Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. www.namsmannalinan.is NÚ virðist sjá fyrir endann á fram- kvæmdum við Náttúrufræðahúsið í Vatnsmýrinni í Reykjavík, en fyrsta skóflustungan var tekin sumarið 1996. Stefnt er að því að húsið verði opnað haustið 2003. Um 30 iðnaðar- menn eru nú að störfum í húsinu. Fjögur útboð vegna frágangs hússins hafa farið fram á þessu ári, öll undir kostnaðaráætlun, og eru nokkur í bí- gerð. Nú virðist því kominn skriður á málið en engar framkvæmdir höfðu verið í húsinu í töluverðan tíma þegar hafist var handa að nýju í vor. Í kjölfar breytinga á stjórnsýslu Háskóla Íslands, sem gerðar voru haustið 2001, var Ingjaldur Hanni- balsson ráðinn framkvæmdastjóri rekstrar- og framkvæmdasviðs skól- ans en undir það svið falla húsnæðis- mál. „Kostnaður við bygginguna er orðinn rúmlega milljarður á núver- andi verðlagi og það lætur nærri að við séum hálfnuð. Þetta er afar stór og flókin bygging og hana er ekki hægt að bera saman við almennt skrifstofuhúsnæði. Húsið mun gjör- breyta aðstöðu nemenda og kennara í líffræði, jarðfræði og skyldum grein- um. Ef við hefðum haft allt það fé sem þurfti 1995 hefði þó verið tæknilega mögulegt að byggja þetta hús á tveimur árum.“ Ingjaldur segir ástæður þess hve húsið hefur verið lengi í byggingu einkum vera tvær. „Annars vegar var ljóst frá upphafi að fé frá happdrættinu dygði ekki til að byggja húsið í einum áfanga. Hins vegar hefur fjölgun nemenda verið meiri en nokkurn grunaði og því hef- ur þurft að leysa úr ýmsum brýnum húsnæðismálum skólans til að bregð- ast við því og þar með hefur verið minna fé til framkvæmda,“ segir Ingjaldur. Kennsla hefst í síðasta lagi í janúar 2004 Fyrirliggjandi er lánsfjárheimild frá ríkinu og með því lánsfé auk þess fjármagns sem kemur frá happdrætt- inu á þessu og næsta ári má ljúka hús- inu í einum áfanga. Stefnt er að því að opna Náttúrufræðahúsið hinn 23. ágúst 2003. „Það er keppt að því að reyna að ljúka húsinu þannig að kennsla geti hafist þar á haustmisseri árið 2003. Við vitum að það er tæpt, en kennsla mun hefjast þar í síðasta lagi í janúar 2004,“ segir Ingjaldur. „Það bendir allt til þess að okkur eigi að takast að ljúka húsinu næsta haust og það fé sem við höfum muni duga til að ljúka við verkið. Ég veit að bæði kennarar og nemendur eru mjög spenntir að komast inn í húsið,“ segir Ingjaldur. Langur byggingartími bitnar á nemendum Stúdentar við Háskóla Íslands hafa beðið óþreyjufullir eftir byggingu Náttúrufræðahúss. Nemendur í líf- fræði þurfa t.d. að sækja tíma í leigu- húsnæði við Grensásveg og víðar er pottur brotinn í húsnæðismálum Há- skóla Íslands. „Stúdentum liggur mikið á að fá þetta hús. Náttúrufræðahúsið er að verða of dýrt af því það byggist upp á of löngum tíma. Dýrast er að það hef- ur ekkert nýst á hinum langa bygg- ingartíma. Til að klára húsið fær Há- skólinn lánsfjárheimild frá ríkinu og hefur hún verið skilyrt þannig að hún má ekki nýtast öll í einu. Þetta bitnar á framkvæmdahraðanum og þar með á nemendum Háskólans auk þess sem húsið verður dýrara fyrir vikið,“ segir Orri Gunnarsson, verkfræðinemi og fulltrúi stúdenta í byggingarnefnd Náttúrufræðahúss. Brynjólfur Stefánsson, formaður Stúdentaráðs, telur ótækt að fjár- magna þurfi byggingar Háskólans einungis með happdrættisfé. „Það sem við höfum gagnrýnt mikið er að á meðan húsnæðisvandi Háskóla Ís- lands er svo mikill – á meðan 500–700 nemendur sitja í sal eitt í Háskólabíói með krossviðarplötur á hnjánum að taka niður glósur – þá skuli taka hátt í áratug að byggja eitt hús.