Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 8. sept. 1945: „Á síðasta bæj- arstjórnarfundi var samþykt einróma tillaga frá Jóni Axel Pjeturssyni bæjarfulltrúa, „að skora á borgarstjóra og bæjarráð að beita sjer fyrir því við ríkisstjórnina, að upp verði tekin skömtun á mjólk nægilega snemma í haust, svo að barnafjölskyldum og öðrum sem sjerstaklega þurfa hennar, verði trygður hæfilegur skamtur“. Þessi áskorun var vissu- lega tímabær. Reykvískar húsmæður kannast við, hvernig ástandið hefir verið við mjólkurbúðirnar á und- anförnum haustum, þegar dregið hefir úr mjólk- urframleiðslunni og sömu- leiðis oft og tíðum á vetrum, þegar samgöngur hafa tepst um lengri eða skemri tíma, eins og þráfaldlega hefir komið fyrir. Það ástand hefir verið svo ömurlegt, að furðu sætir að ekki skuli fyrir löngu hafa verið tekin upp skömtun á þessari neyslu- vöru, þegar svo er ástatt, að ekki er nægilegt framboð af vörunni. Þráfaldlega var þess krafist hjer í blaðinu, að hafðir yrðu til skömt- unarseðlar, svo að hægt yrði fyrirvaralaust að grípa til skömtunar á mjólk, þegar þess væri þörf. Þessarar málaleitunar var jafnan beint til stjórnar Mjólkursamsöl- unnar, en hún ljet allar slíkar óskir og kröfur sem vind um eyru þjóta. Ekkert var gert. En reykvískar húsmæður stóðu í löngum halarófum við mjólkurbúðirnar, hvernig sem viðraði og oft tímum saman, til þess að reyna að fá mjólkurlögg handa börn- unum. Oft gripu þær í tómt, eftir langa og stranga bið. Öll mjólk var seld, þegar loks varð komist inn í mjólk- urbúðina.“ . . . . . . . . . . 8. sept. 1965: „Um þessar mundir er haldið uppboð á fjölda málverka eftir Jóhann- es S. Kjarval listmálara. Hinn ágæti listamaður segist vera „að gera hreint á vinnu- stofunni sinni“. Þess vegna sé uppboðið haldið. Sala á rúmlega 70 mál- verkum eftir Jóhannes Kjar- val er stórviðburður í ís- lenzku listalífi. Kjarval er einn sjálfstæðasti og stór- brotnasti listamaður sem ís- lenzka þjóðin hefur eignazt. Þessi mikli meistari er nú að nálgast áttræðisafmæli sitt. Hann hefur skapað óhemju fjölda af ódauðlegum lista- verkum. Mikill fjöldi fólks skreytir heimili sín með þeim og dáir meistarann, sem þau hefur skapað.“ . . . . . . . . . . 8. sept. 1985: „Sakharov er ekki eini einstaklingurinn í Sovétríkjunum, sem sætir illri meðferð af hálfu stjórn- valda þar. Fleiri eiga um sárt að binda af þeim sökum. At- hygli okkar Íslendinga hefur undanfarna mánuði beinzt að öðru slíku dæmi, þar sem er viðleitni rússneska kvik- myndaleikstjórans Tark- ovskýs og konu hans til þess að fá barn sitt frá Sovétríkj- unum. Hvers konar grimmd- aræði er það í þessu landi, sem veldur því, að fólk getur ekki fengið barnið sitt til sín, þótt því hafi sinnast við stjórnvöld austur þar? Er einhver sérstök ástæða til að brosa breitt framan í þá valdamenn, sem stjórna slíku kerfi?“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ EGAR best lætur eru skoð- anakannanir eins og loftvog. Þær hjálpa til við að meta stöðu í tilteknu máli og um leið ef til vill að segja til um framhaldið. Þær eru hins vegar viðkvæmt tæki og oft þarf lítið til þess að skekkja niðurstöður þeirra. Oft þarf ekki að hnika til nema einu orði til að hafa áhrif á svar þess sem spurður er. Um leið er hægt að nota skoðanakannanir til að hafa áhrif. Löngum hefur verið deilt um það hvort og hvaða áhrif skoðanakannanir hafi í aðdraganda kosninga og hafa Frakkar til dæmis farið þá leið að leyfa ekki skoðanakannanir síðustu vikuna áð- ur en kjósendur ganga að kjörborðinu þar í landi. Þá er hægt að nota skoðanakannanir til að hrinda af stað atburðarás. Í slíkum tilvikum getur aðferðafræðin verið óaðfinnanleg, en tímasetning hins vegar lykilatriði. Í upphafi þessarar viku, nánar tiltekið á mánudag, birtist skoðanakönnun, sem Gallup vann fyrir vefritið Kreml.is, þar sem kjósendur, sem kváðust ætla að kjósa annað