Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Halldóra Sigríð-ur Gísladóttir fæddist 27. október 1910 í Bolungarvík. Hún andaðist á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi 30. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Gísli Jónsson sjómaður og Elísabet Guðmunds- dóttir verkakona. Þrjú alsystkini henn- ar og fimm hálfsystk- ini náðu fullorðins- aldri og eiga þau marga afkomendur. Árið 1939 giftist Halldóra Sigurði Sveinssyni, bónda á Sleggjulæk í Borgarfirði. Börn Halldóru eru: 1) Kristín Elísabet Þórarinsdóttir Mäntylä, f. 18.8. 1936, maki Jyrki Mäntylä, f. 12.7. 1936, d. 18.4. 1972. Sonur þeirra er Einar Olavi, f. 24.8. 1963, kvæntur Sigríði Val- geirsdóttur, f. 7.8. 1964, þau eiga þrjú börn. 2) Arndís Sigurðardótt- ir, f. 26.4. 1940, maki Hafliði Guð- mundsson, f. 28.10. 1941. Synir þeirra eru Sigurður, f. 1.10. 1971, giftur Matt- hildi Hannesdóttur, f. 24.4. 1971, þau eiga tvö börn og Arnar, f. 23. 5. 1977. 3) Einar Sigurðsson, f. 18. 9. 1942, d. 8.11. 1967, maki Selma Ólafsdóttir, f. 16.6. 1940. 4) Gísli Sig- urðsson, f. 10.1. 1950. Halldóra ólst upp í Bolungarvík til fermingaraldurs. Var eftir það í vist á Ísafirði og í Reykjavík. Bjó með manni sínum á Sleggjulæk frá 1939 meðan hann lifði en flutti síðan í Borgarnes 1988 og var síð- ustu árin á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Útför Halldóru verður gerð frá Reykholtskirkju á morgun, mánu- daginn 9. september og hefst at- höfnin klukkan 14. Orð mega sín lítils, hvað þá að greinarstúfur geti gert svo góðri og hjartahlýrri manneskju skil sem ömmu Dóru. Margar ánægjustundir rifjast upp og í rauninni koma ekki aðrar en ánægjulegar minningar upp í hugann. Sem barn og ungling- ur var ég öllum stundum, bæði um helgar og í skólaleyfum í sveitasæl- unni á Sleggjulæk. Það var ómetan- legt fyrir ungling að fá útrás í úti- vinnu og verða þess áskynja að hann hefði hlutverki að gegna í því mikla gangverki sem blandaður búskapur og fjölsótt sveitaheimili er. Það var ekki ónýtt að læra til útiverka undir handleiðslu Sigurðar afa og Gísla frænda, báðir vandvirkir hagleiks- menn og vinnusamir. Þá var ávallt gott að koma inn í bæ þar sem alltaf var heitt á könnunni og eitthvað gott á boðstólum. Voru afföllin ekki alltaf lítil á kleinudeiginu hennar ömmu eða nýbökuðum kleinunum. Yfir ömmu var einhver ró og ára sem gerði það svo þægilegt að umgang- ast hana, það var sama á hverju gekk í ærslum og vinnu, alltaf gat æðru- leysi ömmu Dóru komið hlutum í jafnvægi með nærverunni einni sam- an. Það var helst að það gæti hvesst svolítið ef við krakkarnir gerðumst full aðgangshörð við þau kynstur af ómótstæðilegum smákökum sem amma Dóra bakaði fyrir jólin og reyndi eftir megni að fela, þekkjandi sitt heimafólk. Amma Dóra var óhörðnuðum unglingi sem heima- höfn fyrir bátskel, veitandi skilyrð- islaust skjól og hlýju, og fyrir það er ég óendanlega þakklátur. Árin á Sleggjulæk voru mótunarár í mínu lífi og það var mikil gæfa að hafa heiðursfólkið afa Sigurð og ömmu Dóru sem fyrirmyndir. Ég get ein- ungis vonað að ég beri gæfu til að halda í heiðri, og getu til að miðla til barna minna, þeim gildum mann- kærleiks og heiðarleika sem þau heiðurshjón innrættu mér beint eða óbeint með gjörðum sínum. Ég var lánsamur að fá tækifæri til að um- gangast þau í þeim mæli sem raun var sem unglingur. Þegar við Sirrý eignuðumst okkar