“ Náttúrufræðahúsið í notkun næsta haust STÖÐVA varð heimsfrumsýningu á Hafinu á kvikmyndahátíðinni í Tor- onto á föstudagskvöldið í miðjum klíðum en eldur kom upp í bíóhúsinu og var kvikmyndagestum gert að yf- irgefa það. Ekkert fór hins vegar úr- skeiðis við frumsýningu Fálka eftir Friðrik Þór Friðriksson. Bæði Frið- rik Þór og aðalleikari Fálka, Keith Carradine, voru viðstaddir frumsýn- ingu myndarinnar og fékk hún góðar viðtökur áhorfenda að sögn Þorfinns Ómarssonar, kynningarfulltrúa framleiðendanna. Vissulega eldfim kvikmynd „Við sáum bara hálfa myndina, það þurfti að rýma allt húsið og slökkvilið- ið kom á staðinn,“ segir Þorfinnur. „Fólkið var verulega óánægt með þetta. Það var búið að sýna svona helminginn af myndinni og það var al- veg frábær stemmning í bíóinu og mikið hlegið og fólkið ætlaði hreint ekki að fara út þegar brunabjöllurnar fóru í gang. Mikil vonbrigði komu síð- an fram hjá áhorfendum þegar ljóst var að rýma þyrfti húsið. Slökkvilið Toronto-borgar kom á staðinn og biðu hundruð áhorfenda úti á götu í von um að sýningin gæti hafist á nýj- an leik en það reyndist ekki hægt.“ Þorfinnur segir óvíst hvort þessi uppákoma hafi jákvæð eða neikvæð áhrif á gengi myndarinnar á hátíð- inni. „Þó að margir hafi þurft frá að hverfa ríkir nú jafnvel enn meiri eft- irvænting eftir myndinni. Jú, það hefur dálítill eldur fylgt Hafinu, fyrst kom upp eldur við tökur á henni í Neskaupstað og svo bætist þetta við. Það er dálítið merkilegt að nú hafi þurft að stöðva heimsfrum- sýningu á henni vegna elds. Ráðgerð var önnur sýning á Haf- inu en nú verða sem sagt tvær sýn- ingar til viðbótar á mánudaginn,“ segir Þorfinnur. Heimsfrumsýning á Hafinu í Toronto Eldur kom upp í miðjum klíðum Morgunblaðið/Jón E.G. Slökkvilið Toronto var kallað til við heimsfrumsýningu á Hafinu og leik- stjóranum og gestum skipað að yfirgefa sýningarsalinn. FLUGVÉL Flugfélags Íslands, af gerðinni Twin Otter, 19 sæta, lenti í gær á Hafrahvammi, skammt frá Kárahnjúkum, þar sem Kára- hnjúkavirkjun er fyrirhuguð. Frið- rik Adólfssson, sölustjóri Flug- félags Íslands, segir að á Hafra- hvammi sé prýðilegur lendingar- staður fyrir vélar af gerðinni Twin Otter, en þær eru sérstaklega gerð- ar til að lenda á stuttum flug- brautum. „Þetta er mjög fínn mel- ur. Hann er um 600 metrar að lengd,“ segir Friðrik. „Þessi lend- ingarstaður getur nýst vel fyrir vél- ar sem eru í sjúkraflugi og útsýn- isflugi.“ Spurður hvort flugfélagið ætli að bjóða verktökum, sem koma til með að vinna að Kárahnjúka- virkjun, að fljúga til Kárahnjúka segir hann svo vera. Einnig segir hann að verið sé að athuga hvort flugfélagið geti boðið upp á útsýn- isflug yfir svæðið. Umræddur mel- ur muni þó fara undir vatn þegar virkjunin verður tilbúin. Áður en vél flugfélagsins lenti á Hafrahvammi lentu þar tvær minni vélar; vél Ómars Ragnarssonar og vél Sverris Þóroddssonar. Morgunblaðið/RAX Þrjár flugvélar lentu á Hafrahvammi við Kárahnjúka í gær. Í flugvélunum voru (f.v.) Þóroddur Sverrisson, Helena Dejak, Sigurður Aðalsteinsson, Ragnar Ólafsson, Bryndís Símonardóttir, Ómar Ragnarsson, Friðrik Adólfsson og Sverrir Þóroddsson. Notuðu þau tækifærið til að skoða sig um. Íhuga út- sýnisflug yfir Kára- hnjúka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.