrr en í desember sama ár. Þá tók við sjö mánaða frágangsvinna og klippingar með upptökumanninum, Halldóri Víkingssyni. Í viðtali við okkur í sumar sagði Kolbeinn: „Eft- ir þessi þrjú ár var ég alveg búinn andlega, og að sumu leyti líkamlega líka.“ Kolbeinn er eini flautuleikar- inn í heiminum sem hefur hljóðritað öll verkin, og það þykir talsvert af- rek. Verkin sex eru Four Miniatur- es, Cassandra’s Dream Song, Unity Capsule, Superscriptio, Carceri d’Inventzione og Mnemosyne. Val- gerður Andrésdóttir leikur með Kol- beini á píanó í fyrsta verkinu. Bitist um að gefa diskinn út En nú er diskurinn loksins kom- inn út, og Kolbeinn segir: „Ég hélt þetta myndi aldrei gerast. Ég var þó alltaf viss um að við myndum klára upptökurnar, en ég var ekki eins viss um að við Halldór myndum klára klippingarnar; – það var rosa- legt vandaverk. BIS-útgáfan í Sví- þjóð rann svo á rassinn með að gefa þetta út, og þá þótti mér líklegast að þetta kæmi aldrei út. Ég fór svo að kanna þetta nánar með umboðs- manni Brians, og þá kom í ljós að menn fóru að bítast um upptökurn- ar. Við veðjuðum á Bridge-útgáfuna í Bandaríkjunum, meðal annars vegna þess að þeir gátu verið mjög snöggir. Mér finnst þeir hafi staðið mjög vel að útgáfunni.“ Bridge-útgáfan er mjög virt og hefur sérhæft sig í útgáfu 20. aldar tónlistar og á gömlum, sögulegum útgáfum á hljóðritunum úr safni bandaríska þingbókasafnsins, Libr- ry of Congress. „Ég er ekki viss um að ég treysti mér að fara að æfa þetta aftur strax. Hins vegar fer það svolítið eftir því hvort ég verð beðinn að spila verkin einhvers staðar. Það er reyndar margbúið að biðja mig að koma til Óslóar og spila öll verkin á tónleik- um, en þeir hringdu í mig í gær og spurðu hvort það væri ekki óraun- hæft að af þessu gæti orðið fyrir jól. Það er alveg rétt. En það er þannig með mann að sum verk er maður alltaf með í sér og eitt þessara verka er ég með í puttunum. Það er Mnemosyne fyrir bassaflautu. Það útheimtir ekki eins brjálæðislega líkamlega áreynslu og hin verkin. Fyrir þau þarf maður helst að fara í sérstaka líkamlega þjálfun.“ Þessi tónlist er óaðlaðandi En sennilega eiga einhverjir þeirra sem heyra diskinn eftir að vilja heyra verkin í lifandi flutningi og sjá með eigin augum að þetta er hægt. „Stúlkan sem hringdi frá Ósló sagði að það væri attractive idea (aðlaðandi hugmynd) að fá að heyra þessi verk, – en aðlaðandi er nú orð sem maður tvínónar við að nota um þessa tónlist.“ Og þú hikar ekkert við að segja það? „Nei, þetta eru helstu kostir þess- arar tónlistar. Hún er óaðlaðandi. Við getum sagt að þessi verk séu sannfærandi yfirlýsing um það að tónlist þurfi ekki, og eigi ekkert endilega að vera falleg. Ef maður setur saman lista yfir þau hugtök sem notuð eru til að lýsa tónlist er fegurðin neðarlega á blaði, að minnsta kosti hjá mér. Ég myndi setja sannleikann efst; – tónlist á að vera sönn, en ekki endilega falleg. Sönn tónlist verður til við einhverja knýjandi innri sköpunarþörf í mann- eskjunni sjálfri. Tónlistin verður að verða til. Ef tónskáldið er trútt sjálfu sér og veltir því ekki fyrir sér eitt augnablik að það sé að búa til tónlist fyrir einhvern, þá verður hún sönn. Í þessari tónlist er tónskáldið augljóslega sokkið ofan í mjög djúp- ar pælingar sem enginn skilur nema hann sjálfur. Ég hugsa oft til síðustu æviára bæði Bachs og Beethovens, þegar þeir voru alveg búnir að snúa baki við heiminum, og voru bara að semja tónlist. Tónlist þessara höfð- ingja, eins og tónlist Brians, er al- gjörlega málamiðlanalaus. Það er ekkert verið að velta því fyrir sér hvort það er hægt að flytja hana eða hvort einhverjir vilji hlusta á hana. Þess vegna þeytti