Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 51 DAGBÓK                                             ! "    #  $ $ % &   '  (  ) *+   ,- Kynning 11., 12., og 13. sept. kl. 19.00, í Ármúla 44 3 h. Upplýsingar gefur Martin í símum 567 4991 og 897 8190 Um er að ræða 4ra ára nám sem byrjar 14. og 15. sept. á vegum College of Practical Homoeopathy í Bretlandi. Mæting 10 helgar á ári í Reykjavík. Spennandi nám. Kennarar með mikla reynslu. Hómópatanám Námskeið á haustönn hefjast 23. og 25. september BRIDSSKÓLINN Byrjendanámskeið: Hefst 25. september og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld frá kl. 20—23. Þú kannt lítið sem ekkert, en hefur alltaf langað til að læra undirstöðuatriðin í brids. Þá er byrjendanámskeiðið tilvalið fyrir þig. Ekki er gert ráð fyrir neinni kunnáttu og ekki er nauðsynlegt að hafa með sér „makker“. Þegar upp er staðið, eru nemendur orðnir vel spilahæfir og kunna skil á grundvallarreglum hins vin- sæla Standard-sagnkerfis. Kennslubók fylgir námskeiðinu og öll önnur kennslu- gögn, en heimanám er nemendum í sjálfvald sett. 15—20 mínútna lestur á viku nægir til að tryggja vel heppnað námskeið. Það er fólk á öllum aldri og af báð- um kynjum sem sækir skólann. Láttu slag standa! Framhaldsnámskeið: Hefst 23. september og stendur yfir í 10 mánudagskvöld frá kl. 20—23. Þú kannt brids. Tekur þína níu slagi í þremur gröndum án þess að blása úr nös. En það kemur fyrir að þú spilir þrjú grönd þegar betra væri að spila sex tígla. Og einhvern veginn nærðu ekki sambandi við makker í vörninni. Það er eins og hann skilji þig ekki. Nú jæja, þá er framhaldsnámskeiðið eitthvað fyrir þig. Þar er farið djúpt í saumana á Standard-sagnkerfinu og ýmsum sagnaðferðum, sem ekki eru beint bundnar ákveðnu kerfi. Vörnin er fyrirferðamikil á námskeiðinu, en þar er svigrúm til skjótra framfara. Kennslubók og yfirgripsmikil námsgögn fylgja og gert er ráð fyrir nokkru heimanámi. Kennari á báðum námskeiðum er Guðmundur Páll Arnarson. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga. Námskeiðin eru haldin í nýju húsnæði Bridssambands Íslands Síðumúla 37 í Reykjavík.                         Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 20. sept. og laugardaginn 21. sept. í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi í Suðurveri, Stigahlíð 45-47, Reykjavík. Tímabókunum veitt móttaka í síma 533 1155. Hef opnað tannlæknastofu Ellen Flosadóttir, M.Sc., tannlæknir. Á ÁRUM áður var Bretinn Barry Rigal atkvæðamikill bridsblaðamaður og töflu- skýrandi á stórmótum, en fyr- ir um það bil áratug flutti hann búferlum til Bandaríkj- anna í þeim tilgangi að gerast atvinnuspilari. Svo er að sjá sem Rigal uni hag sínum vel í atvinnumennskunni – hann er að mestu hættur að skrifa og aðrir farnir að skrifa um hann! Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ ÁG75 ♥ K107642 ♦ v ♣D3 Vestur Austur ♠ K4 ♠ 863 ♥ D93 ♥ ÁG5 ♦ ÁK10 ♦ G982 ♣Á10754 ♣962 Suður ♠ D1092 ♥ 8 ♦ D6543 ♣KG8 Vestur Norður Austur Suður Forrester Stansby Robson Rigal 1 grand 2 tíglar *Pass 2 hjörtu Pass Pass Pass Rigal var auðvitað í Kanada í síðasta mánuði. Þar komst sveit hans í 8 liða úrslit í Ros- enblum-keppninni, en tapaði þá gegn pólsku landsliðs- mönnunum í sveit Burgays. En í 32 liða úrslitum vann Rigal ljúfan sigur á fornum fjandvini – samlanda sínum Tony Forrester. Spilið að ofan kom upp í þeim leik. Forrester og Andy Robson voru í AV, en Rigal og JoAnna Stansby í NS. Innákoma norð- urs á tveimur