Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Haustið í Prag frá kr. 25.450 með Heimsferðum Verð kr. 29.950 Flug og hótel í 3 nætur, 11. nóv. M.v. 2 í herbergi á Quality Hotel. Með 8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir alla mánud. í okt./nóv. til Prag og alla fimmtud. í okt./nóv. frá Prag. Verð kr. 25.450 Flugsæti til Prag, 14. okt., með 8.000 kr. afslætti. Flug og skattar. Gildir alla mánud. í okt./nóv. til Prag og alla fimmtud. í okt./nóv. frá Prag. Prag er nú orðinn einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til að sækja heim, enda ein fegursta borg heimsins sem geymir mörg hundruð ára sögu á hverju horni og mannlíf og and- rúmsloft sem á ekki sinn líka í Evrópu. Gullna borgin, borg hinna þúsund turna, gimsteinn Evrópu, borg töfranna, það er ekki að undra að þessari stórkostlegu borg hafi verið gefin öll þessi nöfn. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg. Í boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæ- inn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Flug fimmtud. og mánud. í okt. og nóv. 14. okt. – 33 sæti 17. okt. – uppselt 21. okt. – 37 sæti 24. okt. – uppselt 28. okt. – laus sæti 31. okt. – 26 sæti 4. nóv. – 42 sæti 7. nóv. – uppselt Bókaðu meðan enn er laust. Sjá fleiri dags. í nóv. í bæklingi. 26. sept. – uppselt 30. sept. – 24 sæti 3. okt. – 11 sæti 10. okt. – uppselt Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Ef þú bókar í ferð frá mánudegi til fimmtudags í október eða nóvember, getur þú tryggt þér 8.000 kr. afslátt. Fyrstu 300 sætin. 8.000 kr. afsláttur. ÞAÐ ER alltaf visst gaman aðfylgjast með umræðunni íbresku popppressunni; íharðri samkeppni keppast menn við að finna upp nýjar og nýjar stórkostlegar hljómsveitir og slá þær síðan af jafnharðan. Dæmin eru legíó og eyða mætti miklu bleki og pappír í að telja upp allar þær sveitir sem taldar hafa verið bjargvættir rokksins einn daginn en horfið sjón- um manna jafnharðan og búið var að selja það sem þurfti af því mánaðar- eða vikuriti. Ekki er því aftur á móti að neita að iðulega eru blöðin að hampa hljómsveitum sem standa nánast eða að öllu leyti undir nafni. Unglingar frá Leeds The Music er hljómsveit gítarleik- arans og söngvarans Roberts Harv- eys, en aðrir í sveitinni eru Adam Nutter, sem leikur einnig á gítar, Stuart Coleman, sem leikur á bassa, og Phil Jordan, sem leikur á tromm- ur. Þeir félagar eru allir frá Leeds, á nítjánda árinu, og segjast hafa hætt í skóla til að snúa sér að tónlistinni, enda ekkert framundan annað en leiðindi að loknu námi. Það var í júní 2001, en þá hafði sveitin æft daglega frá 1999 og leikið á tónleikum tvisvar í viku hið minnsta. The Music er skipuð unglingum og hefur því náð einkar vel til ung- linga, yrkisefnið og tónlistin virðast falla yngri en átján ára einkar vel í geð. Gagnrýnendur hafa líka margir tekið sveitinni mjög vel, kallað hana framtíð rokksins o.s.frv., en aðrir hafa hakkað hana í sig fyrir að vera barnaleg og leika frumstæða tónlist með einföldu yrkisefni. Víst er tónlist sveitarinnar frum- stæð, hljómar eins og þeir félagar hafi verið að uppgötva Led Zeppelin um daginn og hræri þau áhrif saman við dansrokk og nýbylgju. Sú blanda hefur fallið mörgum vel í geð og þannig hefur The Music verið á sam- felldu tónleikaferðalagi að segja frá