ég Morgun- blaðinu út í horn fyrir tveimur, þremur vikum, þegar ég var að lesa Viðhorf eftir Ívar Pál Jónsson, þar sem hann var að fjalla um þetta sí- gilda umræðuefni sumra, að nú þyrftum við að fara að hætta að styðja við listina. Hann sagði að list- in væri fyrir listunnendur; leikhús- gestina, tónlistaráhugamennina og unnendur myndlistar, en fyrir mér er þetta eins grunnhyggið viðhorf og hugsast getur. Listin verður til vegna umbrota í mannssálinni, en ekki fyrir neinn. Ef ég ætti að lýsa tónlist Brians Ferneyhoughs myndi ég segja að þetta væri tónlist fyrir engan. Menningarviti í fílabeinsturni Umræðan er farin að snúast ansi mikið um það hvernig koma eigi list- inni til fólksins, en það er lítið talað um listina sjálfa. Það viðhorf að list- in eigi að vera skiljanleg fyrir allt fólk hefur aldrei verið jafn vinsælt og nú. Ég er algjörlega á móti því viðhorfi. Ég held að svona fílabeins- turn eins og ég hef verið að byggja kringum mig og þessa tónlist sé bara afskaplega nauðsynlegur fyrir frjálsa hugsun. Orðið fílabeinsturn er orðið skammaryrði og menning- arviti er líka skammaryrði. En ég vildi gjarnan verða menningarviti og búa í fílabeinsturni og yrði bara ánægður með það. Uppáhaldssetn- ingin mín um listir er í ævintýrinu Næturgalanum eftir H.C. Andersen. Hún segir allt sem þarf að segja. Þar er næturgalinn neyddur til að búa í keisarahöllinni svo að keisar- inn geti hlustað á hann hvenær sem honum þóknast, og tólf þjónar ganga með hann í bandi um hall- argarðinn. En hann nær að flýja þegar gimsteinum prýddur gervi- fugl fangar athygli hirðarinnar með „söng“ sínum. En löngu síðar kemur hann aftur, frjáls fugl, og syngur svo vel að helsjúkur keisarinn hættir við að deyja. Og hann segir: „Láttu mig koma þegar mig lystir sjálfan, þá skal ég sitja að kvöldi dags á trjágreininni þarna við gluggann og syngja fyrir þig, svo þú verður glaður og þó hugsandi um leið.“ Þetta er svo satt. Ég þoli ekki list sem gerir mig bara glaðan. Brjálæðisleg fortíðardýrkun Fyrir 30 árum var ekki talað um neitt nema framtíðina. Í dag er ekki lengur talað um framtíðina. Mér finnst þetta hafa einkennt tónlistina síðustu 20 árin. Það er brjálæðisleg fortíðardýrkun og fortíðarleit í gangi, og sumpart er það eðlilegt. Öll tónlist heimsins, bæði landfræði- lega og sögulega, er orðin aðgengi- leg, og allir eru að leita til baka. Þeir eru fáir sem hugsa fram í tímann. Það er sagt að módernisminn sé dauður, en Brian Ferneyhough er lifandi sönnun þess að svo er ekki. Það er ekkert gamalt í hans tónlist; ekkert afturhvarf. Mér finnst líka hæpið að tala um póstmódernisma í tónlist. Ég held að menn noti þetta orð bara til að virðast gáfulegir. Það liggur kannski heldur ekkert á að fara að skilgreina tímana. Mér finnst betra að nota orð eins og fjöl- menningarlegt eða fortíðarbundið til að lýsa tónlistinni núna.“ En með hvaða hugarfari tekstu þá á við gamla tónlist sem er löngu hætt að höfða til okkar sem eitthvað nýtt og ferskt; – tónlist sem við er- um búin að heyra svo oft og þekkj- um svo vel, að hún er orðin partur af daglegum hljóðheimi okkar? „Tónlist verður sígild ef hún nær að snerta við einhverju í okkur í hvert sinn sem við hlustum á hana. Ég held að tónlist verði því sígildari sem tónskáldin voru fjær veruleika sínum þegar þau sömdu hana. Tón- list Palestrinas er til dæmis fullkom- lega sígild og sönn. Hún var ekki samin fyrir neinn; – nema kannski Guð.“ „Ég þoli ekki list sem gerir mig bara glaðan“ Morgunblaðið/Kristinn Kolbeinn Bjarnason flautuleikari: „Aðlaðandi er nú orð sem maður tvínónar við að nota um þessa tónlist.“ alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.