en Samfylkinguna, voru spurðir hvort það myndi breyta afstöðu þeirra til þess hvaða flokk eða lista þeir myndu kjósa ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, myndi leiða lista Sam- fylkingarinnar. Niðurstaða könnunarinnar var sú að flokkurinn myndi auka fylgi sitt um tæplega þriðjung og fá 34,2% atkvæða í stað 25,9% at- kvæða. Í könnuninni kváðust 19% þeirra kjós- enda, sem ekki ætluðu að kjósa Samfylkinguna, tilbúin til að breyta afstöðu sinni ef Ingibjörg Sól- rún leiddi lista Samfylkingarinnar og af þeim söðgust 94% mundu kjósa Samfylkinguna. Í könn- uninni kom einnig fram að Samfylkingin myndi taka fylgi frá öllum flokkum ef Ingibjörg Sólrún færi fram, minnst frá Sjálfstæðisflokki, en mest frá Framsóknarflokki í prósentustigum talið og hlutfallslega mest frá Vinstri grænum. Ef einhverjir voru í vafa um fylgi stjórnmála- flokkanna að óbreyttu sýndu tvær kannanir í vik- unni stöðuna. Sama dag og könnunin um Ingi- björgu Sólrún var birt kom fram í Þjóðarpúlsi Gallups að fylgi við ríkisstjórnina hefði aukist og væri nú 63% þótt fylgi stjórnarflokkanna hefði minnkað lítillega, Sjálfstæðisflokkurinn staðið í stað og Framsóknarflokkur tapað einu prósentu- stigi. Skoðanakönnun, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið, sýndi að fylgi flokkanna væri svipað og í síðustu kosn- ingum. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnun- ar auka Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri grænir fylgi sitt lítillega frá kosningunum 1999, en Framsóknarflokkur og Frjálslyndi flokkurinn tapa lítillega fylgi. Skoðanakönnun, sem sýnir að ákvörðun einnar manneskju um að fara í framboð geti hrist upp í þeirri stöðu, hlýtur að vekja ákveðnar freistingar. Gengið á borgarstjóra Ingibjörg Sólrún var þráspurð um það fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar í vor hvort hún hygðist skipa sér í forustusveit Samfylking- arinnar í komandi Alþingiskosningum og svaraði því þá mjög afdráttarlaust að hún væri ekki að hugsa um að færa sig úr borgarpólitíkinni í lands- málin. Um leið vildi hún hins vegar ekki ganga svo langt að gefa út skilyrðislausa yfirlýsingu um að hún myndi sitja á stóli borgarstjóra út allt kjör- tímabilið. Ingibjörg Sólrún er nú að hefja sitt þriðja kjör- tímabil sem borgarstjóri og því hlýtur að teljast eðlilegt að hún sé farin að hugsa sér til hreyfings. Tímasetning kosninga er hins vegar ákaflega óhentug fyrir hana. Aðeins ár er milli bæjar- og sveitarstjórnarkosninga og Alþingiskosninga og því má segja að Ingibjörg Sólrún þurfi að taka ákvörðun þegar nýtt kjörtímabil er varla hafið, en vissulega væri það pólitískt auðveldara fyrir borg- arstjóra að skipta um pólitískan vettvang ef tvö eða þrjú ár væru á milli. Birting skoðanakönnunarinnar á mánudag hleypti þegar af stað nokkrum titringi. Fjölmiðlar báru niðurstöður hennar samstundis undir Ingi- björgu Sólrúnu, sem vildi í fyrstu ekki loka á þann möguleika að hún færi fram í kosningunum á næsta ári. Í samtali við Morgunblaðið, sem birtist á miðvikudag, var hún hins vegar afdráttarlaus um það að skoðanakönnunin hefði ekki breytt af- stöðu sinni varðandi framboð í Alþingiskosning- unum næsta vor. Könnunin sýndi að Samfylkingin ætti talsverð sóknarfæri, sem hún gæti nýtt sér án tillits til sinnar persónu, hún tæki niðurstöðunum með ákveðnum fyrirvara og mikill stuðningur við sig í könnuninni skýrðist af því hvernig hefði verið spurt: „Þótt mönnum þyki alltaf vænt um að fá góðan stuðning er ég nú eldri en tvævetur og veit að kannanir eru eitt og kosningar annað.“ Sagði Ingibjörg Sólrún að hún myndi ekki bregðast sérstaklega við þessari könnun að svo komnu máli, en hún hefði lofað þeim, sem stóðu að könnuninni, að fara yfir fyrri rök sín með sjálfri sér. Hins vegar vísaði hún með skýrum hætti til yfirlýsinga sinna í kosningabaráttunni: „Ég var búin að segja það býsna skýrt fyrir kosningar að ég hygði ekki á þingframboð og fyrir því voru bæði persónulegar og pólitískar ástæður. Hugur minn hefur ekki staðið til þess síðan, þótt borg- arstjórnarkosningum sé lokið, og ég sé ekkert það í spilunum sem breyti þeirri afstöðu.