því þeir piltar hættu í skólanum fyrir fjórtán mánuðum og hitað upp fyrir sveitir eins og New Order, The Charlatans og Oasis. Á tónleikaferðinni löngu hafa þeir félagar hljóðritað þrjár smáskífur, „Take The Long Road And Walk It“, „You Might As Well Try to Fuck Me“ og „People“, og eina stóra plötu sem ber einfaldlega nafn sveit- arinnar. Fierce Panda, sem gaf Bellatrix út á sínum tíma, gaf út fyrstu smáskífuna, en síðan gerði Hut-útgáfan samning við sveitina um framhaldið. Breiðskífan kom út í vikunni. Liverpoolsveit … eða hvað Önnur hljómsveit sem mikið hefur verið látið með í Bretlandi er Liver- poolsveitin The Coral ( sem er reyndar frá Holyoak). Liðsmenn hennar eru á svipuðu reki og með- limir The Music, en hljóma eins og þeir séu miklu eldri, eða hafi í það minnsta hlustað á tónlist miklu leng- ur. Fyrsta smáskífa sveitarinnar, „Skeleton Key“, kom út snemma á árinu og fyrsta breiðskífan, sam- nefnd sveitinni, í sumar ytra og kem- ur víst hingað til lands í vikunni. Á skífum The Coral ægir öllu saman, breskri sýru, léttu Mersey- poppi, gítarrokki og duggara- söngvum svo dæmi séu tekin; það er því líkast sem sveitin hafi rótað í hugmyndakistunni hjá helstu furðu- fuglum rokksins, valið úr það sem var nýti- og skemmtilegast og gert úr bráðfyndna og skemmtilega rokkskífu. Kímnin er aldrei langt undan, hugsanlega eru þeir félagar ekki síst að gera grín að tónlistinni sem þeir eru að spila, sjá til að mynda sýrðar gítarlínur í ballöðunni „Waiting for the Heartaces“, geggj- aða útsetninguna á titillagi plöt- unnar, Beefheart-blúsinn í „Bad Man“ eða techno-lagið sem lokar plötunni; hláturinn sem kraumar þar undir bendir til þess að ekki séu menn að taka sig ýkja alvarlega. Hljómsveitina skipa þeir James Skelley, gítarleikari og söngvari, Ian Skelley trommuleikari, Nick Powell, orgelleikari, Bill Ryder-Jones gít- arleikari, Lee Southall gítarleikari og Paul Duffy bassaleikari. Þeir eru allir ungir að árum, Ian Skelley elst- ur, 21 árs, en hinir ýmist átján eða nítján ára. The Coral var víst stofn- uð fyrir sex árum þegar þeir félagar voru allir vart af barnsaldri og eins og getið er byrjuðu þeir á að spila Oasis-lög, sem vonlegt er, en ekki segjast þeir hafa kunnað að meta Brit-poppið sem tröllreið öllu um þær mundir, það náði víst aldrei neinni fótfestu í Liverpool og ná- grenni. Leit að áhrifavöldum Oasis Fjölbreytnina í tónlistinni segjast þeir félagar hafa tínt upp í leit sinni að áhrifavöldum Oasis. Höfuðpaur sveitarinnar segist hafa lært að spila Wonderwall á kassagítar og fundist það svo frábært lag að hann fór að leita að meiru, fékk Bítlaplötur hjá pabba sínum og þaðan lá leiðin í Bob Marley, Chuck Berry, Doors og Dusty Springfield, en mest áhrif segir hann sveitina hafa frá Love og Captain Beefheart. Sumir hafa gert því skóna að ekki þurfi að koma á óvart að frá Liver- pool komi svo sérstök sveit, þar þríf- ist annar húmor og hugsunarháttur en annars staðar á Bretlandseyjum eins og dæmin sanna. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Framtíð rokks- ins … aftur Bretar hafa löngum verið naskir á að endurnýta hugmyndir. Tvær forvitnilegar sveitir sem nálgast arfinn á ólíkan hátt eru The Music og The Coral. Alvarleg ungmenni; The Music. Unglingarnir í The Coral.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.