tíglum sýndi minnst sexlit í öðrum hálitum og því kom það í hlut Rigals að spila hjartasamning á einspil- ið. Forrester kom út með tíg- ulás og skipti svo yfir í spaða- kóng. Rigal tók slaginn og spilaði laufi á gosann. Forr- ester drap og hélt áfram með spaða. Nú var jarðvegurinn fyrir spaðastungu frjór, og þegar Rigal tók spaðann heima og spilaði hjarta á kónginn var samningurinn tapaður. Robson gaf makker sínum stungu og síðar fékk vörnin tvo trompslagi í viðbót á hjartadrottningu og gosa. Eins og góðum skýranda sæmir var Rigal fljótur að benda á eigin mistök: „Ég átti að láta hjartaáttuna fara yfir á gosann. Vestur má fá stung- una, en síðan gleypi ég hjarta- drottninguna með kóngnum,“ útskýrði Rigal. Þessi leið byggist auðvitað á þeirri for- sendu að vestur sé ekki með hjartaásinn. Og það er nokkuð sem punktatalning leiðir í ljós. Þegar sagnhafi kemst að til að spila hjarta, hefur vestur sýnt 14 punkta (með tígulkóng, sem hann á væntanlega) og ætti þá 18 með hjartaás. En grandopnunin er 15–17. Ergó: hjartaásinn er í austur. Rigal tapaði á þessu spili, en vann leikinn með einum IMPa: 121–120! BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert ákaflega margbreyti- legur persónuleiki og átt erf- itt með að ákveða hvernig þú vilt vera hverju sinni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Finndu út hvar þú best getur komið skoðunum þínum á framfæri því þú vilt að hlust- að sé á þig. Þá er gott að þú íhugir stöðu annarra og við- horf þitt til þeirra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hvar sem þú kemur rekurðu þig á vegg þegar þú berð upp spurningar þínar. Enda hafa ekki allir sömu skoðanir og þú og það ber að virða. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Oft er flagð undir fögru skinni og gullmoli undir grettu svo þú skalt ekki dæma fólk í fljótheitum. Sýndu sjálfsöryggi og þá munu aðrir sjá þig í jákvæðu ljósi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft að vera óhræddari við að láta ljós þitt skína. Hafðu léttleikann í fyrirrúmi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert svo kappsfullur að þér hættir til að sýna öðrum óþol- inmæði. Leggðu þitt af mörk- um til að bæta umhverfi þitt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Skelltu skollaeyrum við slúðrinu sem vinnufélagar þínir eru að henda á milli sín. Talaðu tæpitungulaust og segðu kost og löst á hverjum hlut. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Gleymdu þeim hlutum sem ekki gengu upp hjá þér á síð- asta ári. Láttu ekki þrýsta þér til eins eða neins, heldur taktu þér tíma til að hugsa málin. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú þarft að íhuga vandlega með hverjum hætti þú ætlar að ná takmarki þínu. Mistök- in eru til þess að læra af þeim. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hæfni þín til að meta fegurð, ævintýri, rómantík og gáska- fullan leik með börnum er mikil í dag. Þetta er stór hluti vinsælda þinna á vinnustað. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það gerir bara illt verra að láta sig dreyma þegar engar eru efndirnar. Einhvern mis- skilning þarf að leiðrétta strax svo ekki hljótist af skaði. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er ekki gott fyrir heim- ilislífið að taka vinnuna með sér heim. En þú ert ekki eig- ur þínar, þú ert þú – mundu það. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er oft gagnlegt að leita á vit sögunnar þegar leysa þarf vandamál nútímans. Vertu skorinorður þegar þú útskýr- ir hugmyndir þínar fyrir öðr- um. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1. d4 Rf6 2. Bg5 d5 3. e3 Re4 4. h4 c6 5. Rd2 Da5 6. c3 Rd6 7. Bd3 Bf5 8. Be2 h6 9. Bf4 Rd7 10. a4 Db6 11. b4 a5 12. Bxd6 exd6 13. b5 Rf6 14. Db3 Be7 15. f3 0-0 16. g4 Bh7 17. Kf2 Hae8 18. g5 hxg5 19. hxg5 Rd7 20. f4 f6 21. Bg4 f5 22. Dc2 Dd8 Staðan kom upp á Skák- þingi Íslands, landsliðs- flokki, sem lauk fyrir skömmu á Seltjarnarnesi. Björn Þorfinnsson (2.314) hafði hvítt gegn Páli Agn- ari Þórarinssyni (2.281). 23. Hxh7! Kxh7 24. Bxf5+ Kh8 25. Rgf3 Bxg5 26. Rxg5 g6 27. Hh1+ Kg8 28. Bxd7 Dxg5 29. Rf3 og svartur gafst upp. Haust- mót Taflfélags Reykjavík- ur hefst kl. 14 í dag, 8. september, í félagsheim- ilinu Faxafeni 12. Teflt verður að jafnaði þrisvar í viku, á sunnudögum, mið- vikudags- og föstudags- kvöldum. Umferð verður mánudaginn 16. september svo að mótinu lýkur 29. september. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 9. september, er sjötug- ur Guðmundur Valdimars- son, Esjubraut 43, Akra- nesi. Eiginkona hans er Elísabet Valmundsdóttir. Þau eru að heiman á afmæl- isdaginn. 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 9. september, verður sjötug gleðigjafinn Hulda Ingimundardóttir, Frosta- fold 14, Reykjavík. Hún og eiginmaður hennar, Einar Þórir Sigurðsson, verða að heiman. Í FRAMHALDI af síðasta pistli um no. bifreið og bíll vil ég til viðbótar nefna ofangreind nöfn á mun stærri farartækjum, sem einnig eru fyrir löngu orðin snar þáttur í lífi okkar. No. rúta hefur áður verið til um- fjöllunar í þessum pistlum í Mbl. Trúlega man enginn lengur eftir þeim pistli. Mun því óhætt að rifja eitt- hvað upp af því, sem þar var sagt. Þegar samgöngur fóru að aukast milli lands- hluta fyrir og um miðja síð- ustu öld með auknu og bættu vegakerfi, var farið að halda uppi ferðum milli staða með stærri bílum en áður höfðu þekkzt. Leiðin, sem farin var, nefndist áætlunarleið og bíllinn áætlunarbíll eða áætlunar- bifreið. Enda þótt þessi orð séu góð og gild íslenzka, mun flestum hafa þótt þau löng og óþjál í munni. Í skandinavískum málum heitir ákveðin leið milli staða rute. Í dönsku eru svo orð eins og rutebil, rutebåd o.s.frv. Fljótlega fór svo að heyrast í mæltu máli okkar no. rúta um þessa ákveðnu leið. Þá var bifreiðin, sem fór þessa leið, oftast nefnd rútubifreið eða rútubíll og loks stytt í no. rúta, þannig að rúta gat bæði merkt sjálfa áætlunarleiðina og eins bifreiðina, sem um hana fór. Loks hefur rúta festst nær einvörðungu við farartækið. Menn segjast hafa farið með rútunni aust- ur á Selfoss eða norður til Akureyrar. Þá er sá, sem stýrir henni, oftast nefndur rútubílstjóri, að ég hygg. Má því segja, að no. áætlun sé næstum eða jafnvel alveg horfið úr máli okkar í þessu sambandi. Hins vegar mun áætlun enn lifa góðu lífi um flugferðir t. d. Menn tala um áætlunarferð til Lond- on, til Khafnar o. s. frv., en enginn talar um rútuferð til þessara staða. Þannig hafa hér myndazt blæbrigði í tungutaki okkar um tvenns konar leiðarferðir. – J.A.J. ORÐABÓKIN Rúta – Rútubifreið LJÓÐABROT HAUST Kristján Jónsson Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða; nú er komið hrímkalt haust, horfin sumars blíða. --- 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 9. september, er sjötug- ur Jóhannes Þórðarson, Garðaflöt 6, Stykkishólmi. Hann tekur á móti gestum á afmælisdaginn í Dugguvogi 12 milli kl. 17 og 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.