“ Viðbrögð annarra voru með ýmsum hætti. Öss- ur Skarphéðinsson sagðist hafa rætt þessi mál við borgarstjóra. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann að þetta væru ánægjuleg tíðindi og könnunin birti mikil sóknarfæri Samfylkingarinnar, sem fólgin væru í því að hún gæti bætt við sig átta pró- sentustiga fylgi ef Ingibjörg Sólrún kæmi til liðs við flokkinn og forystusveitina, eins og hann orð- aði það. Í samtalinu fór ekkert á milli mála að Öss- uri er mjög í mun að fá Ingibjörgu Sólrúnu í fram- boð: „Eftir þessa könnun tel ég einboðið að Ingibjörg Sólrún geri þetta,“ sagði hann og bætti við að það yrði sterkt fyrir Reykvíkinga að borg- arstjóri tæki sæti á Alþingi Íslendinga til að sinna sérstaklega hagsmunum borgarinnar, Ingibjörg Sólrún gæti „þá sveiflað brandi sínum á tveimur vígvöllum“. Eins og til að fyrirbyggja gagnrýni á slíkt fyrirkomulag benti hann á að oddviti minni- hlutans í Reykjavík, Björn Bjarnason, hefði ákveðið að sitja áfram á þingi. Síðan var aðeins bætt í þrýstinginn á borgarstjóra að fara fram: „Það er því margt, sem mælir með þessu, ég fagna því og vænti þess að Ingibjörg Sólrún láti af þessu verða. Miðað við ummæli hennar í fjölmiðlum tel ég raunar vaxandi líkur á að svo verði.“ Sú nið- urstaða yrði hins vegar að liggja fyrir fljótlega því alltaf væri erfitt að skapa væntingar, sem síðan gengju ekki eftir. Uppnám innan Reykjavíkur- listans? En þrýstingurinn hef- ur ekki allur verið á þann veg að borgar- stjóri eigi að fylgja skoðanakönnun Kremlar.is. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og fulltrúi Vinstri grænna, sagði í samtali við Morgunblaðið að sér litist engan veginn á það að Ingibjörg Sólrún yfirgæfi borgarmálin og færi yf- ir í landsmálin. Hann benti á að borgarstjórnar- kosningar væru nýafstaðnar og samstarf Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokksins að Reykjavíkurlistanum byggðist meðal annars á því að Ingibjörg Sólrún væri borgarstjóri: „Ég er því að sumu leyti undrandi á þessari umræðu; að hún skuli eiga sér stað.“ Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi Framsóknarflokks á R-listanum, sagði að hann ætti enga von á öðru en að Ingibjörg Sólrún yrði borgarstjóri út tíma- bilið, þótt hún væri að sjálfsögðu frjáls að því að gera það sem hún teldi réttast. Hann sýndi einnig að hann er eldri en tvævetur í pólitík og reyndi þegar að slá á vangaveltur um að brotthvarf Ingi- bjargar Sólrúnar úr borgarpólitíkinni myndi veikja núverandi meirihluta: „Reykjavíkurlistinn mun lifa áfram með eða án hennar.“ Alfreð tók sérstaklega til þess að alltaf væri ver- ið að reyna að breyta atburðarásinni með skoð- anakönnunum og kvaðst eiga von á að allt aðrar vísbendingar kæmu fram ef stuðningsmenn Reykjavíkurlistans yrðu spurðir hvort þeir vildu að Ingibjörg Sólrún yrði áfram borgarstjóri. Slík skoðanakönnun var einmitt gerð í DV og birt á fimmtudag. Þar kom fram að 62,1% þeirra kjós- enda R-listans, sem tóku afstöðu í könnuninni, væri andvígt því að hún færi í framboð til Alþingis. Umræðan um stöðu Ingibjargar Sólrúnar hélt áfram alla vikuna. Pólitískir andstæðingar og samherjar hafa verið spurðir. Umræður hafa farið fram í fréttaskýringaþáttum. Fræðimenn hafa verið fengnir til að segja álit sitt á stöðu mála. Ungir jafnaðarmenn gáfu út yfirlýsingu þar sem skorað var á borgarstjórann að hlýða kalli skoð- anakönnunarinnar. Spurning um trúverðugleika? Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi skrifar grein í Morgunblaðið í dag, laugardag, undir fyrirsögninni „Óbreytt landslag stjórnmála?