börn, gátum við glatt ömmu Dóru með heimsóknum langömmubarna hennar, þó þær heimsóknir yrðu aldrei nógu margar enda bjuggum við um árabil erlendis við nám. Amma Dóra vakti hjá börnum okkar sömu öryggis- og hlýjutilfinningu og hjá mér sem barni, þrátt fyrir að heilsa hennar væri farin að gefa sig. Það er mér ómetanlegt að hafa kom- ið nýverið í heimsókn með Valgeir, Kristínu og Sigurð litla tæplega eins árs gamlan, þegar verulega var farið að draga af ömmu Dóru. – Mér þótti svo vænt um að fá tækifæri til að þakka þér, amma mín, alla veitta ást- úð og hlýju sem gert hafa mig að betri manni. Þó hún mætti ekki mæla þá kviknaði ljós í augum henn- ar þegar hún sá börnin og, eins og segir í ljóði Jóhanns Jónssonar Söknuði, „skilningi lostin“ kvaddi hún börnin með kossi. Við Sirrý kvöddum þig svo aftur kvöldið fyrir andlát þitt. Af sama ör- læti og kærleik og þú miðlaðir öllum í lífi þínu, leysti Lausnari þinn þig úr viðjum jarðnesks lífs svo þið Sigurð- ur afi gætuð átt aftur langþráða end- urfundi. Minning þín lifir í hjarta okkar sem eftir erum. Einar Mäntylä og fjölskylda. Bærinn Sleggjulækur stendur við norðanvert Síðufjall í Borgarfirði, þaðan er fögur fjallasýn og margir telja að fjallið Baula sé fallegast það- an séð. Við systurnar vorum svo lán- samar að dveljast þar í sveit í mörg ár á sjötta og sjöunda áratugnum og eigum þaðan okkar bestu æskuminn- ingar. Húsmóðirin þar, Dóra ömmu- systir okkar er nú kvödd hinstu kveðju. Dóra var góðum kostum bú- in, snyrtileg, létt í spori og glöð í lund, þannig að öllum leið vel í návist hennar. Létt var yfir heimilinu og átti hún ekki minnstan þátt í því. Húsmóðurstörfin fóru henni einstak- lega vel úr hendi. Heimilið var mann- margt og margir áttu athvarf þar, bæði börn og gamalt fólk. Þegar gesti bar að garði tók Dóra þeim opn- um örmum í orðsins fyllstu merk- ingu. Hún veitti gestum af rausn og sinnti þeim af hlýju og með gleði. Dóra skipulagði störf sín vel og stjórnaði af festu. Hún setti okkur fyrir hæfileg verkefni, þannig að við fundum að við höfðum hlutverki að gegna og að það skipti máli hvernig verkin væru af hendi leyst. Engum datt í hug að setjast með óhreinar hendur við matborðið og hundarnir voguðu sér ekki lengra en í eldhús- gættina, þar hringuðu þeir sig niður. Við fundum að Dóra bar um- hyggju fyrir okkur. Hún sagði okkur til um margt og margar ábendingar hennar eru minnisstæðar svo sem að sitja ævinlega beinar í baki við mat- borðið. Það var kátt á Sleggjulæk og mikið gantast og hlegið. Skammir og ávítur voru sparaðar en öllu stjórnað með lagni og góðvild. Alltaf var bak- að á vissum dögum, þrifið á öðrum og á þvottadögum breyttist eldhúsið í þvottahús. Ekkert rafmagn var á þessum tíma og þar af leiðandi ekki mikil þægindi fyrir húsmóður á stóru sveitaheimili. Dóra lét þarfir ann- arra ganga fyrir sínum. Í því sam- bandi er minnistætt þegar hún kom gangandi til okkar langar leiðir út í flekk með aukahressingu, flösku- kaffi í ullarsokk handa hinum full- orðnu, og laumaði þá gjarnan súkku- laðimola að krökkunum. Sigurður eiginmaður Halldóru lést árið 1987, hann var barngóður og blíðlyndur maður og unni konu sinni mjög. Í sameiningu sköpuðu þau snyrtilegt og myndarlegt sveita- heimili og þann góða heimilisanda sem okkur er svo minnistæður og kær. Það var mikið lán að fá að vera þátttakandi í heimilislífinu á Sleggjulæk og viljum við þakka hjartanlega fyrir það. Börnum og öðrum aðstandendum vottum við samúð okkar. Guðrún Kristjónsdóttir og Linda Rós Kristjónsdóttir. Og svo kemur nótt. Svartnættið er eins og svalandi veig, er sál þín drekkur í einum teyg. Þreytan breytist í þökk og frið, þögnin í svæfandi lækjarnið, haustið í vor... Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það besta, sem fellur öðrum í arf, er endurminning um göfugt starf. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Komið er að kveðjustund, stund þakklætis og trega, tímamótum sem enginn fær umflúið og fá okkur sem eftir stöndum til að leiða hugann að því hvað sú persóna sem við nú kveðjum, gaf okkur meðan við nut- um hennar nærveru. Hversu mörg eru ekki þau börn og unglingar á Íslandi sem þráðu það eitt að komast í sveit á sumrin, upp- lifa þar lífið í vinnu og leik, læra að umgangast dýrin, kynnast starfi bóndans og annarra er unnu við að yrkja jörðina svo allir nytu góðs af bæði menn og skepnur. Og hversu stór var ekki sá vinningur að lenda á góðu heimili, þar sem öllum leið vel. Tíu ára gamall fór ég til sumar- dvalar að Sleggjulæk í Stafholts- tungum, til merkishjónanna Hall- dóru Sigríðar Gísladóttur, þeirrar er við kveðjum nú og manns hennar Sigurðar Sveinssonar sem látinn er fyrir nokkrum árum. Sumrin liðu eitt af öðru, við leik, störf og lærdóm því alltaf var eitthvað nýtt sem maður hafði ekki upplifað áður. Margt kemur fram í hugann. Minningin um gamla bæinn og þá sem þar áttu heima, fyrir utan sum- arfólk, gesti og gangandi. Dóra æv- inlega hlý og góð, samt ákveðin ef á þurfti að halda, góður uppalandi okkur krökkunum sem þar dvöldu sumarlangt. Sigurður með sinni ró og festu, hagleiksmaður til allra verka, átti eins sinn sterka þátt í því andrúmslofti sem á heimilinu ríkti. Vel var um okkur hugsað í alla staði. Svo vel að þetta varð mitt annað heimili, allar frístundir sem gáfust yfir vetrartímann voru notaðar til að skreppa upp á Sleggjulæk. Ekki má gleyma spilamennsk- unni. Þegar tóm gafst frá önnum var gripið í spil og þar voru allir gjald- gengir stórir og smáir. Minningar- brotin sem koma fram í hugann eru svo ótal mörg og margvísleg að endalaust væri hægt að telja fram, en öll heildin er í huga mér umvafin hlýju og kærleika þessara hjóna í minn garð og minnar fjölskyldu. En maður skynjar enn betur þegar mað- ur er sjálfur orðinn uppalandi hversu mikil gjöf það er að kynnast og alast upp á svona stað. Með þessum örfáu línum vil ég kveðja þessi heiðurshjón og þakka gott veganesti sem mér var gefið þar, og sendi öllum aðstand- endum innilegar samúðar kveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar. Kristinn Gunnarsson og fjölskylda. HALLDÓRA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR                                            !  "#$% &  "' ()  $*  +" !  "#$% &   , -.%  *%% + !  "#$% *%% /$,!  0% & 1*  "' 2%3 *%% # #4 &# # #4                                             !""#$!%"$                         !"                              ! "#$ %&$                            !  "" "  ' "()                                         ! "#$$#% &'%'&% # &'%'&'%'&%!                          !!    !!          "     #         # $ %      &           '   (                           ) *  # + #  $ ,-.-+/.+0,.,,,$ 1         $  !  " ! #      #   $     %  #   &! #  '  ( #)  '' !* *+ 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.