“ Þar segist hann þess fullviss að Ingibjörg Sólrún fari ekki í framboð til Alþingis: „Ástæða þess að ég tel nær útilokað að Ingibjörg Sólrún fari fram til Al- þingis er einföld. Skýrar yfirlýsingar hennar um hið gagnstæða í borgarstjórakosningunum í vor. Það eru ekki aðeins pólitískir andstæðingar, sem vilja höggva í trúverðugleika hennar, sem spyrja hvort þær yfirlýsingar standi ekki, heldur einnig margt af harðasta stuðningsfólki hennar. Þessi spurning skiptir lykilmáli þar sem pólitískur LAUNAMUNUR OG VERKASKIPTING KYNJANNA Samkvæmt niðurstöðum könnun-ar á launamun kynjanna, semkynnt var fyrr í vikunni á vegum jafnréttisráðs og nefndar um efna- hagsleg völd kvenna, er launamunur kynjanna umtalsverður, jafnvel þótt tekið sé tillit til mismunandi aðstæðna. Í könnuninni er farin sú leið að sam- keyra upplýsingar úr þjóðskrá um fjölskylduaðstæður og gögn Kjara- rannsóknanefndar um kaup og kjör. Þannig fengust upplýsingar um stórt úrtak, 16.500 manns, og ætla má að niðurstöðurnar séu áreiðanlegar þótt sums staðar vanti upp á gögnin, t.d. hvað varðar upplýsingar um starfsald- ur og menntun. Í niðurstöðum könnunarinnar kem- ur fram að dagvinnulaun kvenna eru að meðaltali aðeins 70% af dagvinnu- launum karla. Tvo þriðju til þrjá fjórðu hluta launamunarins er talið að megi skýra með ólíkum starfsvett- vangi, starfi, menntun og ráðningar- fyrirkomulagi kynjanna. Eftir stendur hins vegar 7,5–11% kynbundinn launa- munur, sem að verulegu leyti má, sam- kvæmt niðurstöðunum, útskýra með því að hjónaband og barneignir hafi já- kvæð áhrif á tekjur karla en neikvæð á tekjur kvenna. „Áhrif sambúðar og barneigna á launamun gætu að hluta legið í því að konur sinna heimili og börnum meira en karlar. Þær taka lengra barneignaleyfi og hverfa oftar af vinnumarkaði vegna barneigna. Hjónaband eða sambúð kvenna kann að gefa vísbendingu um að starfs- reynsla þeirra á vinnumarkaði sé að jafnaði minni en karla á sama aldri, þó að um það verði ekkert fullyrt út frá gögnunum,“ segir í niðurstöðunum. Þetta eru auðvitað engin ný sann- indi, þótt nú renni vísindaleg úr- vinnsla gagna stoðum undir það, sem löngum var vitað. Lengi var það svo að viðbrögð karla við fjölgun í fjölskyld- unni voru þau að fara fram á meiri vinnu og hærri laun, en kvenna að vilja minnka við sig vinnu og ábyrgð í starfi. Vinnuveitendur hafa gjarnan metið það svo að konur væru því lakari vinnukraftur en karlar. Það er líka þekkt að karlar krefjist hærri launa en konur fyrir sömu vinnu og vísi þá gjarnan til fyrirvinnuhlutverks síns. Sá veruleiki, sem launamunur kynjanna óneitanlega er, byggist á hinu hefðbundna viðhorfi til verka- skiptingar kynjanna í kjarnafjölskyld- unni – að það sé karla að vera aðalfyr- irvinnan en kvenna að bera megin- ábyrgð á heimili og börnum. Þetta viðhorf er að breytast og verkaskipt- ingin þar með, mun hraðar en margan grunar. Mjög stór hluti ungra hjóna og sambýlisfólks vill skipta jafnt með sér bæði fyrirvinnuhlutverkinu og heim- ilishaldi og barnauppeldi. Með nýjum lögum um fæðingar- og foreldraorlof hafa orðið til möguleikar á að kynin séu álíka lengi frá vinnu vegna barn- eigna. Þar með ættu forsendurnar fyr- ir launamuninum að vera brostnar til lengri tíma litið. Skjótur árangur í þessum efnum næst hins vegar ekki nema vinnuveit- endur gæti þess að fylgja viðhorfs- breytingunni og geri sérstakt átak í að eyða launamuninum. Um leið og hin gamla verkaskipting bjó til launamun- inn stuðlar launamunurinn að því að viðhalda henni, því að ef laun kvenna eru að jafnaði lægri en laun karla ýtir það undir að það séu frekar konur, sem draga úr atvinnuþátttöku sinni til að sinna börnum og heimili en karlar. Á meðan sú er raunin nýta fyrirtækin hæfileika og menntun kvenna verr en skyldi. Það er því sameiginlegt hags- munamál vinnuveitenda og launþega að útrýma launamuninum sem fyrst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.